Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
29.03.2007 at 14:16 #586462
Til að fá rásir 4×4 þarft þú að gerast félagi.
Það er mikil uppbygging í gangi á nýrri kynslóð Tetra. Stefnt er að því að setja upp ca. 150 senda (eru 40 í dag).
NMT verður í gangi út næsta ár og ekki stendur til að minnka þjónustuna.
15.03.2007 at 11:44 #584578Ég held að það sé einhver misskilningur hér á ferð.
Mig minnir að fyrir nokkrum árum þegar Irridíum var að fara á hausinn, hafi bandaríkjaher komið með fjármuni í kerfið.
það á hins vegar að leggja niður Irridíum monitorstöðina í Snjóholti á þessu ári.
13.03.2007 at 15:47 #584130Sambandið við Vatnsfell var að rofna öðru hverju vegna ísingar á loftneti á Vatnsfelli. Það getur skýrt það að illa gekk að hringja í NMT, stundum var samband og stundum ekki.
13.03.2007 at 15:15 #584452Ferðaklúbburinn 4×4 hefur gefið Landsbjörg formlegt leyfi til að nota 4×4 rásirnar
13.03.2007 at 13:17 #584126Eitthvað var um að erfitt væri að nota NMT á Landmannalaugasvæðinu um helgina.
Ástæðan var bilun á sambandi milli Búrfells og Vatnsfells. NMT stöðin á Vatnsfelli var í lagi en línur frá henni voru bilaðar.
Þetta upplýsist hér svo menn séu ekki að kenna NMT kerfinu um þetta.
12.03.2007 at 16:13 #584116Flest sambönd sem fara gegnum Skálafellið duttu út aðfaranótt sunnudags vegna eldinga, þ.m.t. NMT.
Þessu var reddað til bráðabirgða í gær og fullnaðarviðgerð stendur yfir.
Varðandi NMT almennt á landinu, þá mun ég reyna að fá stöðuna á því og koma því til skila hér á spjallinu
02.03.2007 at 22:21 #5831221. Hveragil
2. Grímsvötn
3.
4. Esjufjöll
5. Jöklasel
02.03.2007 at 20:04 #583062Fúsk Og Reddingar Daglega
29.01.2007 at 09:53 #577726Númer í NMT símann er forritað í tækið. Þú getur því skipt um tólið án þess að hafa áhyggjur af því að númerið glatist.
03.01.2007 at 14:50 #573696Ég keypti spacera í Bílabúð Benna fyrir patrolinn minn.
21.12.2006 at 22:16 #572146Ef við opnuðum fyrir aðgang að VHF kerfinu okkar án kvaða, myndu fljótlega mörg þúsund manns verða komin með rásirnar. Við það sköpuðust þær aðstæður að á góðum degi væru beinu rásirnar ónothæfar sökum þess hve margir væru að reyna að nota þær.
Eins og margir vita höfum við bara 4 tíðnir fyrir beinu rásirnar okkar og til að ná 8 rásum er notaður sítónn. Ef mörg hundruð manns eru á fjöllum að nota rásirnar verður kerfið ónothæft (Við lentum í vandræðum með rásir í Hofsjökulstúrnum en þar voru bara 150 bílar á ferð, ef ég man rétt).Ef skilyrði fyrir notkun rásanna er að vera félagi í klúbbnum hefðum við möguleika á að fjölga rásum eftir því sem félögum fjölgaði. Póst og Fjar er tregt til að úthluta fleiri rásum til okkar á meðan félagar eru ekki fleiri.
Rás 42 er td. skráð á FÍ því við vorum ekki nógu margir í Klúbbnum.
14.12.2006 at 10:10 #571370Ég er sammála Einari um að með því að taka upp kallmerki er miklu betra að fylgjast með því hverjir nota VHF kerfið. Björgunarsveitirnar eru mjög agaðar í að nota kallmerki og ég held að fáum detti í hug að nota þeirra kerfi sem ekki hafa leyfi til þess. Það eru að vísu margir utanbjörgunarsveitamenn sem eru með rásirnar sem öryggistæki en dettur ekki í hug að nota þær nema í neyð.
Ég tel að við ættum að gera átak í að menn noti kallmerki og ég hvet menn til að byrja á því sem fyrst. Kannski er best að klúbburinn úthluti kallmerki og gefi út kallmerkjaskrá til að auðveldara sé að fylgjast misnotkun á kerfinu.Kv. – KG
13.12.2006 at 22:13 #571348Ekki má gefa upp tíðnir nema rétthafi gefi leyfi til þess. Rétthafi 4×4 tíðnanna er Ferðaklúbburinn 4×4 og er það ákvörðun stjórnar hvort má gefa upp tíðnir eða ekki.
Ég má til dæmis ekki fá uppgefnar tíðnir sem Vodafone eða Fjarski eru að nota, nema þeir gefi leyfi sitt fyrir því, þó ég sé að skipuleggja tíðnir inni í sömu tíðniböndum og þeir. Hef kannað þetta hjá Póst og fjar.
Kv – KG
27.10.2006 at 17:29 #564702[url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=skyrinarmynd/4846:3d0cg2fr][b:3d0cg2fr]Hér[/b:3d0cg2fr][/url:3d0cg2fr] koma útbreiðslumyndir fyrir endurvarpa 4×4.
Heildar útbreiðslumynd kemur fljótlega. Þessar myndir voru sendar á vefnefnd og þeir setja þær inn á síðuna um leið og skýringartexti kemur frá undirrituðum.Kjartan
19.10.2006 at 09:18 #559620Það er mjög erfitt að þjónusta endurvarpa þar sem ekki er hægt að komast á bíl. Erfitt og kostnaðarsamt getur verið að fá þyrlu í þessi verkefni.
Við í fjarskiptanefndinni erum ekki latir að ganga á fjöll en ég treysti mér ekki til að bera 50 – 60 kg rafgeymi langar leiðir.
10.09.2006 at 19:02 #559610….úr ferðinni eru [url=http://this.is/rotta/album.php?p=2&flk=161:1htt371d][b:1htt371d]hér.[/b:1htt371d][/url:1htt371d]
K
10.09.2006 at 14:55 #198512Fjarskiptanefndin fór á Þránd í gær og skipti um loftnet við endurvarpann. Við settum nýtt 9dB loftnet upp og skiptum um loftnetskapal, en vatn var komið gamla kapalinn. Endurvarpinn er því í fullkomnu lagi fyrir veturinn.
Við prófuðum endurvarpann á heimleiðinni og er hann að virka mjög vel í kringum Blönduós og dettur inn á blettum vestur á Hrútafjarðarháls þar sem virknin er mjög góð. Hann næst einnig mjög vel á norðanverðri Holtavörðuheiðinni.
Bíll sem var á leið áleiðis á Hveravelli prófaði fyrir okkur á Bláfellshálsi og virkaði endurvarpinn ágætlega þar. Við höfðum ekki tök á að prófa í Skagafirði og náðum ekki í nokkurn mann. Við biðjum því Skagfirðinga og aðra sem eru þar á ferð að prófa endurvarpann þar (rás 46) og láta okkur vita.Aðrar fréttir eru að við tókum niður endurvarpann á Vaðöldu í sumar, því hann var ekki að virka sem skyldi og auk þess er nýr endurvarpi á Slórfelli að dekka útbreiðslusvæði Vaðöldunnar ágætlega.
Nýtt og betra loftnet var sett á Bláfell og endurvarpinn yfirfarinn. Hann er því í góðu lagi fyrir veturinn.Á döfinni er að setja upp tvo nýja endurvarpa, annan á Skrokköldu og hinn hugsanlega á Skálafelli.
Endurvarpi á Skrokköldu tekur Vonarskarðið, vestanverðan Vatnajökul og svæðið austan Hofsjökuls, skv. útbreiðsluútreikningum.
Endurvarpi á Skálafelli tekur svæðið inn við Hlöðufell og línuveginn eitthvað austur.Fyrir hönd fjarskiptanefndar,
Kjartan
04.08.2006 at 18:04 #557336Jarðboranir Ríkisins hafa borað amk. 2 holur þarna nýlega. Borun á seinni holunni lauk fyrir 2 – 3 vikum.
Mikið rask er á Hellisheiðinni og nágrenni. Til dæmis er búið að leggja uppbyggðan veg upp á Skarðsmýrarfjall, þar sem borun stendur yfir. Það er sorglegt að sjá svona fallegt umhverfi lagt gjörsamlega í rúst og enginn segir neitt við því.
-Kjartan
26.07.2006 at 15:10 #556790Er þetta ekki Eiríkur, gamli bíllinn hans Rallý Palla. Hann var með Logír og alles. Þú getur skoðað myndir af honum í myndasafninu undir pallihall.
Kjartan
07.06.2006 at 14:58 #553996Gott væri að heyra meira um þau vandamál sem eru með VHF kerfið. Það má lesa úr því sem Einar skrifar hér að ofan og líka á öðrum þráðum að kerfið sé handónýtt.
Ég veit að endurvarpinn á Bláfelli er sennilega óvirkur og vandamál voru með endurvarpann á Háskerðingi í vetur, sem Siggi Harðar og félagar úr Landsbjörg redduðu. Maður heyrir sjaldan um þessi vandamál nema þegar menn nefna þetta í einhverjum spjallþráðum. Hvernig væri að hafa samband beint við fjarskiptanefndina ef menn hafa grun um að vandamál séu með einhverja endurvarpa í stað þess að vera að nöldra á spjallinu.Fh. fjarkiptanefndar.
Kjartan
-
AuthorReplies