Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.03.2008 at 21:08 #202038
Ég er að leita að notuðum 38 dekkjum og rakst m.a. á mjög lítið notuð Nitto Mud Grappler hér á vefnum. Þetta eru áreiðanlega mjög góð akstursdekk en hefur einhver reynslu af svona dekkjum i snjó undir bíl að svipaðri þyngd og Defender þ.e. undir 2.5t tilbúnum á fjöll.
Kjartanb
06.03.2008 at 21:08 #202037Ég er að leita að notuðum 38 dekkjum og rakst m.a. á mjög lítið notuð Nitto Mud Grappler hér á vefnum. Þetta eru áreiðanlega mjög góð akstursdekk en hefur einhver reynslu af svona dekkjum i snjó undir bíl að svipaðri þyngd og Defender þ.e. undir 2.5t tilbúnum á fjöll.
Kjartanb
24.01.2008 at 17:01 #611092Það er spurning hvort það fáist mikið úr því að velta sér upp úr eigintíðni, þegar kemur að akstri í torfærum (eins og kemur fram ofar).
Progressívir gormar (þ.e. þar sem fjöðrunarstuðull breytist eftir því hve mikið fjöðrun slær saman) ásamt mismunandi dempunarprófílum í dempurum og loftlítil stór og þung dekk flækja málin all verulega (þ.e.a.s. ef ég man þetta rétt ;).
Frekar að einfalda og skoða þetta frá praktísku og pragmatísku hliðinni.
Ef fjörðun er stutt þarf gormur að vera tiltölulega stífur til að ekki slái saman í ófærum, það þarf að eyða sömu orku og ef fjörðun er löng.
Ef fjöðrun er löng er hægt að hafa hana mýkri og eyða orkunni yfir stærri slag (færslu á fjöðrun) og almennt leika sér meira með "progressivity" (þekki ekki ísl orðið).Sverir demparar með t.d. utanáliggjandi tanka eiga auðveldar mað að koma frá sér hita og virkar því betur í hraðakstri yfir ófærur yfir lengri vegalengdir.
Það er gífurleg reynsla meðal félagsmanna og væri í raun hægt að taka saman reynslusögur um hvernig mismunandi gormar (stífleiki) og demparar hafa reynst í mismunandi bílum á misstórum dekkjum.
Sjálfur hef ég átt 4 Rovera – þar af 3 Defendera. Það er ekki einungis plássið, miðstöðin, hljóðeinangrunin og þéttleikinn sem gerir þá að skemmtilegum ferðabílum 😉 – heldur slaglöng og skemmtileg fjöðrun.
19.01.2008 at 17:24 #610740Mæti
kk
Kjartan
04.09.2007 at 09:34 #595940Sælir ég var með svona Toyo 35" dekk undir Nissan Navara. Frábær keyrsludekk á malbiki og gott grip á hvaða undirlagi sem er.
Þetta voru load range E dekk á 17" felgu en þau flutu ótrúlega vel á snjó á um 2psi, enda baninn breiður. Það reyndi þó aldrei á langar ferðir á á lagum þrýstingi veit ekki hvernig þau fara ef keyrt er lengi og langt á t.d. 1,5 psi.
Væri gamnan að heyra reynslu einhverra sem hafa notað þessi dekki mikið í snjó.
19.07.2007 at 16:05 #593662Sæll hver framleiðir þessa og hver flytur inn?
19.07.2007 at 16:05 #593660Sæll hver framleiðir þessa og hver flytur inn?
02.07.2007 at 16:28 #592644Sælir ég er ekki sammála að sá nýji sé latur. Þessi vél er mjög skemmtileg og torkar fínt. Það er að vísu minni hávaði í 2007 árgerðinni sem getur haft áhrif á þrill factorinn :).
Hef átt bæði c.a. 87Hö 110 Td og 122 Hö Defender TD5 (með kubbi) og finnst þessi nýji sprækur og skemmtilegur á sinn einstaka "Defender" hátt.
Er að kaupa þann nýja og að koma "aftur heim" (eins og börnin mín orðuðu það þegar þau mátuðu Defenderinn 😉 … eftir að hafa "haldið frámhjá" í rúmt ár með sprækri japanskri dræsu (174 Hö Navara á 35um). Navarann er mjög skemmtilegur akstursbíll en ekki alveg jafn hrifin af grófustu slóðunum og Defenderinn.
21.06.2007 at 14:58 #592718Takk Agnar ég kem þessu til skila.
21.06.2007 at 11:46 #200448Kunningi minn er að hugsa um að smella sér í Núpsstaðarskóg. Hversu langt fara menn á 33″ Pajero. Er hægt að komast að eða innfyrir Eystrafjall?
20.02.2006 at 20:48 #543698Sæll minn ’99 TD5 varð algerlega kraftlaus upp úr 60.000km . Reyndist þetta vera galli í ’99 bílunum, dælukamburinn fyrir innspýtingarnar slitnaði of hratt. Léleg hersla hjá BMW sem framleitddi kambana í þessa árgerð. BogL sköffuðu varahluti ég borgaði vinnu.
kk
Kjartan
30.01.2006 at 14:01 #540792Hvað fara stór dekk undir þennan?
Einhverjar aðrar breytingar, lengri gormar eða gormaklossar, fjaðrir epa klossar…?
29.01.2006 at 22:29 #197193Sælir ég var að velta fyrir mér hvað þarf til að breyta nýju Ford F350 bílunum fyrir 38 tommur (sumarferðalög og mjög gott færi að vetri) og hvað þarf til viðbótar til að koma 44tommum undir þessa gripi.
Það hlýtur að mega klippa töluvert úr brettum.
Hvernig felgur passa eru – 15tommu felgur ekki of litlar. Þessir gripir koma allir á 17-20tommu felgum.P.s. mátaði eina svona setustofu og veiktist skyndilega af lúxusveikinni.
kk
Kjartan
15.06.2005 at 00:05 #523640Ég hef einnig haft tröllatrú á BFG og hef áður keyrt án vandræða á AT. Ég kann bara miklu betur við gripið í MT, sérstaklega míkróskornum.
Mögulega má rekja þessi vandræði mín til bæði veiks kants á dekkjum og lélegar felgur.
Ég lét því setja nýja BFG umganginn (kantarnir litu betur út en mig minnir að fyrri umgangur hafi litið út nýr -þe jafnara gúmmílag yfir vírinn) á nýjar white spoce felgur og vona þarmeð að BFG MT eigi eftir að þjóna mér vel í nokkur ár.
13.06.2005 at 14:24 #523626Verð að láta koma fram að ég var hjá BB áðan, þeir sættust á að láta mig eingöngu greiða slit (15%) á milli fyrir ný dekk, ég er sáttur við það. Topp þjónusta hjá þeim.
kk
Kjartan
13.06.2005 at 11:35 #523624Sælir, ég er í vandræðum með dekk sem hvellspringa. Kanturinn virðist slitna hratt þar til að vírinn liggur ber við felguna og hliðin hreinlega rifnar frá.
Ég hef slitið niður nokkra ganga af BFGoodrich AT bæði í 33 og 35 tommu án vandamála. Skipti síðan í BFGoodrich 35 mudder míkróskorin og var mjög ánægður með grip og tiltölulega lítinn hávaða (að miðað við eðlilegan hávaða í LR110 Defender ;).
1. dekk af fyrsta umgangi sprakk með hvelli ársgamalt (á 90+km/klst og heppni að fjölskyldan slapp við skrekkinn). Ég lét rífa öll dekk af felgum og sá að kanturinn var mjög slitinn á þeim öllum. Samdi við BBenna um nýjan umgang á afsláttarverði, tóku þeir einnig og pússuðu felgukanta og menjuðu (voru dálítið nagaðir af vírnum). Á föstudaginn rúmu ári eftir að nýji umgangurinn fór undir hvell sprakk 1. dekk á sama hátt í innkeyrsluni heima hjá mér og rifanði kanturinn frá við kantvírinn.
Þessir 2 umgangar eru keyrðir daglega á 28-30 psi (samkvæmt ráðleggingum BB) og hef ég eingöngu farið 1-2 styttri ferðir (m.a. Langjökul og Skjaldbreið), á hvorum umgangi fyrir sig, þar sem hleypt var niður í 3-5 pund.Hvað er að gerast þarna, eru dekkin gölluð, eru BFGoodrich AT dekkin þetta mikið betri.
Hvað á ég að velja næst?kk
Kjartan
09.07.2004 at 22:27 #504650Ég var að vonast til að einhver af extra cab bílunum væru með nothæf aftursæti. Það virðist þó vera eitthvað meira pláss aftan í Chevy en t.d. Dodge Ram.
Crew cab með löngum palli er orðinn ansi langur, en crew cab pikkararnir eru örugglega öndvegis ferðabílar.
07.07.2004 at 19:16 #194529Hverjir af extracab pickuppunum amerísku eru með bestu aftursætin og besta plássið afturí.
05.07.2004 at 12:05 #194521Sælir, ég er að velta fyrir mér að koma mér upp amerískum pickup (ekki nýjum) með léttu pallhúsi. 5 manna þ.e. ext cab með frambekk (eru flestir frekar þröngir afturí) eða 4d crew cab, á 38tommu, aðallega til sumarferðalaga og léttari vetrarferða (þá án pallhýsis).
Ég hefði áhuga á að heyra af reynslu manna af eyðslu stóru dísilvélanna, í breyttum amerískum pickupum, miðað við bensín V8 í sömu.
Næsta sumar þegar þungaskattur verður afnuminn og dísillítirinn fer í svipað verð og bensín er þá ekki orðinn sambærilegur rekstrarkostnaður á stóru dísilvélunum og smallblock innspítingar áttunum í þessum bílum?
Ég er ekki að tala um þær allra nýjustu en t.d.:
-Ford 7,3d v.s. 302 eða 351ci V8 bensín
-GM 6,5d v.s. 350ci V8 bensín
-Dodge Cummins (5,9L?) v.s. 318 eða 360ci bensín.
29.04.2004 at 23:13 #194285Sælir ég hef áhuga á að vita hverjir hér á landi hafa lent í að bolti á keðjuhjóli olíudælu, TD5 vélar, losni þannig að vél missir allan olíuþrýsting.
LR í UK hefur bætt tjón manna og jafnvel greitt fyrir nýja vélar og útlaðgan kostnað (bílaleigubíl m.m.) þó að vélarnar séu úr ábyrgð því þetta er skaði sem eingöngu er hægt að rekja til hönnunar og samsetningarvinnu. B&L neitar að borga viðgerð á mínum bíl og segir LR neita þeirra claim.
Þetta er vel þekkt vandamál og var t.d. fjallað um þetta í neytendaþætti á BBC fyrir nokkrum vikum.
Þetta er lítil bilun með mjög alvarlegar afleiðingar og gerir TD5 vélarnar að tikkandi tímasprengjum, ný vél kostar jú hátt í milljón.
Sjá m.a. http://www.web-rover.co.uk/page.php3?p=td5kb/oilpumpbolt
-
AuthorReplies