Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
16.11.2008 at 15:56 #632542
Takk fyrir þetta. Algjörir snillingar að svara þessu.
Maður keypti þennan bíl til að komast á Rjúpu og svona.. Ég er aðeins búinn að fara með hann í torfæurur. Fer nokkuð mikið, er að fíla hann í tætlur. En ég enda með því að kaupa mér 38 – 40 tommu kvikyndi… það er náttúrulega málið.
Takk fyrir strákar….
kv Kjartan
10.11.2008 at 01:27 #203180Ég keypti mér 35 tommu Nissan Patrol 1995 árg. Glæsilegur jeppi. Er á góðum 35 tommu dekkjum og er alveg eins og nýr.
Hver getur maður farið?? Er 35 tommann fyrir miklar torfærur eða hvað??
Nú spyr fermingadrengurinn fagmennina.
kv,
Kjartan Ólafsson fermingadrengur.
08.10.2008 at 14:12 #630710Veistu meira i um jeppann hans Þrastar?
Ég er nú búinn að vera skoða myndir af honum og body-ið virðist vera mjög vel við haldið og hann virðist vera gríðarlega vel með farinn að innan. Hann er á nýlegum 38" dekkjum.
Veistu eitthvað um hann?
kv Kjartan
07.10.2008 at 11:16 #630702Takk fyrir svörin..
Já get alveg ímyndað mér að hann geti eytt miklu. En vonandi get ég náð honum eitthvað niður í eyðslu.
Hlakka til að prufa hann og svoleiðis..
En endilega ef eitthver getur frætt mig um Pajero þá endilega fræðið mig.
Kveðja Kjartan
07.10.2008 at 01:13 #630696Takk fyrir þetta.
Þetta er reyndar 3.0 V6 vél í honum. Hann hlýtur að eyða í kringum 16 – 18 en ég er að fá hann á það góðu verði og hann lýtur nánast eins og nýr út. eins og ég segi bara 3 eigendur af honum og búið að fara mjög vel með hann, 38" breytingin var gerð árið 2002 og maðurinn sem á hann er að vinna á sjó þannig að það vantar ekki peningana og hann agði að ef eitthvað kom upp á þá gerði hann við það strax.
Veit eitthver hvernig eyðslan er á þessum bíl?? s.s. hann er með 3.0 V6 vél? er þetta eitthvað í kringum 16-18 ?
Hvað er hægt að gera til að slá niður eyðsluna?
kv Kjartan
06.10.2008 at 23:56 #203026Ég er að skoða Pajero 1991 árg.
Það eru aðeins um 3 eigendur á honum. Hann er 7 manna, rauður gríðarlega fallegur á nýlegum 38″ dekkjum og á léttmálmsfelgum. Vél í rosalega góðu standi og lakkið eins og nýtt. Var að fara í gegnum skoðun á Blöndósi og fór án athugasemda. Skoðunarstöðinn á Blöndósi er víst fræg að taka vel á svona jeppum að skoða gjörsamlega allt í þeim þannig að hann stóðst það….
Hefur eitthver góða reynslu á þessum jeppum og hvernig höndla þeir þessar breytingar?
Endilega látið mig vita.
kv Kjartan
-
AuthorReplies