Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
08.05.2006 at 23:45 #551378
Ég mundi ekki hvort að þessi merki væru á kortinu yfir vetrartímann.
08.05.2006 at 23:34 #551374…á þann máta sem ég taldi þetta vera – og að mínu mati ekki skrítið að menn sé hálf ringlaðir þegar að þessum árstíma er komið gagnvart opnunum og lokunum hálendisvega.
08.05.2006 at 23:11 #551370En eru þessir vegir ekki merktir ófærir allan veturinn? já ég veit að það er ekki vetur lengur – en á maður þá að hætta keyra þessa vegi á sumardaginn 1. og þangað til vegagerðin "opnar"
Og ef svo er, hverngig gerir maður greinarmun á því hvort að vegur er "lokaður" eða "lokaður"?
18.04.2006 at 12:47 #549570Pungaprófið kostar í dag hátt í 100.000 kr – Inni því er námskeið hjá Slysavarnarskóla sjómanna sem einna helst stóð upp úr í þessar 12 vikur sem mig minnir að pungaprófið hafi tekið. það er algjörlega að ástæðu lausu að læra um stöðugleika fiskiskipa til að "sigla" á Langjökli.
Eitt sinn fór ég á flott námskeið hjá ArticTrucks þar sem freyr var með gríðarlega skemtilegan fyrirlestur – ég veit ekki hvort að Artic er enn að bjóða upp á þetta námskeið.
Ég get ekki séð að það sé mikið vandamál að búa til námskeið – í samvinnu við LB – haldið í Setrinu laugardag til sunnudags – verð ca 20.000 – 20 manns á hverju námskeiði –
Efnisskrá – samblanda af Efni sem tekið er hjá slysavarnarskóla sjómanna – grunnámskeið LB – verkleg kennsla tengd jeppamennsku.Alla vega væri ég til í að taka svona fræðsluhelgi og skrái mig hér með ef þetta verður einhvern tíman að veruleika.
16.04.2006 at 18:49 #549538ég vill samt leggja áherslu á að ég tala ekki niður til þeirra sem kjósa að vera á minna breyttum bílum – Það þarf samt að horfa meira til þess hóps sem er á mikið breyttum bílum og fá þá til að afla sér frekari þekkingar, þetta er bara spurning um hvernig.
Klúbburinn getur alveg beitt sé meira í að félagar 4×4 séu búnir að afla sér ákveðinnar þekkingar.
16.04.2006 at 18:45 #549684verð að vera sammála Luther þarna – held að það sé verið að vinna frábært starf hjá litludeildinni hjá þeim sem kjósa að vera á minna breyttum bílum.
Spurning hvort að stóradeildin þurfi ekki að taka til starfa,,,,?
16.04.2006 at 15:47 #549532Ég held að þið/við þurfum ekki að finna upp hjólið. Ég er nýr í þessu sporti frá því fyrr í vetur og hef ég safnaði þeirri reynslu sem ég bý yfir með því að lesa þennan vef sundur og saman (og þar á meðal barnalegt þras gammalla hunda hér inni) ásamt því að ferðast með mér reyndari mönnum og að síðustu kynna mér ýmislegt efni um fjallamennsku sem ég hef komist yfir.
Nr.1 finnst mér ekki nægjanlega mikið af fræðlsuefni hér á vefnum – það má vera að félagið eigi ekki mikið af efni – en Landsbjörg á mikið af kensluefni sem ég hef orðið mér út um og lesið, þetta ætti að mínu mati að liggja hér á þessum vef svo hægt væri með einföldum hætti að kynna sér efnið. Þetta er efni sem að Landsbjörg notar til kennslu nýliða hjá sér en ég veit ekki hvort þeir eru að selja þetta til sinna félagsmanna.
Nr.2 námskeið er eitthvað sem að menn virðast vera spá í og er að mínu mati ákaflega nauðsynlegt – til að njóta réttinda til að sigla skemmtibátum um sundinn blá þarf að vera með "pungapróf" þegar að bátur hefur náð ákveðinni stærð. Að mínu mati væri ekki vitlaust að þegar bíll hefur náð ákveðiðinni "stærð" eða "getu" til fjallaferða sé álitið sjálfsagt að viðkomandi ökumaður sé með undir belti grunnámskeið í fjallamennsku líkt og pungapróf. Alla vega myndi ég stoltur bera límmiða í afturrúðunni á mínum jeppa sem segði td. – ég hef likið 1. stigi í fjallamensku" og svo framvegis.
Pungaprófið hefur nýst mér vel á fjöllum þar sem margir samligjandi þættir eru í að sigla um sundinn og að krúsa um jökul, siglingafræði (vinna með landakort) – fjarkskipti – notkun leiðsögutækja skyndihjálp og þar með að læra um ofkælingu – ásamt grunn þekkingu á veðurfræði.
Það á ekki bara við Jeppamenn að þeir séu að vaða á fjöll og gera gloríur – þetta á við um allar tegundir fjallamennsku og ættu því þau samtök sem að málunum koma að taka sig saman og reyna koma á skóla þar sem hægt er að sækja námskeið sér til fræðslu.
25.03.2006 at 16:11 #547320af hverju ætti tölvubúnaður sem settur er í bíl frekar að klikka heldur en annar búnaður sem í bílinn er?
01.03.2006 at 23:44 #545104ég er græningi í þessum bransa – ég segi fyrir mitt leit að ég væri til í að hafa aðgang að uppýsingum sem segðu hvað er varasamt og hvað er minna varasamt.
Það að upplýsingar liggi fyrir er ekki til þess að ég geti á einhvern máta fríað mig ábyrgða á því sem ég er að gera en ég get alla vega miðað við mína kunnáttu hagað mínum ferðum miðað við þær upplýsingar sem ég hef.Ég lít á þetta sömu augum og siglingar – í sjókortum eru svæði merkt sem vara sig ber á og ætlast er til að menn fari um þau svæði í samræmi við það. Það er á engan máta hægt að draga þá aðila sem búa til sjókortin til ábyrgðar ef að maður siglir á sker sem einhverra hluta vegna er ekki merkt inn á kort.
Ég sé vandamál jeppamanna þannig að í þessari ferðamennsku eru menn að ferðast með mismiklar upplýsingar og engin samræming er á því hvaða pól menn eru að taka. Ef að fyrirliggjandi eru bestu mögulegu upplýsingar þá er alla vega hægt að taka mið af þeim og þar með hægt að lágmarka hættuna.
27.02.2006 at 00:23 #544920ég var meira að tala um eitt kort með heildardreifisvæði líkt og hægt er að fá á GSM og NMT, á vefsvæði RSH eru upplýsingar um senda og endurvarpa VHF en ekkert um heildardreifisvæði og dekkun kerfisins.
Annars fagna ég því ef menn gera átak í fræðslu í VHF því líkt og á sjó er þetta allra mikilvægasta samskiptatækið.
26.02.2006 at 23:33 #544914Ég er nýr í jeppasportinu og er nýgenginn í klúbbinn – ég hef reynslu úr bátasporti og hvernig á að umgangast fjarskipti á sjó (hef pungapróf) –
Það virðist ekki vera mikið um samræmdar reglur í tengslum við fjarskipti í jeppamennsku líkt og er á sjó – alla vega ekki sem ég finn á síðunni.Einnig finnst mér vanta kort sem sýnir heildarútbreiðslu VHF kerfisins líkt og gert er með hvern sendi fyrir sig á síðunni – til að maður átti sig betur á því hvar möguleiki er á signali og hvar ekki.
Það er heldur ekki mikið um ráðleggingar um hvaða búnað í VHF mælt er með að menn noti – handstöðvar (með útiloftneti 5w) vs fastar stöðvar.
26.02.2006 at 21:21 #544834það er svo sem endalaust hægt að pæla fram og aftur hvað þyrlurnar eiga að vera margar – en það sem ég set spurningamerki við er framkvæmd fjarksiptamála við björgunina.
Samkvæmt því sem fram kom í fréttum í kvöld var til að byrja með mikið bras á samhæfingu fjarksipta og eitthvað var að vefjast fyrir þeim að koma Fokkernum í loftið – ekki voru flugmenn á bakvakt og þurfti að fara að leita að flugmönnum til að koma vélinni í loftið til að miðla fjarskiptum á milli.
-
AuthorReplies