Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
20.10.2006 at 22:15 #564518
hvort að Tetra kerfið sé svipað og GSM að því leiti að það séu cellur sem anna ávkeðinni umferð þannig það sé möguleiki á að vera með fleiri "cellur" á þeim stöðum þar sem umferð er mikil svo sem á Langjökli?
20.10.2006 at 19:54 #564494Ef upp verður sett kerfi sem hefur dreifingu á hálendinu (eins og allt bendir til núna) þá að sjálfsögðu eigum við sem um hálendið ferðumst að gera þá kröfu að við höfum aðgang að þessu kerfi.
Ég get ekki séð að á fjöllum sé það mikill fjöldi fólks að ekki sé hægt sé að búa þannig að málum að nægt pláss sé fyrir alla.
14.10.2006 at 18:01 #563406Nú blasir fáviskan við – en hverju er verið að ná fram með þessum aðgerðum?
13.10.2006 at 22:47 #563120Þetta er með betri þráðum í langan tíma!!
Mín skoðun á þessu er sú að GARMIN er það eina sem virkar – engar áhyggjur af einhverju 3CPO bla bla bla í tölvunni, þetta er jú gert til þess að maður geti keyrt eftir þessu þegar á reynir, bara einn takki og tækið er komið í ganga á nótæm….. og allt sem þú þarft að gera á tækinu er á tökkum sem hafa "tilgang".
Svo er ég með skjá í loftinu á bílnum sem er tengdur við flakkara (harðan disk) sem er með "endalaust" pláss af myndefni sem getur stytt stundir þeirra sem ekki hafa sama áhuga og ég á þungu hægfara færi….
Og að lokum er ég ávalt með fartölvuna meðferðis til alls þess sem ég mögulega þarf að nota hana…En endilega haldiði tölvusnillingarnir áfram að þrasa um frasa úr Star Wars.
11.10.2006 at 14:00 #563046er það ekki í boði?
11.10.2006 at 13:29 #563042hvað kostar svona gripur án ísetningar?
10.10.2006 at 23:28 #562986Er ekki 101 nema allra síðustu ár – hann er 220 allveg inn að blautu barnsbeini, þannig að að þessi skrif hans eru listamannsskrif (skrif til að ná athygli) á háu stigi, kemur mér ekki á óvart ef að DÞ sé áskrifandi að 4Wheeler eða álíka blöðum til að ná áttum eftir að hafa ritstýrt eina íslenska "klámblaðinu" B&B hér á árum áður….
28.09.2006 at 12:26 #561624.. að hafa áhyggjur af því að fara upp á Úlvarsfell, þangað upp liggur vegur sem skiptist svo í sitt hvora áttina á sinn hvorn "tindinn".
svifdrekamenn hafa lengi notað þetta fjall til að henda sér fram af og því ekkert að því að fara þarna upp.
27.09.2006 at 22:39 #561588Án þess að ég ætli að taka afstöðu í þessu máli sem greinilega tröllríður öllu hér núna – þá er það ávalt vandmeðfarið að ákvarða hvað er í lagi og hvað ekki á svona spjallsvæðum og oftar en ekki eru inngrip einungis til þess að æsa þá upp sem eru "ritfastari" en aðrir.
Þessar aðgerðir sem – sem ég styð og skrifa undir – eru samt ekki endilega líklegar til árangurs, það er heldur líklegra að menn fari í skotgrafir og haldi áfram skæruhernaði. Skrif á milli manna í tölvupósti og spjallsíðum ásamt plammeringum í síma og sms eru ekki vænleg til sátta, ég hefði haldið að þeir sem helst að málinu koma þurfi að setjast niður og ræða málið og reyna bera klæði á vopnin. Ef ekki held ég að þetta eigi eftir að skapa félagið til frambúðar.
Ég tek það fram að ég þekki enga af deiluaðilum, hef eingungis lesið það sem fram hefur farið hér síðustu daga og vikur og ef menn vantar sáttasemjara/fundastjóra þá bíð ég mig fram.
Góðar stundir.
20.09.2006 at 23:34 #560890ég held það sé best að þú sért með þetta dót í mælaborðinu – LOL
12.09.2006 at 21:13 #560022ég lenti í því að gangur undan Toyotu LC 90 pössuðu illa undir Trooper – dekkin stóðu út undan köntunum.
08.09.2006 at 09:59 #559530Eins og Andri bendir á að vandamálið tengdist lyklunum eða réttara sagt örflögunni sem er í lyklinum.
Það er alltaf hægt að treysta á snillana hér inni þó rétta greiningin hafi komið aðens of seint.
06.09.2006 at 21:13 #198500Mig langaði að kanna hvort þið sem allt vitið getið hjálpað mér –
Er með LC 90 árg 99 sem tók upp á því í dag að neita að fara í gang. Hann startar eðlilega en tekur ekki við sér (fær greinilega ekki olíu).
Mér datt í hug að það væri eitthvað dót tengt ádreparanum sem væri í klikki.
Eftir að hafa startað honum nokkuð í dag ákvað ég að gefa honum hvíld og prufaði aftur eftir ca 3 tíma og þá datt hann í gang eins og ekkert hafi í skorist og gekk eðlilega en í lok dags neitaði hann aftur og hefur ekki gefið sig eftir það þrátt fyrir svipaða hvíld og áður.
Kannast einhver við þetta vandamál?Umboðið getur vafalaust frætt mig um þetta í fyrramálið en mig langað bara kanna hvort að fræðingarnir hér inni gætu hjálpað mér.
01.09.2006 at 13:42 #559126Ég átta mig ekki á því af hverju það er verið að brjóta þetta svona upp, ég er nýlegur í þessu sporti og hefði viljað að "Haukarnir" í þessu sport hefðu stillt upp námskeiðaröð sem að tæki á málunum í þeirri forgangsröð sem "haukarnir" teldu heppilegasta.
04.08.2006 at 00:09 #557306að það sé ekki mikil umræða um þetta málefni hér á þessum vetvangi þar sem hér eru ekki miklir hagsmunir í húfi en þetta er mikið réttlætismál fyrir okkur sem erum á tækjum sem nota bensín sem orkugjafa en eru ekki leyfilegir eða hafa ekki getu til að nota vegakerfi landsins ss. báta, jetsky, vélsleða, fjórhjól og krossara.
En ég tel samt að þessi félagsskapur (sem ég er aðili að) eigi að veita þessu stuðning þar sem allt mótorsport þarf á öllum þeim stuðningi sem í boði er.
Ég tek ofan fyrir Atlantolíumönnum fyrir að taka þetta mál upp. Heyr heyr!!
26.07.2006 at 16:45 #556772hvort við hefjum ekki brottflutning íbúa og búfjár af landinu……
16.06.2006 at 20:35 #554604….þarf maður þá ekki fyrst að fara yfir árnar?
15.06.2006 at 21:14 #554632þetta er akkúrat það sem ég þurfti – en fann ekki á google
15.06.2006 at 20:52 #198095Ég fann engan hentugan flokk til að setja þessa fyrirspurn mína þannig ég ákvað á láta hana hér inn.
Málið er að ég þarf að splæsa kaðal og mig langaði að kanna hvort einhver ykkar á skýringarmynd af því hvernig það er gert.
Það eru 20 ár síðan ég lærði þetta og þetta er eitthvað ekki alveg að gera sig hjá mér.
18.05.2006 at 23:45 #552816..Sér tækninefnd ekki um að hafa svona upplýsingar undir "fróðleik" hér á þessum vef?
Ps. fyrir þann sem veit lítið – hvað gerir þessi tækninefnd annars, það stendur nákvæmlega ekkert um það hvað tilgang þessi nefnd hefur?
-
AuthorReplies