Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.04.2016 at 13:20 #937982
Vantar að láta skipta um miðstöðvarelementið í mínum Pajero 1998. Það þarf víst að rífa mælaborðið úr til að komast að þessu.
Kristinn
kristinnh78@gmail.com
20.11.2013 at 18:42 #439279Í SSD diski eru engir hreyfanlegir hlutir svo þeir þola höggin sem dynja á bílnum í jeppaferðum. Í gömlu diskunum(SATA) að þá er diskplatan/plöturnar að innan að snúast allan tíman og nál að lesa. Oft þarf ekki mikið högg svo eitthvað bili. Tölvan+GPS er líka mikilvægt öryggistæki.
Varðandi verðið að þá færðu aldrei jafn stóran SSD disk versus SATA fyrir sama pening en fyrir tölvu sem er nánast eingöngu í bílnum og þar er ekki að geymt mikið af bíómyndum og þess háttar að þá nægir lítill diskur. Ég hef verið að skipta þessu út fyrir fólk fyrir lítinn pening ef einhver hefur áhuga. Er einnig með afslátt af diskunum. Ekki að ég sé að auglýsa mig en þá eru örugglega einhverjir sem eru að spá í þessu og vilja ekki ofborga fyrir þessa vinnu á verkstæði.
07.08.2013 at 23:28 #766925Það er enginn afsláttur af gasinu og sumum vörum líka. Hins vegar fæ ég afslátt af flestu hjá N1. Gasið er líka ódýrara þar og svo afsláttur.
16.04.2012 at 16:49 #752713Synd að komast ekki. Þetta verður frábær ferð.
24.06.2011 at 14:21 #219551Hvernig hafa þessir medium demparar reynst á 38″ bílum?
Og er bíllinn nokkuð of mjúkur með fellihýsi í farteskinu?
22.04.2011 at 11:19 #21868403.04.2011 at 22:31 #723748Í mínu tilviki voru dísurnar allar ónýtar. Nú rýkur hann í gang eftir þá viðgerð.
20.03.2011 at 22:16 #218075Er best að koma geyma hann innanhús eða skiptir það engu uppá endingu og hafa hann bara alltaf í bílnum?
17.03.2011 at 08:38 #723740Ég lenti í nákvæmlega sama vandamáli en var ekki að skipta um hráolíusíu. En samt var skipt um hana til að reyna að fá þetta í lag. Skipti engu. Olíuhúsið(minnir að það heiti það) var hreinsað og þrifið en það gekk ekki. Allt þetta tekið úr sambandi og olía tengt beint inná olíuverkið og þá var allt í lagi. Slöngur sem tengdust olíu húsinu blásnar og skipt um þessar járnfestingar og þá var hann aðeins betri (þá er hann ca 30 sek eins og trunta á morgnana en ekki ca 60 sek). Slangan aftaní tank var blásin en það bætti ekkert. Talað var við Heklu og þeir benda á að slangan frá tanki taki mögulega með sér loft en það á eftir að skipta um slöngur og sannreyna það. Láttu mig endilega vita hvernig gengur hjá þér að laga þetta.
Svo þegar ég næ honum í ca 2500 snúninga að þá held ég honum þar í ca 30 sek og keyri svo af stað og þá er hann eðlilegur í gangi en vantar samt einhvern kraft í hann og túrbínan blæs aðeins meira.
17.03.2011 at 08:34 #720594Þetta var öxullinn og flansinn.
19.02.2011 at 20:39 #217508Gott kvöld
Í ferð með litlunefndinni áðan lenti ég í því að framdrifið hætti að virka. Ég fékk það inn aftur með því að setja læsinguna að framan í gang (loftlæstur) og þá virkaði framdrifið. Svo undir lok ferðar þegar ég fer í 20kmh hraða að þá kemur skrölt hljóð sem eykst við meiri hraða og heyri ég það koma að framan hægra megin jafnvel þó hann sé bara í afturdrifinu. Ef ég skelli honum í framdrifið að þá finn ég að bíllinn missir afl og hann hægir á sér. Ég set hann þá aftur í afturdrifið en læsi samt að framan og þá hættir skröltið. Hefur einhver hugmynd hvað þetta gæti verið? Er á Pajero 2.8 tdi ’98. Bíllinn var í Heklu um daginn og var skipt um öxulhosu og legu í leguhúsi vinstra megin að framan.
19.02.2011 at 19:05 #720508Ég lenti í þessu á mínum Pajero V6 í júlí þegar ég fór að taka V power bensín. Ég tók 3 tanka minnir mig á júlí og ágúst og fann fyrir gangtruflunum í hægagangi. Ég hætti þá að nota v power og þá lagaðist þetta hægt og rólega og svo varð bíllinn eðlilegur á ný. Skeljungur hafði engin svör við þessu þegar ég leitaði til höfuðstöðvanna.
08.02.2011 at 12:10 #718926Er að skoða þetta sjálfur og fékk þetta um kaskó hjá Sjóvá
Vátryggingin tekur þó til aksturs dráttarvéla, fjórhjóla eða snjósleða á snjósköflum, um fjörur eða aðrar vegleysur. Jafnframt tekur vátryggingin til aksturs sérútbúinna jeppa og/eða torfærubifreiða sem aka annars staðar en á vegum landsins, svo sem um tún eða engi, á snjósköflum á ís, yfir óbrúaðar ár eða læki, um fjörur, forvaða, vegatroðninga og/eða aðrar vegleysur enda sé um bótaskylt tjón að ræða skv. 1. gr. skilmálanna. Undanskilin eru tjón sem verða við að vatn flæðir inn í vélarhús, farþega- eða farangursrými hins vátryggða ökutækis.
02.02.2011 at 11:45 #217193Hvernig er það, er betra að vera kaskó tryggður þegar maður er að djöflast utan malbiksins? Það eru örugglega margir með alls kyns sögur um þetta, góðar og slæmar.
22.01.2011 at 23:30 #717214http://www.netverslun.is/Verslun/produc … ,8344.aspx
Þessi reynist mér vel. Lítil lávær vifta sem fer stöku sinnum í gang. Hitnar nánast ekki neitt.
09.01.2011 at 00:59 #715246Ég tel okkur ekki bagga á Litlunefndinni en við getum örugglega gert eitthvað skemmtilegt þann 15. janúar. Ég man þegar ég fór fyrstu ferðirnar með Litlu. Það var gaman að sjá þessa stóru bíla og dreymdi að ég ætti einn slíkan einn daginn og nú á ég einn. Gaman væri ef F4x4 gæti splæst í eina "Stóru" nefnd sem setti saman dagsferðir fyrir stærri bílana eins og með litlu bílana. Ég á 38" bíl en vantar ennþá almennilega reynslu og hana hef ég reynt að sækja til Litlunefndarinnar sem hefur fært hana með glöðu geði. Þó ég sé á 38" bíl að þá er ég ekki alltaf að leita eftir erfiðri ferð heldur bara að komast aðeins úr bænum og hafa gaman af. Náttúran kallar!
05.01.2011 at 16:03 #715222Góðan dag
Ég er á 38" og er félagi í F4x4. Mig sem langaði að taka fjölskylduna með í skemmtilega dagsferð en á núna þann möguleika að komast ekki með vegna stærðartakmarkana. Vonandi verður þessu fyrirkomulagi breytt eða önnur lausn fundin fyrir stærri bílana. Annars finnst mér Litlanefndin hafa unnið frábært starf í gegnum árin.
06.11.2010 at 22:25 #708616Bíllinn á að fá eitthvað auka afl með að blinda EGR ventilinn en mér fannst það nú ekkert til að tala um á mínum. Minn byrjaði að reykja svo svakalega á stuttum tíma en eftir að ventillinn var blindaður að þá minkaði reykurinn til muna og má teljast eðlilegur núna.
04.11.2010 at 21:46 #708872Miki rosalega er ég sammála síðasta ræðumanni. Áfram Litla(Stóra)nefnd !!
18.10.2010 at 22:57 #707102Það var ég ekki búinn að gera/fatta. Ég skráði nýja tækið á garmin.is vefinn og fékk gma skrá. Importaði hana í Mapsource og fékk þá 25 stafa kóða sem ég henti í nroute og þá virkaði þetta. Nú er bara að prufa tölvuna í Litlunefndarferðinni næsta laugardag. Þakka hjálpina!
-
AuthorReplies