Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
17.02.2003 at 17:54 #465650
Það trúlega rétt að það er erfitt fyrir klúbbinn að taka afstöðu í svona málum, t.d. ætla ég að ganga í klúbbinn m.a. til að taka þátt í starfi hans og svo tel ég að það sé klúbbnum að þakka að hægt er að stunda ferðamennsku á breyttum jeppum eins og gert er í dag. Hinsvegar ætti ég erfitt með að ganga í klúbbinn ef hann hefði tekið beina afstöðu á móti t.d. virkjunaráformum við Kárahnjúka. Varðandi hálendisvegina þá er það mín skoðun að þeir séu miklu meiri ógn við ósnortnu víðernin heldur en virkjanir og uppistöðulón. E.t.v. má klára að byggja upp Kjalveg þar sem það er nánast búið, en malbikaður vegur yfir Sprengisand hefði lítið gildi.
Auk þessa væri peningunum miklu betur varið í að laga eða klára þjóðvegakerfið sem við höfum núna. Ég bý á Akureyri en vinn núna í Reykjavík og keyri á milli í hverri viku og hugsa oft um það hvað það væri hægt að stytta aksturtímann ef vegurinn væri sléttari og breiðari og ég tala nú ekki um ef hann væri styttur þar sem það er hægt, t.d. í Skagafirði.
kv. jsk
17.02.2003 at 16:20 #192193Eftir að hafa undanfarin ár átt ýmsa jeppa á 31-33″ dekkjum þá er fjölskyldan nú búin að ákveða að koma sér upp alvöru ferðajeppa sem hægt er að nota í vetrarferðalög. Fyrir valinu varð gott eintak af Patrol árg. 1995. Nú er ég að undirbúa það að hefja breytingar á honum. Markmiðið er að koma honum á 38″ dekk og setja í hann nauðsynlegasta búnað á þessu ári. Planið er að hækka hann upp á gormun, síkka stífur o.þ.h. setja á kanta, stígbretti og koma dekkjunum undir. Síðan koma hlutföll og annar búnaður eftir því sem heimilisbókhaldið leyfir. Fyrst ætla ég samt að byrja á því að setja í hann intercooler.
Nú væru öll ráð vel þegin, hvað þarf að hafa í huga, hvað á að varast o.s.frv. Hvar er best að kaupa intercoolerinn?
jsk
05.02.2002 at 10:12 #458750Takk fyrir viðbrögðin,
Ég er alltaf að verða heitari fyrir því að fá mér Pajero á 38". Hann virðist hafa ýmsa kosti og henta ágætlega til breytinga og mér sýnist að það þurfi ekki að hækka hann eins mikið upp til að koma 38" fyrir eins og t.d. LC90 og það held ég að sé mikill kostur. Vissulega væri nú nýlegur Patrol líka áhugaverður kostur, en hann er þyngri og kostar líka fleiri peninga. Verðið á LC90 er líka of hátt miðað við hverskonar bíll er þar á ferðinni, það er alla vega mitt álit.
Pajeroinn sem ég á núna er sjálfskiptur og töluvert ekinn, þannig að e.t.v. er ekki skynsamlegt að eyða peningum í að breyta honum. Þá er spurningin með sjálfskiptingu eða beinskiptingu. Ég er mjög hrifin af sjálfskiptingum í jeppum, en þar sem vélaraflið í Pajeró 2800 dísel er nú ekki gríðarlega mikið þá er spurning hvort beinskipting væri betri, hafið þið einhverjar skoðanir á því?
Ef ég færi útí það að láta breyta Pajeró, hvert ætti ég þá að fara, Fjallasport, Arctic trucks, eða hvað?
Ég hugsa nú að ég fari ekki í þetta í vetur, en vonandi fyrir næsta vetur, þá er bara að ganga í klúbbinn og fara á fjöll.
kv.
jsk
01.02.2002 at 15:22 #191309Sælir
Ég er að spá í hvaða skoðanir og reynslu menn hafa af breytingum á Pajeró 1996-1999. Nú sér maður ekki mikið af þessum bílum á 38″. Afhverju er það, henta þeir eitthvað verr en t.d. Trooper, LC90 eða Terranó. Ég á sjálfur Pajeró á 33″ en langar að prófa að eiga jeppa á stærri dekkjum. Mér finnst Pajeróinn hafa ýmsa kosti, góð innrétting og gott að umgangast hann. Þannig að spurningin er e.t.v sú hvernig hann komi út á 38″ í samanburði við aðra bíla.
Gaman væri að heyra hvaða skoðanir menn hafa á þessu.
07.12.2001 at 11:22 #457906Sæll Wolf.
Ég er með 1996 Pajeró dísel með 2800 vélinni, sjálfskipur á 33 tommu dekkjum ekinn 170 þúsund. Þetta er auðvitað ekki samskonanar bíll og þú ert með en ég hef fylgst með eyðslunni frá því að ég keypti bílinn fyrir 3 mánuðum. Eyðslan er frá 11,3 í 18,5 l/100 með meðaleyðslu á tæpum 5000 km uppá 14,4 l/100. Ég er nú bara nokkuð sáttur við þetta, svipuð eyðsla og á Nissan Patrol sem ég átti áður. Til samanburðar átti í Toyotu 4Runner 1993 árg. v6 bensín, sjálfskiptur á 33 tommu dekkjum. Meðaleyðslan eftir 30 þús. km. var 19,7 og lá hún á bilinu 13 til 30 l/100. Samt fannst mér nú runnerinn ljómandi góður bíll, en 65 lítra bensíntankur var óþarflega lítill svo ekki sé meira sagt.
En meira um Pajero, þetta eru tiltölulega þungir bílar, sjálfskipir á stærri dekkjum og með frekar litlar vélar þannig að það er hætt við því að þeir séu svolítið sleðalegir.
-
AuthorReplies