Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.11.2003 at 18:55 #193148
Sælir félagar,
Er nýlega búinn að kaupa mér Patrol árg. 1998, í honum er „tölvukubbur“ sem mér var sagt að væri stillanlegur. Á kubbnum stendur „Powered by HOPA“ og fátt annað.
Ég viðurkenni það fúslega að ég veit tiltölulega lítið um þessi mál, en gaman væri að fá einhverja útskýringu á því hvernig þessir kubbar virka og hvernig er hægt að stilla þá. Eins hef ég líka áhyggjur af því hvort þetta er gott fyrir vélina, er það ekki rétt hjá mér að í aðalatriðum eru þessir kubbar að setja meiri olíu inná vélina, þarf ekki þá meira loft á móti eða hvað?
Bílinn er nú ekkert sérstaklega kraftmikill þannig að gott væri að geta aukið aflið aðeins, en ég hef ekki áhuga á að fórna endingu að neinu marki.
Kv. jsk
10.11.2003 at 15:57 #480098Sælirnú,
Ég hef átt tvo runnera, báða árg. 1993. Sá fyrri var sjálfskiptur á 33" og meðaleyðsla var um 19 l/100. Sá seinni var beinskiptur á 32"? og hann eyddi ekki nema 14 l/100. Báðir bílarnir mjög vandaðir og góðir.
Þegar ég átti fyrri runnerinn pældi ég heilmiki í því hvað hægt væri að gera til að ná niður eyðslu. Lægri hlutföll skipta örugglega mestu máli, sverara púst einhverju. Ég er ekki viss um að driflokur breyti miklu, man þó eftir að hafa lesið á einhverri amerískri síðu lýsingu á því að það gæti lækkað eyðsluna um 1,5 l/100 með því að setja lokur á. Hitt er e.t.v. mikilvægara að með driflokum verður álagið á hjöruliðshosurnar minna, en þær voru ekki að endast lengi á mínum 33" runner. En á endanum gerði ég ekki neitt í þessu.
Kv. jsk
13.10.2003 at 15:45 #477714Þetta átti nú að koma undir öðrum þræði, en skiftir ekki öllu.
jsk
13.10.2003 at 15:41 #477712Fórum þessa fínu ferð suður Vonarskarð helgina 3.-5. okt. Frábært veður og fallegt landslag.
Fyrir þá sem hafa áhuga á ferðamyndum þá eru myndir úr ferðinni á [url=http://www.hugtak.is/elli/frames/frame_offroad.htm:3h8wtzy8]heimasíðu Ella[/url:3h8wtzy8]. Eða http://www.hugtak.is/ellijsk
10.09.2003 at 10:18 #192856Sælir,
Eftir að hafa skoðað bókina Ekið um óbyggðir þá eru fullt af leiðum sem mann langar að fara og vissi varla að væru til. Við erum nokkrir félagar sem ætlum að fara í smá ferð í byrjun október og erum að spá í hvort það sé eitthvað vit í að fara Bárðargötuleiðna, þ.e. suður Vonarskarð í Jökulheima. Við erum á þremur bílum á 32″ til 35″. Erum vel búnir að öðru leiti, hvað varðar staðsetningartæki, kaðla, vöður og slíkt. Spurningin er því sú hvort þessi leið sé ofviða svo lítið breyttum bílum, trúlega eru það árnar sem eru málið.
Kv.
jsk
08.09.2003 at 13:05 #476080Ýmsar gagnlegar upplýsingar hér að framan
Trúlega mun ég og félagi minn útbúa "aukarafkerfi" í bílinn. Ástæður fyrir því að smíða þetta sjálfir eru tvær. Annarsvega skemmtunin við að útbúa þetta og hinsvegar höldum við að þetta verði ódýrara heldur en að kaupa tilbúið kerfi, enda stærðin á kerfinu e.t.v. minni.
Ég er að spá í hvar á að staðsetja tengiboxið í bílnum, þetta er 1995 Patrol og við fyrstu sýn ekkert augljóst hvar er best að staðsetja það, er betra að hafa það inní bílnum eða fram í húddi?
jsk
05.09.2003 at 09:18 #192840Sælir,
Hvernig eru menn at tengja aukahluti sem þurfa rafmagn í bílana hjá sér? Eru menn að kaupa aukarafkerfi hjá Aukaraf eða notað einhverjar aðrar leiðir?Það er smá saman að fjölga rafmagnstækjunum í bílnum hjá mér og væntanlega bætast aukaljós o.þ.h. á næstu misserum. Við fyrstu sýn virðist mér að aukakerfi frá Aukaraf sem kostar 50 þús. sé frekar dýrt sérstaklega í upphafi þegar tækin eru ekki mörg, hinsvegar veit ég að það borgar sig að hugsa fyrir hlutunum í tíma. Öll ráð og viðhorf koma sér vel.
jsk
14.08.2003 at 15:34 #475498Í síðustu viku fór ég meðfram Skjálfandafljóti að austan frá upptökum til ósa á reiðhjóli. Alla leiðina frá Gæsavötnum niður í Bárðardal voru nýlegar slóðir eftir mótorhjól og voru þau nánast alltaf utan við bílslóðina, oft beggja vegna og "shortcut" við allar beyjur. Þar sem þeir höfðu stoppað höfðu þeir spólað í hringi (eins og maður gerði á skellinöðrunni þegar maður var 15). Flestir okkar gera eflaust stundum þau mistök að fara aðeins út úr slóð, en hjá þessum mönnum virðist það vera reglan. Það getur vel verið að þessar slóðir hverfi en þær voru mjög áberandi og stinga í augun. Eins og bent var á hér að framan þá hefur torfæruhjólunum fjölgað mjög mikið, en maður heyrir ekki mikið af áróðri hjá hjólamönnum gegn utanvegaakstri.
Ég veit s.s. ekki hvað er til ráða en þetta hefur klárlega áhrif á jeppamenn, allavega grunar mig að lítill greinarmunur sé gerður á ummerkjum utanvegaaksturs sama hvaða farartæki eru notuð. Eru ekki til nein samtök mótorhjólamanna þar sem hægt væri að koma upplýsingum um utanvegaakstur á framfæri? Í sjónvarpinu er þáttur sem heitir vélhjólasport, líklegt að margir hjólamenn horfi á hann. E.t.v. væri hægt að taka málið upp þar.
jsk
11.07.2003 at 08:44 #474804Það verður gaman að skoða þetta svæði, nú vantar bara að losna við rigningaspár. Samkvæmt korti landmælinga þá liggur slóðin næst jöklinum og austan við Öldufell og alltaf vestan Hólmsár, það er væntanlega þessi Öldufellsleið. Ég hélt reyndar að það væri aðalleiðin.
Fjallahjólið verður með og aldrei að vita nema maður skelli sér aðeins á það, sérstaklega ef það er meðvindur og hallar undan fæti!!
kv.jsk
10.07.2003 at 14:20 #192712Hvernig er Fjallabaksleið Syðri. Er þetta mjög seinfarið? Ég er að hugsa um að fara hana sem dagsferð með alla fjölskylduna en hef ekki farið um þessar slóðir áður og geri mér því ekki grein fyrir tímaþættinum í þessu. Mér sýnist að leiðin sjálf sé tæpir 90 km. Hvað ætli maður sé lengi að aka þetta með hæfilegum stoppum og þessháttar? Eru árnar eitthvað til að hafa áhyggjur af?
kv. jsk
28.03.2003 at 14:30 #471438Í þessum [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=1095#6530:exh4hqxq]þræði[/url:exh4hqxq] síðan í febrúar eru gagnlegar upplýsingar um breytingar á Patrol.
jsk
28.03.2003 at 14:18 #471600Sæll,
Ég er að undirbúa breytingu á Patrol, þ.e. viða að mér upplýsingum o.þ.h. Algengt er að setja 5,42 hlutföll í patrol. Þau kosta 130-150 þúsund með ísetningu. Fást í hjá Benna og eflaust víðar.
jsk
28.02.2003 at 12:28 #469594Gaman væri nú að fá mynd að dekkinu á 12" felgu, þetta hljómar eins og fullkomið sumardekk á Patrol.
Eru annars engar fréttir af AT405 frá Arctic Trucks, þetta er að verða löng meðganga.
jsk
27.02.2003 at 12:55 #469346Auðvitað mega og eiga menn að hafa skoðanir á virkjunarsvæðum þó þeir hafi ekki rannsakað hvern stein og barð. Það er þó alltaf trúverðugra að þeir sem eru í forsvari fyrir ákveðnum málum þekki þau vel af eigin raun.
Ég sé ekki hvað ofbeldisglæpurinn nauðgun kemur málinu við.
kv. jsk
27.02.2003 at 10:29 #469338Svona til að víkka út umræðuna á er þessi frétt á mbl. Stóriðja hefur víðtækari áhrif en menn halda oft fram. Það er ekki bara verið að búa til störf fyrir "skítuga og óhamingjusama verkamenn sem geta ekki virkjað sköpunargáfuna í hausnum á sér" eins og stundum er haldið fram.
"Fyrirtækið Altech JHM hf. fékk í dag nýsköpunarverðlaunin sem Rannsóknarráð og Útflutningsráð veita árlega. Altech hefur framleitt vélar til notkunar í áliðnaði og hefur selt búnað til álvera víða um heim."
jsk
27.02.2003 at 09:50 #469332Lang flestir hagfræðingar og aðrir sérfræðingar sem hafa athugað þetta mál telja að Kárahnjúkavirkjun og álver Alcoa séu mjög þjóðhagslega hagkvæmar framkvæmdir. Ekki ætla ég að fara nánar útí það enda varla vettvangur fyrir það hér.
Hinsvegar man ég vel þegar ég var í þjóðhagfræðitímum uppúr 1990 að þá höfðu menn mestar áhyggjur af því að Ísland gæti ekki staðið undir auknum mannfjölda og viðhaldið lífskjörum. Atvinnuleysi var að aukast, erlendar skuldir fóru vaxandi og hlutfall sjávarafurða af útflutningi var mjög hátt og fór heldur hækkandi. Svartsýnustu menn töldu að e.t.v. yrði Ísland eitt fátækasta land í vestur evrópu innan fárra ára.
Ég held að það séu óumdeilt að það sem átti stærstan þátt í því að rjúfa þessa stöðnun voru virkjana- og stóriðjuframkvæmdir á Grundartanga og Straumsvík eftir 1996. Þannig tel ég að fyrirhugaðar framkvæmdir muni til lengri tíma tryggja efnahagslegt sjálfstæði okkar og gera okkur kleift að viðhalda góðum lífskjörum, halda úti velferðakerfi og menntakerfi, svo ég tali nú ekki um það hvað það er auðveldara að kaupa fína jeppa og 38" möddera þega kaupmáttur vex. Vissulega krefst þetta þess að stjórnvöld hafi stjórn á efnahagsmálum á næstu árum, en fljótlega eru þingkosningar og þá er bara að velja þá sem þú treystir best til að hafa stjór á þessu.
Þó fáir vinni í virkjunum eftir að þær eru komnar í rekstur þá veistu vel að margir hafa atvinnu og tekjur af vinnu við stóriðju og þjónustu við hana.
Ég tel líka að það séu öfugmæli að segja að fáir útvaldir séu með yfirgang í þessu máli. Allt bendir til þess að meirihluti fólks sé fylgjandi því að nýta auðlindir okkar í þessu máli.
Þannig að það er alger óþarfi að labba, en göngutúrar eru vissulega alltaf hollir.
kv. jsk
19.02.2003 at 13:26 #467734Humm, já búinn að eiga einn stuttan landcruser, tvo 4runnera, pajeró og pattinn sem ég var að kaupa er sá nr. 2. Af þessum bílum þá er það Patrol sem gerir flesta hluti best og tekur breytingu betur en hinir (mín skoðun). Barbí krúser á 38" prófaði ég hér á bílasölu og fannst ekki góður, mundi reyndar taka pajeró af (95-99 með sjálfstæðri grind) fram yfir barbí. Það verður reyndar gaman að sjá nýjan pajeró á 38" En Patrol ber af:-
jsk
19.02.2003 at 11:07 #468730Það er greinilega að mörgu að hyggja þegar farið í breytingar og þessar upplýsingar hér í þræðinum koma sér gríðarlega vel, gunnarb, ég þakkasérstaklega vel fyrir þessa ítarlegu lýsingu á þinni breytingu, hún á eftir að gagnast mér vel. Nú er það því miður þannig að ég hef ekki tíma, aðstöðu né kunnáttu til að gera þetta allt sjálfur þannig að ég mun kaupa mest af þessari vinnu við upphækkunina, en ég verð viðræðuhæfur eftir því sem ég veit meira. T.d. þetta með spindilhalla hafði ég ekki spáð í og þarf að pæla betur í. Ég hafi gert ráð fyrir því að nota áfram orginal gormana að framan og gunnarb þú talar um að hækka gormasætið upp, skil ég það rétt að þú ert að tala um gormasætið á hásingunni ?
Næ ég ekki nógu mikilli hækkun að framan með því að setja 10 cm klossa undir orginal gorma og færa stífufestingarnar niður um 10 cm. Helst ekki spindilhallinn sá sami ef hækkunin á gormunum og síkkun á stífunum er jafn mikil?
Voandi kemst ég í þetta á næstu 2 mánuðum, sendi þá inn myndir af bílnum fyrir og eftir breytingar.
Kv.jsk
18.02.2003 at 10:45 #465666Það er alveg rétt að hagsmunamál jeppamanna eru pólitísk og því mun klúbburinn ekki komast hjá því að taka afstöðu í mörgum málum sem eru pólitískt umdeild. T.d. er maður alltaf hræddur um að settar verði skorður á það ferðafrelsi sem við höfum í dag og þar er augljóslega pólitískt mál sem allir klúbbfélagar geta verið sammála um. Hinsvegar er það alltaf erfitt fyrir svona áhugumannafélag að taka afstöðu í málum þarf sem skoðanir eru mjög skipta, t.d. í virkjunarmálum. Hver eða hvernig á þá að velja þau mál sem má taka afstöðu til? Ekki kann ég svarið við því.
En telja menn að klúbburinn hafi verið notaður til að vinna að einhverjum hagsmunum sem snúast ekki um jeppa og ferðamennsku?
p.s. þó ég sé ekki kominn með félagsnúmer leyfi ég mér að taka þátt í umræðunni, enda búinn að sækja um inngöngu.
jsk
18.02.2003 at 08:46 #468720Takk fyrir góð ráð, það er kannski ekki rétt að setja intercoolerinn svona framarlega í röðina, taka pústið frekar.
Af einhverjum ástæðum virðist það vera algengara nú um stundir að hækka freka á gormum með tilheyrandi breytingum á undirvagni. Ég veit afhverju menn virðast frekar velja að fara þessa leið, en hef þó heyrt að boddýhækkun fari illa með boddýið, festingar brotni o.s.frv.
kv.jsk
-
AuthorReplies