Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.02.2014 at 16:58 #446510
Hvað varðar hvort Dynexið sé kápuklætt eður ei, þá er endingin minnsta málið. Það sem eyðileggur þessa spotta eru hvassar brúnir. Stóra málið er að þegar þráðurinn er ekki klæddur í kápu, þá klemmist og festist hann frekar á tromlunni.
03.02.2014 at 23:37 #445661Væri til í 8mm spilspotta. Erum ekki að tala um framlengingu, viljum losna við stálvír. Þurfa að vera klæddir hlífðarkápu
21.03.2012 at 10:28 #750597Sælir. Hafið þið nokkuð tök á að setja bæklinginn sem við fengum um ferðina á heimasíðuna. Er að tala um bæklininginn með upplýsingum um VHF númer, hópa etc. Fínt að fá þetta á pdf. Stórferðarkveðja JS
14.02.2011 at 15:19 #719084Heil og Sæl
Væri ekki góð hugmynd að undirbúningsnefndin sem hefur upplýsingar um stöku bílanna setji saman í 2-3 hópa eftir þyngd og stærð.
Siðan geta menn fínstillt það ef það eru óskir um að vera í einhverjum sértökum hóp.
Hægt að byrja á hópanöfnum Stakur 1 (Einstakur) og Stakur 2 (Sérstakur) 😉
Kveðja
Jón Svan
08.04.2009 at 22:43 #645464Frábært að heyra. Til hamingju með nýja bílinn. Þekki bæði Gunnar og bílinn. Góð kaup!!!! Þetta verður bara létt og laggott enda spáir sól og blíðu.
Kv Svanurinn Gsm:821 5121
08.04.2009 at 20:08 #645458Endilega skella sér með. Ekki fleiri en við eftir því sem ég best veit. Aldrei að vita nema fleiri skelli sér með. Geri líka alveg ráð fyrir umferð á jöklinum þannig að við verðum ekkert einir í heiminum. Knallaði inn track úr Snælands; Utan alfaraleiða svo tindurinn ætti að finnast.
Tekur 2 og 1/2 tíma að komast að jökli frá Rvík. Plan annars óbreytt og leggjum í hann kl. 08:00 frá N1 Mosó. Kv Svanurinn
07.04.2009 at 23:30 #204200Er að spá í Snæfellsjökulinn á fimmtudag.
Gaman væri að fá fleiri með í dagsferð úr bænum. Ef þið eigið ferla fyrir garmin (MapSource- nRoute gdb eða mps) þá megið þið gjarnan benda á link eða senda.
Leggjum af stað kl. 08:00 frá N1 í Mosfellsbæ og byrjum á rás 45.
Er á 38′ Hilux.
Kveðja Svanurinn
03.04.2009 at 13:39 #644976Ætlum að leggja af stað frá N1 í Mosfellsbæ kl. 09:00. Þjóðvegurinn í Húsafell og þaðan að jökli.
Upp og niður að Hábungu og leika sér aðeins á brettum eða sleðum. Ef færið er gott og skyggnið í lagi, þá stefnum við í áttina að Þursaborg. Sjáum annars bara til og tökum stöðuna á staðnum. Bara muna eftir brosinu, sólarvörninni og vindhlífinni ; )
kv Svanurinn
02.04.2009 at 15:32 #644962Ætla að mæta með synina og stiga sleðana. Spáin litur ágætlega út fyrir laugardaginn. Fer frá N1 í Mosfellsbæ kl. 09:00-09:30. Byrjum á rás 45.
Er á Hilux 38.
Svanurinn 821 5121
30.01.2009 at 21:01 #637488Engin spurning – Mæti á nýlegum 38" HiLux – Læstur, vhf og spil. Svanurinn R-4028
11.01.2008 at 20:34 #609850Væri hress á að skella mér með ykkur. Er á Ford pickup á 41" og vhf. Gsm 821 5121 – jonsvan
-
AuthorReplies