Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
30.12.2009 at 20:01 #595508
Rakst inn á þennan þráð fyrir tilviljun núna hehe ! Sá að mín er getið þarna í einum pósti ! Mitt tjald er þýskt og er framleitt af Beduin-Tents, það er hugsað sem tveggja manna en við höfum verið 3 í því leikandi. Það er með stiga sem er hægt að stilla fyrir mismundandi hæð og með góðum skörum á tjaldinu aftaná sem hentar vel í snjónum. Ég get alveg sagt að þessi tjöld eru alger snilld, ég smíðaði toppgrind sem er hugsuð fyrir tjaldið á Wranglerinn minn og það þarf tvo til að henda því upp á toppinn, 6 rær og allt klárt, hef notað þetta um sumar jafnt sem vetur, hvað rok varðar þá þolir þetta alveg heilann helling og rigningin plagar mann allsekki þegar maður er þarna uppi á þaki 😉
Mig hafði alltaf langað í svona tjald á bílinn minn frá því að við fjölskyldan fórum í heimsreisuna okkar en þessi tjöld eru mjög vinsæl í afríku á svona safari bíla ! Svo einn daginn sá ég Wrangler með svona tjald á tjaldstæðinu heima á Mývatni og fór beint til að skoða hjá kauða. Það var þjóðverji sem ætlaði að jeppast um landið í 2 vikur svo samdi ég við hann um að kaupa það af honum þegar hann færi aftur í norrænu. Ég borgaði fyrir það 1000 evrur en á þeim tíma var evran um 100 kall. Sé ekki eftir þeim kaupum !
[img:323n1lao]http://gogn.jonni.is/images/hveragil27-28.07.09/images/IMG_3590.jpg[/img:323n1lao]
Þessi var tekin inn við Hveragil í Kverkfjöllum í lok júlí í sumar !Mæli hiklaust með þessum græjum, en ekki láta alla vita hvað þetta er sniðugt, við verðum að hafa smá forskot í "lúkkinu" þegar við mætum í mörkina…
Kv. Jonni
http://www.jonni.is
30.12.2009 at 18:45 #661662Sælir, ekki eru þessi hlutföll enn til hjá þér ? endilega láttu mig vita ef svo er, síminn er 8939172
21.08.2009 at 17:36 #654698Ég er ekki með stýringu ef þú ert að meina það !
En tæknilega séð væri hægt að tengja selluna eins og hún er beint á rafgeyminn því það er díóða í tengiboxinu sem passar að ekkert rafmagn geti hlaupið til baka upp í selluna. En þá ertu auðvitað ekki með neina mæla eða ljós sem segir þér hvað sellan er að hlaða mikið eða slíkt.
20.08.2009 at 01:04 #205911Hef til sölu alvöru sólarsellu sem getur haldið húsbílnum, jeppanum eða öðru vel á floti. Þessi sella er frá Uni-Solar en það fyrirtæki sérhæfir sig í að framleiða sólarsellur úr efni sem þeir kalla Thin-Film, þ.e. það er ekkert gler í sólarsellunni og á hún því að þola hristing og hnjask mun betur heldur en glersellurnar hefðbundnu.
Sólarsellan er 65W en þeir hjá Uni-Solar segja að þessi sólarsella framleiði eins og 75W gler-sólarsella.
Sellan er í álramma og með góðu tengiboxi aftaná, sést ekkert á henni og er alveg í toppstandi.
Málin á henni eru 137cm x 74cm
Hér er mynd af samskonar sellu:
Góðar upplýsingar um selluna á þessari síðu http://www.electricfence-online.co.uk/shopscr393.html
Verðhugmynd: 60.000 kr.
Skoða öll tilboð !
Jonni
Sími: 893-9172
Mail: jonni@jonni.is
28.07.2007 at 17:20 #588198Sælir, verður maður ekki að slá til og komast í svona heimsklassa hóp !
Ég bý á Mývatni og er með Jeep Wrangler ’92 á 35"-36", nýbreyttur !
Jónas Stefánsson
[url=http://www.jonni.is:2mt4j975][b:2mt4j975]www.jonni.is[/b:2mt4j975][/url:2mt4j975] [img:2mt4j975]http://www.jonni.is/images/flateyjardalur20-21.07.07/images/DSCN3855.jpg[/img:2mt4j975]
25.09.2006 at 08:28 #561268Takk kærlega fyrir þetta !
25.09.2006 at 00:36 #198610Hefur einhver farið nýlega norðan Hofsjökuls og getur sagt mér hvernig vaðið á blöndu er, og hvort það er hægt að fara þar á 36″ bílum ?
-
AuthorReplies