Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
02.01.2007 at 18:41 #573264
Er einhver nýlega búinn að fara þangað, hjá vörðunni ?
Væntanlega allt snjólaust þá ?
15.12.2006 at 10:15 #571540Prófaði að hringja áðan í vegagerðina og samkvæmt þeim er ekki fært þar nema fjórhjóladrifnum bílum, einnig sagði hún að það væri nóg um snjóinn á þessu svæði en gat engu svarað um skjaldbreið samt sem áður.
Hún sagði að það ætti að vera vel hægt að fara og viðra sleðan þar um helgina, þannig núna er bara um að gera að negla af stað uppeftir í fyrramálið
13.12.2006 at 21:17 #199158Mun reyna að setja þessa spurningu í fastan lið fyrir aðrahvora helgi :p
Ef einhver veit um færðina þarna uppfrá eða verður þar á morgunn eða föstudag mætti alveg endilega segja okkur frá því hvernig færð er, sérstaklega með vélsleðan að gera
Takk Fyrir
01.12.2006 at 00:10 #569906Glæsilegt, en þar sem það er búið að vera svona "heitt" í veðri þá fannst mér líklegt að hann gæti verið horfinn
En ef það er einhver hér sem tekur túr á morgunn þá mætti hann láta mig vita um þetta, nenni ekki að eyða tíma í að fá engan snjó, get gert það í bænum.
Takk
30.11.2006 at 20:25 #199076Er einhver hérna sem veit hvernig færið er hjá skjaldbreið og þar í kring, hjá vörðunni ?
Hvort hægt sé að stoppa þar til að fara á sleða ??
22.11.2006 at 16:36 #569126Það var í lagi með alla skála þegar ég fór uppeftir (reyndar í sumar)
http://www.veidivotn.is/leyfiss.html
Þarna er að finna símanúmerið :864-9205
Gætir prófað að hringja í það í sambandi við gistinguna.
21.11.2006 at 18:52 #568558Ég vil þakka líka fyrir mig, þetta var æðisleg ferð í alla staði 😀
Þar sem pajero neitaði að festast í ferðinni (nema í tvemur tilvikum þegar bremsan fraus sem fastast hjá mér) skulum ekkert ræða það neitt meir
En já, takk kærlega fyrir mig og frúna
Jonni
09.11.2006 at 21:48 #564202Ég get ekki betur séð en að ég sé dottin útaf listanum yfir ferðina ?
Ég var búinn að greiða í hana fyrir mig og konuna.
Jón Örn Eyjólfsson + 1 Pajero 38"
Það var búið að skrifa greitt fyrir aftan mig og var ég númer 18 á þessum blessuðum lista svo er ég bara horfin af honum :s
06.11.2006 at 23:54 #564184Þetta var mjög fróðlegt og gaman að sjá hvernig maður þarf að bregðast við ef einhvað kynni að koma upp á.
Ég þakka kærlega fyrir mig í kvöld
Jón Örn
02.11.2006 at 20:18 #566376Rausnarlegt af mönnum að halda þetta frítt.
En svo var ég búinn að borga ferðina fyrir mig og konuna, veit samt ekki hvort gjaldkerinn hafi klúðrað þessu í sambandi við skýringuna þar sem nafnið mitt átti að koma fram.
Þetta var einhvað vesen hjá henni en ég var samt sem áður búinn að leggja inn á fyrrnefndan reikning.
Vildi bara láta vita svo það myndi ekkert klúðrast fyrir mér
Jonni
02.11.2006 at 12:31 #566372Hvað kostar að mæta á svona námskeið ?
Er þetta kannski verðlaust dæmi
Manni hlakkar allavegna til að fá að læra betur um þetta
02.10.2006 at 16:05 #198648Þarf maður að vera búinn að borga sig inn í 4×4 klúbbin til að mæta á fundinn á mánudag ??
Og á hvaða tímum get ég farið þangað og borgað ársgjaldið ?
Með fyrirfram þökk
Jón Örn Eyjólfsson
27.09.2006 at 21:18 #561122Takk fyrir þetta
Það má endilega koma því vel á framfæri hvenær þetta verður sem þú tala hér um fyrir ofan Gunnar þór
Ég hef mikinn áhuga fyrir því að kíkja á það, ég fylgjist vel með, enda ákafur gestur síðunnar
27.09.2006 at 18:00 #561110Hvernig er það nú eins og með mig 19 ára gutta.
Ég er nýbúinn að kaupa mér bíl til að djöflast aðeins á og viti menn mig DAUÐlangar að fá að komast í einhverja ferð en það bara gengur illa að ná mannskap með sér í svona jeppatúra, þar sem enginn sem ég þekki á jeppa til að koma með mér. Er þá hægt að blanda sér inní einhverja svona hópa eða einhvað svoleiðis? Þetta myndi vera fyrsti svona alvöru túrinn sem ég myndi fara þannig mig gæti vantað einhverja hjálp í túrnum:s
Endilega skrifið og látið mig vita hvernig þetta er
27.09.2006 at 17:54 #561608Þetta er afbragðs hugmynd
Maður hefði gaman af að mæta og sjá þetta frá toppinum 😀
-
AuthorReplies