Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.03.2007 at 19:00 #583466
Ég er eiginlega bara kominn á það að reyna að finna einhvern til að skipta við mig á 5:71 að framan. Ég tékkaði hvað það myndi kosta að láta gott verkstæði setja 5:29 í að aftan ef maður kæmi með köggulinn, 25þ fyrir vinnu og 25þ fyrir hlutföllin sem mér finnst bara allt of mikið. Gaurinn þar sagði líka að það skipti ekki megin máli hvort maður væri með 5,29 eða 5,71. Ef menn lentu í þannig aðstæðum væru hlutföllin álíka líkleg til að brotna.
06.03.2007 at 12:14 #583434Davíð, það er hundfúlt að lenda í svona vitleysingum. Maður hélt nú að þetta spjall væri frekar öruggur vettvangur fyrir viðskipti þar sem menn verða að skrifa undir nafni en sumir eru bara illa innrættir að eðlisfari. Gaurinn sem ég verslaði við kynnti sig sem bifvélavirkja og sagðist vinna á partasölu þannig ég efaðist ekki um að hann vissi hvað hann væri að selja. Þegar ég kíkti á partasöluna sagði eigandinn að hann hefði bara unnið þar í nokkra daga og stolið öllu steini léttara…
Annars er ég á báðum áttum með hvoru hlutfallinu maður ætti að halda. Ég talaði við einn á breytingarverkstæði Toyota í gær og hann vildi meina að það væri ekki mikill munur á styrkleika milli 5:29 og 5:71, þó vissulega væri 5:71 aðeins veikara. Maður hefði haldið að styrkleikinn ætti ekki að vera stórmál á 35" með grútlinri vél. Reyndar spurning hvort maður méli það frekar þegar loftlásinn kemst í gagnið. Það væri gaman að heyra frá einhverjum á 35" með 2,4 diesel og 5:71 hlutföll, hvernig það er að koma út. Eins hvað bíllinn fer hratt í 5. gír á 3000 snúningum, svona til að fá eitthvað viðmið.
Hvernig er það ef maður myndi fá 5:29 drif að aftan, hvort borgar sig að henda lásnum yfir eða hlutföllunum og er það eitthvað sem þokkalegur bílskúrsverkstæðismaður (félagi minn) getur gert eða þarf atvinnumenn í verkið?
Lárus, þegar þú talar um að skipta út legum og pakkdósum ertu þá að tala um hjólalegurnar eða….
Kveðja,
Jón
06.03.2007 at 02:23 #583424gleymdi víst að setja fyrirsögn á síðasta póst…
06.03.2007 at 01:48 #583422Takk fyrir að skýra þessi blessuðu hlutföll fyrir mér. Það brotnaði tönn í kambhjólinu (stóra) þannig gömlu hlutföllin eru ábyggilega ónýt. Afturhásingin er sú sama og í dobblaranum en mig langar samt miklu frekar að halda afturdrifinu og sjá hvað bíllinn gerir í torfæru með læsingu. Svo er hann á klöfum að framan, 7,5" að ég held. Ef einhver vill skipta á svoleiðis köggli með 5:71 og mínum 5:29 væri það vel þegið.
Annars hef ég aðeins verið að spá í þessum hlutföllum. Bíllinn er með orginal 2,4 diesel vél og var á 33" með 5:29 hlutföll. Hann var bara þokkalegur þannig, enda fer maður nú varla yfir 100 km hraða á þessum bílum. Eftir að hann fór á 35" varð hann mun linari. Í brekkum eða þokkalegum mótvindi er bölvað vesen að ná honum upp úr 3. gír í 4. Þess vegna var ég að spá hvort það væri ekki bara þjóðráð að fara í 5:71 þó svo maður sé bara á 35". Hvað finnst ykkur?
06.03.2007 at 01:00 #199858Sælir,
Mig vantar ráð hjá ykkur. Þannig er mál með vexti að ég er á Hilux extra cab á 35″ dekkjum með 5:29 hlutföllum. Afturdrifið fór í honum um daginn og keypti ég drifköggul með 5:29 hlutföllum og loftlás hér á spjallinu. Þegar ég set köggulinn í kemur í ljós að hlutföllin á kögglinum eru 5:71 en ekki 5:29 eins og stóð í auglýsingunni! Auðvitað svarar seljandinn mér svo ekki, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og skilaboð á símsvara. Það lítur því út fyrir að ég sitji uppi með drifið. Ég var að spá hvað væri best að gera í stöðunni þannig maður sleppi sæmilega ódýrt frá þessu. Er einhver leið að setja gömlu 5:29 hlutföllin í nýja drifið og ef svo er er dýrt að láta stilla þau? Eins var ég að spá hvort maður ætti kannski að reyna að skipta við einhvern á 5:29 og 5:71 framdrifskögglum þannig hlutföllin í bílnum yrðu bara 5:71. Endilega segið mér hvað þið mynduð gera í stöðunni þar sem ég hef frekar takmarkað vit á þessu.
Kveðja,
Jón
25.01.2007 at 01:12 #577004Stebbi, þakka hughreystinguna. Ég var að skipta úr 33 í 35" s.l. föstudag og hélt maður yrði óstoppandi á þeim óháð snjóalögum, loftþrýstingi og öðrum þess háttar smáatriðum! Annars gáfumst við upp á slóðanum eftir ca 5 km sökum skorts á snjó og offramboðs á grjóti. Ákváðum þess í stað að kíkja inn á Uxarhryggi en urðum frá að hverfa fljótlega þegar félaginn keyrði á stein og kengbeygði eina álfelgu. Þannig að maður á enn eftir að fullreyna kaggann eftir breytingu í snjó með alvöru úrhleypingum og tilheyrandi ráðstöfunum.
Kveðja,
Jón
24.01.2007 at 22:41 #576998Sæll Hjölli,
Loftþrýstingurinn var um 10 psi, sem var svipað og hjá félaga mínum sem flaug upp brekkuna á barbí cruiser á 38"
Ulfr, aldrei að vita nema maður prófi bakkgírinn á næstu brekku:) Hvað gerist ef maður hefur það ekki alla leið upp, er nokkur leið að keyra aftur niður brekkuna með megin þungann á framhásinguna…
Kv.
Jón
24.01.2007 at 13:28 #576988Maður er nú bara nýbyrjaður í þessu jeppasporti en ástæðan fyrir þessum pælingum er sú að ég tók eftir því á sunnudaginn ofan við Gjábakka að bíllinn minn gróf sig niður úr förum eftir aðra bíla að framan þegar ég var að rembast við að komast upp brekku sem hinir bílarnir rétt mörkuðu í. Þeir voru reyndar á 38" þannig að trúlega hafa þeir bara haft meira flot. Annars þarf maður að vigta trukkinn og sjá hvað kemur út.
kv.
Jón
24.01.2007 at 01:57 #199481Sælir,
Ég sá á vef Arctic trucks að drifgeta í snjó er meiri á jeppum með hærra þyngdarhlutfall á framhásingu en aftur en það var hvergi minnst á hvert þyngdarhlutfallið ætti að vera. Þess vegna langar mig að forvitnast hvað menn telja vera kjörhlutfall á þyngdardreifingu milli hásinga í snjóakstri og þá líka hvort ekki séu einhver efri mörk, þ.e. framþungi hreinlega hamli drifgetu?
Ástæðan fyrir þessum pælingum er sú að ég á Hilux extra cab á 35″ sem ég er nokkuð viss um að sé þyngri að framan en aftan en ég var að spá hvort hann gæti hreinlega verið of þungur að framan?
Kveðja,
Jón
-
AuthorReplies