Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.12.2014 at 12:08 #775394
Ég hef sjálfur verið að spá í LED ljósum og plægt í gegnum nokkrar prófanir sem eru um allt á netinu.
Það er einn framleiðandi sem er áberandi á Ebay, og það er CREE.
Fyrirtækið er bandarískt, var stofnað 1987 af hópi frá háskólanum í Norður-Karólínu, og keypti verksmiðju í Kína árið 2007.
Ég er nýbúinn að kaupa ennisljós með CREE díóðum og ljósið af þessu er hreint út sagt SVAKALEGT!
Það þarf allavega mikið til þess að ég fari í 19-aldar glóðarperur aftur.
Önnur topp-merki sem maður hefur séð mælt með eru Osram og Philips, en ég hef ekki séð ljós á bíla frá þeim.
Eini gallinn sem gæti verið við LED-ljós er að þau bræða kannski síður af sér snjó, en ég hef ekki séð NEINAR prófanir á því.
En það er ekki nóg að hafa góðar díóður, ljósin þurfa að vera með rétt formaða spegla til að dreifa ljósinu rétt, og frágangurinn þarf líka að vera réttur inni í ljósunum. Það er líklega ástæðan fyrir því að þessi ljós hafa fengið á sig slæman stimpil (lýsa stutt, dreifist um allt), framleiðendur hafa ekki vandað sig við hönnun á speglunum.
Einstaka LED ljós hafa sýnt sig að vera ótrúlega sterk, ég finn bara ekki prófunina þar sem LED ljósi var sökkt í vatn og vatnið síðan fryst. Ljósið logaði alltaf. Jafnvel eftir að ekið var yfir það og svo borað í gegnum það.
Hérna er t.d. ein prófun;
http://www.fourwheeler.com/product-reviews/1403-off-road-lighting-test-festival-of-leds/
14.12.2014 at 12:02 #774741Vildi vekja athygli á þessu, Bjarni gaf mér leyfi til að dreifa þessu víðar.
Námskeið til amatörprófs verður haldið 12. janúar til 9. apríl 2015 í húsnæði Háskólans í Reykjavík.
Kennt verður tvo daga í viku á mánudögum og fimmtu- dögum frá 20.00 til 22.00, samkvæmt dagskrá. Einnig er ráðgert að þrír sunnu-dagsmorgnar á tímabilinu fari í verklega kennslu í félagsheimili ÍRA. Dagskráin verður send sérstaklega þeim er skráð eru til þátttöku. Þátttökugjald, 20.000,- krónur, greiðist við móttöku námsgagna.Námskeiðinu lýkur með prófi, fljótlega eftir 9. apríl.Bjarni, TF3GB, ritari ÍRA.
Það á sem sagt að halda námskeið fyrir þá sem vilja taka próf til að verða radíóamatörar.
Áhugasamir geta haft samband við Bjarna í tölvupósti; (skiptið <hjá> út fyrir @)
tf3gb<hjá>islandia.isDagskrá námskeiðsins er í viðhengi.
Viðhengi:
10.12.2014 at 08:36 #774623Hvað er eiginlega að smáauglýsingunum? Þær eru allar horfnar! Allavega fæ ég bara 404 villu þegar ég reyni að skoða þær.
08.12.2014 at 17:34 #774502Ég sé núna hvað er að; það er ekki nóg að setja titil á hlekkinn, heldur verður maður að setja eitthvað inn á undan síðasta a-inu sem er lokað inni í oddklofunum
08.12.2014 at 15:59 #774501Skrýtið, maður setur hlekkina inn í „LINK“ dæmið og þá verða þeir ósýnilegir!
En eru svo sýnilegir ef maður setur þá beint inn;
http://oemmitsubishiparts.com/
http://mitsubishi.epc-data.com/Sigurður og Hafliði, hvað er í gangi?
08.12.2014 at 14:07 #77450008.12.2014 at 08:11 #774497Verður eitthvað unnið í kvöld 8. des?
04.12.2014 at 16:43 #773862Hvernig setur maður myndaalbúm inn á þessa síðu?
07.11.2014 at 09:33 #772938Við vorum að ræða á opnu húsi í gærkvöld ýmislegt varaðndi varahluti í Toyota bíla og þessa síðu bar á góma;
http://www.toyodiy.com
Hérna er hægt að slá inn raðnúmer bílsins og fá lista yfir partanúmerin.
Raðnúmer bíla er hægt að fá hjá samgöngustofu með því að slá inn bílnúmer;
http://www.samgongustofa.is/umferd/okutaeki/okutaekjaskra/uppfletting/
Það er líka hægt að krosstékka partanúmer;
http://www.toyodiy.com/parts/xref
Þarna slær maður inn partanúmerið og fær upp í hvaða bíla það hefur verið notað.
Þetta er sniðugt að hafa ef maður er t.d. að panta varahluti í Landcruiser 90 frá USA, eða Tacoma varahluti í Evrópu.
30.10.2014 at 22:06 #772852Vegagerðin hefur gefið út drög að tillögu að matsáætlun vegna framkvæmda á Sprengisandsleið.
Ljóst er að þarna er um að ræða einar umfangsmestu framkvæmdir á hálendi Íslands sem fyrirhugaðar eru á næstunni. Samhliða þessari framkvæmd mun Landsnet leggja háspennulínu yfir Sprengisand.
Umhverfisnefnd ferðaklúbbsins 4X4 hefur rætt um þessar framkvæmdir og mun senda fulltrúa á kynningarfund Vegagerðarinnar sem verður á Hellu þann 5. nóvember.
Ennfremur viljum við í nefndinni hvetja félagsmenn til að tjá sig um málið hér á vefnum, og það er um að gera að nota þennan þráð til þess.
30.10.2014 at 11:21 #772832Ég á í vanda með stífufestingu á LandCruiser 90.
Þetta er efri stífufesting á afturhásingunni, farþegamegin.
Hún er brotin frá hásingunni, sést á myndinni.
Hún er það ryðguð að það er varla hægt að sjóða hana aftur á.
Veit einhver hvar er hægt að fá gert við þetta.
(Ég hafði samband við Jamil &co, en festingin var ekki til þar).
06.10.2014 at 11:21 #772103Væri ekki ráð að setja miða á hurðina í Síðumúlanum ef einhver skyldi mæta þar af nýjum vana á mánudegi?
29.09.2014 at 12:32 #771878Nýtt hjá Umhverfisráðuneytinu;
Frumvarp til laga um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn í þágu náttúruverndar.
Klúbburinn hlýtur að vera gildur umsagnaraðili.
27.09.2014 at 07:45 #771856Vindlaust? Gætu þau e.t.v. batnað ef maður setur hámarksþrýsting í þau yfir nótt?
Bara pæling…
17.09.2014 at 12:22 #771649Besta bónið (endingarbesta); Mjallarbón
Leiðinlegast að nota; MjallarbónEn það er hægt að auðvelda sér vinnuna með Mjallarbóni,
þá ber maður bónið á ákveðin flöt (fínt að láta dósina standa á heitum stað fyrst) og síðan spreyjar maður yfir með sonax-bóni úr úðabrúsa og pússar. Passa að taka lítinn flöt fyrir í einu.
10.09.2014 at 08:15 #771562Maður fer inn að Snæfelli og þaðan eru ca. 4-5 km. að Sauðahnjúk
07.09.2014 at 18:13 #771511Ég hélt fyrst að þetta væri Pútín þarna við stigaopið (:
Þarna er leiðum að líkjast, en ég gæti kannski gert allt skemmtilega vitlaust með því að labba inn í stjórnarráðið og segja Sigmundi að hypja sig…
03.09.2014 at 08:35 #771385Vertu velkominn, flottur bíll.
Varðandi félagsnúmer og innanfélagssvæði, þá er annaðhvort að hafa samband við skrifstofuna eða vefnefndina…
01.09.2014 at 12:24 #771290Þú sérð þetta hvergi.
Askja skyggir á úr norðri, Kverkfjöll úr austri og Trölladyngja og Dyngjuháls úr vestri.
31.08.2014 at 08:08 #771277Nú finnst mér keyra um þverbak (eða Pokahrygg).
Ekki nóg með að það þurfi sífellt að spila ferðamenn upp úr drullunni heldur verður að spila upp drulluna úr þeim líka!
-
AuthorReplies