Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
08.09.2015 at 08:51 #926770
Aðeins mætti nú gera viðmótið betra hérna varðandi myndir og viðhengi!
Þurfti að gera þrjár tilraunir til að setja skýringamyndirnar rétt inn og þá komu þær tvisvar!
08.09.2015 at 08:48 #926764Það kom upp á fundinum í gærkvöld að það þyrfti að kynna vefsíðuna betur. Allir félagar sem setja myndir inn á hana geta á einfaldan hátt vísað í myndaalbúmin frá Facebook.
Fyrri skýringamyndin sýnir fyrra skrefið. Maður fer inn á myndaalbúmið og smellir á URL svæðið efst, (þetta sem er yfirstrikað með bláu á myndinni) og afritar það með tökkunum Ctrl og C . Síðan fer maður inn á Facebook, skrifar einhvern góðan titil (eins og sést á seinni myndinni; „Hérna er verið að setja inn albúm“) svo ýtir maður á Ctrl og V.
Facebook síðan á að fatta að þetta er hlekkur inn á aðra síðu og setur inn smámynd úr myndaalbúminu.
07.09.2015 at 08:25 #926673Stel leiðarlýsingu frá formanni klúbbsins;
„Stikuferðin að þessu sinni var á Fjallabakssvæðinu í samvinnu við Umhverfisstofnun og Sjálfboðaliðasamtökin. Um 14:00 var búið að stika frá Valafelli – Áfangagili, síðan var stikaður línuvegurinn að Ljótapolli. Eftir það var farið í Landmannahellir og grillað lambalæri. Í ferðinni voru um 16 manns og voru það félagsmenn og menn frá Sjálfboðaliðasamtökunum.“
Á sunnudeginum var Krakatindsleið könnuð og stikur réttar við þar sem þær lágu niðri. Það hefur runnið út slóðinni á þó nokkrum stöðum þannig að hún er líklega bara fyrir breytta jeppa. (33″+) Kaffistopp var tekið í Dalakofanum, einn jeppi fór beint þaðan niður að Keldum en restin, (4 jeppar) fóru í Hvanngil og þaðan niður í Fljótshlíð. Vaðið yfirKaldaklofskvísl var ansi grýtt og meðan við tókum kaffistopp eftir að komið var yfir festi óbreyttur Discovery jeppi sig í grjótinu í ánni og að sjálfsögðu drógum við hann upp.
Þakka fyrir frábæra ferð.
JGG
03.09.2015 at 10:58 #92600926.08.2015 at 08:57 #925010Nei nú má leggja Landmælingar Íslands niður!
Þegar kortin á ja.is eru orðin með betri örnefnum og merkingum þá mega þeir pakka saman. Skálarnir eru ekki merktir á vefkortunum hjá LMI en eru það hjá ja.is ! Og svo eru hálendisvegir asnalega merktir hjá þeim.
Og vel að merkja; Þetta er Dalakofinn á myndinni hér að ofan.
26.08.2015 at 08:42 #92499724.08.2015 at 14:44 #924644Ég mæti, og líklega verðum við tvö.
31.07.2015 at 08:41 #920759Nú er röðunin á umræðuþráðunum alveg í steik, ég setti inn tvö innlegg í eldri þræði og þeir koma bara einhversstaðar inn í miðja umræðuna en ekki neðst!
31.07.2015 at 08:35 #920757Það bar bankað á dyrnar á bóndabæ og yngri drengurinn á bænum fer til dyra. Fyrir utan stóð nágranninn.
Er pabbi þinn heima? spurði hann.
Nei sagði stráksi, hann og mamma skruppu frá.
Nágranninn varð eitthvað tvístigandi, og strákurinn spurði hann; Get ég aðstoðað þig eitthvað.
Nei, sagði nágranninn, þetta er svolítið vandræðamál, hann Siggi bróðir þinn er búinn að barna hana Guðrúnu dóttur mína.
Þá þaft þú að ræða það við pabba, segir stráksi, ég veit að hann tekur 2000-kall fyrir nautið og 15-þúsund fyrir folann en ég veit ekkert hvað hann tekur fyrir Sigga!
28.07.2015 at 18:07 #918878Loftið kemur inn um stóra stútinn og fer út um bláu slönguna. Aftöppunarventillinn sem ér á sama té-inu og stóri stúturinn snýr niður. Stóra minnkunin sem hnéð með bláu slöngunni skrúfast í snýr upp.
Ég býst ekki við að setja neitt inn í hólkinn og hann er ekki hólfaður niður. Þetta er aðallega til að grípa smá slef, enda á dælan ekki að leka neinu út að ráði.
28.07.2015 at 08:21 #918027Nokkrar klippur frá ferð um fjallabaksleið og að Langasjó
(„embed code“ virkar ekki lengur)
26.07.2015 at 13:34 #915713Núna gengur að setja myndirnar inn en albúmið birtist ekki…
26.07.2015 at 10:58 #915580Og nú er ekki einu sinni hægt að hlaða myndum inn!
22.07.2015 at 20:17 #909689Reimin komin á og strekkt, og þegar straumur var settur beint á þá dældi hún.
Næst er að tengja eitthvað betra en þessa sprautunál sem var á dælunni, einnig set ég olíuskilju til öryggis, en hún er bara búin til út fittings.
16.07.2015 at 11:28 #899894Bílanaust minnkaði við sig í fyrra og flutti í minna húsnæði.
Og til að kóróna það þá flutti verslunin í DVERGSHÖFÐANN
15.07.2015 at 18:26 #898754Áfram mjakast þetta, búið að sjóða festingarnar saman og búið að máta dæluna við. Fyrri útgáfan af festingunni passar aðeins betur.
Næst er að fá passlega reim, fínt að nota skóreim og klemmu til að mæla fyrir henni.
14.07.2015 at 09:41 #890679Hefur einhver frétt hvernig Gljúfurleitin er?
07.07.2015 at 19:23 #780436Og nú sé ég engar umræður á forsíðunni. Þetta er eitthvað undarlegt.
07.07.2015 at 16:31 #780434Ég ákvað að prófa aðra útgáfu af festingunni og Hebbi í áhaldaleigunni skar hana út áður en hann fór í frí.
Þarna er maður með eitt stykki í stað fjögurra (en það þarf samt að sjóða í hornin).
Svona leit CAD-teikningin út;
Svo var farið í að beygja þetta til (notaði prófíltengið, krafttöng og klaufhamar), en þyrfti að fínvinna þetta á góðum steðja og í skrúfstykki.
Þetta passar ágætlega á vélina, en fínvinnan ætti að skila þessu 100%
03.07.2015 at 17:05 #780424Áfram með smjörið;
Mér tókst eftir mikla leit að finna stút sem passar beint á dæluna, var áður búinn að reka hálft starfsliðið í fjórum verslunum algerlega á gat. Vökvakerfi (í Dugguvogi) var síðasta stopp og strax og elsti starfsmaðurinn kom frá tannlækni þá uppgötvaðist að af öllum gengjutýpum þá passaði Caterpillar upp á þetta.
Maður sér til hvort stúturinn sé of groddalegur, en verklegur er hann.
Svo var farið í að slípa upp strokkana sem höfðu hitnað. Einnig voru olíugöngin milli fram- og afturhlutans blinduð með skrúfu og pakkningalími.
-
AuthorReplies