Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
06.05.2009 at 23:13 #646926
Lokaðu kött inn í LandRover og hann strýkur
þú færð meiri hita gegnum götin í gólfinu en úr miðstöðinni
Þú eyðir meiri tíma undir Landrover en ofaná konunni
Þú þarft að skola meiri drullu innaúr en utanaf Landrover
Þegar þú ferð yfir ár á vaði er vatnið hærra innaní Landrovernum en að utan
Land rover lekur ekki olíu, hann er bara að merkja sér svæði
Þegar þú hengir upp mynd af Land rover verður þú að setja eitthvað undir til að taka við olíulekanum
það er erfitt að ákveða hvort maður á að leggja landrover í brekku af því að startarinn gæti klikkað eða á jafnsléttu af því að handbremsan gæti klikkað
Allir rofar í Landrover eru eins. Enda gerist ekkert ef þú ýtir á þá.
Landrover eigendur eru með fleiri verkfæri í bílum en í bílskúrnum
Landrover eigendur klæða sig betur inní bílnum en þegar þeir eru úti að moka
Löggurnar óska landrover eigendum til hamingju ef þeir gefa þeim sektarmiða vegna of hraðs aksturs.
05.05.2009 at 21:22 #646916Ofar í þræðinum…
Sjálfstæð fjöðrun að framan: Toyota
Algjörlega vélarvana: Patról
Eyðir skuggalega: Ford
Alltof lítil til að ferðast í: Jeep
Grindarlaus: Pajero
Það gleymdist EITT!
Handónýtt rafkerfi: LAND ROVER
Og ef Lödu sport var kippt duglega uppúr skafli þá OPNUÐUST HURÐIRNAR
Enda kölluðu sumir gárungar þær "teygjusport"
26.04.2009 at 21:03 #645870Varðandi gámana fjóra-
Þá eru þeir ALLIR með svona búnað
13.04.2009 at 21:55 #204230Já, nýji Dodge RAM-inn hjá okkur í björgunarsveitinni Hérað er orðinn vinstri sinnaður. Ef stýrinu er sleppt fer það alltaf ca.3/4 úr hring til vinstri. Þetta er stýri með aukatjakk og þetta byrjaði eftir að það sauð á stýrinu eftir mikið álag.
Það er búið að setja aukakæli og húddskóp til að hindra frekari suðu en vinstri hrekkurinn er ennþá.
Hefur einhver hugmynd um lausn?
27.03.2009 at 19:06 #644492Skoðaðu
http://www.therangerstation.com
þar eru upplýsingar í "tech library" um hvernig á að býtta vélum vinstri/hægri, ýmislegt líka um rafkerfi vélanna.
24.03.2009 at 19:17 #204093Ég var að fletta gegnum spjallið og myndaalbúmin sl. sunnudagsmorgunn og fékk einhverja skrítna nostalgíutilfinningu.
Ég áttaði mig síðar um daginn hvað hefur breyst.
Umræðurnar og myndaalbúmin eru komin á kaf í gömlu góðu grasrótina meðal jeppamanna.
Fyrir ári síðan var allt vaðandi í myndum og umræðum um einhverja ofurtrukka sem menn heimsóttu í einhver ofur-„hype“-verkstæði og breytingafyrirtæki kannski einusinni í viku meðan milljónirnar mokuðust inní og utaná þessar risastóru peningahítir. Svo sér maður núna þessa sömu margsleiktu og stífbónuðu bíla á bílasölum þar sem menn eru grátbændir um að yfirtaka erlendu lánin af þeim.
Breytingin sem orðið hefur er ansi mikil finnst mér. Umræðurnar snúast um tæknimál og hvernig best sé að gera hlutina sjálfur, auglýsingarnar bera þess merki að menn séu að taka til í skúrunum til að koma gamla bílnum inn og myndaalbúmið er vaðandi í myndum þar sem menn eru að sprauta sjálfir eða breyta inni í þröngum og illa lýstum skúrum. Engar hvítskúraðar breytingahallir þar.Jeppamenn eru greinilega komnir niður á jörðina aftur.
13.03.2009 at 19:36 #643426Til að vera alveg öruggur um að hásingarnar þoli þetta þá ættirðu að styrkja dana 60 framhásinguna upp í 35 rillu öxla að framan ég hef skipt um drifloku á 35 rillu öxli sem var að snúa 46 tommu í erfiðu færi og það er kannski spurning um að nota flansa í staðin fyrir driflokur.
13.03.2009 at 19:36 #643424Til að vera alveg öruggur um að hásingarnar þoli þetta þá ættirðu að styrkja dana 60 framhásinguna upp í 35 rillu öxla að framan ég hef skipt um drifloku á 35 rillu öxli sem var að snúa 46 tommu í erfiðu færi og það er kannski spurning um að nota flansa í staðin fyrir driflokur.
23.02.2009 at 11:41 #641768Þetta heyrðist einusinni á VHF rás.
"Drap ég helvítið sem ég keyrði yfir?"Þá hafði ökumaður séð tófu labba yfir veginn og ákvaða að beygja aðeins til að reyna að láta hjólin fara yfir hana en hann var ekki viss…
31.01.2009 at 10:51 #639634Þetta gæti verið kreppulausn fyrir gömul dekk sem eru farin að leka gegnum hliðarnar ef maður penslar þessu á hliðarnar í hæfilegu magni og setur svo á.
Smá séns?
22.01.2009 at 20:08 #632874Hefur einhver prófað þessi Þýsku íslandskort?
og þá í hvaða tæki?
01.12.2008 at 20:56 #203296Daginn.
Við vorum að lenda í veseni með nýja Ram-inn hjá björgunarsveitinni Hérað.Stýrisforðabúrið sem er úr plasti og hangir utaná dælunni byrjaði að leka.
Við nánari athugun var toppurinn rifnaður af.
Við erum búnir að laga þetta með límkítti til bráðabirgða og erum að reyna að redda öðru forðabúri, en ég vildi vita hvort þetta er þekkt vandamál, og þá hvernig er hægt að laga þetta þannig að það gerist ekki ítrekað aftur.Það er að vísu komið nokkuð meira álag á glussakerfið þar sem þetta knýr bæði aflbremsurnar og upphaflegu stýrismaskínuna og nú að auki stýristjakkinn.
25.07.2008 at 20:11 #626426Ég rakst á merkilegar staðreyndir í blöðunum í sl. viku.
Endurvinnsla á áldósum í Skandinaví (og Íslandi) er yfir 85%.
Hún er yfirleitt minni en 15% í USA. Ef þessi amerísku álfyrirtæki myndu bara fatta að ruslið í bakgarðinum hjá þeim er mun gróðavænlegra en ný álver þá mætti leggja niður 10 álver á stærð við Reyðarál
JÁ! TÍU!Lötu dullusokkar lítið ykkur nær!
16.06.2008 at 08:23 #624318Auðviðtað tekur lengri tíma núna að opna hálendisvegi en áður.
Þetta var jú einn snjóþyngsti veturinn í 12-16 ár.
Annað;
Þessu bæklingur um utanvegaakstursem er (held ég) dreift í Norrænu er bara prump. Það þarf stærri og vandaðri bækling sem dreift er á ALLAR bílaeigur og heftaður við skallan á öllum þeim sem koma með Norrænu.
Vegagerðin þarf að setja upp gula hringin; "Allur akstur bannaður" Og svo einfaldlega plasta A4 blað með nánari útskýringum AF HVERJU vegurinn er lokaður á 3-4 tungumálum.
Ef þetta er gert má láta idíótana sem fara framhjá skiltunum borga duglega fyrir að fara framhjá þeim.
Og ykkur líka sem farið 2-3 dögum á þurrum vegi framhjá þeim.
Vegagerðin þarf að skipuleggja sig fram í tímann, sérstaklega með núverandi olíuverði, og þá getur vegur verið þurr í 2-3 daga ef hlánar hratt áður en vegagerðin kemur að taka niður skilti á vegi sem hún leit síðast á fyrir 2 vikum.
Lærið svo að skipuleggja fjallaferðirnar FYRIRFRAM, kíkið á kort vegagerðarinnar á netinu og athugið hvar er BÚIÐ að opna.
Ekki skipuleggja ferðir eftir því hvenær er "venjulega" búið að opna leiðir.
15.05.2008 at 08:47 #62293627.04.2008 at 21:10 #621558Það er kannski eðlilegt að einhverjum sárni eins og verð á bensíni/diesel hefur hækkað. En það þýðir ekki að mótmæla því. Ríkið getur ekki lækkað heimsmarkaðsverð á olíu!
Rikið gæti e.t.v. lækkað virðisaukaskattinn á olíu þannig að álögurnar hækki ekki í jöfnu hlutfalli við hækkandi olíuverð en það virðist því miður vera bráðabirgðalausn, eftirspurn eftir olíu eykst bara og það virðist vera að draga úr framboði.
Hráolíuverð hefur ÞREFALDAST bara á síðustu fjórum árum.
Ég krossa bara putta og vona að etanólið í nýju tilraunaverksmiðunni verði samkeppnishæft við bensínverð, jafnvel þó að ég miði við núverandi verð.Já og meðan ég man
Sturla á ekkert í þessum bíl. Hann hefur sjálfur sagt í blaðaviðtali að raunverulegur eigandi bílsins sé lýsing fjárfestingarfélag…
09.03.2008 at 21:26 #617218Gleymdi að taka það fram að fjarskiptasamband við hópin gegnum endurvarpa á Snæfelli (rás 3) var hlaðið truflunum sama kvöld.
09.03.2008 at 21:20 #202070Hafa menn orðið fyrir þeirri reynslu að hrævareldar loði við menn og tæki á fjöllum í vondum veðrum?
Nokkrir félagar mínir úr Björgunarsveitinni Hérað urðu varir við þetta í slæmu hríðarveðri sl. fimmtudagskvöld við Urg á Kárahnjúkaleið.
Það neistaði á milli manna og snjósleðana og samtímis rugluðust GPS tækin gjörsamlega, þau „fóru á flakk“ og gátu ekki ákvarðað staðsetningar.
Hafa einhverjir lent í svipuðum fyrirbærum?
07.03.2008 at 18:46 #616906Það má líka athuga laufléttu 2.9 V6 ford úr Taunus.
ef þú ert algeðveikur geturðu líka athugað með EFI vélarnar úr Explorer og Ranger, fisléttar, 4-lítra og eyða litlu.
En þú þarft að nota alla galdrabókina til að redda EFI kerfinu réttu.
10.02.2008 at 19:24 #613678Þeir fóru á SEGUL-pólinn og það er ansi mikill munur þar á.
Einhver landafræðiskussi hjá skjá einum er búinn að gala sl-mánuð að þeir hafi farið á Norðurpólin, en segulpóllinn er hinsvegar nyrst í Kanada.
-
AuthorReplies