Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
20.02.2013 at 08:56 #763835
[quote="bergurp":1tkp0ytf]Heilir og sælir félagar,
Getið þið bent mér á einhvern sem tekur að sér "holufyllingar" a bensíngeymi?
Ég þarf að taka aukageymi, sem var smíðaður hér á landi, úr og logsjóða í ryðgöt á samskeytum. Eg veit af Gretti en væri til í að finna fleiri sem geta tekið að sér svona viðvik.kv,
Bergur[/quote:1tkp0ytf]Ég gataði bensíntank fyrir 13 árum síðan og spurðist fyrir hverjir syðu í tanka. Það var [b:1tkp0ytf]ENGINN[/b:1tkp0ytf]
Einn svaraði að hann væri ekki það leiður á lífinu.
Besta og ódýrasta leiðin til að gera við götótta tanka eru tveggja þátta fylliefni eins og JB-weld
Ég þétti bensíntankin með þessu og það hélt fullkomlega.
Það þarf bara að passa að pússa allt ryð í burtu og hreinsa svo með Acetone
(steldu naglalakkshreinsi konunnar/kærustunnar/mömmu þinnar hann er yfirleitt hreint acetone)
Svo er skaltu henda restinni af kíttinu í verkfærakassann og hafa það með á fjöll, það gæti reddað ferðinni hjá einhverjum í hópnum
13.02.2013 at 11:03 #762989gpsmap.is var að uppfæra íslandskortið hjá sér með nýju gögnunum frá LMI
Hellingur af nýjum eiginleikum og þekjum og 20m hæðarlínur.[url:bd4n3aj2]http://www.gpsmap.is/gps/index.php?option=com_content&view=article&id=132:utgafa-1-2013&catid=45:frettir&Itemid=93[/url:bd4n3aj2]
12.02.2013 at 08:45 #763487Ef 14500 manns hafa skrifað undir er alveg sama þó að þessu verði nauðgað gegnum þingið, það verður þá bara skorað á forsetann með undirskriftalista að staðfesta ekki lögin.
05.02.2013 at 09:56 #762987Takk fyrir þetta,
Nú passar þetta allt saman.
01.02.2013 at 10:42 #762983Takk fyrir þetta Ragnar.
Ég hef rekist á eitt varðandi gögnin, þau eru bæði í ISN93 hnitum og ISN2004.
Skilgreiningin á ISN2004 er ekki (ennþá) til fyrir Quantum-GIS.
Ég gæti auðvitað sent þróunarteyminu upplýsingarnar um ISN2004 en það væri betra ef það kæmi frá Landmælingum Íslands.
Ég held samt að við alla almenna vinnu sé í lagi að nota ISN93 skrárnar enda munurinn varla meiri en 30cm.
30.01.2013 at 12:50 #762977[quote="Gormur":1t0szgqy]Hver vill taka að sér að tala við LM og biðja þá um að setja fram kort á því formati sem við viljum hafa þau?
Er það ekki einfaldara en að við séum að breyta þeim hver í sínu horni?
Maður spyr sig…[/quote:1t0szgqy]
Ég efast um að Landmælingar geti það út frá samkeppnissjónarmiðum.
Ef þeir fara að breyta kortunum fyrir Garmin þurfa þeir líka að breyta þeim fyrir Magellan, leiðsögukerfi allra bílaframleiðenda o.s.frv. Og þeir hafa hvorki peninga eða tíma (sem er líka peningar) til að standa í því
28.01.2013 at 09:01 #762971[quote="AgnarBen":cxjf2huu]
Ég hefið talsverðan áhuga á að fá bara "mynd" á .jpg eða.png formi til að geta notað í OziExplorer. Alltaf gaman að bæta góðum kortum í safnið.Er einhver sem á svona converter og kann að gera þetta ?[/quote:cxjf2huu]
Kannski veist þú þegar af því, en Loftmyndir ehf eru með nokkuð gott íslandskort á GEO-TIF skráarformi;
[url:cxjf2huu]http://3w.loftmyndir.is/index.php?option=com_content&task=view&id=172&Itemid=60[/url:cxjf2huu]
Ég býst við að OziExplorer lesi það.
Hinsvegar er kortið með ÍSNET-93 kortvörpun, ég þekki ekki OziExplorer það vel að ég geti fullyrt að sú vörpun sé skilgreind fyrir forritið.
24.01.2013 at 14:15 #762955[quote="Ýktur":2rghyiq0]Ég hlóð .shp útgáfunni af þessum kortum inn í [url=http://www.qgis.org:2rghyiq0]Quantum GIS[/url:2rghyiq0]. Það á að vera hægt að tengja GPS við það. Þetta er ferlega þungt í keyrslu, allavega á 5 ára gamalli fartölvu, hún réði illa við þetta. Hæðarlínurnar eru stærsti parturinn af þessu eða tæp 500mb, vélin réði þokkalega við gögnin ef maður sleppti þeim en kortin eru auðvitað frekar gagnslaus þannig.
Eru menn að nota einhver önnur forrit með þessum kortum með betri árangri?
Bjarni G.[/quote:2rghyiq0]
Ég hef verið að fikta töluvert með Quantum-GIS, og forritið getur meðal annars vistað gögn í gpx-exchange formati.
Hinsvegar verða menn að hafa á hreinu hvað þeir eru að gera, þekkja hugtök eins og kortvörpun, ellipsoid, coordinate reference system, o.s.frv.
En ef maður er að keyra heilt íslandskort eins og ISN50V í tölvu þá þarf maður fjölkjarna örgjörva, og "hálfan annann helv. helling" af minni.
19.01.2013 at 11:13 #762781Vel mælt,
Ég setti hlekk á þennan pistil inn á fésbókina og fleiri staði og hvet aðra til að gera það líka.
28.12.2012 at 10:36 #761989Auðvitað styður maður gömlu félagana
Mér tókst reyndar að mislesa þetta svo hræðilega;
[i:2rlbeyvi]Hér er einn í sparibuxum að spila fastan bíl úr á eftir neyðarkall.[/i:2rlbeyvi]Ég hélt þú værir að ýja að því að hann væri að spila rassinn úr buxunum…
28.12.2012 at 10:32 #761971OBD-II kóðar eru staðlaðir og eru þeir sömu, óháð tegund bifreiða.
"OBD-II Diagnostic Trouble Codes are 4-digit, preceded by a letter: P for engine and transmission (powertrain), B for body, C for chassis, and U for network."
Þetta var gert að skilyrði fyrir alla bíla selda eftir 1996 í USA og 2001 í Evrópusambandinu (bensínvélar) og 2004 fyrir díselbíla.
Þannig að það er alveg sama hvort þú ekur á Wolkswagen, Ford, Skóda eða Dodge. Ef hann er yngri en 2004 getur þú notað sama skannertólið fyrir alla.
18.12.2012 at 14:08 #761641Það væri kannski hægt að hafa annan vinkil á þessu heldur en námskeið.
Hvernig væri að tækninefndin safnaðist saman ásamt öðrum fagmönnum frá t.d. Bílgreinasambandinu og breytingafyrirtækjum (Arctictrucks, SS Gíslason) og mynduðu "panel" sem hægt væri að spyrja á opnum fundi.
Best væri ef spjallið væri notað áður til að varpa fram algengum spurningum og vafaatriðum, t.d.
-Hvað þarf að hafa í huga til að breytingar verði löglegar og öruggar
-Hvernig er ferlið við sérskoðun
-Hverjir mega breyta hverju
-Hvernig og hvar fer röntgenmyndataka fram
o.s.frv.
04.05.2012 at 20:19 #223428Ég rakst á þessa síðu á flakki mínu um netið;
http://metalgeek.com/static/cope.pcgi
Hér er hægt að reikna og vista mát fyrir rör sem verið er að sjóða saman.
Maður prentar bara út teikninguna, klippir út munstrið, og vefur það svo utanum rörið sem á að skera.
Sniðugt að hafa ef maður ætlar að smíða rörastuðara, kastaragrind eða veltibúr.
01.05.2012 at 10:45 #753671Það er þó nokkur munur á eldri og nýtti gerðum af ARB lásum.
á nýrri gerðinni er húsið úr 2 hlutum en þeim eldri 3 hlutum.
Nýrri gerðin er mikið sterkari, ekki bara húsið heldur fer láshringurinn beinlínis uppá tennurnar á öðru hliðarhjólinu í stað þess að læsast við minni "aukatennur" á eldri gerðinni.
Yukon gear er byrjað að selja (lélega) kópíu af eldri ARB læsingunni sjá hér;
http://www.youtube.com/watch?v=dyzyAVPTM8c
Kínversku loftlæsingarnar sem eru komnar á markaðinn eru líka svipaðar og "gamla" ARB læsingin.
26.04.2012 at 09:12 #753551Á nýji Rover-inn þá að líta út eins og illa tálgað hesputré?
20.04.2012 at 08:52 #753387Það var eitthvað verið að ræða það fyrir 2-3 árum síðan hér á spjallinu hvort hægt væri að örmerkja dekk eins og gæludýr. Hafa einhverjir spáð eitthvað frekar í það?
Annað sem hægt er að gera er að merkja felgurnar að innan með skilaboðum þannig að dekkjaverkstæði muni hringja í eigandann ef þeir rekast á felgurnar í umfelgun. Að vísu virkar það ekki ef þjófurinn rífur dekkinn af felgunum og e.t.v. uppgötvast það ekki fyrr en þjófurinn er búinn að gatslíta dekkjunum en betra er seint en aldrei…
11.02.2012 at 16:25 #749038Já, það er þetta með skráningar á kerrum.
Þegar tekið er tillit til þess að kerra sem er aftaní bíl úti á þjóðvegi er á sama hraða og bíllinn (80km/klst.) þá finnst mér nauðsynlegt að hafa þær skráningarskyldar.
Ég var einu sinni að beygja inn á þjóðveg 1 rétt austanvið Þjórsárbrú þegar jeppi ekur framhjá með kerru sem var greinilega "smíðuð í sveitinni" og hjólabúnaðurinn var svo skakkur undir henni að kerran sveiflaðist aftaní bílnum eins og rófa aftaní síkátum hundi!
Á þorláksmessu var ég svo á ferðinni austur yfir Hellisheiði og ætlaði að fara fram úr bíl með kerru þegar ég tók eftir að hún var eitthvað bjöguð aftaní bílnum. Síðan hrekkur eitthvað svart á stærð við tennisbolta undan kerrunni og í framrúðuna hjá mér.
Ég nauðhemlaði auðvitað en merkilegt nokk brotnaði rúðan ekki.
Ég sá þá að þetta var gúmmíklumpur úr dekkinu af kerrunni.
Ég gaf í þar til ég var kominn aftanvið bílinn og fleiri gúmmíklessur voru þá að hrökkva undan, en ég fór upp að hliðinni á honum og flautaði 3-stutt nokkrum sinnum.
Bílstjórinn fattaði þetta og stoppaði.
Eilífur trassaskapur og hugsunarleysi sumra kerruklaufa gerir það að verkum að skráningar og skoðunarskylda á kerrum er nauðsynlegur svo ekki hljótist slys af í umferðinni.
29.12.2011 at 15:27 #745065"Gamla" kortakerfið var alltaf í gráðum, mínútum og sekúndum.
Oftast ef menn eru að nota það nú til dags eru notaðar gráður mínútur og þúsundustu úr mínútu.
þannig að 63gráður, 25 mínútur og 15 sekúndur ( 63°25’15") verða 63gráður, 25 mínútur komma 250
( 63°25.250′ ) 250 þúsundustu úr mínútu í stað 15 sekúndna sem hvorttveggja er fjórðungur úr mínútu.Ísnet kerfið er svolítið annað. Oftast er miðað við Ísnet 93 en það var mælt upp fyrst árið 1993.
Þar er ákveðin punktur á 65°Norður og 19°Vestur sem fékk hnitið 500.000x og 500.000y
Farir þú frá þeim punkti 1m. í austur og 1 í norður ertu kominn á 500.001x og 500.001y
02.01.2010 at 11:44 #673880Þetta eru nokkuð sjaldgæfir jeppar og afar eftirsóttir, t.d. eru bara tveir til sölu á EBay og sett 12 þú$ á annann. Aðalkosturinn við þá er að þeir eru lengri en cj7 og -5 og þarmeð lausir við þetta leiðinda stamp sem fylgir stuttu bílunum.
26.12.2009 at 12:47 #673050Athugaðu hvort einhver í kringum þig á græju sem getur lesið villuboðin af tölvunni, það er langöruggast í svona tilfellum
-
AuthorReplies