Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
26.08.2016 at 08:12 #938461
Það hefur verið að koma inn eitthvað af ruslpóstum inn á síðuna, stundum eldgamla þræði.
Eru þetta einhverjir sem eru að skrá sig inn gegnum Facebook?
22.08.2016 at 12:51 #938439Ég sá í síðustu ferð upp í Setur stórt kort uppi á vegg, af landssvæðinu milli Þjórsár og Hvítár á hálendinu þar sem búið var að safna saman örnefnum á svæðinu sem sjást hvergi annarsstaðar á korti.
Þetta kort var unnið af afréttarfélögum sveitarfélaganna, og ég sá á kortinu að það hafði verið safnað upplýsingum frá gömlum fjallkóngum og fjallafálum sveitanna.
Ég fór að grafast fyrir hvort þessi örnefni væru til hjá Árnastofnun (sem tók yfir örnefnastofnun) og fékk svar í dag. Þessi örnefni ættu að koma inn á næstu uppfærslu örnefna í IS50V kortagunninum í desember næstkomandi.
Þannig að nú fáum við eitthvað fleira en Loðmund og Þverfell til að miða við á leiðinni upp í Setur.
19.08.2016 at 15:47 #938430Ég mæti auðvitað sjálfur…
17.08.2016 at 21:21 #938404Stikuferð verður farin 9-11 september.
Stikað verður frá Setrinu og niður á Gljúfurleit.
Það verður fjör í Setrinu af því að skálanefndin verður líka uppfrá.
Skráning verður hérna á þræðinum.
14.08.2016 at 16:47 #938371Rakst á SVAKALEGA flottan valkost þegar ég var að taka GPS punkt um helgina með oruxmaps forritinu. Ef maður velur að taka punkt þá spyr forritið hvort maður vilji taka mynd líka. Þar sem ég var að taka punkt af stað þar sem þarf að athuga breytingu á slóða þá hugsaði ég bara „já takk“, smellti spjaldinu úr festingunni, fór út úr jeppanum og tók mynd.
Það er líka voðalega þægilegt að geta labbað með spjaldið út úr jeppanum, ef slóði er ógreinilegur er oft gott að rölta aðeins fram fyrir jeppann til að ná áttum, í stað þess að aka í sikk-sakk.
06.08.2016 at 09:39 #938351Vel sáttur. Á verstu þvottabrettunum á syðra-Fjallabaki um daginn þá víbraði spjaldið aðeins til hliðar, en því verður reddað með litlum hring af strigateipi ofan í annarri klónni að neðan.
03.08.2016 at 20:50 #938341Ég reikna með að mæta. Það getur verið að ég rétti við stikur og bæti við í kringum Setrið.
(við verðum vonandi tvö)
Aðrir sem skráðu sig á opnu húsi;
Trausti
Júlli
Baldur
Berglind
Helgi R.
03.08.2016 at 19:06 #938340Það er opið hús í kvöld
21.07.2016 at 14:57 #938311Og svona lítur þetta út núna, tvöföld sogskálafesting, langur armur sem liggur á mælaborðinu fremst með teip undir til að það nuddi ekki. Oruxmaps forritið virkar, sama þó að GPS-loftnetið sé neðst, (þarf að vera þar svo maður geti hlaðið spjaldið á ferð). Ég prófaði þetta á Hólmsheiðarveginum sem var fínasta prófunarþvottabretti í dag. Þetta hreyfðist ekki, strax og maður var búinn að smella spjaldinu stífu í festinguna.
21.07.2016 at 14:48 #93830921.07.2016 at 09:35 #938304Ég nota gírolíu. Dælan er það slitin að það gubbast eitthvað með stimplunum (þess vegna er ég með olíuskilju) en það er ekki mikið. En það kemur smá smit í slönguna. Og ég nota 20cc lyfjadælu (beljusprautu) til að koma olíunni á dæluna.
Þessar dælur eru þannig gerðar að þær þola allan andskotann. Sumir gefa þeim bara skot úr smurkönnu í inntakið fyrir hverja ferð, aðrir eru með olíuglös og aðrir blinda á milli eins og ég gerði og nota koppafeiti.
18.07.2016 at 15:53 #938295Jæja, þá var maður orðinn leiður á að þurfa alltaf að opna húddið og brasa með krókódílaklemmur til að koma dælunni af stað. Þannig að maður náði í stýristraum aftan úr kveikjaratenginu og tengi á rofa og relay. Virkar vel þó að Murphy virtist á tímabili hafa ákveðið að taka sumarfríið á hlaðinu hjá mér.
11.07.2016 at 09:25 #938268Gljúfurleit er nú opin sem og allar aðrar leiðir upp í Setur. Það er enn svolítil bleyta og drulla þar sem skaflar liggja við leiðirnar.
29.06.2016 at 09:48 #938242Hvernig er eiginlega með Gljúfurleitina? Vegagerðin sér ekki um hana þannig að ég býst við að sveitarfélagið (Skeiða og Gnúpverjahreppur) sé með hana á sinni könnu. Eitthvað hafa menn rætt hérna áður að hafa samráð við sveitarfélög og Vegagerðina varðandi könnunarferðir inn á fjallvegi. Hafa einhverjir gert það?
16.06.2016 at 08:14 #938223Það er búið að opna Kjalveg og verið að hefla veginn inn í Kerlingafjöll.
08.06.2016 at 08:02 #938182Veðurspáin er alltaf að batna, nú hljóðar hún upp á 16 stiga hita og skýjað veður með smá sólarglennum á milli.
04.06.2016 at 10:23 #938173Takk fyrir það Sigurður, en það var óþarfi að setja sex tilkynningar sem blokkera allar hinar og þessi texti;
„Gott væri ef félagsmenn tilkyntu hér í þennan þráð með þátttöku svo auðveldar verður að haga innkaupum á mat…………..“
…gæti valdið misskilningi, einhver gæti haldið að hann ætti að skrá sig inn á fréttatilkynningunni.
03.06.2016 at 07:50 #93813201.06.2016 at 19:51 #938131Hverjir ætla að mæta úr hústrukkahópnum?
Það er um að gera að skrá sig nógu snemma svo við vitum hvað þarf að skera margar rollur á grillið.
30.05.2016 at 08:11 #938129Við mætum tvö, Jón Guðmundsson og Kristín.
-
AuthorReplies