Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
17.12.2013 at 09:09 #441873
Hér er verið að smíða AMC 360 frá grunni og ýmis trix notuð til að bæta olíuflæðið.
http://www.powerblocktv.com/episodes/HP2012-04/amc-other-engine-build-up
16.12.2013 at 19:55 #441829Hvernig væri að setja Rhoads undirlyftur?
Þá ættirðu að fá meira tog en halda aflinu á hærri snúningnum.
Hægagangurinn ætti að verða jafnari skilst mér þar sem Edelbrock 3531 er svokallað „speed density“ kerfi og vill hafa svolítið sog í hægaganginum.
16.12.2013 at 15:37 #441688Já, MSD hefur líka stokkið á vagninn, Edelbrock er með „E-STREET kerfið og Holley selur TERMINATOR hjá sér.
Öll þessi kerfi eru miðuð við að boltast á sama stað og blöndungurinn, og flestir skynjararnir eru í þessu eina sambyggða stykki.
Edelbrock kerfið notar svo bara pústskynjara og vatnshitaskynjara og að ég held vír úr háspennukeflinu.
16.12.2013 at 15:08 #441684Alls ekki, ég er aðallega að leitast við að miðla upplýsingum á íslensku til þeirra sem skilja illa tæknimál á engilsaxnesku.
16.12.2013 at 12:35 #441636Þetta er verð úr lista frá söluaðilum.
Afsláttarkjör eru svo mismunandi að það er aldrei hægt að miða við þau.
16.12.2013 at 11:22 #44148114.12.2013 at 17:10 #441413Nei, ég er ekki að tala við fjárhirðana utan við Betlehem,
(eru það kannski gangnamenn við Skeiðamannafit?)Hvað um það.
Ég hef oft verið að ræða við menn um beinar innspýtingar á vélum og viðkvæðið er oft að mönnum finnst þetta erfitt og flókið, og því eru menn hálfhræddir við þetta.En í grunnin er það ekki svo.
Ég stal að láni mynd af netinu og fjarlægði allt nema þá skynjara og tól sem grunnprinsippin byggja á;
Þetta eru í rauninni aðeins fimm skynjarar auk eins þráðar frá háspennukeflinu, og svo tvö pör af spíssum og segulloki til að halda hægagangi uppi þegar vélin er köld.
Sex hlutir sem tölvan les af og tvennskonar dót sem hún stýrir.
Mörg eldri kerfi voru svona einföld.
Einn skynjari sem mælir lofthita inn á vélina.
Annar sem mælir hitann á kælivatninu.
Síðan er súrefnisskynjarinn í pústinu.
Maf-sensor mælir loftþrýsting (sog) í loftinntakinu.
TPS-sensor mælir stöðuna á inngjafarspjaldinu.
Svo er tekinn aukavír frá háspennukeflinu til að mæla snúningshraðan á vélinni.Upplýsingarnar frá þessum sex hlutum eru svo notaðar til að stýra spíssunum og segullokanum fyrir hægaganginn.
(segullokinn er reyndar notaður þegar vélin er köld til að AUKA VIÐ hægaganginn)
Persónulega finnst mér þetta einfaldara heldur en að reyna að stilla stóran blöndung, með öllum þeim flotholtum, vakúmslöngum og -pungum, loftskrúfum, örmum og hitafjöðrum sem þeim fylgja.
Þar að auki er aldrei hægt að fá blöndung til að gefa sér skriflega skýrslu um það hvort allt sé í lagi, hver bensínblandan sé, eða hvað álagið hefur verið á vélinni.Ég vona að þessi pistill skýri hlutina eitthvað fyrir mönnum, annars…
Verið óhræddir-
við að spyrja nánar út í þetta.
14.12.2013 at 14:07 #441408Já, ég hef verið í vandræðum með hlekki, þeir birtast bara ef maður hefur þá „hráa“ sbr.
http://www.arctictrucks.com
14.12.2013 at 14:03 #441407Þá er um að gera að taka Trausta á orðinu og sýna
„Carric bend“Þessi er fínn í að binda línur og kaðla saman og er mun auðveldara að leysa en t.d. áttuhnút.
Hins vegar fara endarnir frekar krappir inn í hnútin þannig að hann er ekki eins sterkur og áttan.
(Reyndar er það yfirleitt kallaður Flæmskur hnútur ef áttuhnútur er notaður til að tengja tvær línur saman).Viðhengi:
13.12.2013 at 18:01 #441365Svo setti ég að lokum inn mynd af pelastikki sem „snýr rétt“ fyrir jeppamenn. (þarna neðst í póstinum).
Þessir skáta- og sjóaravefir miða alltaf við að maður sé að hífa eða hengja eitthvað upp, en við festum sjaldan jeppana svo illa eða hvað?
13.12.2013 at 17:55 #441363Jæja, þetta var fámennt en góðmennt, og endaði sem sófaspjall með smá hnútaföndri.
En hvað um það, ég ákvað að setja inn það helsta.
Pelastikk er langbesti hnúturinn þegar verið er að draga bíla upp.
En það er ekki gott að láta hann lafa lausan lengi áður en álag er sett á hann. Hann hefur nefnilega stundum raknað við það eitt að menn séu að sparka í hann. Pelastikkið er sæmilega sterkt, ca. 63% af styrk kaðalsins.Áttuhnútur;
Sterkur, auðveldara að læra en pelastikk og erfiðara að klúðra. Hinsvegar er erfitt að leysa hann.
Það er hægt að nota hann til að tengja línur/kaðla saman;
Fánahnútur;
Þessi er sterkur, og gott að nota til að tengja saman mis-svera kaðla. eins og pelastikkið getur hann raknað ef hann fær ekki álag strax. Passa verður að endarnir snúi í sömu átt, annars er hann ekki öruggur.
Tvöfaldur fánahnútur er enfaldlega sami hnútur tvívafinn;
Hálfbragð;
Þessi er einfaldari en að reima skóna sína.
Hann er sterkari en pelastikk en erfitt að leysa.
Tvívafinn er hann enn betri;
Bístjórahnútur;
Þessi er góður ef maður þarf að strekkja eitthvað fast, eða binda niður af því að maður fær „talíuvirkni“ á reipið.Eins og sjá má þá stel ég myndunum að láni héðan og þaðan, en ein besta hnútasíðan sem ég hef fundið er
http://www.animatedknots.com
Appakettir geta líka fundið öpp á síðunni fyrir bæði pöddur og androidOg til að auðvelda mönnum að finna hnútana þar sem síðan er á engilsaxnesku þá læt ég þýðingar fylgja;
Pelastikk – Bowline
Áttuhnútur – Figure eight
Fánahnútur – Sheet bend
Hálfbragð – Half hitch
Bílstjórahnútur – Truckers hitchViðhengi:
12.12.2013 at 14:32 #441332Þú ert greinilega löglega afsakaður, allavega varðandi símann.
12.12.2013 at 09:01 #441324Já, umræðan er svolítið farinn út um víðan völl, en til að halda þræðinum „on-topic“ þá skal ég skella hingað inn því sem ég gróf upp (og póstaði á jeppaspjallið)
Einhverjir eru að setja Tacomu-framdrif í 90 cruisera, kostar að vísu svolítið.
120 cruiser og Tacoma eru með sömu framdrif
(8″ Clamshell 53mm brg dia.)Reyndar er þá spurning hvort maður er að flytja veika punktin út í öxlana, en þetta er það sem er notað hjá Arctic-Trucks á suðurpólsbílunum.
11.12.2013 at 17:32 #441294Þar sem Sammi svarar hvorki E-pósti né síma verð ég að setja þetta hérna inn.
Það er ætlunin að vera með erindi/umræður um hnúta á opnu kvöldi fimmtudaginn 12. des. (á morgunn)Besserwisserar og kaðlaklaufar eru velkomnir.
11.12.2013 at 09:10 #441291Hmm?
Þverskorin dekk hljóma svolítið eins og þverskorin ýsa…
11.12.2013 at 09:08 #441290Ég er sammála þessu, þetta fór svolítið út í sitthvort hornið þegar umræðan hjá f4x4 snerist öll um ferðafrelsi. Þá héldu breytingagaurarnir sig til hlés á jeppaspjallinu.
En eitt af því sem var auðveldara á jeppaspjallinu var að setja myndir inn í sjálfan spjallþráðin. Það er sem betur fer orðið auðveldara núna hérna.
09.12.2013 at 09:28 #440902Ég sá þráðin á jeppaspjallinu á undan og þess vegna svaraði ég þar.
Svo finnst mér síðan sjálf hjá Jeppaspjallinu auðlæsilegri, engar síblikkandi auglýsingar að pirra mann.
04.12.2013 at 10:38 #440713Athugaðu „Nú þú bílaþjónusta“ þeir eru á Hvaleyrarbraut 2 í Hafnarfirði.
Sími 663-2042
03.12.2013 at 15:31 #440697Ætlaði að kíkja á hvar maður hefði afslátt (fer á „UM F4X4“ og „Afslættir“
en þá finnst .pdf skjalið ekki.
30.11.2013 at 13:39 #440537Vantar þig ýli á hundinn?
-
AuthorReplies