Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
24.11.2016 at 08:14 #941094
þeim er velkomið mín vegna að leggja línuna í jörð, svo fremri sem þeir setji ekki uppbyggðan veg í leiðinni.
22.11.2016 at 08:14 #941083Ég er ekki sammála því sem er sagt hér að ofan
„facebook leggur gríðarlega mikið upp úr “ease of use” sem fólk kann vel við.“
Það er vita vonlaust að reyna að finna eitthvað á Facebook sem var skrifað fyrir 3 mánuðum síðan.
Spjallsíður eins og Jeppaspjallið finns mér notendavænar, en ekki eins þrælauðveldar og facebook.
21.11.2016 at 08:16 #941069Þarna er allavega komið loftnet sem gæti gert eitthvað fyrir stöðvarnar. Gallinn er bara að þá sendir stöðin eitthvað meira af truflununum út í loftið.
Annars var ég að sjá áhugaverða skýrslu frá landssambandi radíóamatöra í USA þar sem þeir voru að prófa handstöðvar sem félagar voru búnir að eiga í einhvern tíma. Kínversku merkin komu hræðilega út og stóðust enga staðla.
08.11.2016 at 08:17 #94102007.11.2016 at 08:07 #941018Þú þarft örugglega að fara út fyrir vestur-Evrópu til að finna þetta. Ég gerði þetta á Land Cruiser 90 og fann ljósin í Lettlandi.
Mundu bara að ljósin eru ekki lögleg þarna uppi ef þú ert með varadekk eða spottakassa á hurðinni.
06.11.2016 at 11:15 #941009Hérna er svo mynd af útsendingunni frá Feidaxin 850 stöðinni á rás 45 og á yfirsveiflunni. Hún virðist vera jafn sterk á báðum stöðum.
Það virðist vera gegnumgangandi á „kínastöðvunum“. Þær eru upphaflega hannaðar sem „dual band“ amatörstöðvar fyrir VHF og UHF, og síurnar eru hannaðar fyrir það. En það þýðir að ef þær eru notaðar hærra uppi á tíðnisviðinu þá missa margar þeirra afl og/eða að þær fara að sóða út á tvöfaldri útsendingartíðni, (fyrstu yfirsveiflu) þar sem útsendingin á ekkert erindi.
06.11.2016 at 10:56 #941005Ég skellti öllum þremur ódýru stöðvunum sem ég hef verið að prófa í samband við aflmæli og athugaði hvað þær eru að senda út morg wött á mismunandi rásum
Baofeng UV5-r er 3W neðst á tíðnisviði 4X4 en annars bara 2,5W (stöðin er 4,5-5W á amatörtíðni)
Baofeng UV6 er 4W neðst á tíðnisviði 4X4 en fellur fljótt niður í 3W (stöðin er 4,5-5W á amatörtíðni)
Feidaxin FDC 850 plus er hins vegar 7W á öllu bandinu hjá 4X4 enda sögð fyrir það tíðnisvið. Hins vegar er hún með full mikla yfirsveiflu kringum 300MHz til að vera nothæf.
27.10.2016 at 14:12 #940974http://ww2.justanswer.com/uploads/xsvectOR/2010-02-25_223419_1.gif
Og svona til að útskýra þetta vel þá er hérna mynd af kúplingsdælu úr Corollu sem er svo til eins hönnuð.
Pinninn er „push rod“
Skinnan er „stop plate“
27.10.2016 at 14:04 #940973Ég sá sama vandamál fyrir langa löngu á gamalli Cortínu. Pinninn sem gekk frá pedalanum og inn í dæluna var vandamálið. Gatið (eða réttara sagt fóðringin) sem var pedalamegin hafði slitnað það mikið að pinninn juðaðist utan í gatinu á skinnu sem var yst í dælunni. Þannig myndaðist brún á pinnanum. Þessi brún kræktist svo stundum í skinnuna og þannig festist pedalinn niðri.
Þessi skinna yst í dælunni er það sem hindraði að dælustimpillinn gæti farið aftur úr dælunni.
22.10.2016 at 09:35 #940962Skráin yfir afslætti hvarf af einhverjum orsökum, það er verið að vinna í að koma henni inn aftur.
16.10.2016 at 09:03 #940929Þú þarft að vera með félagsskírteini sem er í gildi.
Yfirlitið yfir afslætti á að vera hér á heimasíðunni en sú skrá er einhverra hluta vegna horfin.
15.10.2016 at 11:29 #940926Nei, ég get engan vegin mælt með því.
Þessar ódýru handstöðvar eru ekki að gera sig á tíðnunum sem 4X4 rásirnar eru á. Það er mun betra að kafa aðeins dýpra í vasann og kaupa handstöðvarnar sem eru fáanlegar með klúbbafslætti, t.d. hjá Bílanaust.
14.10.2016 at 08:05 #940918Á netinu.
14.10.2016 at 08:05 #940917Á netinu.
03.10.2016 at 10:54 #940862Enn og aftur eru útbreiðslumyndirnar horfnar af vefnum…
20.09.2016 at 12:09 #940812Þá er komið að því, stikuferðin er um næstu helgi 23-25 sept.
Þetta er ferð fyrir alvöru fólk, farið að kólna, en á að hanga þurrt um miðjan laugardaginn.
Þau sem vilja mæta eru beðin um að skrá sig hér á þráðinn.
13.09.2016 at 08:13 #940780Það verður stutt erindi á miðvikudaginn á opnu húsi.
„Nýjar tegundir sjálfskiptinga, eða gamalt vín á nýjum belgjum?“
07.09.2016 at 21:30 #940766Af óviðráðanlegum orsökum verður stikuferðinni frestað. Stefnt er að fara helgina 23-25 september.
07.09.2016 at 14:33 #940764Umhverfisnefndin verður niðri í Síðumúla í kvöld ef einhverjir vilja ræða um stikuferðina, eða hafa einhverjar spurningar.
27.08.2016 at 09:05 #938630Maður er að spá í hvort þessi Facebook-innskráning sé orðin bölvun, það hrúgast inn ruslpóstar.
-
AuthorReplies