Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
22.07.2013 at 15:19 #766869
Flestum finnst hún skemmtilegri frá vestri til austurs, meira víðsýni, niður brekkur.
Man ekki eftir að hafa séð farartálma þegar við tókum vidóið í fyrra, um miðjan júlí,
http://www.youtube.com/watch?v=CHfVRN_cc5c
Fórum að vísu frá austri til vesturs.
Mest sandar og hraun sem búið er að aka á óbreyttum bílum í 50 ár.Kv. Jón
07.04.2013 at 00:37 #760137Glæsilegt hjá þér Agnar, gaman að fylgjast með þessu.
Kv. Jon
08.03.2013 at 22:51 #225713Árið er 1982
Tveir hópar jeppamanna með áhuga á ferðalögum um hálendi Íslands að vetri til höfðu breytt jeppum sínum á stærri hjól þ.e. 35 til 38” voru á leið í páskaferð.
Annar hópurinn fór á Hveravelli, þaðan í Kerlingarfjöll, suður fyrir Hofsjökul og í Nýjadal.
Hinn hópurinn fór Sprengisandsleið í Laugafell og síðan í Nýjadal, hittust hóparnir þar.
Veður og færi var mjög gott, og gekk páska ferðin vel.
Kompás og landakort voru þá einu leiðsögutækin og fjarskifti með CB talstöðvum.Ári seinna eða í Mars 1983 hittust flestir úr þessum tveim ferðahópum og fleiri til, og stofnuðu Ferðaklúbbinn 4×4.
Brýn nauðsyn var á því þar sem í þá daga fengu menn ekki skoðun á bílana hjá Bifreiðaeftirliti rikisins ef þeir voru komnir á stærri dekk.
Barátta Ferðaklúbbsins fólst fyrst og fremst í að fá breytingar á jeppum samþykktar.
Í klúbbnum starfaði tækninefnd sem í voru m.a. verkfræðingar og snjallir tæknimenn, sem bjuggu til regluverk um breytingar á jeppum, sem síðar var samþykkt af Bifreiðaeftirliti ríkisins.
Þetta regluverk um jeppabreytingar sem tækninefndin hafði fengið samþykkt gjörbreytti aðstæðum jeppamanna. Nú gátu menn breytt jeppunum og fengið skoðun og ekið frjálsir án þess að eiga á hættu að númer væru “klippt af” eins og það var kallað.
Jeppabreytingar hafa verið stór atvinnugrein á Íslandi síðustu 30 ár.
íslenski breytti jeppinn hefur komið víða við á hálendinu, jöklum og erlendis, m.a. á Suðurskautinu, Grænlandsjökli, Kanada og víðar.
Björgunarsveitir og lögregla nýta sér breytta jeppa vegna sinna starfa.
Ferðaþjónusta á breyttum jeppum er einnig stór og skapar gjaldeyristekjur.
Allt er þetta Ferðaklúbbnum 4×4 að þakka
Fyrir 30 árum var baráttan að fá breytingar á jeppum samþykktar.
Í dag er baráttan að fá að nota jeppana í því umhverfi sem þeir henta best í,
þ.e. á hálendi Íslands við erfiðar aðstæður, þar sem varnarlaus göngumaður getur hæglega orðið úti í vondum veðrum.
25.02.2013 at 05:21 #763951Best að byrja á að lesa leiðbeiningarnar fyrst:
1. Smella á myndir
Hjálp, þá kemur kynning á myndasafni
https://old.f4x4.is/index.php?option=com_jfu … mId=2495702. Setja svo eina eða fleiri myndir inn í einu.
3. Vola, sýnist þetta virka svipað á jeppaspjallinu, kannski einu númeri flóknara en á fb.
24.02.2013 at 22:32 #763133sá þessa til sölu hjá unicat í sumar
[attachment=3:11mj7iiy]MAN TGM Unicat.JPG[/attachment:11mj7iiy]
[attachment=2:11mj7iiy]Festing undir hús.JPG[/attachment:11mj7iiy]
[attachment=1:11mj7iiy]Festing undir hús 2.JPG[/attachment:11mj7iiy]
[attachment=0:11mj7iiy]Unimog oog Man.JPG[/attachment:11mj7iiy]
25.07.2012 at 19:47 #756113Minimaxx í mínum, skjárinn er minni en í blackmaxxx og eithvað færri fítusar.
25.07.2012 at 16:30 #756107Minn er 2008 6,4 og 54" með H&S tuningu, get ekki sagt að eyðslumunur á mínum og 6,0 bíl 2006 á 54" með SCT tuningu, sem ég hef verið að ferðast með sé mikill, kannski 10%, en það er ansi mikill munur á hávaða.
Það eru fleiri hedd boltar í 6,4 en 6,0 og þolir vélin betur fleiri hestöfl.
Vatnskassi hefur átt til að leka í 6,4 og það þarf að fylgjast vel með hita á kælivatni.
Svo er það EGR kælirinn sem þarf að loka og virðist vera rót flestra bilana í díselvélum í dag.Eyðslan í mínum orignal var 17 L á langkeyrslu og 23 L í bænum, en 25 með 2 öxla hjólhýsi aftaní.
Með H&S fór eyðslan í 13 L á langkeyrslu.Í dag á 54" er hann í 18 til 25 á langkeyrslu ( fer eftir vindi) og 28 L með 2 öxla hjólhýsi aftaní.
Fór í mars með 4×4 reykjavík sprengisandur mývatn, eyðslan var 200 lítrar total.
Þessi síða er með gagnlegar upplýsingar um powerstroke vélar http://powerstrokehelp.com/
Kveðja Jón
R12
25.03.2011 at 21:01 #724708FORDarnir mættir á Akureyri, komnir á hótel og á leið í dinner.
Létt færi sögðu þeir.Kv. Jón
-
AuthorReplies