Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
13.03.2009 at 23:58 #643488
Keypti nýtt Garmin 276C og kort v3.5 fyrir um hálfu ári og finnst full mikið að fara að borga 8.900 fyrir uppfærlsu á því alveg strax.
22.02.2009 at 23:42 #641740Hringdi í Hampiðjuna fyrir helgi til að athuga með verð á Dynex ofurtóg, hann gaf mér verð á 8mm tóg með 1mm hlífðarkápu utan um þannig að hann mælist 10mm í þvermál og 6,7 tonna slitmark. 30 metrar af svoleiðis tógi kosta um 27.000 kr, splæst með kós í annan endan skildist mér. Spurði hann nú ekki um afsláttarkjör.
Kveðja Jói Barða
30.01.2009 at 18:27 #639598Sá svona í Verkfæralagernum, sem er núna þar sem elko var, þeir voru með einhverjar gerðir.
19.01.2009 at 19:06 #637298Hvernig er drifbúnaðurinn í bílnunum ykkar, eruð þið með sjálfskiptingu eða beinskiptingu, lækkuð hlutföll í drifum eða millikassa eða komnir með auka milligír.
Kv Jóhann David R-3895
05.01.2009 at 22:28 #636350Ég myndi benda þér á að mæla hleðsluna frá alternatornum, ætti að vera 13.9 – 14.9 volt. Lenti í þessu á Pajero sem ég átti og var hann þá farinn að missa hleðslu.
29.12.2008 at 02:28 #635664Ég hef átt tvo svona bíla annan á 35" og núna einn á 38" báðir beinskiptir og með óbreyttum hlutföllum.
Fyrri bíllinn var með rétt yfir 12 lítrum innanbæjar og hinn sem ég er á núna er með um 13 lítra innanbæjar.
Ég ætla ekki að segja að þeir mættu ekki vera sprækari en þeir hafa virkað svona sæmilega miðað við óbreytt hlutföll. Ef þú passar kælivatnshitann og afgashitann þá ættir þú ekki að lenda í teljandi vandræðum með þess vél.
26.12.2008 at 22:26 #635402Í myndaalbúminu mínu geturðu séð mynd af vatnskassa úr pajero 2.8 ásamt málum af honum.
Það er sami vatnskassi fyrir ssk og bsk og er rauður hringur utan um stútana fyrir þann kælir.
17.12.2008 at 17:51 #634820Þeir 2.8 tdi bílar sem ég hef átt hafa verið með hlutfallið 4.90:1.
Kveðja Jói Barða
14.12.2008 at 01:48 #634682Það fer alveg eftir skynjaranum sem fylgir mælinum sem þú ætlar að kaupa, en síðustu 2 skynjarar sem ég hef snittað fyrir voru 3/8", með frekar fínum gengjum.
Best að hafa skynjarann beint fyrir ofan túrbínu, ef þú ert með svoleiðis þar að segja, eða þá beint fyrir ofan flangsinn þar sem allt heita loftið safnast saman áður en það fer út úr greininni.Kv Jói Barða.
19.11.2008 at 23:42 #633082Vindustangirnar undir bílnum slakna með tímanum, en hægt er að herða aðeins á þeim undir ca. miðjum bílnum með því að skrúfa upp endafestingarnar.
En það er eins og með svo margt annað að það eru takmarkanir á þessu, ef búið er að skrúfa í botn þá er möguleiki á að slaka alveg á stöngunum, taka þær úr fremri endunum og snúa þeim um einhverjar tennur, stinga þeim svo í aftur og herða svo aðeins.Með kveðju.
Jói Barða
04.08.2008 at 01:15 #202734Hefur einhver skoðað Fini 12V loftdælur hjá Byko nýlega.
Var að skoða hana í Byko í breidd og er verði henni komið í um 49.000 kr þar, sem mér finnst rosalega mikil hækkun þar sem hún var alltaf að rokka í kringum 32.000 kr kallinn, en nóg um það.
Fór svo nokkrum dögum seinna í Byko í Kauptúni (við hliðina á IKEA) og varð þá litið á þessa sömu dælu og var verðið þar um 58.000 kr.
Ég ætlaði ekki að trúa því að dælan hefði hækkað um 9.000 kr í viðbót við þessi 17.000 kr sem hún hafði ní þegar hækkað um og kíkti aftur í breiddina og viti menn, þar var hún ennþá á 49.000 kr, það munar því um 9.000 kr á því hvort þú verslar í Kópavogi eða Garðabæ.Það virðist vera satt það sem Gunnar Birgisson segir um að það sé gott að búa í Kópavogi, það er allavega ódýrara.
04.07.2008 at 15:55 #625072Ég fór bara í BYKO eftir að hafa talað við heildsalann og keypti mér venjulegft 2kg tæki og kostaði það 3387 í gær (03.07.08) en það hafði þá hækkað um 397 kr. frá í fyrradag, kostaði þá 2990, þegar ég athugaði verðið á því, ég spurðist fyrir um þessa hækkun en enginn virtist vita neitt um neina hækkun þrátt fyrir að flest allar vörur höfðu hækkað þá um nóttina.
En allavega þá er BYKO með tæki frá Ólafi Gíslasyni & Co. HF. og er þetta tæki merkt nýtt frá því núna í apríl og í ódýrari kantinum miðað við það sem maður hefur skoðað.
En núna vantar mig bara sjúkrakassa, er einhver með uppástungu í þeim efnum, hvert er best að snúa sér í þeim málum.Kveðja Jói Barða R-3895
03.07.2008 at 17:29 #625066Var að tala við mann frá H.Blöndal og sagði hann mér að þetta hefur enn ekki fengist samþykkt í staðin fyrir 2kg tæki í breyttum bílum.
Þar sem þetta er það nýtt efni að þá aá eftir að prófa það í þaula og því ekki búið að samþykja það á öllum stöðum.
02.07.2008 at 18:24 #625060Hefur einhver prófað svona eða þá kynnt sér virkni þessa apparats, þetta er ekki nema 35cm og 200gr, mun fyrirferðaminna en venjulegt 2kg slökkvitæki og umtalsvert mikið léttara og endist víst um 2-3 sinnum lengur eða um 30sec.
http://www.hblondal.is/index.php?option … &Itemid=61
10.06.2008 at 00:16 #624238Þegar ég setti ljós í stigbretin hjá mér þá tengdi ég þau annars vegar með park ljósunum í gegnum díóðu (einstefnuloka) og svo hins vegar með hazzard ljósunum.
Þegar kveikt var á ljósunum eða bíllinn í gangi þá loguðu þau, svo þegar það var dautt á bílnum og ljósin slökkt þá blikkuðu þau með samlæsingunum.Ég var með díóðuljós svo þau tóku nánast engan straum frá park ljósunum eða hazzard ljósunum.
03.06.2008 at 22:27 #623270Ég er til í að vera með.
joibarda(hjá)hotmail.com
Kv. Jóhann David
04.03.2008 at 23:22 #616172Ég skal vera með líka!!
Kv. Jói Barða. R-3895
17.01.2008 at 15:15 #610514Ég tók stuðarann hjá mér svona í gegn í haust.
Byrjaði á að fara með hann í Zink stöðina í Hafnarfirði, þeir hreinsuðu hann með því að brenna af honum og
zinkhúðuðu hann svo.
Fór svo með hann beint í polyhúðun og var það ekkert mál,húðaður í þeim lit sem ég vildi og lýtur hann mjög vel út núna.
Er einmitt alltaf á leiðinni að gera það sama við kastaragrindina hjá mér líka.Kv. Jóhann
03.01.2008 at 13:51 #608808Hvað segja menn um RTC (Return To Center) stýrisdempara með gormi, sem leitast við að láta dekkin alltaf vísa beint áfram.
http://www.oppositelock.com.au/images/p … -all-2.jpg
11.10.2007 at 20:25 #581348Ég er til í eitt svona sett í pajero.
Ertu komin með verð á þeim, verða þau á sama verði og
síðasta sending?Kv Jóhann
-
AuthorReplies