Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
28.06.2014 at 09:31 #769632
Til hamingju með þetta framtak. Auðvitað alltaf spurning hvort á að kaupa eða leigja. Væntanlega er búið að fara yfir báða þessa kosti og meta hvor er hagstæðari. Ef þetta verður niðurstaðan þá efast ég ekki um að það mætir vaskur hópur manna til að gera það sem gera þarf og koma húsnæðinu í það horf sem við viljum hafa það. Ferðakveðjur, Jói R78
27.12.2013 at 22:13 #442536Sælir félagar. Við félagsmenn í ferðaklúbbnum 4×4 eigum frábæran skála, Setrið. Við eigum líka frábæra skálanefnd sem hefur aldeilis verið duglega og tekið til hendinni svo um munar. Það er búið að gera mikið í Setrinu undanfarin ár af skálanefndinni með aðstoð annara félagsmanna og allt kostar þetta. Þó mér finnist kannski meiga hafa skálann hreinni að innan og vinna meira í þeim málum, en gott og vel. Það er þó þannig að einhversstaðar er brotlínan hvað gistigjaldið má vera hátt. Ég hef áður sagt það að félagsgjaldið í klúbbnum er alltof lágt og þessi gisting á bara að vera inn í gjaldinu. Við getum t.d haft tvær gerðir af gjöldum. Annað gjaldið án gistingar og hitt með. Lægra gjaldið mætti t.d vera 10 þús pr ár og hærra 20 þús og gisting í Setrinu innifalin fyrir fjölskylduna. Félagsgjaldið og gistigjöldin ættu að vera samtengd að einhverju leiti og það mundi örugglega skila meiri í kassan í Setrinu. Líkt og með líkamsræktarkortin sem allir nota en fáir nota
Hugsum útúr rammanum og finnum nýjar hugmyndir sem nýtast félagsmönnum og klúbbnum.
Bestu kveðjur og takk skálanefnd fyrir frábæran skála.
Jói Jó R 78.
18.03.2013 at 09:15 #764667Sælir Hornfjarðar meistarar.
Takk fyrir frábærar mótttökur við komuna niður af jökklinum á laugardag. Þið eruð snillingar, jakkaföt og humarsúpa. Bestu þakkir til ykkar frá "Sóðagenginu" kveðja, Jóhannes Jóhannesson.
03.03.2009 at 16:18 #637716Sæll Erlingur.
Hér eru hnitin.
64-59-114
18-35-120mbk, JJ
29.12.2007 at 17:30 #608102Hó,
Var að nota Tetra í dag og allt í lagi þar á bæ. Heyrði einnig á tal Barböru við vinkonu sína í gegnum Tetra og einnig flriri köll frá henni í dag.
Agnes ! ertu viss um að þú hafir verið með kveikt á þinni stöð
ferðakveðja,
JJ
01.05.2007 at 11:06 #589936Sælir félagar.
Ég er algjörlega sammála Ofsa með það að við sem almennir félagsmenn erum að fá mjög mikið fyrir árgjaldið sem er í raun mjög lágt.
Ég velti því þó fyrir mér að hvort ekki eigi að hækka gjaldið enn frekar og hafa skálagjöldin innifalin í árgjaldinu. Einnig vildi ég sjá Setrið koma í hverjum mánuði og eru örugglega margir félagsmenn tilbúnir að greiða hærragjald fyrir að fá það inn um lúguna hjá sér í hverjum mánuði. Ágætt dæmið hér að ofan um kostnaðinn við að vera í golfklúbbi. Það mætti hugsa sér að gjaldið hjá okkur væri kanski í þremur þrepum.
1. 6000 kr þá væri aðeins um rautt félagsskýrtein að ræða og ekkert innifalið nema afslættir.
2. 12.000 Gullt skýrteini og þá Setrið innifalið.
3. 18.000 Grænt skýrteini og þá allt innifalið, Setrið í hverjum mánuði,skálagjöld og svo framv.
Hvað finnst mönnum um þetta?bestu kveðjur,
Jói Jó
13.03.2007 at 14:34 #584342Sæll.
Bjallaðu á mig. Skal fræða þig……..
mbk.
Jói..693-0560
21.12.2006 at 14:08 #572040Sælir félagar.
Felgurnar sem við erum að láta breyta út og suður fyrir okkur eru mjög mismunandi. Því skiptir öllu máli að vera með felguró sem passar við felguna þannig að gráðan á rónni og felgunni passi saman. Hef sjálfur rekið mig á að þetta þarf að passa vel
Ef maður þarf alltaf að vera að herða á þessu þá er eitthvað að. Kóninn á sumum róm er einfaldlega svo brattur að stúturinn nær í botn áður en felgan hefur náð herslu. Varðandi ál felgurnar þá skiptir öllu málið að þær séu hertar eftir mælir og hertar í kross. Þannig lámarkar maður hugsanlegan titring á felgunni. Það er mikið öryggisatriði að hafa þessi mál í lagi, því það er alls ekkert grín að missa hjól undan hjá sér.
kv, Jói
19.12.2006 at 12:13 #571952Sælir félagar.
Þessi bíll er í viðgerð á þessu réttingarverksæði. Ekki verður hann röravæddur heldur orginal búnaðurinn fíni lagaður eftir árekstrartjón við ungan ökumann á hraðferð.
Hann hefur verið um eitt ár 44" hjólum. Eigandinn er Rúnar Jónsson fyrrum tæknimaður Mitsibishi hjá Heklu.mbk,
Jói
20.11.2006 at 10:40 #568206Sælir félagar.
Þessi nýju M/T – MTZ 38" dekk hafa reynst mér vel. Setti þau undir í fyrra vetur og er ég mjög ánægður með þau það sem komið er. Þessi dekk eru laus við allt hopp og eru mun hljóðlátari en bæði Mudd og GH dekkin sem voru áður undir. Mudderinn reyndist me´r vel áður eins og flestum en ef menn vilja aðeins meira þá er þetta málið. Það er líka mikill munur á floti á þessum dekkjum samanborið við hinar tvær gerðirnar. Þau eru hinsvegar að taka mun meira afl til sýn og eyðslan eykst eitthvað smá. Mæli hiklaust með þessum dekkjum.
mbk,
Jói R-78
26.06.2006 at 14:59 #555222PIAA kastarar fást hjá Heklu á Laugaveginum.
kv, Jói
18.05.2004 at 17:45 #502753Sælir félagar.
Varðandi þessa umræðu þá langar mig að leggja orð í belg. Vegurinn inn í Veiðivötn var opnaður af Vegagerðinni áður en þessi ferð var farin. Hins vegar er vegurinn áfram inn í Jökulheima ekki í umsjá Vegagerðarinnar heldur Jöklarannsóknarfélagsins. Þeir sem þarna fóru um á vegum Ferðaklúbbsins 4×4 fengu undanþágu til að aka um veginn þó svo lokunar skiltin væru enn. Var þessi undanþága veit með góðfúslegu leyfi enda vegurinn í fínu lagi og alveg þurr. Þannig að þarna voru allir að fara eftir settum reglum
Ferðakveðjur
Jói R-78
30.01.2004 at 22:09 #486360Eru menn og konur ekki klár í morgunmatinn hjá Heklu í fyrramáli? milli kl 10 og 12.
Ég held að það sé upplagt fyrir alla að mæta og fá sér hressingu áður en menn fara í laugardags bíltúrinn.Þarna verður ýmislegt áhugavert til sýnis og hinir ýmsu sérfræðingar jeppamála til skrafs og ráðagerða.
Ég hvet ykkur öll til að mæta í þetta rausnarlega morgunverðar boð hjá Heklu.
kv, JJ
R-78
22.09.2003 at 12:03 #476530Sælir félagar.
Umsjónarmaður vefsins er í útlöndum og kemur ekki heim fyrr en í næstu viku. Áður en hann fór í þetta frí þá talaði ég við hann og sagði hann mér þá að þetta væri alveg að bresta á). Vonandi verða þetta ekki margir dagar í viðbót sem við þurfum að biða eftir lagfæringu á þessu. Við skulum sýna biðlund fram í næstu viku og þá ætti hann að geta svarað okkur hvenær þetta kemst í gagnið.
Bestu kveðjur.
Jói R-78
29.06.2003 at 21:19 #474588Sæll félagi.
Þú finnur þessar uppl um sumarhátíðina undir link sem er vinstra megin á síðunni og heitir " klúbburinn 20 ára.
kv JJ
Læt það fylgja hér með.Sumarhátíðin 2003:
Eins og félagsmenn vita, þá var ákveðið að afmælisnefndin myndi sjá um sumarhátíðina að þessu sinni. Nefndin hefur verið að starfa þannig síðustu vikur að hver hugsar fyrir sig og á síðan að koma með hugmyndir að dagskrá fyrir hátíðina sem haldin verður að Bæ í Reykhólasveit helgina 18 -20 júlí nk. Stefnt er að því að hafa hátíðina nokkuð veglega og þá sérstaklega fyrir börnin. Allar hugmyndir eru vel þegnar á netfangið palli@flytjandi.is og nefnd þessi hefur einnig mikla stækkunarmöguleika ef fólk vill fá að vera með í skipulagningu. Nú er bara að byrja á því að skipuleggja sumarfríið þannig að upplagt verði að koma við í Reykhólasveitinni um þessa helgi. Meira síðar.
Afmælisnefnd.
23.02.2003 at 12:43 #469088Sæll Dittó!
Sjálfur er ég með í mínum bíl samskonar vél og þú. Ég setti í hann 3" púst fyrir þremur árum. Þessi vél er orginal að toga 292 NM en 310 NM með 3" pústi, þetta er töluverður munur á togi. Ég veit líka um svona bíl sem sett var í
2 1/2" púst en veit ekki hvort mótstaða vegna túrbínu hefur verið mæld þar. En allavega er 3" að virka vel og mæling á mótstöðu er innan marka.kveðja. Jói R-78
12.01.2003 at 18:19 #466336Sæll Jón.
Ég held að það væri best að þú hringdir bara í mig. Ég skal fara yfir þetta með þér eins og ég get og kann.
Kv, Jói. 693-6805
27.10.2002 at 22:29 #463586Sælir félagar.
Við í stjórninni getum glatt ykkur með því að við erum í viðræðum við nýju eigendurna á Hveravöllum um verð á gistingu fyrir félagsmenn í Ferðaklúbbnum 4×4.
Vonandi enda þær viðræður með einhverskonar samningi á milli beggja aðila.
Við verðum hinsvegar að gera okkur grein fyrir því að nú er þetta ekki rekið af einhverju félagi heldur sem fyrirtæki og er því virðisaukaskattskilt. Þannig að ofan á gistiverðið bætist virðisaukaskattur. Vonandi getum við kynnt ykkur samkomulagið á næstu vikum.Bestu kveðjur
Jói
R-78
05.05.2002 at 18:35 #460828Sælir félagar.
Þessar myndir sem þú ert að spyrja um eru af bílnum hans Sindra Grétars stjórnarmanns í 4X4. Þeir þurfru að skilja bílinn eftir í nokkra klukku tíma vegna ófærðar,nokkrum km áður en komið í Landmannalaugar. Þetta var ferð suðurnesjarmanna í laugarnar sennilega fyrir tveimur árum, bíllin var nokkuð rispaður eftir moksturinn. …en hver vill ekki týna svona Dadsun.Kv, Jói R78
04.05.2002 at 23:13 #460806Sæll, Ég var á þessu svæði í dag með ferðamenn og ráðlegg þér að velja aðra leið, þarna er ekkert gaman. Þetta er að verða búið þarna og mikklu skemtilegra fyrir þig að fara frekar í Húsafell og upp í Jaka og þar upp á Langjökul.
Kv, Jói R78
-
AuthorReplies