Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
24.04.2013 at 22:51 #765557
Þetta er nú pínu Meira en bara klippa úr að framan það þarf að færa bodífestingun aftur og klippa vel inn í bíll og skera vel úr breta boganum að aftan þarf að skera líka úr bretta boganum. Þetta er töluverð vinna fyrir ekki stæri dekk en 35".
13.12.2009 at 16:48 #671340Ég mun aldrey aftur setja spota á milli bíla sem er að fara yfir vasmiklar ár og straumþungar við gerðum þetta einu sini fyrir mörgum árum og komum okkur bara í vandræði því að áin tekur spotan og hann fer í sveig niður straumin og jeppin sem er með spotan í raskatinu er orðin létur í ánni og straumurin togar í spotan og snýr jeppanum og allt í einu ertu kominn með húdið beint upp í strauminn og vatn upp á miðja framrúðu .
27.04.2007 at 23:47 #589602Nei, þetta er ekki afturvirkt, bara fyrir bíla skráða 2007. Eins og segir í reglugerðinni…
07.10 Bifreið
Áskilin ljósker.
Breiddarljósker, tvö framvísandi og tvö afturvísandi ef breidd er meiri en 2,3 m fyrir bifreiðar skráðar fyrir 1.1.2007. 2,10 m fyrir bifreiðar skráðar eftir 1.1.2007.
27.04.2007 at 20:31 #200209Það er komin ný reglugerð frá Umferðarstofu. Ég á nýjan Hilux ´07 sem ég er búinn að breyta á 38″. Ég fór í dag með hann í breytingarskoðun og var þá gerð krafa um breiddarljós. Þeir bílar sem skráðir eru eftir 1.1.2007 og eru breiðari en 2,10 m þurfa því breiddarljós. Hér er smá samantekt úr reglugerðinni:
1.5.1.9 Reglugerð um gerð og búnað ökutækja nr.822/2004.
07.01 Ljósker
Staðsetning: Ljósker skulu vera staðsett svo hátt sem hægt er með tilliti til ákvæða um breiddarstaðsetningu og samhverfu. Framvísandi ljósker skulu ekki vera lægri en efri brún framrúðu. Þau skulu vera eins nálægt ystu brún ökutækis og hægt er. Ljóskerið má þó ekki vera innar en 400 mm frá ystu brún.
Fram- og afturvísandi breiddarljósker mega vera sambyggð í einu ljóskeri ef ákvæði um dreifingu ljóssins eru uppfyllt. Framvísandi ljósker skulu ekki vera lægri en efri brún framrúðu.Þar sem yfirbyggingin er dregin inn að ofan þarf að setja slá út um 10 cm frá toppi bílsins sem eru með ljósum. Þá er ég kominn innan þessa 400 mm. Þetta þarf þá líklega að gera á fleiri 38″+ breyttum jeppum s.s. Land Cruiser, Pajero og Patrol og fl.
Hvernig líst mönnum á þetta?
17.03.2005 at 16:29 #519224Ég er búinn að vera á 38" suberswamber síðan 1994 3 gangar af superswamber en einn mudder einhvertíman á milli og var á mudder fyrir 94 mér hefur líkað bara nokuð vell við þessi dekk gott að keyra á þeim og enndast vell .og ég hef ekki séð mikin mun á drifgetu á þessum dekkjum og öðrum,
16.02.2005 at 16:59 #517166Vonandi ekki höfum bara gamla kerfið áfram miklu betra
04.07.2004 at 22:47 #504438er með 1988 Pajero 2,5d keyrðan 300.000 er buin að eiga hann í 5ár á 38" og hann hefur aldrey farið á verkstæði meðan ég hef átthann og buinn að keyra hann um 150 þ km
30.06.2004 at 23:18 #504330Taktu bara mælin úr sambandi það gerðu allir í gamladaga sem höfðu einhverja sjálfsbjargaviðleitni,
-
AuthorReplies