You are here: Home / Jens Fylkisson
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Sælir,
Ég er ekki búin að prófa þetta sjálfur en hef kynnt mér fræðin eða hugmyndirnar að baki þessu.
Það sem voðalega margir gleyma að taka með í útreikningana hjá sér er það að brunavélin sem býr til rafmagnið sem býr til vetnið í þessu dæmi er ekki með fullkomin bruna.
Reyndar eru þessar brunavélar ekki með nema ca.40% nýtni.
Ef vetnið eða HHO blandan í þessu tilfelli hefur einhver áhrif á brunan í brunahólfinu sem eykur heildarnýtnina, þá kæmi það út sem minnkun í eyðslu per ekin km.
Þannig að spurningin í þessu tilfelli þarf að snúast um það hvort bruninn sé betri í brunahólfinu með HHO eða án.
Ég hef séð þau rök fyrir því að þetta geti virkað sem felast í því að vetni brennur miklu hraðar en bensín eða dísel.
Ef vetni er meðal þeirra efna sem fara inn í brunahólfið þá gæti það sprungið á undan hinu eldsneytinu og stuðlað að því að það kvikni jafnar og fyrr í restinni af eldsneytinu og því sé líklegra að það hafi allt náð að brenna áður en að þennsluferlið er búið.
Þar með væri nýtingin hærri og sparnaður komin fram.
Hinsvegar er þetta nokkuð sem mjög litlar rannsóknir hafa verið gerðar á af einhverjum orsökum og því frekar óstaðfest.
Bara mitt innlegg í þessar umræður.
Jens
Stefni á að mæta þó ég tilheyri ekki neinum gengjum á svæðinu.
Jens R-3857 + 2 börn