Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
30.10.2008 at 20:10 #631584
Eftir því sem hásingin fer lengra frá grind gengur hún til vinstri líka (að framan)þannig að til að hún sé rétt staðsett þarftu að síkka þverstífufestinguna og já þá þarftu líka síkka togstöngina til að halda línu.
30.10.2008 at 19:38 #631580Ef þú síkkar ekki framstífurnar niður úr grind til jafns við upphækkunarklossana færðu ókeyrandi bíl
út úr þessari aðgerð.
Spindilhallinn fer til helv….! Jeppaveiki og allur pakkinn.
07.10.2008 at 16:57 #629126NP.207 er ekki talinn mjög sterkur en alveg spurning um að prufa bara finnst hann passar við.
Ef hann kemur úr GM. er hann örugglega með 27 rillu inntak en 231 kassinn er með 23 rillu inntak að öllum líkindum ef hann kemur úr JEEP kannski 21 rillu.Báðir eru með 6 bolta flangs en boltadeilingin snýr ekki eins á GM.og öðrum bílum ss. framskaftsúttakið myndi snúa upp eða eitthvað ef kössunum er víxlað.
207 kassinn kom reyndar líka í JEEP og yfirleitt með 21 rillu inntak.
06.10.2008 at 08:46 #630560Einn helsti ókosturinn við þennan kassa er að hann er með dragliðinn fyrir afturskaftið inn í sig ss.ekki dragliður á skaftinu.
Chevy er eini framleiðandinn sem notar þessa útfærslu á 208 kassann,en þetta er þrælsterkur kassi samt sem áður.
01.10.2008 at 21:25 #630230það eina sem ég hef séð af svona dekki er mjög jákvætt.Það er undir econoline sem er 3 tonn + bara mökkvirkaði og það sem meira er þau eru kringlótt sem þekkist varla á cebek.
Svo er meira að segja munstur á þeim svo ökumaðurinn hefur eitthvað um stefnuna að segja.
En þetta eru engin auladekk ss.má ekki bara standann allan daginn.
01.10.2008 at 09:17 #630212Þetta er til í flest drif og virkar eins og No spin alveg skítgott og fer inn í orginal keisinguna.
Í sumum tilfellum þarf ekki einu sinni að taka kambinn af til ísetningar.
Hef sett svona í Hilux bara gott.
30.09.2008 at 21:05 #630010Ertu nokkuð að tala um þennan
[img:dw7atpcb]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/964/5965.jpg[/img:dw7atpcb]
Sá þessa td. og fleiri í albúminu hjá Benedikt Sigurgeirs.
Töff bíll þó að hann sé dísill.
13.09.2008 at 14:50 #629250Það er bæði munur á bori og slaglengd á þessum vélum,5.9 er eitthvað fleiri hestöfl og með töluvert meira tog.
Eins og alltaf er síðan alltaf auðvelt að láta stóra vél eyða miklu ef hún er notuð sér til gamans en það er lúxus sem menn með litla mótora þekkja ekki.
11.09.2008 at 23:00 #629200Þú ert líklega að leita að þessum hérna.
https://old.f4x4.is/new/photoalbum/defau … mbers/4295Annars hefur Bílab.Benna verið með úrval af mælum og svo er alltaf Summit racing.
06.09.2008 at 21:43 #628970Ég notaði 3/8 1 vírlags glussaslöngu sem ég fékk í Barka til að leggja að ca.6-700 hestafla big block race motor sem ég var með,ekki mjög þjál en góð og sterk slanga.
Nipplarnir verða aftur á móti að vera akkúrat réttir svona slanga er stííííf.
Svo var ég með 1/2 tommu lögn og sjálfrennandi að dælu sem er mikið atriði svona dælur eru mjög slappar að sjúga að sér.
30.08.2008 at 19:58 #628538Var að vigta hana með skálabremsum er hún 105 kg.
Nú er spurning hvort einhver nennir að vigta 14 boltann til að fá réttar tölur.
Með diskabremsur er alltaf spurning hvað menn nota,ég myndi halda að afturdót úr Musso væri sterkur kostur fyrir 6 gata menn.
Fyrir 5 gata var oft notaðir diskar úr lödu sport eða súkku fox og subaru dælur.
Ég notaði lödu diska og lancer dælur og svo mösdu dælur seinna alltaf án handbremsu.
30.08.2008 at 17:55 #628534Ég heyrði einhvern tímann 105-110 kg með léttum diskabremsum um 14 boltann sú hásing þarf enga styrkingu.
9" ford er 95-100 kg. og svo er eftir að styrkja hana.
12 boltinn er örugglega ekki léttari en 9".
10 boltinn er rusl sem tollir illa undir fólksbíl á 26-28" dekkjum ílla raunhæf jeppa hásing.
Dana 44 rev er 138 kg.
28.08.2008 at 22:03 #628300Virkar þannig að við átak frá drifskafti er alltaf læst og hún sleppir ekki fyrr en slegið er af,alveg hreint úrvalsgripur sem aldrei svíkur.
En á móti kemur einmitt aukið dekkjaslit og stundum smá smellir eins og eitthvað sé að brotna.
Það þarf smá æfingu að keyra með þetta ss.slá af í gegnum beygjur og svoleiðis en þetta virkar alltaf.Ps er með svona aftan og framan alveg draumur.
21.08.2008 at 18:33 #627862Ég er nokkuð viss um að hann er í 2 lengdum á milli hjóla,bara 150 er til í styðstu og svo millilengd 250 er bara til millilangur og svo er 350 millilengd og drottningarrass ca.2 fet aftaná sama hjólabil að ég held.
Lengdartölur hef ég ekki en get athugað það ef þig vantar.
21.08.2008 at 17:08 #620198Er þetta ekki sami eðalvagninn ca.1meter,2 hurðum og 6 tommum síðar.
https://old.f4x4.is/new/profile/default.aspx?file=5887 [img:14i60ext]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/4081/27427.jpg[/img:14i60ext]
07.08.2008 at 19:03 #626920Olíuverkin í 6.5 diesel voru nú bara gölluð. og hrundu þó ekið væri á diesel eingöngu allflest.
Steinolían er algóð með smá 2T olíu.
11.05.2008 at 12:07 #622802Alveg frábær sýning alveg fullt af alvöru bílum með vélar = V-8 power
04.05.2008 at 22:07 #622152Passar beint aftan á ef hann kemur úr gm en eins og margir gm kassar er hann með draglið inn í sig að aftan.
Svo er örugglega til NP 205 og jafnvel NP 203 sem passa beint en eru ca.70-80 kg.PS. Öxullinn aftur úr 700 kassa er 27 rillur eins og á 350 kassa.
Dana 300 og flestir aðrir jeep-dodge kassar eru fyrir 23 rillur eitthvað 4 cyl jeep drasl er 21 rilla.
30.04.2008 at 01:43 #621790eru málið http://videos.streetfire.net/video/6024 … f132ff.htm
er það ekki.
Svona er bara ekki hægt á diesel eða hvað.
10.04.2008 at 15:12 #620040Allt um hann í Bílar&Sport sem var að detta inn um lúguna hjá mér í dag alveg drulluflottur bíll.
-
AuthorReplies