Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.12.2009 at 19:41 #667744
Það er slatti af myndum af honum inn á torfaera.is td. hérna http://torfaera.is/spjall/viewtopic.php?t=3097
09.12.2009 at 18:04 #670452Ef að þetta er sagt vera 1 tonns bíll þá er það eins og F-350 ,250 týpan er 3/4 tonn og 150 er 1/2 tonn.
08.12.2009 at 09:58 #670476Ég skar einhvern tímann 38"DC radial svona eins og myndin sýnir og það virkaði alveg rosalega vel eitt besta alhliða grip sem ég hef prófað ætlaði alltaf að taka 44"DC eins en nennti því aldrei þetta er svakaleg nefninlega alveg hellings vinna og streð.
[img:3oz7bpcp]http://www.f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=37849&g2_serialNumber=1[/img:3oz7bpcp]
01.12.2009 at 08:48 #669474Þessi er nú bara tvistur en er búinn að vera á 44" er nú reyndar á 38" eins og er.
[img:1gtydgwm]http://www.f4x4.is/g2/main.php?g2_view=core.DownloadItem&g2_itemId=115466&g2_serialNumber=1[/img:1gtydgwm]
20.11.2009 at 18:39 #667728Flott hjá þér Gunnar síminn hjá Jeppasmiðjunni er 4822858.Það er allavega ekki verra að vera á 44" dekki undir svona jeppa upp á drifgetu í td.lausu færi en snerpan minnkar og bíllinn lætur allt öðruvísi þegar búið er að hleypa vel úr slettist og vaggar meira á svona miklum belg.Aftur á móti er hægt að keyra enn hraðar á mjög ósléttu undirlagi dekkin gleypa alveg ótrúlega mikið.Minn var um 1700 kg og virkaði ekki rassgat á 44" fyrr en undir 1 pundi hvorki flaut né greip.
13.11.2009 at 08:40 #666100Var með svona vagn í denn á 4.88 og það var fínt á 38" eftir að ég setti 5 gíra kassa í hann en meðan hann var 4ra gíra var hann að snúast alltof mikið en var ok á 44" dekkjum.
Ég mæli með 4.88 alltaf gott að komast hægt á diesel bíl.
29.10.2009 at 15:03 #664230Það er hellingur til hjá bílab.benna verðið ?
27.10.2009 at 10:06 #662914Bara prufa ekkert að því örugglega bara töff.
24.10.2009 at 22:37 #663480Ég er með eina sundurrifna á gólfinu líklega verð ég bara að fara að tína draslið á vigt smátt og smátt.
24.10.2009 at 18:53 #663472Biluð vigt er það málið ég veit ekki en 350 er reyndar gefin upp á netinu 575 pund sem er um 260 kg og spurning hvort eru allir aukahlutir á henni þá en þar er allt úr járni (potti) svo eru til á þær álmillihedd og einnig álhedd (jafnvel orginal) og þá er 350 orðin töluvert léttari en 2.4 toyota diesel sem er alltaf bara járn og ekkert afl.
Ubbs nú gætu orðið læti.
23.10.2009 at 15:22 #663448Sæll
Hann Maggi hérna er akkúrat að selja hérna það sem þig vantar.
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=44584.0
23.10.2009 at 15:18 #663456Mig minnir að 2.4 toyota diesel sé um 250 kg. með kasthjóli eitthvað sem er langt síðan var vigtað í sveitinni.
Og svo var ég einhver staðar að skoða á netinu fyrir stuttu að 3.0 trooper vélin væri rúm 300 kg.
Svona til saman burðar er 350 chevy ca.240 kg.
20.10.2009 at 20:14 #663020Nei líklega passar c4-c6 ekki bellhousing patternið er spes fyrir Triton vélarnar.
Blessaður fordinn fann enn einu sinni möguleika á að flækja hlutina með enn einni útgáfunni af kúplingshúsboltamynstri og greip það að sjálfsögðu.
Ég hef reyndar ekki skoðað það en það er kannski hægt að fá eftirmarkaðs kúplingshús sem ganga á milli.
20.10.2009 at 08:10 #663012Ég held að þetta sé ágætis mótor algengar hestaflatölur eru um 300 og virðist vera lítið mál að preppa í 400+ og er nokkuð áreiðanleg vél.Þessi mótor (4.6) er 281 kúbik tommur og er já 90 gráðu V en heddin eru sver og mótorinn dálítið breiður,gæti verið smá vinna að koma honum fyrir.
En gamla 289 vélin er líka 90 gráðu V en blokkin er lág og heddin nett enda fellur hún auðveldlega ofan í flest húdd.
19.10.2009 at 19:02 #66291012-14 tommur er fínt fyrir 36 tommu dekk að mínu mati,bara einstaklingsbundið hvað hverjum þykir best jafnvel bara 10 tommur.
17.10.2009 at 23:36 #662590Sæll
Mig minnir að hringirnir frá MRT þessir erlendu séu hertir í 20 pund sem er ekki mjög mikið en það borgar sig að taka reglulega á þessu vill losna upp.Það eru 5/16 boltar í þeim hringjum.
Hef sjálfur notað rúðu og límkítti jöfnum höndum rúðu kíttið er allavega alveg að virka.
Hef yfirleitt sett kítti á felguna beadlock megin þar sem dekkið kemur svo á þar vill helst leka,er eiginlega nauðsynlegt.
08.10.2009 at 08:08 #660806Það er örugglega margt til í þessum gorma pælingum og progressivir eru örugglega málið en með stillanlegadempara eru rancho 9000 að mínu mati alveg snilld auðvelt að stilla og bara mökkvirka.
Hef ekki athugað með verð en þeir hafa fengist hjá Bílabúð Benna eða bara elsku Summit.:)
19.09.2009 at 21:32 #658102Ég held að það séu ekki margir veikir punktar í þessum vögnum miðað við aðra japanska pikka,drifin eru stærri en í flestum öðrum tegundum af þessari stærð fínn afturlás orginal.Ókostirnir eru helst að lága drifið er bara ca.2-1 ss. frekar hátt og drifhlutföll eru dýr ný,en yfirleitt passar þetta beint úr pajero og allavega sjálfskipti 2.5 pajeroinn 92-97 er með 5.29-1 hlutföll og er nóg til af þeim í rif.
08.09.2009 at 19:55 #656606Hafðu samband við Kristján á Renniverkstæði Kristjáns í borgarnesi hann hefur smíðað millikón í svona tilvik veit ekki annað en að það svínvirki hjá þeim sem reynt hafa.
05.08.2009 at 00:57 #653142Ég held að K2 á akureyri hafi verið að flytja inn milligíra í þessa LC bíla sniðug stykki sem boltast aftan á núverandi millikassa athugaðu hvað þeir segja.
-
AuthorReplies