Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
26.06.2005 at 16:04 #524474
Blessaður Viggi,ertu búinn að tala við Unnstein sem þú keyptir af ?
Hann á að eiga hásinguna sem var undir þessum bíl hér áður fyrr og passar beint undir.
Það var mikið breytt Dana 44 með ca.40 mm.krossum í öxlum og lokuðum liðhúsum með spindillegum.
Þessi hásing var tekin undan í einhverjum léttingar æfingum um leið og 400 vélin fór úr honum.
Þessi hásing var undir honum meðan keppt var á gripnum í torfæru og hann knúinn áfram af 351W turbo.
Kveðja jeepcj7
Ps.Fordinn rúlar
20.02.2005 at 21:00 #517416Nokkrar hér.
Kveðja jeepcj7.
10.02.2005 at 08:32 #510800Eruð þið með einhver verð á þessu ca?
Ég væri til í svona dót.
Kveðja jeepcj7
04.02.2005 at 15:58 #51559027.01.2005 at 00:19 #514804Blessaður Snorri,hún á að vera 150 hestöfl síðan 160 með innspítingu og svo loks vortec 200 hö.
Kveðja jeepcj7.
25.01.2005 at 00:22 #514624Gamli maðurinn er nú frekar lánsamur með hásingu en ég veit ekki með bílinn (hvað er það annars?)
Algengar GM hásingar undir jeppum eru 10,12 og 14 bolta og þekkjast með því að telja boltana sem halda lokinu á drifinu.
14 bolta er til full floating og semi floating.
Allt nokkuð góðir gripir.
Kveðja jeepcj7
20.01.2005 at 22:24 #514026Blessaður Júnni,ég held að aðalmunurinn sé sterkari liðhús og spindlar á yngri hásingunni,það er orðið erfitt að fá liðhús á eldri gerðina.Annars eru Ljónsstaðabræður endalausir viskubrunnar um D 60.
Kveðja jeepcj7
17.01.2005 at 22:17 #513764í flestum tilfellum er dana 60 öxull 35 rillur inn í drif en dana 44 öxull er 30 rillur inn í drif.
Kveðja jeepcj7
17.01.2005 at 21:43 #513758Ég held að ég fari rétt með að econoline sé ekki framleiddur með framdrifi.
En einhverjir þeirra hafa verið fluttir inn með framdrifi og heita þá Quadravan( framdrif sett undir þá úti)
Ég held að þeir séu allir með Dana 44 8 bolta allavega þeir sem ég hef séð.
Kveðja jeepcj7
17.01.2005 at 20:38 #513752Ef ég man rétt er hún ca. 168 cm.löng allveg snilldar hásing, og er með jafnlanga öxla.
Ég hef heyrt að hún hafi verið til bæði 28 og 31 rillu en ég hef bara séð 31 rillu.Þetta er sama hásing og er undir F150 pick up en econoline er með annan öxulinn lengri.
Kveðja jeepcj7
31.12.2004 at 16:26 #511372Er allajafna bara boruð 0.60 en ekki strókuð en svakalega góður kostur engu að síður.
Kveðja jeepcj7
31.12.2004 at 12:14 #511366Ford vélin er 289 og er í sömu utanmálum og 302 og einnig ganga nánast allir hlutir þar á milli.283 er chevy vél.
Kveðja jeepcj7
05.12.2004 at 18:29 #510356Blessaður,ég er nærri viss um að skiptirinn sem er í gólfinu og fyllist oft af raka og skít er brunninn eða leiðsla í hann í sundur.
Kveðja jeepcj7
27.11.2004 at 10:56 #509304Sælir,í sambandi við gatadeilingu þá er stóra 5 gatadeilingin til í 8,8 undir 150 pickup og 150 econoline,
en það er kanski of breitt.
Wagoneer er með sama gatabil og jappinn í 6 götunum.
kveðja jeepcj7
14.11.2004 at 21:09 #508628Kvöldið ég er að leita að svona grip,ertu að selja þetta?
Hvaða verð er á þessum mæli ?
Hvaða svið hefur hitamælirinn ?
Hvaða stærð er mælirinn ?
Kveðja jeepcj7.
03.11.2004 at 23:05 #507772Heitir fyrirtæki þeirra Ljónsstaðabræðra,og það er linkur á þá á aðalsíðunni,neðarlega vinstra megin.
Kveðja jeepcj7.
31.10.2004 at 15:49 #194761Góðan daginn,mig langar að vita hvort þið snillingarnir
getið sagt mér hvað það er mikið mál að setja toyota v-6
bensín í dobblara sem er 2,4 efi.
Þarf að breyta mótorfestingum og mörgu öðru eða er þetta bara plug and play.
Ég miða náttúrulega við að fá allt víralúmm með 6unni.
Dobblarinn er 92 model og ég var að spá í 91 v-6.
Með fyrirfram þökk Hrólfur
24.10.2004 at 20:54 #194717Var að koma úr R.vík áðan á leiðinni á skagann og sá að það er komin í gagnið vigt rétt áður en maður kemur að Hvalfjarðargöngunum.
Að sjálfsögðu renndi ég á hana á pajeronum(langur,tdi,ssk)og við feðgarnir 3 um borð 2180 kg.
Þarna geta menn vigtað ferðahópinn á leiðinni á fjöll.
Kveðja jeepcj7
23.07.2004 at 18:42 #505010Júnni minn, náungi sem kallar sig cadman er að auglýsa lausnina fyrir þig 5.9 l cummins m. öllu á 199.000.
Plenty power og endalaust tog allt sem vantar í svona
trog eins og þú ekur.
Kveðja jeepcj7
08.06.2004 at 21:07 #503652Ég held að fyrstu vélarnar(2,25) hafi verið 64 hö svo 68 hö og í restina 70,5 hö alveg endalaust afl !
Með jeppa kveðjum.
jeepcj7
-
AuthorReplies