You are here: Home / Einar Ingi Hermannsson
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Sælir félagar
Því miður er þessi helgi algjörlega pökkuð hjá mér þannig að ég sé enga leið til að fara í burtu þessa helgi. Reyndar vissi ég ekki að það stæði til að fara um næstu helgi fyrr en í kvöld og finnst það svolítið skrítið þar sem ég á nú að heita í stikunefndinni. En það þýðir víst ekkert að gráta Björn bónda heldur safna liði og vona að það hitti betur á í næsta skipti. En staurasleggju get ég lánað ef þess er óskað þannig að það sé þó minnsta kosti fulltrúi frá mér í ferðinni.
Kv. Einar Ingi
Sælir félagar
Ég þarf að tilkynna forföll á laugardaginn og þar með kóarann líka. Það kom svolítið babb í bátinn sem ekkert er við að gera en það stendur vonandi betur á í næsta skipti.
Ég get hinsvegar lánað staurasleggjuna ef á þarf að halda.
Kv. Einar
Sælir félagar
Ég kem með og reikna með að fara upp úr Bárðardal. Verð mögulega með einn aukamann með mér og staurasleggju að auki.
Kv. Einar
A 820
Já að sjálfsögðu mætir maður. Þarf að bæta fyrir slaka mætingu í vetur.