You are here: Home / Jakob Bergvin Bjarnason
![]() |
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
|||
Menu |
Sælir
Ég hef dálitla reynslu af notkun á annarsvegar Baofeng uv5r og hinsvegar Standard horizon handstöðvum á afmörkuðu landsvæði og inná einkarás sem er á ca. 10-12mhz hærri tíðni en 4×4 rásirnar.
Fyrst voru standard stöðvarnar keyptar og svo baofeng stöðvarnar. Það sem kom mér mest á óvart var að baofeng stöðvarnar eru að virka talsvert betur en hinar. Bæði eru þær skýrari og draga lengra.
Það getur verið að þetta orsakist af því að tíðnin henti loftnetunum á baofeng stöðvunum betur, en mér fannst þetta samt skrítið.
Jújú ferðin gekk ágætlega, ég skemmti mér mjög vel allavega.
það gekk mjög vel upp eftir, þá var farið frá hrauneyjafossstíflu og var auðfarið þá leið. Til baka var farið dyngjuleið og lentu menn í smá brasi þar og voru einhverjar festur og bilanir.
Mér gekk allavega vel, enda á vandaðri Suzuki bifreið!
kv. Jakob B.
Suzuki Vitara 32" "D9"
Eru menn almennt að tengja kastara bara gegnum park í jeppum?
Hvað gera menn þá fyrir skoðun? eru skoðunarmenn kannski ekkert alltaf að prófa kastara?
Ég myndi helst fara í 2L Suzuki mótorinn úr grand vitara. Hann er ekki sá kraftmesti, en þú ert hvort eð er ekkert að fara að setja neitt mikið öflugri mótor í þennan bíl nema skipta út öllum drifbúnaði og þá ertu líka kominn með þyngri bíl.
Þessi vél er dálítið sprækari en orginal vélin, togar slatta meira, einfalt að koma henni fyrir og hún er ekki þung.
V6 mótorinn er orðinn meira vesen sökum plássleysis.