Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.09.2013 at 14:45 #379095
Góðan daginn,
mér skilst að þau hafi ekki verið afturkölluð enn, heldur ætli Sigurður Ingi að leggja frumvarpið fyrir haustþing. Þá er þetta ekki orðið að veruleika en líkurnar eru örugglega meiri en minni. En eins og ráðherra segir ……….. Í fréttatilkynningu frá umhverfisráðuneytinu segir að ráðherra hafi ákveðið að leggja fram frumvarp á Alþingi þegar þing kemur saman í haust með tillögu um að fella úr gildi hin nýju náttúruverndarlög sem annars tækju gildi 1. apríl 2014. Verði það frumvarp samþykkt á Alþingi verður í raun engin breyting heldur munu núgildandi náttúruverndarlög nr. 44/1999 halda áfram gildi sínu. Hyggst ráðherra jafnframt fela umhverfis- og auðlindaráðuneytinu að hefja endurskoðun á náttúruverndarlögunum með það að markmiði að styrkja stöðu náttúruverndar og ná um þau sátt.
Annars er hér linkur á góða grein vors Sveinbjarnar um tilvonandi afturköllun og endurskoðun.
Kveðja Hjörtur SS
21.09.2013 at 21:29 #226578Góðan daginn,
á ekki einhver bílaflutningavagn sem sá hinn sami er til í að lána mér í 3 – 4 daga. Er með Patrol grind á hjólum og kram sem ég þarf að koma í sandblástur upp á Esjumela.
Með fyrirfram þökk Hjörtur og JAKINN.is sem er í síma 8951961.
21.09.2013 at 20:07 #226577Góðan daginn,
á eitt dekk á felgu 37″ Good Year Wrangler Military á 16,5″ hárri felgu hvítri Spoke Felgu með gömlu 8 gata deilingunni. Það kom einu sinni maður með honum Magnum í skúrinn til mín og ég var eitthvað að vandræðast með dekkið. Nú honum leist vel á og sgði ég að hann mætti eiga það, en man ekki hver þetta var nú í dag. Dekkið er töluvert slitið en samt svolítið eftir af munstri sem sagt fínt vara dekk. Ef einhver vill dekkið og felguna þá er það guðvel komið. Ef eingum líst á mun ég kasta því.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
20.09.2013 at 01:41 #226573Góðan daginn,
ég tók eina og eina mynd á sýningunni sem ég er loks búinn að gera sýnilegar.
Látið fara vel um ykkur hallið ykkur vel aftur og byrjið að skoða HÉRNA
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
20.09.2013 at 01:21 #378888Góðan daginn,
ég tók eina og eina mynd á sýningunni sem ég er loks búinn að gera sýnilegar.
Látið fara vel um ykkur hallið ykkur vel aftur og byrjið að skoða HÉRNA
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
18.09.2013 at 22:58 #378980Þetta er sennilega málið !!
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
18.09.2013 at 21:13 #378990Kerlingafjalla bændur virðast hafa farið í Setrið í dag og segja að allt sé í lukkunar standi. Sjá hér á feisbókinni
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
17.09.2013 at 23:58 #379006Nú vantar Like hnappinn !!!!
Kveðja Hjörtur og JAKINN:is
14.09.2013 at 21:20 #378887Góðan daginn,
það er búið að vera svo gaman þarna í Fífunni og svo mikið að sjá. Maður lifandi, menn hafa sko ekki verið með hendur í skauti sér í skúrunum. Ég væri sko til í svona sýningu á hverju ári !!!! Þarna er margt konfektið !!!
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
14.09.2013 at 21:18 #378937Góðan daginn,
það er búið að vera svo gaman þarna í Fífunni og svo mikið að sjá. Maður lifandi, menn hafa sko ekki verið með hendur í skauti sér í skúrunum. Ég væri sko til í svona sýningu á hverju ári !!!! Þarna er margt konfektið !!!
Kveðja Hjörtur og JAKINN:is
12.09.2013 at 02:48 #378922Góðan daginn Stjáni,
er ekki bara þessi hefðbundna deiling sem var á öllum hásingum hér áður. Ef svo er þá átt þú að fá 16″ felgur alveg örugglega. Cevrolettinn og Dodginn eru enn með þá deilingu og eru margir komnir á 16″ felgur.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
04.09.2013 at 08:19 #378751Góðan daginn,
já Óli þetta með fjöldann er umhugsunarvert og brýn þörf á einhverskonar aðgerðum. Geri mér sjálfur ekki grein ja alla vega svona í fljótu bragði hvað klúbburinn gæti gert. Ég sjálfur reyndi aðeins fyrir þessa ferð að fá styrk hjá fyrirtæki til bensínkaupa fyrir þá sem að umhverfis ferðum standa en fékk engin svör. Sökum annarra ástæðna er ekki gott að sækja mikið um styrki núna á þessum tíma punkti en ætla að huga að því síðar. En það er allt önnur Ella.
Nú stikuferðin gekk ljómandi vel sem má þakka í fyrsta lagi duglegum og samstilltum hópi fólks. Fólki sem bera hagsmuni klúbbsins sér fyrir brjósti. Fólki sem lætur ýmissa kvilla ekki stoppa sig né þann hamagang sem veðrið getur boðið upp á og hafi allir sem mættu allar mínar þakkir.
Kveðja Hjörtur SS
Kem svo með myndir um helgina
30.08.2013 at 09:40 #767201[b:1ti30eg8][i:1ti30eg8][u:1ti30eg8][color=#FF0000:1ti30eg8]Þið eruð meðetta !![/color:1ti30eg8][/u:1ti30eg8][/i:1ti30eg8][/b:1ti30eg8]
30.08.2013 at 09:34 #378747Góðan daginn,
spáin er bara nokkuð góð fyrir okkur á morgun laugardag vestlæg átt og sól. Sverrir ég reikna með að fara úr bænum um kl 18:00 frá stöðinni í dag föstudag og jafnvel fá mér kvöldmat á Selfossi. Fyrir þá sem ætla að mæta á laugardagsmorgun þá annað hvort komið þið bara upp að Áfangagili 64°06,064 N og 19°34,518 V nú eða við vegamótin þar sem við byrjum í 64°06,105 N og 19°37,39 V það eru ekki nema 4 kílómetrar á milli þessara staða. En meiningin er að byrja um kl 09:00.
Guðmundur Geir taktu eftir ég ætla að byrja norðan megin !!Kveðja Hjörtur SS
27.08.2013 at 22:44 #378739Góðan daginn,
mér sýndist spáin eitthvað vera að skána fyrir okkur. Sennilega verður hann hvass á föstudagskvöldinu og kannski eitthvað fram á laugardagsmorgun síðan sýndist hann ætlað að lægja fljótt á laugardeginum. En það er annað sem ég er að spökulera í maður má nú spökulera Sennilega vantar eitthvað af heftibyssum ef einhver á og vill lána okkur um helgina.Hér eru myndir frá stikuferðinni frá í fyrra eða 2012
27.08.2013 at 00:56 #378738Góðan daginn,
vert þú ævinlega velkominn Olgeir.
Nú reynir á hvort félagar eru menn eða mýs og spáð er hálfgerðum rudda ég ætla að harka af mér alla vega. Norð vestan 15 metrum framan af á laugardeginum, á svo að ganga niður um kvöldið of svo á sunnudagurinn að vera góður. Reyndar eiga báðir dagarnir að vera góði með tilliti til þess að engin úrkoma á að vera. En allavega á ég góð hlífðarföt sem ég mun nota og eitthvað af jöxlum er ég með enn sem hægt er að bíta í. Munið bara að taka nægtin öll af hlífðarfatnaði og lopa peisum, og ekki má gleyma eyrnatöppum þeir eru nauðsynlegir þegar margir deila sama rými til svefns.Kveðja Hjörtur SS
26.08.2013 at 00:31 #378736Góðan daginn,
seinni umferð af málningu var sett á stikurnar í dag sunnudag 25.
Samkvæmt langtíma spá á að snúast í norðan átt komandi stikuhelgi og hætta að rigna, sem er gott.
Þannig að það stefnir í ákjósanlegasta veður.
Kveðja Hjörtur SS
25.08.2013 at 01:49 #378732Góðan daginn,
málningarvinnan gekk vonum framar, stikur voru málaðar og einnig var úðað F4x4 á margar stikur. Svo fengum við okkur næringu bæði fast og fljótandi. Gekk starfið mjög fljótt og vel fyrir sig því þarna voru að störfum trukkar.
Ég er mjög ánægður með daginn og vonast til að aðstoðarfólkið sé það líka. Takk kærlega fyri rmig.
Kveðja Hjörtur SS
24.08.2013 at 01:24 #378730Vert þú velkominn Ómar,
góður gestur er alltaf velkominn.
Þetta verður einvala lið sem mætir á morgun og það veit ég að við munum massa þetta í tætlur.
Kveðja Hjörtur SS
23.08.2013 at 20:12 #378728Slæmt var það,
en vonandi er það ekki alvarlegt og grær fljótt og vel.
Kveðja Hjörtur SS
-
AuthorReplies