You are here: Home / Hjörtur Sævar Steinason
FERÐAKLÚBBURINN 4X4 |
||||
Menu |
Gleðilega hátíð gott og farsælt komandi ár á fjöllum.Megi framtíðin vera okkur björt (og hvít) með þökk fyrir þau liðnu.
Kær kveðja Hjörtur og JAKINN.
Sæll Wolf,
þú ættir að tala við vinnufélaga minn sem nýverið seldi svona bíl ekinn ríflega 400 þúsund km. Mig mynnir að honum hafi bara verið ekið. Annars gæti verið gott að skipta um hráolíusíu eða hleypa niður úr síuglasinu en það er fest á hvalbakinn frekar bílstjóra meginn, þá gæti gangurinn lagast. Síminn hjá honum er 8919365 eða vinnusími 5668200.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
Sæll Einar,
mín reinsla er sú að loftpúðar þurfa mikið meira pláss heldur en gormar. Ef það er ekki pláss fyrir gorma þá er ekki pláss fyrir púða, sérstaklega ekki að framan því þar eru fleiri þættir að taka tillit til. Drifkúla, stýrisendar, stýrisarmur, demparar og jafnvel eitthvað fleira.Ég var með gorma hjá mér að framan (reyndar fyrst fjaðrir) en setti svo loftpúða, jú það gekk fyrir rest en það þurfti ýmsar pælingar skera þarna, skera hér, skera meira þarna svo aftur meira og skera svo meira hér, breyta stýrisarminum og breyta honum svo aftur, skera svo af drifkúlunni, skera svo meira af henni og svo enn meira, sprengja svo púða líka. En það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Kveðja Hjörtur og JAKINN.
Hérna er uppskrift af því sem þú átt að fá þér.
Landcr. millilangur með plasttopp árg-’89 rauður með hvítan topp. 2,4 disel, 38", beinskipt,ARB framan og aftan,Intercooler, 2 3/4" púst. GPS,CB,NMT,fartölva.
Landkrúserinn hefur elst vel.
Gamlir bílar verða oft dýrari þegar upp er staðið.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.