Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
23.04.2003 at 10:44 #472532
Sælir strákar,
ja ljótt er ef satt er, ég veit ekki hvort að er við Bílanaust að sakast né veit ég við hvern, en ég gæti nú trúað að það muni vera svolítið erfitt oft á tíðum að finna út hvaða varahlutur á að vera í viðkomandi bíl. Þeir eru með úrval fyrir nánast hvaða bíl sem er og svo eru framleiðendur að breita hlutonum oft á miðju ári og stundum tvisvar, og þetta er nú ekki allt á hreinu í þessum bókum hjá þeim hefur mér fundist. Þess vegna ef það er eitthvað vafaatriði þá er ágætt að kaupa báða hlutina og skila svo þeim sem ekki passar. Nú verðin eru alltaf mismunadi ég hef ekki fundið að Bíanaust sé með hærri verð nema síður sé, annars kannar maður oft verðmun á milli fyrirtækja og fer þangað þar sem það er ódýrast.Kveðja Hjörtur og jakinn.
20.04.2003 at 13:22 #472612Sæll A-714,
Ég keipti einu sinni skeljar (kanntar sem ekki er búið að steipa festiflauið á) sem áttu að fara undir Dodge Ram og svo steipti ég nýtt flau á þá og gat þá formað þá að vild en þeir voru settir á Skout Jeppa og kom mjög vel út.
Kveðja Hjörtur og jakinn.
24.03.2003 at 22:56 #470756Sælir Strákar,
ég var með 10 lítra kút hjá mér og York dælu var með loftþrisinginn í 8 börum á 44" dekkjum og pumpaði í dekkin látlaust hvert á fætur öðru á um það bil 12 mínótum.
Eitt skiftið man ég eftir að kunningi minn á 44" dekkjum fór inn á lögnina hjá mér þannig það var pumpað í tvo ganga í einu alveg áreinslulaust á að mig minnir svipuðum tíma.
Ég keyrði á þessum dekkjum í ca 18 pundum.
Kveðja Hjörtur og jakinn.
23.03.2003 at 14:13 #471350Sæll Lalli,
ég hef nú aldrei skilið þessa feimni með tíðnirnar á bak við
rásirnar en tíðnin á bak við rás 52 er Rx 153.175 og svo er talað um einhvern sítón sem er 110.9Hz sem ég veit nú ekki hvaða tilgangi þjónar.
Kveðja Hjörtur og jakinn.
17.03.2003 at 19:02 #470904HEIR!HEIR!
Kveðja.
10.03.2003 at 14:02 #470248Sæll Halldór,
ég á dana 44 hásingar undan Scout.
Kveðja Hjörtur og jakinn. s-8951961.
05.03.2003 at 17:45 #470000Sæll Brynjar,
ég á gírkassa úr Scout T-19 með millistykki og kúpligshúsi fyrir GM var með kassann við 350 og svo 6,5 mjög lár fyrsti gír og bakkgírinn enn lærri 4 gíra og allir sincrónaðir einnig er á þessu dana 20 millikassi. Allar legur eru nýjar i gírkassanum.
Kveðja Hjörtur og jakinn. 8951961.
03.03.2003 at 10:19 #469788Sæll Theodor,
athugaðu vel þetta með spindlana, þetta var að stríða mér það sem bjargaði mér frá veseni var að ég hitti Elvar son hans Ægis sem sagði mér að setja 5 millimetra skinnu með gorminum á efri spindilinn hjá mér auka spennuna á gorminn ég var reyndar með dana 60 hásingu, gerðum við þetta og steinhætti hann þessu hjá mér. Sagði að þeir gerðu þetta mikið oft strax í byrjun.
Kveðja Hjörtur og jakinn.
26.02.2003 at 11:05 #469374Sæll Friðgeir,
ég fór á Langjökul síðustu helgi og var alveg hægt að sneiða hjá krapapittunum sem leindust niðri á láglendi en þegar nær jöklinum kom frá Húsafelli fór færðin að þyngjast og þegar við komum upp í fyrstu brekkunar þýddi ekkert fyrir "38 bílana að reyna sig, mjakaðist ef "44 bílarnir voru fyrstir. Og voru 18 kílómetrar í Þursaborgirnar þar sem við snerum við.
Þannig að þú mátt búast við erfiðu færi.
Kveðja Hjörtur og jakinn.
22.02.2003 at 21:39 #469074Var búinn að setja þessa sögu áður en góð vísa er ekki of oft kveðinn.
Einu sinni lét ég skipta um drif hjá mér og stilla drif, að vori eftir að hásin hafði sungið í tvennt hjá mér en þar sem það var í framhásingu tók ég lokurnar af og setti þær ekki á aftur. Líður fram á sumar þegar loftlás gefur sig í afturhásingu hjá mér og set ég keisingu í staðinn og læt sömu aðila stilla inn drifið hjá mér. Er þetta á þriðjudegi fyrir verslunamanna helgi, á fimmtudeginum fer ég áleiðis á Neskaupstað, er ég nálgast Klaustur fer ég að heyra smá högg og grunar mig strax hvað er, en klukkan er orðin margt og ákveðið var að gista þar sem og við gerðum og áhvað ég að sjá hvað ég kæmist langt daginn eftir. Þegar við erum kominn austur að Breiðamerkurlóni er djöfulgangurinn orðinn það mikill að ég stoppa þar, tek lokið aftan af drifinu og voru nokkrar tennur úr kambnum niðri í botninum, hreinsa úr mesta mulninginn og áhveð að reyna að komast að næsta bóndabæ því ég var ekki með tjakk. Reyni svo að koma mér af stað en það var ekki auðvelt þar sem alltaf hjó í skemdina og bremsaði með látum en með smá djöfulskap og blótsyrðum komumst við af stað og hefði ég viljað vita hvað þeir hugsuðu útlendingarnir sem voru að missa augun er þeir mændu á eftir mér og er ég viss um að þeir heyrðu í mér alla leiðina að bænum en þangað var töluverður spölur. Sem betur fer var bóndinn heima og vel búinn af verkfærum og tjakk og dró ég út öxla tók út keisinguna og kambinn af og setti svo saman aftur og skyldi nú ekið á framdrifinu einu saman það sem eftir væri ferðar. "Hafði ég ekki sett lokurnar á frá því um vorið" En Adam var ekki lengi í paradís þegar ég var kominn 40 km austur fyrir Höfn þá var framdrifið farið hjá mér!%$#"=&%$#"!¨"#$%&//&%$ Var JAKINN skilinn þar eftir alla helgina, sem betur fer komst ég að bóndabæ þar sem hann var hultur. Og var mér svo sagt af þessum snillingum að framhásingin (ný notuð sett undir um vorið)hefði verið orðin léleg pinjónsslífin hefði verið laus og með afturdrifið það væri alltaf vont að stilla inn notuð drif. Tómt helvítis kjaftæði!! Alla vegana settu þeir þau saman án þess að minnast á nokkurn skapaðan hlut við mig fyrr en eftirá. Því segi ég EKKI HORFA Á EFTIR EINHVERJUM ÞÚSUNDKALLI ÞAÐ GÆTI REYNST DÝRT SPAUG.
Ég veit að Ljónsaðabræður eru góðir.
Með kærri kveðju Hjörtur og JAKINN.
22.02.2003 at 00:21 #469040Sælir Strákar,
ég var með loftpúðafjöðrun hjá mér, og ég sá svona stundum eftir því að hafa sett hana í bílinn. Það var að leka loftlögn að púða svo lak önnur og koll af kolli stundum, rofi lak hjá mér og visegrip var sett á lognina. Svo þegar keyrt var í klaka þá var maður með hjartað í buxonum og svo að milja vel frá þeim allan ís, það þarf að hugsa um gott pláss í kringum þá ca 5 cm allan hringinn. Ég segi Loftpúðafjöðrun er bara ein tegund af fjöðrun, af hverju er hún betri, kannski á ég eftir að smíða þessa tegund af fjöðrun hjá mér aftur að aftan hver veit alla vegana hugsa það vel og vandlega.
Kveðja Hjörtur og jakinn.
21.02.2003 at 12:23 #468942Sælir Strákar,
þarna er búið að nefna þrjá aðila hvern öðrum betri, það er ekki hægt að gera á milli þeira. Þeir hafa gert allir sitt-hvort viðvikið fyrir mig, hef góða sögu af þeim öllum.
Nú þyrfti bara að finna fjórða aðilann þannig að það væri hægt að skipta verkinu á milli þeirra.
Kveðja Hjörtur og jakinn.
20.02.2003 at 18:43 #468822Sælir strákar,
ég var með K&N síu hjá mér og kannast mjög vel við þetta túrbínuhljóð sem vandist nú eiginlega ekki, en var alltaf að spá í að henda henni bæði út af því að ég las það á síðu í bandaríkjunum að það væri ?ekki gott að vera með þessar síur í miklu riki? og eins vegna hávaðans frá túrbínunni.
Kveðja Hjörtur og jakinn.
18.02.2003 at 23:49 #468796Sælir strákar,
eg hef nú margoft notað svona spotta og aldrei slitið en lent í því rífa úr stuðara og hitt skiptið brotnaði hörpulásinn með þeim afleiðingum að spottinn með stykkjunum fór í bæði skiptin í hlerann hjá þeim sem var að draga. En eins og Eiríkur segir þá keyrir maður í spottann finnur ekki fyrir neinu stopar kíkir út þá sígur hinn bílinn oft uppúr festunni, þá er spottinn í fullri vinnslu þó maður sé stopp, ef maður hefur vit á því að vera á bremsunni.
Kveðja Hjörtur og jakinn.
17.02.2003 at 11:12 #468660Sælir strákar,
er einhver munur á milli dekkjastærða eða hvað þungir bílarnir eru ? Ég heyrði einu sinni að 44" hefði ekki reynst vel undir 3 – 3,5 tonna bíl, hefðu verið ónýt eftir eitt ár og ekki búið að hleypa úr þeim ? Vitið þið eitthvað um það eða var þetta eitthvað einstakt tilfelli?
Kveða Hjörtur og jakinn.
13.02.2003 at 14:37 #465734Sællir strákar,
taliði við vörubílapartasalana eða ef þið komist í gamlan vörubíl þá eru fullt af loftkútum þar í ýmsum stærðum.
Kveðja Hjörtur og jakinn.
02.02.2003 at 00:56 #467528Sæll Ágúst aftur,
nú maður metur ástand feitinnar svolítið áður en maður tekur ákvörðun um hvort maður fer með tannburstan í leguna eður ei. Það er ekki ólíklegt að þess þurfi ef að það er langt síðan þetta hefur verið hreyft.
Kveðja Hjörtur og jakinn.
01.02.2003 at 12:56 #467520Sæll Ágúst,
ég man nú ekki hvað hún heitir feitin sem ég er að nota en ég hef líka keyft góða feiti í SKF þeir vita hvað á að nota legusalarnir. Nú ég hef venjulega athugað með ástand leganna á haustin fyrir veturinn og iðulega skift um feiti, eins ef ég hef verið í miklu vatnssulli þá kíki ég á þær.
Kveðja Hjörtur og jakinn.
23.01.2003 at 23:42 #466870Talaðu við Kjartan, Bílaverkstæði Guðvarðar og Kjartans uppí mosó s 5666257. Hann þekkir þessa bíla mjög vel ég held að þar sé einn 38" breittur til sölu.
Kveðja Hjörtur og jakinn.
23.01.2003 at 22:59 #466894Sæll Jónas,
ET, Einar & Tryggvi er trukkaverslun og skoðunar stofa þar við nánar til tekið Klettagörðum 11. Það er staðsett rétt hjá Eimskip eða við Viðeyjarferjuna. Það er alveg rétt hjá Inga að það eru góðar fóðringar.
Kveðja Hjörtur og jakinn.
-
AuthorReplies