Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
25.11.2003 at 18:39 #481362
Góðann daginn,
ég sem vandaði mig svo ætlaði sko ekki að gleyma neinu, það var ekki meiningin að fara dult með verðið og það er endanlegt.
Í dana 60 kostar læsingin 140.000.-
Í ISUZU kostar læsingin 150.000.-
Kveðja Hjörtur og JAKINN s-8951961.
25.11.2003 at 00:59 #193225Góðan daginn,
Ég er að leita að mönnum sem vantar Driflása !!!!!
Annars vegar í dana 60 og hins vegar í afturhásingu á nýja GM Silverrado eða GMC Sierra ´2001……………. (sami bíllinn) en í því tilfelli er um að ræða hásingu sem er eitthvað ÍSUZU blönduð og ekkert til í hana.
Þetta eru læsingar smíðaðar í KM stál Bíldshöfða 16 (Kári) og ætla ég að leyfa mér að segja að þær séu smíðaðar úr sterkara efni, eru loftknúnar, í færri stykkjum, og betur smíðaðar en ARB allavega að því leiti, ?takið eftir? ef loftið fer af kerfinu er samt hægt að setja hana á og taka af.
Og það sem helst er að nefna, þær eru ?ÍSLENSKAR? þ.e.a.s. smíðaðar hérlendis.
Ég þarf að finna einhverja tvo með mér í hvora hásingu, þeir smíða lágmark þrjár læsingar í einu.
Þess má geta að hann Kári á læsingar í fleiri gerðir bíla.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
23.11.2003 at 02:30 #481204Góðan daginn,
ég hef nú nokkrum sinnum fengið hringingu út af auglýsingum sem að voru orðnar talsvert gamlar nokkrar, svo ég held að menn skoði safnið svolítið.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
20.11.2003 at 14:37 #481060Góðan daginn,
hvernig væri að hafa annað albúm fyrir söluvöru ýmsa þar sem að svona lagað á heima!! Sem að eins og margt sinnis hefur verið ritað "héngi inni 10 daga eða svo eyddist þá sjálfkrafa", þá er hiklaust hægt að henda drasli ef mönnum sýnist svo.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
20.11.2003 at 01:30 #481042Góðan daginn,
mikið er ég sammála Snorra og Stebba, eins finnst mér að menn megi vanda valið svolítið hvað þeir setja í myndaalbúmið, það er ekkert gaman að skoða mynd af Ólavíu sleikja sleikjó við sjoppuna áður enn farið er í ferð. Eins er ekkert gaman að skoða margar myndir af Óliver að spóla í sama litla skaflinum á Pajeró eða Toyota bílnum sínum eða eitthvað þess háttar.
Það má vera að viðkomandi aðilum fynnist mikið til koma þá eiga sömu aðilar að gera heimasíðu og hafa allt svona drasl þar.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
20.11.2003 at 01:12 #481024Góðan daginn,
ég ætti reyndar að segja kvöldið því maður skrifar oftast á kvöldin, en það er sama sagan hér engin mynd opnast. Tæplega er álag á þessum tíma.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
13.11.2003 at 01:19 #480356Góðan daginn,
það var spurt að því hér fyrir ofan hvernig væri athugað með stýrisenda ? Þú tjakkar bílinn upp ef þú lyftir honum öðru megin þá ferð þú á það hjól sem er uppi skakar því til lárétt (hægri/vinstri) og þá sérðu hvort slit sé í stýrisendanum eða finnur. Nú það er gott að athuga með slag í legum í leiðinni nema þá er hreifingin lóðrétt (upp/niður).
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
13.11.2003 at 01:05 #480374Góðan daginn,
það er ágætt ef þú ert ekki klár á GPS tæki að kaupa eins tæki og vinirnir þá er auðveldara að læra á það. Skoðaðu vel hvað þú gerir í Talstöðvarmálum, allavegana ef þú ferð í CB ekki kaupa hana nýja þær eru svo víða til og jafnvel gefins.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
11.11.2003 at 01:06 #480206Góðan daginn,
vinur minn var einu sinni með bílvél í höndunum með mjög lága þjöppu, hann tók kertin úr hellti Redex inn á mótorinn sneri vélinn aðeins, lét redexið standa í eina viku sneri mótornum jafnt og þétt alla vikuna og hann var eins og nýr. Nei, nei án gríns þá var helvítið nánast eins og nýr!!
En svo hef ég látið bensín vél ganga svona í hálftíma með sjálfskipivökva á og skipt svo út, þá var ástæðan að olían var eins og tjara.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
08.11.2003 at 12:33 #479858Góðan daginn,
þjófur hér og þjófur þar, maður má nú ekki hætta að lifa þó að séu þjófar hér og þar.
Mér fynnst hugmyndin mjög góð.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
07.11.2003 at 00:30 #478568Góðan daginn,
eins og ég hef áður sagt þá er ég að kaupa Siverado og 49" dekk. Ég ætlaði að setja hásingu undir hann að framan en eftir svona umræður fer maður að efast um réttmæti þess !!
Eða hvað haldið þið nú snillingar og aðrir um það ??
Reyndar er meining með að kaupa Tölvukubb sem eykur aflið um 158 hp.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
01.11.2003 at 15:06 #479534Góðan daginn,
í þessari ferð fer nokkrum sinnum í bílnum það sem þeir kalla "lovbandið", það réttara sagt brennur. Mér leikur forvitni á að vita hvað er þetta "lovband" sem þeir kalla?
Á mánudagsfundinum í nóvember? Hvar, hvenær nákvæmlega ?
Ég er ekkert viss sjálfur.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
30.10.2003 at 10:47 #479370Góðan daginn,
ég var nú bara að heyra það í gær að það er hægt að kaupa hina ýmsu mæla á eBay. Hann nefndi tegundina "autometer" og fer held ég inn með hana, og verðið á að vera þokkalegt, ég er bara ekkert búinn að kynna mér þetta.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
24.10.2003 at 00:34 #478360Góðan daginn,
ég hef heyrt að í afturhásingunni sé 11,5" kambur eitthvað ISUZU dæmi sem ég ekki kynnt mér neitt, nú að framan verður Dana 60 undan Dodge 250 ´85 þar eru góðar legur og langt á milli þeirra. Mér skilst að Ljónstaðabræður geti útvegað 1:4,88 hlutfall sem er víst það eina sem er í boði allavegana í afturdrifið og er ábyggilega nógu gott.
Nú það hafa verið uppi pælingar með að lengja frambrettin og húddið, ég veit ekki hvað ég geri með grindina eða yfirleitt það verður barasta að koma í ljós, þegar maður er með bæði bíl og dekk í höndunum.
TrXus dekkin eru að koma vel út í snjó þannig að það er nú ekki útséð með það, svo ætla ég að vona að Silveradoinn sé ekki venjulegur bíll.
Úrvalið er ekki mikið hvað felgustærð varðar, 16,5", 17" og 20" en ég held nú að 17" sé ekki slæm á þessum belg, allavegana segja gárungarnir að 16,5" felgan sé slæmur kostur svo kónisk og vont að koma kannt á þær.
Nú það getur verið ágætt með 17" felgustærð þá er kannski hægt að hleypa þeim innar og yfir bremsudælur.
Nú með gúmígjaldið veit ég ekkert um maður verður bara að taka því með reisn, ég segi nú bara eins og kerlingin um árið "Peningar það er eitt af því sem mig hefur aldrei skort".
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
23.10.2003 at 13:09 #478344Góðan daginn,
jæja vinir það er ekki aftur snúið 49" skal það vera.
Ég sá þessi dekk í FOUR WHEELER á 450$.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
23.10.2003 at 01:02 #478382Góðan daginn,
ég á nýja Koni dempara sem ég var með loftpúðum undir JAKANUM. Man ekki hvað þeir heita en ég get grenslast fyrir um það á morgun, þetta eru demparar sem að Kjartan á GK bílaverkstæðinu upp í Mosfellssveit ráðlagði mér að kaupa.
Kveðja Hjörtur og JAKINN s – 8951961.
22.10.2003 at 01:10 #193050Góðan daginn,
ég er aðeins að velta fyrir mér hvaða dekkjastærð maður þarf þegar bíllinn er 3 tonn óbreittur þá á eftir að setja hásingu undir að framan í staðinn fyrir klafasístem, og setja jafnvel aukatank og allt hitt x mikið af drasli ?
Ég er búinn að spá og spökulera í marga hringi, ég er að kaupa Silverado 2003 með Duramax og ætlaði að setja undir hann 49″ IROK, en það var maður sem að sagði að þarna væru of margir og dýrir póstar sem þyrfti að yfirstíga þessi bíll væri of dýr til þess, það þyrfti að mjókka grind svo maður fengi beyjuradíus einnig til að bíllinn yrði ekki of breiður færa stýrismaskínu framar og margt fleira. Ég veit ekki hvað ég á að segja þessi maður sneri mér eiginlega, því ég veit að hann hefur talsvert vit á jeppum og jeppabreitingum.
Sögðu menn ekki annars það sama við hverja dekkjastærð sem stækkaði. Svo veit maður ekki hvernig þessi dekk fletjast eða haga sér yfirleitt.
Kær kveðja Hjörtur og JAKINN.
02.10.2003 at 19:58 #477324Sæll Latur,
ég lýsti þessu aðeins [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=1838:1wi309t0]hérna[/url:1wi309t0]. Þessi aðferð er vænlegust finnst, engin skrúfugöt ekkert vesen og ekkert ryð.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
01.10.2003 at 13:54 #477210Sæll Ingvar,
ég veit nú ekki hvað er best það er nú alltaf svoldið misjafnt hvað mönnum finnst um það. Menn eru farnir að nota harðplast um 2 mm og forma það að vild með hitabissu, þetta er gott inn í innribretti og örugglega með grindinni líka, þetta er mjög létt og eins og áður segir mjög auðvelt að forma það. Þetta er frá plastviðgerðum Grétars í plötu formi og klippist niður að vild. Nú það nauðsenlegt að grunna alltaf í öll sár sem myndast og best að mála líka og tektyla svo yfir herlegheitin, epoxy grunnur er góður og betri er epoxy zink frá Slippfélaginu þetta eru herðis grunnar það er alltaf meira vesen í kringum þá, annars er líka góður RAUÐI ætis grunnurinn einnig frá Slippfélaginu það þarf ekki herðir í hann og mikið meðfærilegri. Nú með límingu hafa menn ýmist verið að nota Sika Flex 11fc eða Lím kítti frá Whurt, geri ekki upp á milli þeirra, en það er best að setja kíttið á vera svo tilbúinn með límhitabyssu og setja nokkra punkta með og setja svo kanntinn á þá tollir hann á eftir nokkrar sekúndur, en það verður að vera búið að máta hann og setja hann svo á nákvæmlega á sinn stað þá þarf engar vise grip tangir eða þvingur eða neitt vesen. Þú keyrir út um leið og allir kanntanir eru komnir á.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
30.09.2003 at 00:35 #477096Góðan daginn Slóðríkur,
eitt er ég að spá í eftir að hafa lesið þennan pistil þinn, að olíukálfur sem nýkominn er úr Stór skveringu og bilaði líka fyrir ári að þá held ég að þú megir ekki leita að olíukálf sem ekki sé í fullkomnu lagi. Þessir menn sem hafa staðið að þessum viðgerðum eru algjörlega vonlausir.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.
-
AuthorReplies