Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
27.08.2014 at 00:13 #771215
Ekki er nógu gott að það sé ekki hægt að bæta inn í textan sinn athugasemd, meira að segja mjög bagalegt.
En best er að skrá sig bara hér inn á spjallið og nefna fjölda svo ég geti keyft nægilega mikið magn af RAUÐVÍNI 😉
Kveðja Hjörtur SS
26.08.2014 at 23:39 #771213Góðan daginn,
eins og fram hefur komið erum við í Umhverfisnefndinni að standa fyrir stikuferð. Eins og sjá má á korti hér fyrir neðan erum við að fara að stika frá Sátubarni á Fjallabak yfir Pokahrygg og Reykjadal í gegnum Hrafntinnuhraun að Höskuldsskála við Hrafntinnusker, svo frá Reykjadal að Dalakofa. Einnig er meiningin að stika frá Dalakofa að Keldum og svo sunnan við Rauðfossafjöll suður undir Sléttafell og svo vestur að Mundafellsháls. Samtals um 42 kílómetrar.
Nú er verið að athuga með gistingu en Dalakofinn, Hellirinn og Hungurfitin eru upptekin. Er verið að athuga eitt og annað og þá kannski helst Áfangagil sama stað og við gistum í fyrra. En hvar við gistum skiptir kannski ekki öllu svo fremi það sé ekki á Akureyri, þá gerum við þessa ferð eftirminnilega eins og alllllllar hinar
En meiningin er að fara austur á föstudagskvöld og byrja að stika kl 09:00 á laugardagsmorgni. Svo þegar við komum í náttstað á laugardagskvöld verður sameiginleg máltíð og eitthvað til að væta kverkarnar með. Nú ef verkefnið hefur ekki klárast á laugardeginum verður það klárað á sunnudeginum. En miðað við hvernig gekk í fyrra mun það klárast á laugadeginum, sem væri reyndar betra því það á að vera úrhellisrigning á sunnudeginum.
Ég verð með stikur, stikuhamra, endurskin og eitthvað af heftibyssum en gott væri að þeir sem eiga heftibyssu taki hana með. Félagsmenn þyrftu þá að taka með sér hlífðarföt og vettlinga.
Kveðja Hjörtur SS og Umhverfisnefnd.Viðhengi:
22.08.2014 at 17:31 #770906Góðan daginn,
Já það er rétt ég veitti því ekki eftirtekt. Ég held að þessi fyrirtæki geri þetta vitandi því það selur !!
Kveðja Hjörtur, SS og JAKINN.is
22.08.2014 at 09:48 #770901Góðan daginn,
gott hjá þér Hafliði, þeir eru búnir að breyta þessu hjá sér !!
Kveðja Hjörtur, SS og JAKINN.is
20.08.2014 at 10:18 #770855Góðan daginn,
var á facebook og þar er Benidikt Magnússon að segja „Flott hjá þessari nýju bílaleigu …. Þar getur maður leigt bíl sem er útbúinn til Utanvegaaksturs … Skildi þá vera meðfylgjandi aur til að borga sektina ?“
Svo ef maður fer á heimasíðu bílaleigunnar og setur inn slóðina á myndinni sem Magnús vísar í sem er þessi….. https://www.caritas.is/cars/?
Er ekki rétt að klúbburinn beiti sér einhvernveginn út af þessu !!
Kveðja Hjörtur SSViðhengi:
12.08.2014 at 12:12 #770559Góðan daginn,
er að fara í veiðiferð norður í Vatnsdalsánna og er að vandræðast er ekki með bíl ákkúrat í augnablikinu. Var að velta fyrir mér hvort einhver ætti ekki Jeppa sem sá hinn sami væri til í að lána mér frá fimmtudegi til sunnudags.
Með fyrirfram þökk !!!
Hjörtur og JAKINN.is
12.08.2014 at 04:28 #770552Góðan daginn,
komnar myndir af ferð okkar í Setrið 8 – 10 ágúst 2014.
Hér er slóðin á þær……… https://old.f4x4.is/myndasvaedi/umhverfi-seturssins-2014/?updated=true
Takk fyrir hjálpina !!
08.08.2014 at 03:24 #770374Góðan daginn,
hann hringdi í mig hann Hlynur sonur Ómars Wieth og bað mig að skrá 3 fyri sig og er það gott hjá honum. Þá fær hann alla vega mat en ekki þeir sem að EKKI skrá sig.
Kveðja Hjörtur SS
06.08.2014 at 01:57 #770336Góðan daginn,
er að gera þennan þráð sýnilegan því betra væri að fá einhvern með okkur þá þurfum við ekki að gera svo mikið sjálf. En ætlunin er að fara yfir svæðið og t.d. merkja aðkeyrslu vel með hvítum steinum einnig að skilgreina planið vel. Einnig að fara yfir leiktæki og laga ef þörf, svo eitthvað sé nefnt. Sérstaklega í ljósi þess að helgina á eftir verður afmælis hátíð í Setrinu og skemmtilegra að bjóða þangað fólki ef hreint og snyrtilegt er. Betra væri að ef einhver ætlar með að sá hinn sami tilkynni það hér svo hægt verði að reikna með viðkomandi í mat.
Kveðja Hjörtur SS
28.07.2014 at 00:25 #770184Fyrirgefið mér Skálanefndir,
ég var alls ekki að meina þetta eins og þið skiljið það réttileg svo sem. Nei alls ekki gera það. Ég er alls ekki að tala um vinnuframkvæmdirnar eða neitt þeim tengdum, fyrirgefið mér skilninginn sem fór á mis.
Það sem ég er að tala um er fara yfir leiktækin og bletta málningu ef þarf, raða steinum í kringum planið og bæta jafnvel við steinum og hvítmála. Eins í aðkeyrslunni eða brekkunni frá þrónni. Einig að raka planið og grjóthreinsa ef þarf, og fara yfir svæðið í heild sinni.
Ég var á hraðferð í dag þegar ég setti þetta hér á síðuna og hef í látunum eyðilagt myndir sem ég tók af svæðinu og sýndu nánar það sem ég er að meina. Þegar ég var að skoða myndirnar sem þú ert að vísa í núna áðan þá sé eg að þetta eru ekki þær myndir sem ég lagði upp með í upphafi. Ég nefnilega valdi myndirnar frá sem ég ætlaði að setja hér inn en fór svo í myndaalbúmið mitt til að velja fleiri myndir en hef þá í látunum eyðilagt myndirnar sem ég var búinn að velja fyrir án þess að takka eftir fyrr en nú. Og það sem verra er að ég virðist hafa eytt þeim endanlega
Kveðja Hjörtur SS
27.07.2014 at 14:30 #770149Góðan daginn,
við í Umhverfisnefndinni ætlum að fara í Setrið helgina 8 – 10 ágúst að snyrta og taka til. Þessi hugmynd varð til í einni vinnuferð í Setrið fyrir ári síðan, þá kom Árni Ómars að máli við mig og ýjaði að mér þessari humynd. Ræddum við að þar sem skálanefndin væri búin að vera svo dugleg þá væri þetta eitthvað sem myndi setja punktinn yfir iið. Gaman væri ef einhverjir myndu koma með og auka okkur leti.
Sjá myndir hér… https://old.f4x4.is/myndasvaedi/umhverfi-seturssins-2014/
Með fyrir fram þökk UmhverfisnefndViðhengi:
09.07.2014 at 19:00 #769926Góðan daginn,
ef vill þá eru nú til ryðfríar klemmur !!
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
24.06.2014 at 16:38 #769579Er ekki eitthvað fyrirtæki sem steipir rúður eftir máli ?? Var búinn að heira það. Þá grunar mig að sé ekkert mál að líma rúðuna í 4Runnerinn. Sagt án þess að vera búinn að skoða þetta neitt. Og þess vegna gæti það verið vitlaust hjá mér.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
04.06.2014 at 23:55 #769189Gódan daginn Sigurdur,
tú átt ad vera med allar upplýsingar um mína menn. Ef ekki tá tala ég vid tig sídar.
Kvedja Hjortur SS
04.06.2014 at 17:39 #769177Gódan daginn,
ég daud ofunda ykkur ad vera ad fara í landgradslu í svona gódu vedri. Spáin er 15º til 18ºc fram á sunnudag en svo er mánudagurinn eitthvad kaldari, en tad er nú bara betra svo madur nenni ad taka saman tjaldid. Ad stunda landgradslu er svo gefandi, ad sjá landid breitast fuglalífid blómgast og allt mikid bjartara tad gefur lífinu gildi. Yndisleikinn og fegurdin, allt verdur svo adladandi og fallegt. Fyrir utan ad fá fría gistingu alla helgina í svona gódu vedri tad aetti naeg hvatning til ad byrja útilegu sumarid. Svo endilega forum í landgradslu og komum brosandi heim, tad er svo yndislegt. Ég hvet alla sem vetlingi geta valdid og drífa sig af stad.
Kvedja langt ad Hjortur og JAKINN.is
21.05.2014 at 20:50 #768720Góðan daginn,
þakka innilega fyrir mig.
Hér er slóð á meiri fréttir úr ferðinni…… http://www.jakinn.is/?album=ferd-med-einstok-born-17-mai
Kveðja Hjörtur og JAKINN.isViðhengi:
12.05.2014 at 19:04 #768281Góðan daginn,
Ekki finnst mér þáttakan vera góð hjá félagsmönnum í þessa ferð og er það miður. En Sturla Þengilsson hversu asnalegt sem það er þá verður þú að skrá þig út til að sjá listann. Hann hverfur ef maður er innskráður. Svo þegar maður er búinn að skrá sig út til að sjá listann og fer svo hér inn til tjá sig þá verður maður að vera innskráður. Meiri þvælan það.
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
04.05.2014 at 06:04 #768003Góðan daginn,
ég skrái 4 – 5 vegna þess að ég kem 5 farðegum með góðu en kannski betra ef eru bara 4. En í rauninni er allt gott !!!
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
24.04.2014 at 16:03 #457242Þakka þér fyrir það Laugi minn,
en svo er eitt fáránlegt að ef maður er innskráður þá sér maður ekki þátttökulistann !!
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
24.04.2014 at 09:29 #457235Góðan daginn,
ég finn ekki skráningarformið !!!
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
-
AuthorReplies