Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
02.09.2015 at 00:32 #925845
Sæll Magnús og aðrir,
Hugmyndin sem er búin að vera í gangi sem lengst er að fara sunnanmegin við Valafell og keyra í átt að Bjallarvaði, smá krókur er inn í valagja sem vert er að kýkja á. Frá Bjallavaðsafleggjaranum keyrum við inn Áfangagil og alvegað Laufdalsvatni eða afleggjaranum inn að Ljótapolli. Þessi leið er kölluð Valagja – Dyngjuleið. Þessi leið er ca 24 km.
Síðan er spurning með línuleiðina inn að Ljótapolli sem viðbót ef hitt gengur vel þessi leið er ca 7 – 8 km.
Nú þurfum við að hittast umhverfisnefndin og fara yfir þessa hluti og munum við segja það sem við vitum eftir að við hittumst annað kvöld. En ég sjálfur var á hreindýra veiðum inn á Eigilstöðum frá því á fimtudag og varla verið í sambandi fyrr en nú.
En við segjum allt af létta í kvöld miðvikudags að fundi loknum
Kveðja Hjörtur SS
24.08.2015 at 13:09 #924637Góðan daginn,
Það virðist eitthvað vera að skýrast með hvar á að stika. Þessir herramenn sem vilja ráða hvar á að stika ætlað að fara í vetvangsferð og skoða ástand. En þeir stefna á Dalakofann og eitthvað svæði þar í grend. Vona bara að þeir geti farið að ákveða sig með staðsetningu. En Skúli hjá Útivist er jákvæður með gistingu fyrir okkur í Dalakofanum sem er gott alla vega.
Kveðja Hjörtur SS
15.08.2015 at 10:27 #923964Góðan daginn,
nú styttist í stikuferð. Hvar nákvæmlega verður stikað er ekki alveg búið að negla niður en það er í vinnslu. Hugsanlega að Fjallabaki. En við og Sjálfboðaliðasamtökin höfum verð í viðræðum við Umhverfisstofnun. Hér á árum áður voru Sjálfboðaliðasamtökin með okkur í stikuferðum og höfðu þau samband við okkur í vetur og vildu taka upp samstarf eins og áður hafði verið.
En búið er að ákveða dagsetningu sem verður 4, 5 og 6 sept. Gott væri að fá undirtekti hér á blað svo við getum gert okkur grein fyrir gistiþörf og mat.Kveðja Hjörtur SS
12.08.2015 at 00:33 #923732Kominnn með hús
29.07.2015 at 02:06 #919265Góðan daginn,
er að leita eftir ódýru húsnæði fyrir 4 manneskjur 27 – 31 ágúst í fljótsdalnum eða Jökuldal og nágrenni. Góðri umgegni er heitið !!
Sendið mér upplýsingar í postur@jakinn.is
07.06.2015 at 00:49 #780094Góðan daginn,
hvernig væri að gera bara góðan vef sem ALLIR eru ánægðir, þó það kosti miljóninni meira eða tveim og málið steindautt svo dautt að myndi vekja furðu og menn myndu flykkjast á vef F4x4.En það er annað sem ég var að taka eftir í myndaalbúminu………….. Það virðist ekki vera gert ráð fyrir að menn skrifi neitt við myndirnar. Hvað sé verið að gera, hvað fjallið heitir eða neitt. Ef rétt er þá er það KLÚÐUR
Kveðja Hjörtur og JAKINN
05.06.2015 at 09:48 #780072Frábært Didda mín,
góðir gestir alltaf velkomnir.
þá sýnist mér að Þátttökulistinn sé eftirfarandi……………Hjörtur Steinason 1
Bergur Pálsson 2
Jón Guðmundsson 2
Guðmundur Geir Sigurðsson 2
Dagur Bragason 1
Einar H Jónsson 2Samtals 10
En spáin er góð og vaskur hópur manna kominn í startholurnar og hlakkar mig mikið til ferðarinnar með þessu góða fólki !!!
05.06.2015 at 01:09 #780070Góðan daginn,
ég trúi ekki að þið væntið viðbragða, um daginn var verið að reyna að gera góða síðu en eitthvað fór úrskeiðis og þeir fáu sem eftir voru hér á þessari síðu nentu þessu ekki meir og fóru. Alla vega einhverjir þeirra. Þá var uppi á spjallinu þráður um ýmislegt sem betur mætti fara. Af hverju er ekki tekið mið af því, þar voru margar úrbætur viðraðar sem ekki hafa skilað sér !!Þar nefdi ég t.d. að ef fyrirsögn á auglýsingu eða spjalli er það löng að rúmist ekki í einni línu. Þá áttaði maður sig ekki á alltaf hvað var verið að auglísa eða spjalla um og varð þá að opna auglýsinguna til að vita hvað stóð í fyrirsögninni. Áður var nóg að halda bendinum yfir fyrirsögninni þá byrtist öll fyrisögnin og maður sá hvort einhver áhugi var fyrir viðkomandi þráð eða ekki, og fyrisögnin hvarf svo þegar maður færði bendinn eitthvað annað. Sparaði manni þann tíma að vera kannski að opna eitthvað sem var svo eitthvað ómerkilegt drasl.
Einnig nefndi ég þá hvursu asnalegt það væri að ef maður stofnar auglýsingu eða spjall þá hvarf sá möguleiki að breyta þræðinum eftir að maður hafði breytt honum eða leiðrétt hann eftir 3 – 4 skipti. Það hefur bara versnað ég setti hér inn á spjallið nýlega þráð sem ég svo sá strax að í var villa sem ég breytti. Hvarf þá möguleikinn til frekari breytinga !! Sem ég nauðsinlega hefði þurft.
Nei maður hefur ekki endalausan skilning og strax í framhaldi af því umburðalyndi gagnvart svona og svo mörgu öðru í sambandi við þassa blessuðu síðu.Kveðja Hjörtur og JAKINN
Bíðum nú við nú er ég búinn að breyta þessu innleggi mínu 6 sinnum og get enn breytt því
Það er þá búið að að laga það
01.06.2015 at 01:38 #780042Góðan daginn,
mig langaði að vera með pistil hér sem tæki bara á Landgræðsluferðinni. Annað sem kemur hér inn verður fjarlægt.
Það er nú orðið töluvert síðan að ég lagði inn beiðni á gott veður og sýnist mér það ætla að ganga eftir sjá hér. En eins og fyrr segir erum við að fara í landgræðslu í Þjórsárdalinn NÆSTU helgi eða helgina 5 – 7 júní. En eins og fyrr hefur komið fram …………….
Frá stofnun Ferðaklúbbsins 4×4 hefur klúbburinn leitast við að starfa í sátt við náttúruna. Frá vori 1991 hefur verið starfandi umhverfisnefnd innan hans samkvæmt lögum klúbbsins.
Í samvinnu við Hekluskóga fékk Ferðaklúbburinn 4×4 úthlutað svæði vorið 2008 í Þjórsárdal við Þórðarhöfða og Núpsskóg til að vernda, hefta fok, rækta og endurheimta birkiskóg. Undir leiðsögn Hreins Óskarssonar hjá Hekluskógum hefur þar verið sáð grasfræi, áburður borinn á og gróðursettar þúsundir trjáplantna síðan þá með frábærum árangri.
Landgræðslu og baggaferðir hafa stundum verið með vel sóttustu viðburðum ferðaklúbbsins 4×4.
Ferðin að þessu sinni, eins og undanfarin ár, er helgina 5-7. júní.
Hvort fólk kemur á föstudag eða laugardagsmorgun er fólki frjálst, en öll vinnan fer fram laugardaginn 6. júní. Þá er byrjað snemma dags eða kl 09:00 og unnið vel fram eftir degi. Þá er stefnt á sundferð í Árnes að loknum góðum vinnudegi. Um kvöldið er grillveisla í boði umhverfisnefndarinnar. Gisting og aðstaða á tjaldsvæðinu er frí þessa helgi.
Tjaldsvæðið frábæra í Sandártungu er rétt norðan við brúna yfir Sandá, við Ásólfsstaði
Það er mikilvægt að skrá sig þar sem við þurfum að áætla magn fyrir grillveisluna. Skráningarfrestur rennur út fimmtudagskvöldið, 4. júní kl. 23:00
Smá fróðleikur um okkar vinnu í Þjórsárdalnum :
Þar sem við byrjuðum eru bara orðin ágæis tré víða og virðist sem aö því sem er sáð í Lúpínuna vaxi með meiri krafti en það sem er sett á berangur. Mörg trjánna voru gróðursett 2009 og eru því aðeins fjögurra ára. Í brekkunni var byrjað 2008 – 2009 í sandi og eins og sést eru trén orðin mörg hver ansi efnileg kynþroska og allt á meðan önnur eru minni. Þegar trén eru orðin kynþroska og farin að sá sér sjálf er tilgangnum náð. Það heitir kven Rekklar (kven blóm) og karl Rekklar ( karl blóm ) karlarnir eru stærri og lafa meðan kvenfólkið stendur blýstert og bíður þess að frjófgast
Manni finnst alveg magnað hversu miklum árangri þetta starf okkar hefur skilað !!!
Sagnfræði
Árið 1882 var aftakaveður hér í Þjórsádalnum og Landeyjunum Sandfellisveðrið mikla. Bæði í Gnúpverjahreppi og á Rangárvöllum voru búin að vera léleg ár til beitar og þess vegna var fé úti þegar veðrið skall á. Allt fé sem var inn á afrétt bara skóf í kaf skaflar af sandi kæffærði allt, eina sem lifði af var það sem var í Búrfellsskógi og niðri á Ásólfsstöðum og Skriðufelli. Þá fóru 20 bæir í eyði í Landssveitinni og á Rangárvöllunum og yfir 2000 fjár drapst og 2000 hestar og eitthvað af nautfé, þá eyddist allur Landsskógurinn sem til var hér í Þjórsárdalnum. Þá voru árnar á ís og þess vegna óð sandurinn viðstöðulaust yfir árnar í staðinn fyrir að ef þær hefðu verið opnar hefði talsvert af sandinum farið í þær, en hann óð alla leið niður í Þykkvabæ í þessu Norðanbáli sem stóð frá 25 apríl ti 19 maí. Bálið var svo svart að fólk sá ekki úr augum allan tímann og fylltust öll hús sem á þeim tíma voru mjög óþétt, þau bara fylltust af sandi. Úr einhverjum var grafið en þetta varð til þess að um 20 býli fóru í eyði. Eins voru öll tún ónýt. Ef litið er yfir Rangárvellina nú sést að þar er búið að gera helling, þetta var ein eiðimörk fyrir um 70 – 80 árum.
Matthías Jockumsson var niður í Odda og skrifaði hann eitthvað um þetta og einnig voru skrifuð eitthvað af bænabréfum til Bretlands og fengust styrkir út á þau
Ef klikkað er á eftirfarandi er hægt að skrá sig í ferðina
En þeir sem hafa skráð sig í ferðina eru…..
Hjörtur S Steinason 1
Bergur Pálsson 4
Jón Guðmundsson 2
Guðmundur Geir Sigurðsson 2
Þeim sem líkar ekki við þetta skráningarform geta sent mér tölvupóst og mun ég þá skrá viðkomandi hér inn
Kveðja Hjörtur sem á JAKANN og er formaður Umhverfisnefndar
Hér eru myndir úr Landgræðsluferð
29.05.2015 at 22:37 #780007Hvernig sé ég fjölda skráðra ???
Kveðja Hjörtur SS
29.05.2015 at 01:19 #780002Það er nauðsynlegt að fólk geti séð Þátttökufjölda !!!
Einnig er ég að spökulera………… Það er verið að hvetja fólk í Landgræðsluferðina jafnt félaga sem og óbreitta. En svo er ekki hægt að tjá sig hér um ferðina nema vera félgsmaður ??????
Kveðja FORMAÐUR Umhverfisnefndar
29.05.2015 at 01:19 #780001Það er nauðsinlegt að fólk geti séð Þátttökufjölda !!!
Kveðja FORMAÐUR Umhverfisnefndar
14.02.2015 at 13:27 #776800Góðan daginn,
er á Akureyri og vantar far í Reykjavík sunnudaginn 15 febrúar. Er í s 8951961
Með fyrirfram þökk Hjörtur og JAKINN.is
06.02.2015 at 19:51 #776650Góðan daginn Logi og þið,
klukkan hvað ert þú að hugsa um að mæta ??
Kveðja Hjörtur og JAKINN.is
03.02.2015 at 14:11 #77648428.01.2015 at 10:58 #776349Kæru félagar,
Nú er mikið í húfi,
á Alþingi eru fjórar virkjanir til umræðu um færslu úr biðflokki í virkjunarflokk, án faglegrar meðferðar.
Því biðjum við ykkur að skrifa undir áskorun til alþingismanna sem þið finnið á eftirfarandi hlekk :
Kveðja Hjörtur SS
20.12.2014 at 22:40 #774913Góðan daginn,
nú stend ég frammi fyrir því að þurfa að endurnýja hjá mér dekkin undir jeppanum mínum. Hann er á 49″ Irok. Er svolítið að spökulera hvort ég eigi að fara í einhverja aðra dekkjastærð vegna ekki nógu góðrar endingar Iroks dekkjana sem ég er búinn að vera með. Ég er búinn að aka um 30 þúsund km á dekkjunum og eru þau hálf slitin og rifna með felgunni að innanverðu. Er þá að spökulera í…
46″ Mickey Thompson fyrir 17″ felgur ef hægt er
47″ Pitbull líka fyrir 17″ felgur ef hægt er
47″ Super Svamper fyrir 17″ felgur ef hægt er
49″ Super Svamper Irok fyrir 17″ felgur
Og bara öll dekk í þessum stærðum fyrir helst 17″ felgur en ekki skilyrði.
Væri gott og gaman ef menn myndu tjá sig um ágæti þessara dekkja !!
Með fyrirfram þökk kær jólakveðja Hjörtur og JAKINN
Eins ef einhver ætti dekk og felgur í annarri stærð en 17″ og í gömlu 8 gata deilingunni má hann setja inn línu hér eða í postur@jakinn.is</span>
29.08.2014 at 11:27 #771255Góðan daginn,
Þórður Ámundason villt þú hafa samband við mig í dag í síma 8951961. Eins ef einhver veit símann hjá Þórði sem getur þá kannski hringt í mig og látið mig hafa hann.
Kveðja Hjörtur SS
29.08.2014 at 01:56 #771248Góðan daginn,
já Logi algjörlega. En hvar er nýja fólkið okkar í klúbbnum, sem á að taka við vendinum ?? Ég spyr !!!
Kveðja Hjörtur SSViðhengi:
27.08.2014 at 14:53 #771226Góðan daginn,
vegna slæmrar þáttöku fellur niður gisting í Dalakofa og hringdi Skúli í mig og lét mig vita af því. Ég þáði boðið með þökkum og erum við því með gistingu í Dalakofa föstudags og laugardagskvöld.
Kveðja Hjörtur SSViðhengi:
-
AuthorReplies