Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
08.02.2005 at 21:18 #516276
Sælir
Þetta hlýtur að vera of hátt verð miðað við það sem menn fengu 44" dekkinn á… (framleiðslukostnaður)
Theodor, fyrst þú ert nú að leggja þetta á þig, hvernig væri að díla við aðila úti, jafnvel dekkjaframleiðendur um verð á þessum gríðarlega fjölda af dekkjum?
Eða einhver sem hugsanlega hefur sambönd…Kveðja
Izeman
07.02.2005 at 18:18 #516074Sælir
Jæja hverjir fleiri eiga sér ekkert líf?
Ég er kominn niður í 12 sek, samt bara búin að hanga í þessu í 5 mín.Ótrúlegt að einhver sé kominn niður í þrjár komma eitthvað sek.
Jæja hver er nú bestur að bakka? 😉
Kveðja
Izeman
07.02.2005 at 14:29 #516026Sæll therock
Mér lýst helvíti vel á þetta hjá þér!
Alltaf gaman af svona mixi 😉
Kveðja
Izeman
07.02.2005 at 10:56 #478810Sælir
Gæti verið að það sjáist glitta í hásingu að framan líka á þessum pajero hér að ofan?
Nei bara að spá… 😉
Kveðja
Izeman
07.02.2005 at 00:32 #516018Sælir
Þetta er ekkert nema snilld og stefnir í eitthvað miklu meira!
Hlakkar til að sjá hvernig þetta þróast…
Allavega eitthvað mun betra en bíll sem heitir Patrol eða Toyota!!!
Kveðja
Izeman
06.02.2005 at 00:22 #515956Sælir
Er þetta ekki alltaf eitthvað mix? Er hægt að kaupa eitthvað kitt sem passar í ákveðna bíla?
Eða var þetta kanski týpiskur (og skemmtilegur) metingur hjá þér hlynur (þetta með slyddujeppan)?Það var talað um þetta hér fyrir einhverju síðan. JAKINN lét gera þetta hjá renniverkstæði Ægis.
Hér er þráðurinn:
https://old.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=2376#16282Hann talaði um 40 – 60 þús á dekk…
Kveðja
Izeman
05.02.2005 at 20:08 #515936Sæll GAS
Þetta eru fínir akstursbílar, þótt þú farir ekkert mikið yfir 100km/h. En góðir á siglingu á svona 80-90km/h.
Bila lítið, endast vel, ekkert mikið um óþarfa rafmagnsdrasl (sem bilar).
Eyðsla rúmlega 12 á hundraðið (meðaleyðsla á nokkrum mánuðum) og bíllinn var alls ekki keyrður með neinn sparnað í huga og þar að auki var lítið í dekkjum því það var vetur.
Sakna Vitörunnar minnar og er alltaf með annað augað opið fyrir svona bíl aftur.
Kveðja
IzemanPs Svo drífa þeir líka helling…
01.02.2005 at 18:28 #512514Sæll Krossdal
Var að sjá þetta svar núna, því svarið var bara við minni spurningu, en ekki öllum þræðinum… Les yfirleitt bara neðsta póstinn.
Þú sagðir að ef maður ætlaði að eiga alvöru fjallajeppa þá þyrfti maður sennilega að henda 38" eða 44" undir.
Það sem ég vildi koma frá mér í póstinum fyrr, var að það er ekki alltaf rétt.
Samanber það sem ég sagði um muninn á 33" súkku og 38" patrol.
Ég var ekki að reyna að líkja þessum bílum saman en hreinlega að benda á að maður getur átt alvöru fjallajeppa á minni dekkjum en 38 eða 44"…
Ég orðaði sennilega svarið hérna fyrr óþarflega harkalega. Því það er rétt hjá þér að sami bíll kemst í flestum tilvikum lengra á stærri dekkjum…
Kveðja
Izeman
30.01.2005 at 03:37 #515112Sæll Lada
Hehehehe
Jú eitthvað í þeim dúr…Kveðja
Izeman
29.01.2005 at 19:05 #514728Sæll vippij
Ég ákvað að halda original pústinu í súkkunni minni og var alsáttur með það.
Menn hafa verið að setja sverari púst, en ég hreinlega þekki ekki mörkin hvenær þú ferð að tapa afli á lágum snúningi (en færð að vísu meira afl á háum snúningi).
Það er staðreynd að bensínvélar, sem eru ekki með turbo, þurfa mótstöðu í pústinu. Hef reynslu af því sjálfur.
Að öllum líkindum er einhver hér sem veit hvernig þetta er með súkku mótorinn…
Kveðja
Izeman
29.01.2005 at 17:26 #514724Sæll vippij
Nú er spurning við hvaða sverleika á pústi þú ferð að missa afl á lágum snúningi. Það má alls ekki gerast því annars verður þetta ókeyranlegt á 33".
Súkkurnar eru einmitt skemmtilegar með það að vera ótrúlega seigar á t.d. bara 1500 rpm. Sem er frábært í þungum færum.Þú getur fengið flækjur hjá KT jeppabúðinni á Ak. Kannaðu http://www.kliptrom.is
Kveðja
Izeman
28.01.2005 at 20:33 #515102Sæll Lada
Er mér óhætt að óska þér til hamingju með nýja bílinn?
Þóttist hafa séð þig áðan á svona trukk…Kveðja
Izeman
28.01.2005 at 20:30 #508238Hehehehe
Jú, ég dæmi þetta ásættanlegt svar 😉
Kveðja
Izeman
28.01.2005 at 20:13 #508234Sælir
Þetta hljómar allt mjög vel og ég á í mestu örðugleikum með að finna galla við þessa bíla.
Þeir eru töff í útliti, kraftmiklir, sterkir og léttir. Þar að auki eru þeir auðbreytanlegir á stærri dekk.Jónas, þú hefur sterkar skoðanir á þeim sem hafa verið að kaupa þessa bíla.
Ég vill endilega heyra þína skoðun á þessu.Kveðja
Izeman
28.01.2005 at 19:10 #514852Sælir
Ég ætla heldur ekki að fá þessi dekk að sinni. En hef gaman að því að fylgjast með þessu…
Hver (eða hverjir) ætla að taka það á sig að sjá um þetta?
Kveðja
Izeman
26.01.2005 at 21:53 #514692Sæll UÁM
Þetta tel ég ekki góða hugmynd.
Dísel er að fara að hækka í svipaðan kostnað og bensín, þannig að ef þú færð þér kraftlitla díselvél þá er eyðslan örugglega meiri en í 350 Chevy bensín sem er í góðu standi…Veit um tvo sem eru með svona vélar og eru báðir að hugsa um eitthvað annað, sökum affleysis.
Gerðu frekar 350 vélina eins og nýja með smá tilkostnaði…
Kveðja
Izeman
26.01.2005 at 21:42 #514712Sæll vippij.
Ég var smá tíma að skrifa síðustu grein mína og var ekki búin að sjá þessa 18 lítra sem bíllinn þinn er að eyða.
Það er allt of mikið! Nema að þú standir hann í 6000 rpm allan tímann.
Það er eitthvað mikið að…Kveðja
Izeman
26.01.2005 at 21:37 #514710Sæll vippij
Hvað ertu að tala um í eyðslu?
Mín súkka eyddi sirka 12 l á 100 (að meðaltali), á 33" dekkjum. Samt var sá bíll ekinn á nokkuð háum snúnungi, því ég er svolítið óþolinmóður (sbr. að ég fékk mér Amerískan bíl næst…)
Sjáum hvort Tecnique (minnir mig að þetta sé skrifað hjá honum) eða DrSkítmix hafi betri lausnir handa þér…
Kveðja
Izeman
25.01.2005 at 20:32 #514368Sælir
Jæja, þetta er nú að þróast út í athyglisverðan þráð. Ég vill heyra meira!
Hvor vinnur???
Kveðja
Izeman
25.01.2005 at 00:09 #514610Sæll Hjotti
Ég fékk þær upplýsingar einhversstaðar að díselvélar þurfi enga mótstöðu í pústi. Man ekki hvort það eigi bara við um turbo vélar eða ekki. En samkvæmt þessu þá væri best að sleppa pústi yfirleitt…
Þannig að 3" hlýtur að vera betra en 2,5", ekki satt?Svo er auðvitað spurning um hávaða og skoðun og allt það.
En það verður þú auðvitað að ákveða sjálfur, mér þykir alltaf jafn gaman að heyra í dísel vél með sveru opnu pústi.Að vísu kaus ég að smíða mér 2,5" púst alveg fram, með opinni túbu og 2,5" opnum kút, sem fer svo í 4" síðustu 30cm. Þannig að ég hef augljóslega gaman af fallegum vélahljóðum…
Hefði sett sverara ef bensínvélar þyrftu enga mótstöðu…Kveðja
Izeman
-
AuthorReplies