Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
11.10.2005 at 19:38 #529034
Tvímælalaust það skemmtilegasta sem ég hef lesið lengi!! Það er ekki oft sem ég sit einn og hlæ upphátt (eins og fífl 😉
Kveðja
Izeman
07.10.2005 at 22:36 #528936Sæll Ási
Það er ekki hægt að neyta því að sumt sem þú hefur skrifað hér hefur verið auglýsingakennt.
EN það er líka gott að geta fengið upplýsingar um t.d eitthvað nýtt, beint frá þér. Engir óþarfa milliliðir…
Það hýtur líka að koma sér vel fyrir jeppamenn þegar þú ert hér að forvitnast um hlutina. Eins og t.d þegar þú spurðir mig hvort ég hefði áhuga á breiðari 35" dekkjum. (Ég væri alveg til í svoleiðis dekk sem sumardekk allavega.)Ekkert sem þú hefur skrifað hér hefur angrað mig og svo hefur þú líka komið inn í neikvæðar umræður um dekk. Ekki setið hjá og þagað.
Kveðja
Izeman
25.09.2005 at 15:02 #196314Sæl öll sömul
Ég er að reyna að fjarlæga quadra trac millikassan úr 93 árgerð af Grand Cherokkee.
Ég er kominn með millikassa úr 89 árgerð af Cherokee. Sá kassi er merktur 242 j (2wd, 4wd án læsingu, 4wd með læsingu og svo lága).
Sá sem er í núna hjá mér heitir 249. (4wd Hi og 4wd Lo)
Málið er hvernig maður snýr sér í að tengja hraðamælirinn. Það er barki á gamla kassanum en rafmagn á þeim nýja.
Eins veit ég hreinlega ekki ennþá hvort „gamli“ kassinn passi upp á skiptinguna hjá mér.
Kanski hefur einhver hér verið að gramsa í þessum málum og getur gefið mér einhverjar upplýsingar. Öll ráð vel þeginn.Kveðja
Izeman
24.09.2005 at 11:21 #527558Sæll Sævar
Ég mæli með að þú skoðir Grand Cherokee.
Léttur, kraftmikill og þægilegur. Svo hefur hann allavega bilað lítið sem ekkert hjá mér.Varahlutir eru ódýrari en í japanska jeppa og ekkert mál að fá þá. Bæði hér á landi og svo auðvelt að panta að utan.
Kveðja
Izeman
22.09.2005 at 00:34 #527266Sæll Aron
Hefuru íhugað að fá þér amerískt? Ég hef verið á Grand Cherokee 93 módelið, núna í 2 ár. Hann er á 35" dekkjum og með 4 l línu sexu.
Það eina sem hefur bilað á þessum tíma er að tregðulæsingin að aftan er búin að vera að striða mér upp á síðkastið. Annars bara eðlilegt viðhald t.d bremsuklossar.
Varahlutir eru ódýrir og auðvelt að fá þá. Svo ef þú nennir að bíða í smá tíma eftir sendingu að utan þá kostar þetta sáralítið (miðað við japanska varahluti allavega).Eyðslan í samræmi við afl (og þýngd á hægri fæti), í kringum 15 lítrar /100 hjá mér. Hefur farið ofar en einnig neðar.
Hann viktar 1860 kg með ca 20 l af bensíni í tanknum og rúmlega 50 kg af dóti í skottinu.
Yndislegt að keyra hann og hefur komið mér flest það sem ég hef viljað fara.
Bara svona til að flækja þetta val aðeins meira 😉
Kveðja
Izeman
15.09.2005 at 23:53 #526856Sælir
Ég mæli með GoodYear Wrangler. Endast vel og henta fínt til úrhleypinga. Hef verið með svona 35" undir Cherokee hjá mér í næstum tvö ár og þau reynast vel. Notuð sem heilsársdekk.
Þau eru harðari en sum dekk en bælast samt fínt undir 1800 kg bílnum mínum, get leyft mér að hleypa alveg niður í ca 1,5 pund ef svo ber undir.
Félagi minn var með svona 31" dekk undir Wrangler hjá sér og hann var mjög ánægður.
Að vísu svolítið veghljóð, en það er mér allavega alveg sama um í jeppa.
Kveðja
Izeman
13.09.2005 at 21:47 #526732Sæll Jónas
Þetta er einkennilegt með eyðsluna.
Er þetta ekki örugglega blöndungsbíll? Kanski eitthvað vesen með hann…Það getur verið sniðugt að skella bílnum í stillingu á næsta almennilega verkstæði og þá gæti þetta allt lagast.
Ég var með innspýtingarbíl og hann var að eyða um 13 á hundraðið. Hef heyrt svipaðar tölur um blöndungsbílinn líka.
Kveðja
Izeman
13.09.2005 at 13:23 #526618Sælir
Ég lenti líka í þessu á minni súkku.
Hann meira að segja drap á sér eitt skiptið, en þá að vísu fylltist vélasalurinn alveg.
Ég komst aldrei að neinni niðurstöðu með þetta mál, en sjálfsagt einhver leiðindar skynjari. T.d á pústinu…Kveðja
Izeman
13.09.2005 at 13:02 #526686Sælir
Ég var ekki alveg nógu fljótur að skrifa, pósturinn hjá Skúla var ekki kominn þegar ég byrjaði.
Ég tek þetta svar gott og gilt
Kveðja
Izeman
13.09.2005 at 12:58 #526684Sælir
Ég las þennan þráð ekki og veit því ekki nákvæmlega um hvað málið snýst.
En ég er forvitinn á að vita hvar mörkin liggja.Hvað má skrifa og hvað ekki. Ef ég segi að Toyota sé helvítis drasl sem er síbilandi er ég þá ekki að ásaka Toyota framleiðendur um lélega vöru? 😉
Sem gæti leitt til þess að minna seljist af viðkomandi bíl…
Nei, þetta eru nú bara spekúlasjónir hjá mér. Ég geri mér grein fyrir því að það er ekki víst að þetta dæmi mitt sé á nokkurn hátt svipað og umræddur þráður.
En einhver viðmiðun hlýtur að þurfa að vera hjá ykkur sem ákveðið hvaða skoðanir maður má láta í ljós og hverjar ekki.
Mig langar nefnilega að heyra af því ef eitthvað fyrirtæki stundar óheiðarleg viðskipti. Því það gerist jú stundum.Kveðja
Izemanps. hvernig er það, ekki eru þeir sem sjá um vefinn ábyrgir fyrir því sem menn skrifa hér? eða hvað?
08.09.2005 at 01:05 #526476Sæll
Þetta eru fínir bílar, átti sjálfur svona 95 módel og var mjög sáttur.
Jú hann er með innspýtingu og tímareimin ætti að endast lengur. Sjálfur myndi ég huga að henni í 180-200 þús km. Lítið mál að skipta um hana og kostar ekkert sérlega mikið. Ég skipti sjálfur um hjá mér en ætti ekki að vera svo dýrt á verkstæði.Áður en þú kaupir hann skaltu prófa hann vel. Fara í smá torfærur og prófa lága drifið og athuga hvort dekkinn rekist í þegar hann víxlfjaðrar alveg.
Eins skaltu athuga hvort dekkinn hafi verið að slitna jafnt undir honum.Þegar ég var að kaupa minn var um tvo bíla að ræða á svipuðu verði. Annar var alveg hundleiðinlegur í akstri og bara hreinlega illa meðfarinn. Svo var hinn (sem ég keypti) fínn í akstri og nánast eins og nýr. Báðir vel útlítandi jafnt utan sem innan.
Eitt sem ég klikkaði á var að aka honum í ójöfnum í lága drifinu, því þegar kom smá hnykkur á drifið þá hrökk hann úr lága drifinu. Ég þurfti alltaf að styðja við lágadrifsstöngina til að hann héldist í því.
Svo borgar sig alltaf að spandera í skoðun á góðu verkstæði, láta fagmenn yfirfara allt fyrir rúman 5000 kall (veit ekki alveg hvað þetta kostar í dag). Þótt hann sé skoðaður er ekki víst að allt sé í lagi, gæti jafnvel eitthvað hafa gerst eftir skoðun.
Ég held að þetta sé fínt verð sem þú ert að fá hann á.
Jæja, nú man ég ekki fleira í bili.
Kveðja
Izemanps svo drífur þetta alveg helling og ótrúlegt hvað hægt er að láta hann lulla áfram ef maður heldur honum í rétt rúmlega 1000 sn.
05.09.2005 at 22:01 #526354Sælir
Eitt ber að athuga að þótt þetta séu sæmilegar tölur þá er ansi hætt við því að vélin sé alveg vitamáttlaus undir ca 1800 sn.
Ég hef verið þó nokkuð á óbreyttum Nissan Kingcab pickup, sá er með 2,5 l vél sem skilar ca 130 hö og slatta af togi.
En maður þarf hreinlega að passa sig að drepa ekki á honum þegar maður tekur af stað.
En svo alveg stekkur hann áfram þegar maður nær 1800 sn.
Þetta er ekki gott þegar maður er að láta t.d 38" bíl lulla eins hægt og maður getur í þungu færi.Kveðja
Izeman
30.08.2005 at 21:24 #525972Sælir
Eitt sem gleymdist.
Þær eru til með innspýtingu.Kveðja
Izeman
30.08.2005 at 21:21 #525970Sælir
Rover vélin er jú 3.5 lítrar V8 og skilar original um eða aðeins yfir 150 hö.
Togið er fínt, eitthvað um 300 Nm.
Hún er mjög létt, skv tölum sem ég fann á netinu er hún rúm 150 kg.Kveðja
Izeman
29.08.2005 at 21:10 #525934Sælir
Þú ættir að finna þér 5.9 lítra (360 heitir þetta víst á útlensku) V8 vél, úr Cherokee t.d.
Togar á við stóra dísilvél og skilar nokkrum hestöflum líka.Veit ekki alveg hvað hún er þung en mér var sagt að hún væri innan við 300 kg…
Kveðja
Izeman
14.02.2005 at 01:17 #195489Sæll nassin
Þetta kostar ca 6500 kr.
Allavega hjá mér (35″ breyting). Svo þarftu líka að borga aðalskoðun, 5200 kr hjá mér.Þú þarftu að vikta bílinn, bæði að framan og aftan + heildarþyngd.
Svo þarf hraðamælisvottorð
Slökkvitæki sem er skoðað (á næstu slökkvuliðsstöð) og fest niður.
Sjúkrakassi sem er yfirfarinn (á næsta apóteki).
Vottorð um breytingu á stýrisbúnaði (ég þurfti ekki svoleiðis)
Þar með minnir mig að þetta sé komið…
Kveðja
Izeman
13.02.2005 at 01:38 #516086Sælir
Dettur fyrst í hug glóðarkerti…
Skildi því miður ekki síðasta svar, hugsanlega vantar mig tækniorðin til að túlka þetta yfir á ensku…
Kveðja
Izeman
13.02.2005 at 01:30 #516812Sælir
Jú, vissulega rétt hjá ykkur bæði varðandi fyllerí og ferðir
En vissara er að halda lífi í þessu meðan heimasíðuvandamálin eru eins og þau eru.
Er enn á þeirri skoðun að það sé eitthvað dauft hérna miðað við það sem var fyrir nokkrum mánuðum…Kveðja
Izeman
13.02.2005 at 01:23 #514390Var of seinn að ýta á Stop takkann eftir að ég sá hve vitlaust þetta var orðað…
Kveðja
Izeman
13.02.2005 at 01:20 #514388Sælir
Þetta er líklega rétt hjá þér einarak. Hef reyndar ekki lent í þessu en hef heyrt um nokkur tilvik…
Kveðja
Izeman
-
AuthorReplies