Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
10.12.2005 at 21:44 #535494
Patrol mótorinn gamli, 3,3 með turbó er um 132 hö.
Kveðja
Izeman
09.12.2005 at 22:01 #531006Ég er sammála síðasta ræðumanni. En ég hef lengi staðið í þeirri meiningu að það sé frekar dýrt (auðvitað ekki miðað við stolin bíl) að skipta um lása í öllum bílnum. Eða hvað?
Kveðja
Izeman
09.12.2005 at 21:17 #531000Sælir
Einhvern veginn grunar mig nú að Nissan eigendur geri sér ekki allir grein fyrir þessu þjófnaðarvandamáli.
Það eru jú aðallega bílaáhugamenn sem ræða svona lagað sín á milli og eins er það ekki á hverjum degi sem maður er að prófa aðra lykla í svissin hjá sér. Ég hef sjálfur þurft að upplýsa nokkra eigendur af eldri Nissan bifreiðum um þetta vandamál.Það kostar lítið (20 – 30.000 kr í komið) að fá sér þjófavarnarkerfi og þess vegna tel ég það vera af hinu góða að þetta komi fram hér á þessu spjalli svo fólk geti brugðist við.
Ég tel hinsvegar að þeir sem eru að stunda það að stela bílum viti allir um þetta lásavesen…
Kveðja
Izeman
19.11.2005 at 16:42 #532994Sæll Villi
Ég ásamt félaga mínum skelltum 2,5" rf pústi undir Cherokee hjá mér. Það kostaði um 20.000 kr. Það voru keypt rör, nokkrar tilbúnar 90°beygjur sem voru notaðar í tvær 45° beygjur hver og tveir flangsar til að stækka upp í 4" í lokinn.
Efniskaup voru miðuð við að tvískipta pústinu undir miðjum bílnum og hafa tvo 4" stúta að aftan.
Svo notaði ég túbu sem var í fyrir og 2,5" opinn hljóðkút sem ég fékk á 3000 kr notaðan úr nýlegum Amerískum jeppa.Við fengum lánaða rafsuðu úr Byko og skelltum þessu saman á einu kvöldi þrátt fyrir mikla nákvæmnisvinnu við að troða þessu í.
Þetta er ca 1,5 ár síðan og virkar fínt
Kveðja
Izeman
17.11.2005 at 20:45 #532714Sæll Ólafur
Já hún er búin að vera svolítið tens stemmningin hér upp á síðkastið…
Ég hef ágætis afsökun, bíllinn inni í skúr og kominn snjór á fjöllum, gerir mann alveg vitlausan.
Segi ég og hangi fyrir framan tölvuna í stað þess að vera út í skúr að reyna koma druslunni í gagnið afturKveðja
Izeman
17.11.2005 at 20:34 #532710Sælir
Ég þóttist nú reyndar vita hverskonar vél hann Ólafur er með í Patrolnum.
Þetta var ekki alveg nógu og ljóst hjá mér hér að ofan. Þetta var ekki hugsað sem skot á hans bíl heldur þvert á móti, hefði kanski ekki átt að tala svona almennt um japanskar dósir heldur hefði verið betra að tala um vélarnar…Annars væri það einn af fáum japönskum jeppum sem ég vildi eiga, Patrol með 6,5 dísel eða 4,8 bensín
Kveðja
Izeman
17.11.2005 at 18:51 #532704Sæl Ólafur
Rosalega eru menn eitthvað önugir svona á fimmtudags seinniparti.
Það er nú hálf slappt ef ekki má koma með einn og einn brandara hér inn. Það er nú ekki eins og spjallið sé að drukkna í þráðum…
Kveðja
Izemanps það væri nú ekki gott ef ekki mætti bulla hér inni sbr. menn lofsyngjandi japanskar dósir hægri vinstri
16.11.2005 at 20:04 #531972Sæll Benni
Þetta er frábært framtak hjá þér! Mjög gaman að horfa á svona. Líka gaman þegar þú ert með svona góða tengingu, að þurfa ekki að bíða eftir þessu í tvo daga…
Kveðja að austan
Izeman
13.11.2005 at 23:15 #532270Sælir og takk fyrir góð svör.
Maður heyrir mest af rafmagnsspilum svona yfirleitt. Hvers vegna ætli það sé?
Nú er t.d hægt að nota glussaspilið á kafi í vatni sem þýðir að það ætti að þola alla þá bleytu sem íslenskt veðurfar býður upp á. Hafið þið aldrei lent í veseni útaf bleytu?
Eins er ég að hugleiða með rafmagnsnotkunina, er hún ekki alveg gríðarleg?Kveðja
Izeman
13.11.2005 at 21:32 #196626Sæl öll sömul
Ég hef aðeins verið að skoða spil á Grand Cherokee. Mér þætti gaman að fá skoðanir manna á því hvernig spil maður á að fá sér.
Rafmagn eða glussa og eins hversu öflugt þarf þetta að vera undir 2 tonna bíl (sem þarf helst að getað spilað upp 3+ tonna bíl 😉
Svo er væntanlega gott að fá sér eitthvað annað en vírinn sem oft virðist fylgja með.
Kveðja
Izeman
08.11.2005 at 23:04 #531578Sælir
Ég hef mikinn áhuga á þessu. Ég sendi þér mail áðan Benni.
En hversu langa teygjuspotta eru menn að hafa með sér?
Ég hef látið venjulega nylon spotta + ofurtóg duga en það er ekkert allt of hollt fyrir bílana…
Kveðja
Izeman
05.11.2005 at 18:13 #531270Sæll Kristján
Hann viktar 1860 kg samkvæmt nýlegri, löglegri mælingu. Hann var með ca 20l bensín á tanki og 50 kg af drasli í skotti. Original er hann skráður 1720 kg…
Kveðja
Izeman
05.11.2005 at 01:08 #531264Sæll Baldur
Ég á Cherokee 89 módel með 4l línu sexu, original að öllu leyti. Hann er skráður 1390 kg, sú tala er rétt eftir því sem ég kemst næst.
Ég var eigandi af Sidekick 1995 módel (myndir í albúminu mínu) 4 dyra á 33" dekkjum. Hann viktaði eftir breytingu 1420 kg
Kveðja
Izeman
04.11.2005 at 22:29 #531258Sælir
Skiftingarnar eru fínar allavega eins og sú sem ég er með, Chrysler 727. Eins eru þeir með japönskum skiftingum, Aisin, sem ég hef enga verulega reynslu af.
Varðandi framhásinguna þá ætla ég að láta hana duga á 38" hjá mér. Maður hefur þá bara einfaldlega í huga að hún þolir ekki hvað sem er, þó hún þoli mikið.
En þungir eru þeir varla, gamli Cherokee er léttari en Sidekick sem ég átti.
En Cherokee´inn sem ég er á í dag er talsvert léttari en Pajero, Trooper, Patrol og allt hvað þetta heitir, spurning hvort Hiluxinn sé ekki svipaður að þyngd, allavega gamli Hiluxinn..Samt er minn með aflmeiri vél en margur, meiri lúxusbíll, gormar framan og aftan, hásingar framan og aftan, sterkt afturdrif og skifting, ódýrari varahlutir en í japanska bíla og bílinn ódýrari í innkaupum.
Með öðrum orðum hinn fullkomni bíll!Kveðja
Izemanps 360 bíllinn er eini bíllinn sem ég gæti hugsað mér að skipta út núverandi bíl fyrir. Eins er dísel bíllinn örugglega ljómandi fínn…
03.11.2005 at 18:31 #531244Sæll Kristján
Ég er mjög ánægður með minn bíl, 93 Grand með 4l línu sexu.
Það er rétt að þegar maður lætur hann víxlfjaðra eins og hægt er, þá þarf maður að ýta aðeins á eftir skottlokinu til að það lokist. Meira er það nú ekki. Svo að sjálfsögðu verður hann eins og áður þegar maður réttir hann af aftur.
Veikasti hlekkurinn er sennilega framdrifið, dana 30. En þó alveg nógu og sterkt til að þola allt sem ég hef boðið honum uppá. Ég er enginn böðull en stundum þarf maður að vera svolítið grimmur á gjöfinni…
Minn Grand Cherokee viktar 1860 kg með ca 20 lítra af bensíni á tanknum og ca 50 kg af dóti í skottinu.
Svo á ég líka 89 módel af Cherokee einnig 4l, óbreyttur, hann viktar 1390 kg samkvæmt skráningarskirteini.
Kveðja
Izeman
31.10.2005 at 19:50 #529982Sæl öll
Mér hefur ekki tekist að finna þessar upplýsingar aftur um Pathfinderinn. Þannig að ég hef hugsanlega verið að ruglast á tegundum.
Allavega borgar sig ekki að ýja að svona hlutum á opinberum vettvangi án þess að hafa sannanir fyrir því og það tók engin undir þetta hjá mér…
Þannig að hér með tek ég þetta tilbaka (skil þó greinina eftir um sinn). Sjáum svo til hvort ég fái kæru á mig 😉
Kveðja
Izemanps efri hestaflatalan átti að vera 174 hö…
30.10.2005 at 13:40 #529978Sælir
Einhversstaðar var ég að heyra umfjöllun um kæru á hendur Nissan fyrir ranglega uppgefnar hestaflatölur. Að pathfinderinn væri ekki 177 hö heldur bara 116 (minnir mig).
Vandamálið er að ég man þetta ekki alveg nógu vel, en kanski einhver hér sem veit meir um þetta…
Kveðja
Izeman
30.10.2005 at 13:07 #526068Úps þetta lenti inn á vitlausum þráð….
19.10.2005 at 09:20 #527832Sæll Kristinn
Þakka þér kærlega fyrir þetta!
Þarna er, að mér sýnist, allt sem mig vantaði.Kveðja
Izeman
18.10.2005 at 23:58 #527828Sæl öll
Ætli maður gerist ekki svo djarfur að uppfæra þennan þráð
Kveðja
Izeman
-
AuthorReplies