Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
30.01.2006 at 23:37 #540748
Sæl öll
Þetta er að vissu leyti ekki alveg réttur vettvangur fyrir mig að rausa um há og lág ljós því það er algjör undantekning ef ég mæti breyttum jeppa sem lækkar ekki ljós.
Ekki það að það séu alltaf betri bílstjórar á breyttum jeppum en það er nú bara svo að þegar bílar eru manns aðal áhugamál þá hugsar maður kanski meira út í akstur en ella.
Kveðja
Arnór
30.01.2006 at 22:43 #540742Sælir
Jú ég er sammála þér Guðbrandur með flest.
En ég er enn á þeirri skoðun að það er betra að lækka ljós of snemma en of seint. Það eru hverfandi litlar líkur á því að það stökkvi dýr inn á veginn og að þú sjáir það ekki, á þessum metrum sem þú ert ekki nú þegar búin að sjá með háu ljósunum þínum áður en lækkað var niður.
Nema um sé að ræða að lækka ljósin þeim mun fyrr, sem því miður tíðkast líka.Svo veit ég ekki með aðra en þegar einhver er búin að keyra á móti mér of lengi með háu ljósin þá sé ég ekki eins vel og annars í svolitla stund eftir það. Þá eru meiri líkur á að keyra á eitthvað.
Hitt er svo annað mál, þótt ég viti að það tíðkist ekki. Maður á aldrei að keyra hraðar en svo að maður nái að stöðva bifreiðina á þeirri vegalengd sem þú sérð og er auð framundan. Ef þessari viðmiðun væri fylgt þá myndi maður hreinlega hægja á sér eftir að maður lækkar ljósin og með því móti snarminnka líkur á að keyra á eitthvað.
Þó er það nú svo að ef maður ætlaði að vera svona skynsamur þá myndi maður allavega stundum skapa meiri hættu því það má strax búast við að bílar byrji að taka fram úr manni ef það er einhver umferð á annað borð.En nú hljóma ég kanski þannig að ég lækki ljósin um leið og ég sé glitta í bíl á móti, hægi niður í 30km/h og byrji að blikka eins og vitleysingur stuttu síðar 😉
Það er alls ekki þannig.Það er alveg prýðis góð viðmiðun að lækka ljósin þar sem ljósgeislarnir á bílunum mætast. En það sem ég vill koma frá mér er það að ef maður er ekki viss hvenær maður á að lækka ljósin þá er betra að gera það fyrr en of seint.
Og svona til að hafa þetta aðeins lengra…
Þá er það einnig mjög góður ávani að lækka ljósin sín í augnablik þegar maður er á leið upp t.d. háa blindhæð til að athuga hvort maður sjái glita í ljós á leið upp á móti. Og að sjálfsögðu ávallt að lækka ef maður sér að það er að koma farartæki.Kveðja
Arnór
30.01.2006 at 19:55 #540730Sæll Klemenz
Jú vissulega er það rétt að það bætir ekki úr örygginu að kveikja á öllum ljósum í refsingarskyni, allavega ekki á því augnabliki. En maður heldur í þá von að það auki öryggið til lengdar litið.
Ég lækka án efa ljósin "of snemma" stundum enda breytir það engu fyrir mig þótt ég keyri með lágu ljósin í kanski 5 – 10 auka sek.
En ég blikka aldrei fyrr en ég er byrjaður að finna til óþæginda af hinum bílnum og eins og ég sagði ég gef einn séns með venjulegu blikki.Þetta er hreinlega ávani hjá fólki að lækka ekki nógu og snemma og þetta held ég að sé eina leiðin til að sýna fram á hvað þetta er óþægilegt.
Ég vill endilega heyra einhverjar hugmyndir um eitthvað annað sem ég get gert í þessari stöðu. Ég nenni ekki að reyna að stoppa alla þá sem lækka of seint og segja þeim til. Það myndi hreinlega tefja mig of mikið því ég bý úti á landi og nær allur minn akstur er á úti á þjóðvegum og ég lendi í þessu ansi oft.Kveðja
Arnór
30.01.2006 at 19:10 #540726Sælir
Nú er ég alveg sammála þessu með óþægindin sem það hefur í för með sér að mæta bílum með þokukastara (finn ekki eins mikið fyrir því þegar ég er á jeppanum) og eins að sjálfsögðu með háuljósin.
Það er alveg með ólíkindum hvað sumir eru tregir til að lækka háu ljósin sín. Sumir reyna að halda háu ljósunum það lengi að þeir eru löngu farnir að blinda mig (eða hvern þann sem þeir eru að mæta) áður en þeir álpast til að lækka.
Svo er það þegar maður er að keyra upp brekku og sér glita í ljós uppi á hæðinni þá að sjálfsögðu lækkar maður um leið til að blinda ekki. En það er oftar en ekki sem að maður fær ljósgeislann í augun áður en lækkað er á móti.
Sumt fólk virðist ekki gera sér grein fyrir því að þrátt fyrir að það sjái sjálft betur í nokkrar auka sekúndur með háu ljósin á, þá er samt mun meiri slysahætta sem skapast af því að blinda þann sem kemur á móti.
Þannig að með tímanum og miklum pirring hef ég einnig þróast út í miskunarlausari aðferðir til að kenna fólki að lækka ljósin. Maður gefur alltaf nokkra sek séns og blikkar einu sinni með háu ljósunum. En stuttu síðar er bara kveikt á öllu sem ég hef og ekki slökkt aftur.
Kveðja
Arnór
25.01.2006 at 16:53 #540206Sælir
Er eitthvað sem mælir gegn því að taka með sér köfunarkút með 300 bör af lofti?
Tekur lítið pláss og það ætti nú að vera hægt að dæla í öll dekkinn nokkrum sinnum með svoleiðis…
Kveðja
Arnór
23.01.2006 at 23:56 #540046Sælir
Skoðaðu hraðanemann sem er á millikassanum þínum. Athuga tengingar frá honum og upp í bíl.
Kanski ónýtur vír þar einhversstaðar.
Svo er hægt að mæla hvort þú ert ekki að fá rétta voltatölu úr þessum nema. En þá þarftu að vita hver sú tala á að vera.
Svo á ekki að vera mikið mál að taka þetta unit úr millikassanum og athuga hvort allt líti ekki vel út þar.Ein besta fjárfesting mín í sambandi við bílinn er Haynes Repair Manual bókinn. Þar stendur ýmislegt um akkúrat þetta (allavega í bókinni minni um Grand Cherokee)
Kveðja
Arnór
22.01.2006 at 01:41 #538830Sælir
Nú fór ég aðeins að spekúlera með heiti á sjálfskiptingum. Á mörgum stöðum hef ég lesið um 727 skiptingar.
En svo fór ég aðeins að skoða á netinu, á þeim amerísku síðum sem ég skoðaði þá er talað um 42RE í Grand með 4 lítra vélinni frá 93-98 og AW4 í XJ.
Svo gluggaði ég í íslenskt efni og þá er talað um 727.
Hér er eitt dæmi: http://www.leoemm.com/cherokee.htmEins hef ég rætt við marga í sambandi við skiptingarmál í þessum bílum og alltaf er talað um Chrysler 727 eða þá japönsku Aisin
Veit einhver skýringuna á þessu?
Kveðja
Arnór
20.01.2006 at 12:55 #538820Sælir
Já sem betur fer er smekkur mann misjafn annars væri þetta ekki næstum eins gaman.
Svo er annað mál að 727 skiptingin er auðvitað í mörgum (flestum??) XJ bílunum.
Svo hlýtur það nú að vera að XJ bílinn sé snarpari allur ef vélin er í toppstandi, hann er það mikið léttari…
En segðu mér eitt Þengill, hvað er bílinn þinn skráður þungur? Ég átti nú eiginlega erfitt með að trúa þessum 1390 kg sem standa í skráningarskirteininu hjá mér. En þó hafa menn verið að segja mér að þetta sé rétt…
Kveðja
Arnór
19.01.2006 at 23:35 #538816Sælir
Ég á bæði Grand Cherokee 93 módel og einnig Cherokee 89 módel. Báðir með 4l línu sexunni.
Grandinn er skráður 192 hö og sá eldri 177 hö.
Grandinn er með betri hröðun þrátt fyrir 35" dekk á móti 31" á XJ. Samt er grandinn með original hlutföll og svo er hann 470 kg þyngri miðað við skráningarskirteini á XJ (1390 kg) og nýlegri vigtun á Grandinum (1860 kg). Kanski er vélin í XJ bílnum orðin eitthvað slappari, þó ekkert augljóst.Skiptingin í Grandinum er mun skemmtilegri þykir mér, sú heitir Chrysler 727 en í XJ´num er japanska skiptingin Aisin.
727´an er mýkri í venjulegum akstri en þó sneggri að skipta sér ef maður stendur bílinn.Mér þykir Grandinn líka mun betri í akstri bæði á þjóðvegi og einnig liggur hann betur á ósléttum vegum. Þar auðvitað spila stærri dekk inni í en þegar ég var að rannsaka þetta þá fór ég mun grófari veg á grandinum til að reyna fá réttlátan samanburð. Sá gamli átti það til að byrja að "skoppa" þegar maður ók hratt í svolitlar holur, það vill ég meina að sé sökum þess hve léttur hann er (og með blaðfjaðrirnar að aftan kanski???)
Eftir nokkra daga harðar prófanir þá valdi ég að halda Grandinum (sem ég var reyndar búin að eiga í rúmlega 2 ár þess á undan)
En ég ákvað að taka millikassan úr XJ bílnum og losna við Quadra Trac draslið úr grandinum, það klárast vonandi um helgina.Kveðja
Arnór
13.01.2006 at 20:09 #538704Sælir
Mér var sagt frá einni útfærslu á svona undirvagnsvörn.
Pússa – öflugan grunn (epoxy zink…) – hammerite – underbody coating (einhverskonar svart gums sem er til í einhverjum útgáfum)
Þetta hljómar ágætlega, en fleiri hugmyndir væru vel þegnar.
Kveðja
Arnór
12.01.2006 at 22:06 #538698Sælir
Mér lýst vel á þessar hugmyndir Hjörtur, kanski maður ætti bara að reyna að sandblása þetta. Veist þú (eða einhver hér) hvað sandblástursgræjur kosta (svona bílskúrs útgáfa) og einnig hvar svoleiðis fengist?
Kveðja
Arnór
12.01.2006 at 21:59 #538696Sæll Guðbrandur
Ég þakka fyrir þessa hugmynd en því miður verður hún illframkvæmanleg í þessu tilviki. Ég gleymdi auðvitað að minnast á það hér að ofan að ég er með sambyggða grind og boddý, Cherokee.
Kveðja
Arnór
12.01.2006 at 20:06 #197038Gott kvöld
Ég er að fara að taka undirvagninn í gegn á jeppanum mínum.
Ég ætla að pússa burt allt ryð og gera fínt, en ég er að spá hvernig best er að verja þetta aftur.Er einhver sem lumar á góðri lausn í þeim efnum?
Þetta má vera hundleiðinlegt og tímafrekt bara að þetta verði eins öflugt og völ er á.Kveðja
Izeman
08.01.2006 at 19:25 #536462Sælir
Hér er mun betri mynd af LandRovernum sem ég skrifaði um hér að ofan:
[img:bzmvhx3v]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/4081/27424.jpg[/img:bzmvhx3v]
Svo meira hér:
https://old.f4x4.is/new/profile/?file=5887
Kveðja
Izeman
31.12.2005 at 00:55 #537238Sæll
Fyrst þú minntist á spilakassana hér að ofan…
Ef að einhver á að hagnast af spilakössunum þá eru það núverandi aðilar: Sáá, Landsbjörg og Rauði krossinn (held það séu ekki fleri, að frátöldu einhverju sem sjoppurnar fá).
Skárra en að eitthvað fyrirtæki eða einkaaðili græði á þessu.
En það er rétt að þeir eyðileggja líf fólks og í miklu meiri mæli en flestir halda. Spilafíkn er ekkert grín.
Ef eitthvað á að gera í sambandi við spilakassa þá er það að banna þá alfarið (þótt ég viti það að þá myndu þeir sem vilja spila í svona kössum bara finna aðra leið t.d. að spila fjárhættuspil á netinu eða álíka.)Ég versla mína flugelda hjá björgunarsveitunum og ég myndi kaupa bjór hjá SÁÁ ef þeir væru með bar.
Kveðja
Izeman
24.12.2005 at 15:15 #536864Sæl öll
Ég óska öllum hér gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Jólakveðja
Izeman
24.12.2005 at 15:09 #533678Sælir
Til hamingju Gunnar með þennan frábæra árangur!
Hjörtur, hefur þú séð mann á amfetamini eða kókaíni? Það hefði ekki nokkur maður getað framkvæmt þennan akstur undir áhrifum slíkra lyfja. Ef að maður tekur örvandi lyf, sama hvað þau heita, þá endast áhrifin ekki næstum allan þennan tíma og þá hefði þurft að innbyrða meira og þá verða menn kolruglaðir í hausnum. Svo hefði líka verið svolítið erfitt að fela svona neyslu frá áhöfninni um borð.
Miðað við hversu ótrúlega ólíklegt það er að hann hefði getað neytt ólöglegra lyfja í þessari ferð þá koma þessar ábendingar þínar út sem ásakanir, að mínu mati.
Það er ekki létt að vaka í 3 sólahringa, en ég hef gert það sem og margir aðrir. Fékk mér engin örvandi lyf ekki einu sinni koffein, sem er nú samt löglegt. Ef að mikið liggur við og margt að gera þá helst maður bara einfaldlega vakandi.Niðurstaða: Gunnar hefði ekki með nokkru móti getað verið á ólöglegum lyfjum og Hjörtur þú hefðir gott af því að kynnast krefjandi vinnu.
Kveðja
Izeman
20.12.2005 at 00:30 #536378Sælir
Ég get ekki sett inn myndir í albúmið mitt og skellti þar af leiðandi myndinni inn undir upplýsingum um mig. Hún er mjög lítil og ekki frá góðu sjónarhorni. En allavega mynd af mjög fallegum LandRover, smíðaður af Ásgeiri Inga Óskarssyni. Ég ætla samt að reyna að koma betri mynd hérna inn fljótlega.
Kveðja
Izeman
13.12.2005 at 18:58 #535864Sælir
Grand Cherokee (´93 lookið) er 1740 kg original, sem stemmir alveg. Þekki samt ekki þyngdina á Wagoneer…
Kveðja
Izeman
10.12.2005 at 23:50 #535498Sælir
Foreldrar mínir óku um á Patrol High Roof 1987 með 3,3 turbo og var hann samkvæmt skráningarskirteini 132 hö…
Kveðja
Izeman
-
AuthorReplies