Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
18.04.2006 at 19:20 #549574
Sælir
Pungaprófið kostar hjá mér 70.000 og það er ekkert þar sem nýtist á fjöllum að undanskyldu notkun áttavita og korta (engin skyndihjálp, vélfræði né notkun gps á þessu námskeiði sem ég er á)
Ég skal taka undir það að það kemur ekkert námskeið eða einhverskonar lesning í staðinn fyrir reynslu. En maður er margfalt fljótari að öðlast reynslu ef maður hefur þekkingu á hlutunum.
En ég get hiklaust fullyrt að það væru færri alvarleg slys á hálendinu ef svona upplýsingar lægju fyrir handa byrjendum. Einskonar skyldulesning áður en farið er á fjöll í fyrsta sinn.
Þetta félag er aðallega hagsmunasamtök jeppafólks og ég sé enga mikilvægari hagsmuni en að koma heil heim eftir ferð á hálendið.
Siggias þetta er rétt hjá þér að maður á að sýna sjálfsbjargarviðleitni varðandi það að afla sér upplýsinga. Það er nákvæmlega það sem er í gangi hérna, mig vantar upplýsingar og er að reyna að afla þeirra. Ef þessar upplýsingar liggja fyrir á góðum stað þá má endilega benda mér á það.
Þótt maður sé kominn með einhverja reynslu af fjallaferðum þá veit ég að það er gríðarmargt sem maður á ólært. Þótt ég sé mjög gjarn á að læra bara af eigin mistökum þá er ágætt að eiga möguleikan á hinu 😉
Þetta lítur vel út hjá litludeildini, þessar upplýsingar sem komnar eru þar. Endilega, allir sem luma á fræðsluefni sem nýtist, að senda til litludeildar.
Kveðja
Arnór
16.04.2006 at 20:30 #549540Sælir
Ég ætla að taka undir með King-1 og Guðbrandi. Það væri stórsniðugt að hanna námskeið fyrir jeppamenn sem ætla á fjöll. Eitthvað svipað og pungapróf á báta.
Þar sem að ég bý úti á landi og vinn mikið þá er langt þangað til ég legg leið mína til Rvk á námskeið. En fjarnám er eitthvað sem tíðkast mikið hér.
Mín hugmynd er sú að safna saman ýmsu námsefni og búa til nýtt efni ef á þarf að halda.T.d. taka nokkrar myndir af því þegar verið er að setja dekk á felgu og texti við. Hvernig tappar eru settir í dekk, hvernig aka skuli yfir ár og vöð, loftþrýstingur í dekkjum, hvernig er best að losa bíla úr festum og svo framvegis….
Myndir af gps tækjum, áttavitum og kortum og hvernig það virkar allt, ásamt verkefnum sem þarf að leysa.
Svo koll af kolli að fara yfir allan helsta búnað og öryggisatriði.
Vissulega eru menn sjaldan sammála um hvernig best sé að gera hlutina. En aðalatriðið er að koma grunnatriðunum til skila.
Svona námskeið mætti auglýsa hér á vefnum ásamt því að setja inn A4 blað með auglýsinguni á, sem að félagsmenn gætu prentað út og hengt upp úti í næstu sjoppu.
Best væri ef þetta væri mjög ódýrt. Svo væri kanski hægt að auglýsa ákveðinn tíma og stað til próftöku nokkrum sinnum á ári. Svo í staðinn fengju menn voða fínan límmiða til að klessa einhverstaðar á bílinn.
Þetta með próftökuna þarf sjálfsagt eitthvað að útfæra en aðalatriðið er að koma námsefninu í hendurnar á fólki.
Ég er í miðju pungaprófsnámskeiði núna og það er þannig uppsett að það væri hægt að læra það allt heima hjá sér.
Endilega látið vita hvernig fólki lýst á þessa hugmynd og aðrar útfærslur.
Kveðja
Arnór
03.04.2006 at 21:08 #548242Sæll Gunnar Þór
Ég er að leggja lokahönd á 38" breytingu hjá mér. Það er Grand 93 módel.
Bíllinn var 36" breyttur þegar ég keypti hann og búið að setja 5 cm klossa, framan og aftan. Það var líka búið að síkka stífur að aftan um 5 cm og hásingin færð aftar um 6 cm. Það var líka búið að klippa helling úr.Svo 38":
Ég bætti við 5 cm klossum að framan og fékk stífusíkkunarkítt hjá Birni í Vagnar og Þjónustu.Að aftan setti ég framgorma úr Cherokee XJ bíl. Við það hækkar hann um rúmlega 5 cm í viðbót að aftan. En ætla að láta stífurnar vera áfram síkkaðar um bara 5 cm.
Svo hækkaði ég samsláttarpúða upp. Boraði líka nýtt gat fyrir þverstífu á framhásingu.
Svo ætla ég að setja öflugan þverbita milli grindarbita að framan (nýtist einnig sem prófíltengu)
Mér var bent á að gera þetta til að losna við það hvimleiða vandamál að boltarnir sem halda stýrisdæluni hafa tvisvar brotnað hjá mér og þá er ekki gott að stjórna…Svo þarf ég að ákveða hvaða dempara ég ætla að setja. Rancho 9000 stillanlega innanúr bíl, eða Koni stillanlega.
Svo er aðalmálið: Láta smíða öflugt veltibúr inn í bílinn! (sem gefur góða möguleika á 4 punkta belti)
Varðandi millikassan þá er ég laus við quadra trac ruslið og kominn með NP 242. Ég notaðist við þessa vefsíðu sem Þórir vísar í ásamt fleiri síðum sem ég gróf upp. Leitar bara á google…
Svo stendur til að fá öflugri hásingar. Sem er jafnframt ástæða þess að ég breytti engu í sambandu við hvorki þverstífu né stýri.
Eitt enn… Það þarf að setja auka kælir á skiptinguna og hitamælir. Aukakælirinn sem fer í hjá mér var fengin úr XJ bílnum sem ég reif millikassan úr.
Enn eitt enn… Ég lenti í smá vandræðum með hraðamælabreytinguna hjá mér. En það reddaðist hjá KT Jeppaverslun á Akureyri. Þar fékk ég rafmagns breytistykki sem ég á reyndar eftir að tengja. Það er hægt að hafa tvær stillingar á því ef þú vilt nota minni sumardekk.
Þetta er svona það sem ég man eftír í fljótu bragði.
Kveðja
Arnór
26.03.2006 at 22:03 #547510Sæll Siggi
Þú ættir að íhuga að renna yfir þín fyrri skrif hér á síðunni og leiðrétta þar ýmsar villur áður en þú ferð að skjóta á aðra með stafsetningu…
Ég er svo feginn því að það eru ekki margir sem eru að leiðrétta skrif manna hér, því það er fátt meira pirrandi.
Á meðan að það er skiljanlegt það sem skrifað er þá skiptir þetta engu máli.
Ég er svo heppinn að vera ekki með lesblindu en það eru margir í kringum mig sem þjást af þessu. Þú ættir að kynna þér lesblindu aðeins og hvernig það lýsir sér. Þá veit ég að þú myndir ekki starta þræði með þessu efni.En ég er sammála þér með skítköstin.
Kveðja
Arnór
24.03.2006 at 21:36 #547232Sælir
Mér datt í hug að uppfæra þennan þráð. Það væri gaman að sjá hvort einhver hér viti hverjir eru að framleiða svona millistykki. Og eins hvort þetta gæti verið fáanlegt hér á landi.
Kveðja
Arnór
26.02.2006 at 22:04 #544816Sælir
Ég myndi fara í 14 – 15" breiðar felgur fyrir mudderinn. Ég veit um allnokkra sem eru með þessa breidd og eru ekki í neinum vandræðum með affelganir. Þessir sömu aðilar eru flestir ekki með soðin kant og ekki heldur límt.
Kveðja að austan
Arnór
26.02.2006 at 01:09 #544706Sæll Stebbi
Einu sinni lenti ég í súkku sem ekki startaði og þá var það eitthvað í svissinum sem var bilað og það tókst að koma bílnum í gang með því að ýta lyklinum aðeins til meðan maður startaði.
Svo var það þannig á súkkuni sem ég sjálfur átti að maður þurfti að stíga kúplingspedalann niður til að geta startað. Kanski eitthvað dottið úr sambandi þar…
Kveðja
Arnór
19.02.2006 at 22:28 #543424Sæl öll
1000 kr komnar inn…
Kveðja
Arnór
19.02.2006 at 22:19 #543370Sælir
Ég var fyrir stuttu að ljúka við að skipta út 249 kassanum mínum fyrir 242. Ég notaðist við þessar leiðbeiningar sem Kristinn vísar í hér að ofan. Gott ef það varst ekki þú Kristinn sem bentir mér á þær á sínum tíma.
Þetta var ekkert rosalegt mál, alls ekki. Þetta er komið í hjá mér en ég er ekki búin að keyra bílinn ennþá þar sem hann er í meiri breytingum hjá mér. En það bendir allt til þess að þetta sé í lagi.
Ástæðan fyrir því að ég skipti var sú að ég gat t.d. keyrt bílinn upp í ruðning með framdekkin og ef afturdekkin stóðu á svelli þá gat ég sett í drive og bílinn spólaði bara að aftan. Svo þandi ég hann upp í svona 1200 snúninga og þá byrjaði hann að spóla að framan líka. Ekki gott í mjög þungu færi.
Ég er að vísu með 1993 árgerð af bíl sem að læsir sér ekki í lága.
Ég keypti mér XJ bíl árgerð 1989 og reif kassan úr honum. Þar get ég líka tekið nöfin og þarf ekki lengur að borga 26.000 kr þegar ég þarf að skipta um legu að framan.Kveðja
Arnór
17.02.2006 at 23:35 #515004Já það hljómar eins og rétta skýringin á þessu. Enda eftir að ég leyfði honum að kólna (áður en ég drap á) þá snuðaði skiptingin bara af stað en skipti sér svo eðlilega um þriðja og fjórða þrep en vildi bara ekki niður fyrir þriðja. Það hljómar eins og einhver tölvuvilla…
Kveðja
Arnór
17.02.2006 at 20:16 #515000Sælir
Jú þetta er örugglega rétt hjá þér Ásgeir. Það skrítna við þetta var samt að sama hvað ég kældi hann þá lagaðist skiptingin ekki aftur fyrr en ég var búin að drepa á í nokkrar sek og svo starta aftur…
Eitthvað furðulegt.En ég er búin að komast að niðurstöðu með tengingarnar á þessu. Ég ætla að tengja þannig að vökvinn fari fyrst í gegnum aukakælirinn og svo í gegnum vatnskassan. Ég ætti með þessu móti að halda nokkuð eðlilegum vinnsluhita við margar aðstæður.
Kveðja
Arnór
16.02.2006 at 21:24 #514992Það var eitt sem mig langaði að spyrja þig, Freyr (eða einhvern sem veit) að. Svona fyrst þú ert með svipaða (kanski eins) skiptingu.
Kannastu við að skiptingin byrji að haga sér skringilega eftir mjög mikið álag?
Þetta hefur gerst tvisvar eða þrisvar hjá mér og lýsir sér þannig að skiptingin neitar að skipta sér niður úr ábyggilega þriðja þrepi.
Hún byrjar ekki að haga sér eðlilega aftur fyrr en ég er búin að drepa á og starta aftur (læt hana fyrst kólna til öryggis). Eftir það er hún eins og ný aftur og allt í fínu lagi með vökvann.Mér datt í hug eitthvað tölvuvandamál en þetta hefur ekki komið nema í þungu færi í snjó. Því datt mér hiti í hug…
Kveðja
Arnór
16.02.2006 at 21:11 #514988Sæll Freyr
Ég er einmitt að fara að kaupa kælir á næstu dögum. Hvernig kælir fékkstu þér?
Ég var að spá í hvaða stærð og gerð ég ætti að fá mér. Datt í hug að setja 28 x 28 cm (11 x 11 tommur) en ég á enn eftir að mæla hvernig svoleiðis passar.
Svo átti ég alveg eftir að athuga með mismunandi tegundir. Kallarnir sem ég talaði við, töluðu bara um eina universal útfærslu í mismunandi stærðum.
Kveðja
Arnór
16.02.2006 at 20:16 #514984Sælir
Ég var að grafa þennan skemmtilega þráð upp.
Ég var að spá í þetta sem talað er um að vökvinn gæti kólnað of mikið ef maður er með stórann aukakælir á skiptinguna.
Það var sölumaður hjá Bílabúð Benna sem benti mér á að ég gæti tengt þetta þannig að vökvinn fari fyrst í gegnum aukakælirinn og svo í gegnum kælirinn í vatnskassanum. Með því móti hitnar hann aftur aðeins þar og getur haldið eðlilegum vinnsluhita.
Hvað segja menn um þetta?Eða er kanski best að hafa þetta þannig að maður noti bara vatnskassan dagsdaglega og bæti svo hinum við þegar færið þyngist?
Kveðja
Arnór
12.02.2006 at 18:53 #542400Sælir
Þetta segir sig allt sjálft, í mínum huga, sem minnst er á fyrr í sambandi við þessi öryggisatriði og að sá sem dregur er sá sem ber ábyrgðina.
Ég lenti í því fyrir rúmu ári síðan að ég var að aðstoða fólksbíl sem var fastur inn á Akureyri. Þetta leit nú frekar sakleysilega út hafði keyrt inn í ruðning og hálfur í gegn. Svo byrjaði ég að draga varlega eins og alltaf en það vill ekki betur til en að þessu maður hafði keyrt yfir stein sem var inni í ruðningnum og þegar ég dró hann afturábak þá braut helvítis steinninn framstuðarann hjá honum.
Úr varð ægilegt mál þar sem ég átti að borga fyrir allt saman. Sem betur fer tókst mér með leiðindum að koma mér útúr því.
En eftir þetta þá er maður hálf tregur til að aðstoða Jón Jónsson á fína fólksbílnum sínum.Þetta er vissulega algjör undantekning og óheppni en átti sér engu að síður stað og mun eiga sér stað aftur.
Kveðja
ArnórPs. Ég vill ítreka fyrri orð mín að þetta tengist ekki jeppamennsku ég myndi aldrei draga upp eitthvað svona bull á fjöllum. Eins dreg ég tilbaka þetta sem ég sagði um ónýtar festingar það er eitthvað sem aðstoðarveitandi ætti að athuga.
12.02.2006 at 14:21 #542390Sælir
Svona skjal getur komið sér vel t.d þegar einhver ókunnugur biður mann um að aðstoða sig.
Ég er ekki reiðubúin að taka á mig rándýrt tjón vegna þess að einhver klúðraði því að sjóða dráttarfestingar á bílinn sinn.
Eins ef einhver ókunnugur á fólksbíll er fastur í skafli og ég kippi í hann þá eru alveg ágætis líkur á að eitthvað plastdrasl upp á 100 þús brotni og ég sitji uppi með tjónið.Ég myndi aldrei nota svona skjal í ferð! Þar hjálpar maður öðrum og aðrir hjálpa þér. Svo ber maður sjálfur ábyrgð á tjóni á eigin bíl.
En einhverskonar skjal þarf að vera til fyrir þau örfáu skipti sem það er viðeigandi. Ég er sammála því að það þarf að ummorða þetta eitthvað, þannig að ekki séu eins miklar líkur á misnotkun á þessu.
Kveðja
Arnór
11.02.2006 at 17:52 #542330Sælir
Þetta er gott framtak, ég hafði einmitt verið í þessum hugleiðingum sjálfur einhvern tímann, að búa til svona skjal.
Leiðinlegt að þetta skuli vera nauðsynlegt en svona er þetta bara…
Kveðja
Arnór
07.02.2006 at 23:55 #541820Sælir
Hvernig er að nota ofurtóg sem öryggisspotta? Kanski hafa eitt 16mm ofurtóg bundið á svipaðan hátt og Hafsteinn minnist á hér að ofan. Það allavega ætti ekki að slitna.
Það væri hugsanlega líka hægt að hnýta það þannig að það strekkist nokkrum sinnu í viðbót á teygjuspottanum áður en ofurtógið strekkist á milli bílanna. Þetta væri hægt að gera með því að hafa góðan slaka á ofurtóginu á milli hnútanna. Þetta yrði maður að dunda sér við að hnýta almennilega einu sinni og væri hægt að hafa alltaf á.Ef teygjuspottinn slitnar þá ætti að teygjast aftur á honum og mætti jafnvel gerast nokkrum sinnum. Þá bókstaflega hlýtur ökumaðurinn sem er að draga að átta sig á því að slá af
Varðandi það að fá kúluna eða álíka fljúgandi af stað. Þótt ég hafi ekki prufað neitt af þessu þá ætti að vera hægt að þrælvefja kúluna með öðrum spotta og hnýta annarsstaðar í bílinn áður er lagt er af stað í ferð. þetta þyrfti að líka að vera þrælsterkt.
Ég man reyndar ekki tölurnar hvað svona 16 mm ofurtóg þolir en það eru allavega nokkur tonn minnir mig.
Hér er svo skýringarmynd:
[img:24pslzdg]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/4184/28196.jpg[/img:24pslzdg]
Kveðja
Arnór
06.02.2006 at 17:40 #541396Sæl öll
Þetta er kanski allt saman spurning um umburðarlyndi? Hvort maður umber hvern "ónýtan" þráðinn á fætur öðrum og hver leiðindin á eftir öðrum. Ég persónulega hef ekki slíkt umburðarlyndi, enda eru öfgar í öllu. Þegar umburðarlyndið er orðið of mikið þá er það oft á tíðum komið út í það að láta vaða yfir sig.
Og það gengur ekki!Ég sýndi mogga stuðning á sínum tíma, þegar hann rétti fram sáttarhönd en ég sá því miður eftir því síðar.
Einu samskiptin sem ég hef átt við Tudda var þegar ég endaði á dauðalistanum hans. Leitt að geta ekki lengur vitnað í umrædda þræði annars myndu kanski þeir sem ekki skilja þessar aðgerðir gera sér betur grein fyrir aðstæðum.
Þetta er heldur ekki spurning um einhverjar vikur það væri nær að segja ár (eða kanski meira, man ekki…)Kveðja
Arnór
06.02.2006 at 00:14 #541620Sælir
Ætli megi ekki áætla að umræddur bíll (cj5) sé vel innan við 2 tonn…
Kveðja
Arnór
-
AuthorReplies