Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
03.02.2004 at 09:36 #487314
Það er nú alveg spurning hvort maður ætti eitthvað að vera að fara út í þetta en…
12" breiðar felgur er nú alveg lágmark fyrir 35" dekk. Ég er með minn þannig og hef séð munin á 10" felgunum. Þegar að búið er að hleypa vel úr þá er þó nokkuð meira flot hjá mér.
Aksturseiginleikar er ekki neitt síðri þannig að þetta er ekki spurning.Kveðja
Izeman
02.02.2004 at 00:23 #487130Gott kvöld
Ég þakka kærlega fyrir þessar upplýsingar og mun ég beina viðskiptum mínum annað. Þetta lýsir því mjög vel hverskonar fólk er um að ræða þarna. Fólk sem bara er eftir peningum og eru til í að ljúga til að eignast þá. Þetta ætti nú að vera ein algengasta spurning sem þeir hafa fengið varðandi þessar grindur ,,hvort þær eru ryðfríar", þannig að það er nú alveg ábyggilegt að þeir hafi hreinlega logið þessi að þér.
Þótt um ,,misskilning" hefði verið að ræða þá er nú ekkert sjálfsagðara en að leiðrétta þann misskilning með því að endurgreiða þér að fullu og bæta fyrir málninguna.
Þetta er ekkert nema hræðileg þjónusta ef ekki bara þjófnaður, því ég get næstum lofað þér því að þeir selja grindina á mikið meira en 30.000!Kveðja
Izeman
29.01.2004 at 21:12 #486340Sæll Kjartan
Þessir bílar eru alveg stórsniðugir að mörgu leyti. Komast allan fjandann, en ef það er djúpur snjór úti, þá þýðir ekkert nema 44" bíll. Að vísu skilst mér að það sé ekkert mál að koma því undir bara kaupa dekkin og skera svolítið úr, eða kaupa nýtt húdd sem er gert fyrir stærri dekk og skera að aftan…
Þeir eru gerðir til að þola 15 metra frjálst fall án þess að neitt skemmist (því þeim er stundum sleppt úr flugvélum með fallhlífar á sér). Vélin alveg stórskemmtileg og drifbúnaðurinn sömuleiðis. Í einhverjum bæklingnum var sagt að ef eitt (eða fleiri) hjól eru frá jörðinni þá er ekki annað en að stíga laust á bremsuna og þá full læsir hann sér strax!
Það er ekki að ástæðulausu að ameríski herinn hefur notað þessa bíla í áraraðir og halda því áfram.Kveðja
Izemanps nú eru til nokkrar útgáfur af þessum bílum og ekki alveg víst að t.d. ódýrasta útgáfan þoli þetta 15 metra fall… til dæmis, þekki það ekki. En að grunni til eru þetta nánast sömu bílarnir.
13.01.2004 at 01:25 #484080Sælir
Jú þetta er Arnór í Vélstjórn VMA.
Ótrúlegt hvað það er mikið af ykkur vitleysingum (skólabræðrum) að þvælast hér 😉
12.01.2004 at 21:42 #484072Sama hér, á ekki alveg eins litlum Cherokee.
Ég pikk festi mig áðan og eftir næstum 20 mín mokstur kom stór og góður bíll og dró mig upp 😉
Var að leika ruðningstæki uppi í þorpi…Kveðja
Izeman
09.01.2004 at 18:48 #483698Sæll Ingaling
Ég er með svona dælu hjá mér. Keypti hana í Byko á 32.000 kr. Hún er að virka mjög vel. Í byko blaði fyrir stuttu var sagt að hún myndi dæla í 4 38" dekk á 15 min…
Ég skal ekki segja til um það hvort hún nái því alveg, hreinlega veit það ekki.
En hún er mjög snögg á 35" minni, allavega miðað við aðrar dælur sem ég hef séð í bílum.
Ég skal nú taka tímann á þessu á næstu dögum og pósta hérna.Kveðja Izeman
Ps. Eru líka svona hjólalegur í þínum bíl sem þarf að skipta um í heilu lagi, eða þannig. Verð á einu stykki, tæp 30.000 kr. Þetta þarf, skilst mér, að gera næsum einu sinni á ári þegar maður er kominn í 36" eða 38".
05.01.2004 at 01:04 #482856Sæll fugli
Ég var að fjárfesta í Cherokee 4 lítra á 35". Aflið er alveg feikinóg og alveg magnað að geta verið í langkeyrslu á 90 km hraða á 1400 snúningum = mjög lítil eyðsla.En fyrst þú kemst upp með að setja hann á 33" án neinna breytinga, bara klippa úr, þá er það fínt ef þú ert síðan með annan í einhverjar torfærur.
En ef þú þarft á annað borð að hækka og setja kanta, þá skaltu nú endilega íhuga að skella þér í 35". Það hefur ekki í för með sér neitt mikið aukaálag á bílinn en munar helling í hinum ýmsu torfærum.Kveðja
Izeman
05.01.2004 at 00:41 #482986Sæll JK
Ég er að vísu ekki willys eigandi en er á Cherokee sem er nú að ýmsu leyti svipað og Wrangler. Minn er ekki enn orðin neinn alvöru fjallabíll…
En ég get samt sagt þér það, að hann fer alveg ótrúlega langt, bæði er hann léttur (1720 kg) og býr yfir fínu afli (þessi tæp 200 hross eru að virka betur en ég átti von á).Það er nú svolítið sem ég hafði ekki kynnst áður (meðan ég átti Suzuki) hversu langt maður kemst á aflinu einu saman
Mér skilst að helsti munurinn á Jeep Cherokee og Jeep Wrangler er að sá síðar nefndi sé léttari á kostnað lúxus (hvað eru mörg s í því? ;).
Þannig að þú ert örugglega kominn með alveg rosalega skemmtilegt leiktæki/fjallabíl með Wrangler.Svo ef að þú vilt fá upplýsingar um Willys, þá fara svörin einungis eftir því hversu lítið er eftir af Willys í þeim… Enda kanski engin gríðarleg torfærutæki original (veit ekki með allra síðustu árin áður en þeir fóru að heita Wrangler).
Ég er að vísu ekki beint að svara því sem að þú spurðir um en kanski eitthvað í áttina (ekki mörg önnur svör).
Kveðja
Izemanps. Er alveg hjartanlega sammála þessu síðasta sem þú sagðir…
03.01.2004 at 02:12 #483118Komst að því núna fyrir stuttu að það er hugsanlega rétt þetta með einhver öryggi.
Ég gróf mig aðeins betur inn undir mælaborðið bílstjóramegin áðan og fann þar þrjú öryggi.
Og viti menn, þegar ég tók eitt þeirra úr sambandi þá slökknaði á þjófavarnarkerfinu. Að vísu fer bíllinn ennþá ekki í gang, en ég tel það vera vegna þess að ég aftengdi rafgeymirinn í einn sólarhring. Við það skilst mér að kóðinn á þjófavörninni núllist og maður þarf að endurforrita hana.
Þetta er ég næstum viss um að maður getur gert sjálfur í bílum til ´95.
En spurningin er sú: veit einhver eitthvað um hvernig þetta er gert?Kveðja
Izeman
02.01.2004 at 03:12 #483130Sæll Fastur
Ég vill alveg endilega fræðast meira um bædi driflokur og einnig hvernig millikassinn virkar í Grand Cherokee árgerð 93. Læsist millikassinn alveg þegar að sett er í láadrifið(bíllinn er alltaf í 4×4). Og svo eitt en, veistu hvort það er tregðulæsing að aftan í þessum bílum?Áramótakveðja
Izeman
02.01.2004 at 02:55 #483042Sæll btg
Tengdó voru nýlega að fá sér svona bíl á 35". Þau voru mikið á móti 35" bílnum vegna þess hve dekkin eru há en samt bara jafn breið og 33".
En eftir að hafa reynsluekið báðum týpum var það ekki spurning að fara í 35". Hann er þó nokkuð fallegri en 33" bíllinn og varla neinn munur á aksturseiginleikum.Þannig að ef þú stundar það að skreppa stundum aðeins út fyrir veg í snjó, þá er mikill munur á 35" úrhleyptu miðað við 33". Svo ég tali nú ekki um að ef þú ætlar á annað borð eitthvað að standa í því að hækka bílinn og setja brettakanta, þá tel ég að það sé ekki mikið meiri vinna að fara í 35". Hann kraftar alveg fínt með original hlutföll, að vísu er þessi með 2800 vélinni (en er nokkuð nema ca 20 hestafla og svolítill togmunur miðað við 2500?). Þar að auki er nú ekkert mikill verðmunur á 33" og 35" dekkjum.
En þetta er bara mín skoðun…
Ég sendi inn tvær myndir sem ég fann af bílnum í albúmið mitt. Átti því miður enga úr fjarlægð sem sýnir heildarsvipinn betur.Með von um mikil vandræði við að ákveða dekkjastærð 😉
Kveðja
Izeman
01.01.2004 at 23:14 #483116Sælir og takk fyrir ábendingarnar.
Ég dró hann inn í bílskúr í gær, þannig að ég ætla að prufa að fikta svolítið. Fyrri eigandi sagði mér að það ætti að vera eitthvað öryggi í honum sem að færi og það þyrfti bara að skipta um það, en hann virtist ekki þekkja þetta alveg nóg.
Ég athugaði allavega öll "venjuleg" öryggi en kanski er eitthvað alveg sér fyrir þjófavörnina annarstaðar?En einhvern veginn fara þjófar að því að aftengja þetta og koma bílnum samt í gang…
Hehe þyrfti kanski að hafa samband við einhverja vafasama aðila til finna út úr þessu 😉Áramótakveðja
Izeman
31.12.2003 at 17:29 #193371Góðan daginn og gleðileg jól.
Nú á ég í þó nokkrum vandræðum með nýja Cherokee´inn minn, en er að vonast til að það sé einföld lausn…
Ég keypti mér fyrir stuttu nýjan bíl, Grand Cherokee árgerð 93 með 4 lítra vélinni. Með í þeim kaupum fylgdi original (að ég held) þjófavörn en engin fjarstýring.
Málið er það að þjófavörnin fór í gang í gær (sem betur fer búið að aftengja hávaðann) og fyrir vikið get ég ekki startað bílnum.
Er nokkuð einhver hér sem að hefur lent í því að þurfa að aftengja svona lagað alveg, eða bara fá þetta til að hætta að vera í gangi?
Kanski væri gáfulegast, ef einhver veit þetta, að fá upplýsingarnar í pósti þannig að ekki sé verið að auglýsa þetta fyrir öllum. Með fyrirfram þökk.Jóla- og snjókveðja
Izeman
mail: arnorxxx@hotmail.com
05.12.2003 at 00:57 #4821402,5" Ætti að vera meira en nóg fyrir þessa vélarstærð. Það er ekkert verra að fara í 3" varðandi afl, en heldur ekkert betra. Það eina sem kemur er meiri kostnaður og jafnvel meiri hávaði en fer það nú að mestu eftir því hversu sniðugan kút þú ert með (deyfir hávaða en hindrar ekki flæði). Svo geturu svosem sleppt þeim alveg en ég þekki ekki hversu mikill hávaðinn er þá í dB… Kanski vesen með skoðun?
Það er allavega sama hvern ég hef ráðfært mig við hingað til varðandi sverara púst undir pajero 2800 að alltaf eru svörin þau að 2,5" sé alveg nóg. En þú mátt endilega láta vita ef þú kemst að annari niðurstöðu…Kveðja
Izeman
11.11.2003 at 03:05 #479792Sælir
Ég var að skipta yfir í 12" breiðar undir Súkkunni minni (Suzuki Sidekick) fyrir nokkrum dögum síðan. Ég er á 33" dekkjum og hafði nú verið varaður við þessu af hinum ýmsu aðilum. Mér var sagt að bíllinn yrði talsvert leiðinlegri (svagari) í daglegum akstri, en að vísu fengi hann meira flot í snjó og að það væri erfiðara að affelga, við lítinn sem engan þrýsting…
Niðurstaðan er allavega sú að bíllinn er ekkert öðruvísi í venjulegum akstri, hef ekið rúmlega 1000 km síðan ég skipti.
Svo ef að hann er þar að auki betri í snjó þá er bara ekkert slæmt um þetta að segja.Þannig að 12" eða 13" breiðar felgur fyrir 36" dekk er bara ekki nóg, af fenginni reynslu á mínum bíl þá færi ég hiklaust í 14" felgur.
Kveðja
Izeman
29.10.2003 at 08:04 #479332Sælir og takk fyrir svörin.
Þetta var nú mjög góður punktur og gleymdist að athuga…
Þá verður maður bara að láta núverandi afl duga, bitnar svosem ekki á mér. Var að kanna þetta fyrir tengdó…
Sjálfur væri ég himinlifandi yfir 2800 dísel, í súkkuna mína 😉
28.10.2003 at 23:55 #193086Sælir
Mig langar til að setja tölvukubb í 2800 Pajero 2000 módel.
Hef heyrt að þetta skili einhverjum hestöflum og þó nokkru togi.
En þarf ég þá ekki helst að setja sverara púst til að geta nýtt mér þetta nýfengna afl af einhverju viti? Ég veit t.d um eiganda af nýjum patrol sem að setti svona kubb en virtist lítið græða nema fallegan svartan reyk aftur úr bílnum þegar gefið var í…
Mér skilst að þessir kubbar kosti nú alveg 40.000 kr og svo þekki ég ekki hvort það er eitthvað mál að setja þetta í, þannig að manni munar nú ekki um eitt pústkerfi eða svo ef að maður fer út í þetta á annað borð.Kveðja
Izeman
28.10.2003 at 23:42 #479310Sæll Geiri.
Ég þjáist af sama vandamáli… En, ég sá merkileg skrif hér á síðunni um daginn þegar ég var að fletta í gegnum spjallið. Það var hann tecnique (minnir mig að hann heitir) sem var að segja frá sinni 1.6 túrbó súkku. Hann sagðist hafa mælt aflið út frá kvartmílu tíma, sem átti að vera um 140 hp…
Það kalla ég nú bara nokkuð gott og alveg þess virði að skoða.Kveðja
Izeman
17.05.2003 at 18:28 #473566Sælir og takk fyrir góð svör!
Gott að vita að þetta er allt saman hægt. Ég byrja sennilega á öðrum hlutföllum og svo læsingar eftir það.
Ég kanna þetta mál nánar þegar ég eignast pening í sumarKveðja
Ize
16.05.2003 at 21:58 #192594Sælir
Ég er mjög nýlega búin að kaupa mér Suzuki Sidekick (Vitara) á 33″ dekkjum sem er mín frumraun í jeppum.
Getur einhver hér veitt mér einhverjar upplýsingar varðandi breytingar á þessum bílum? Minn aðalvandi er kraftleysi. Ég er með óbreytt hlutföll, 1600 vél og bíl sem er 1320 kg…Er hægt að fá lægri hlutföll í þessa bíla?
Eða er einhver möguleiki að koma fyrir öðrum millikassa (skriðgír)?
Er hægt að auka níðurgírun í lágadrifinnu með því að fiffa við einhver tannhjól?
Eða borgar sig jafnvel að íhuga að fá mér nýja vél, t.d 2000 vél úr Baleno?
Eru fáanlegar læsingar að framan eða að aftan (eða bæði)?Það er ábyggilega HÆGT að gera þetta flest allt, en hvað er ódýrast til að auka utanvegar getu?
Ég finn það strax í þeim fáu snjósköflum sem ég hef fundið að hann flýtur mjög vel en ég á það líka til að drepa oft á honum ef ég lendi í miklum snjó eða auðum bröttum brekkum…Varðandi drifhlutföll þá nota ég aldrei 5. gír og fjórði gír mætti vera lægri…
Kveðja
Ize
-
AuthorReplies