Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
29.01.2006 at 12:30 #540610
Ég er einmitt að fara að kaupa 44" dekk núna á næstunni. Jafnvel ný og þá hafa menn verið að mæla með superswamper þar sem ég sé á svo þungum bíl (econoline)
Þeir nefna trexxus undir bílinn sem besta kostinn. Er eitthvað til í þessu?
Ég átti super swamper undir pajero áður og sór þess eið að kaupa aldrei aftur super swamper en svo er maður strax farinn að hugsa um það aftur.
27.01.2006 at 21:18 #540476Hvað varðar hilux þá finnst mér áhugavert að sjá hvað okkur íslendinga vantar marga bíla hingað og þá aðalega mismunandi gerðir af vélum. Ég var í afríku núna um áramótinn og að sjálfsögðu gaf ég þessum classísku bílum auga og sá þá að hilux var búinn oft 2,8l diesel vél og að mig minnir 3,0 líka. Svo voru þessir nýju með 2,5 commonrail.
Hinsvegar kíkti ég í umboðið og þar var hægt að kaupa nýjan 80 cruser.
Menn borga fyrir þessa 80 bíla eins og þeir séu nýir þó þeir séu eld eld eld gamlir. Væri þá ekki einhver tilbúinn að kaupa svona nýjan?
25.01.2006 at 13:38 #540222Hvaða verð setur hann á hann og hvernig er annað ástand á bílnum almennt.
Ég hefði gjarnan viljað vita það því ég á nánast alveg eins bíl bara ekinn 150.000km sem ég gæti hugsanlega viljað selja ef verðið er gott.
25.01.2006 at 09:51 #539566Sælir.
Ég hef aðeins notað svona irridium handsíma og ég var ekkert of ánægður með hann. Hann átti það til að virka ekki inni í húsum eða ef einhver blockering var á sambandi upp í loft. Fyrir utan það þá var svolítil seinkunn á sambandinu. Ef ég hefði getað valið hefði ég notað NMT frekar og ætla að gera þar alveg fram á lokunnardag kerfisins.Rétt er að taka fram að þótt seinkunn hafi farið fram og stundum erfitt að ná góðu sambandi gekk það alltaf á endanum og var alveg hægt að nota símann. Síðan verður líka að minnast á það að ég notaði símann inní myrkri afríku en ekki hér heima.
Ívar
23.01.2006 at 07:23 #539718Já, ég væri alveg til í að fara í eina ferð með svona "hlunkahóp" til að prófa, gæti alveg verið skemmtilegt.
Hvað varðar þessar lokur, er enginn möguleiki að sjá hvort þær séu ónýtar eða ekki.
Og ef þær eru ónýtar, er þá ekki betra að kaupa eitthvað aftermarket dót?Ívar
22.01.2006 at 22:24 #539712Mér hefur grunað lokurnar en veit þó ekki.
Finnst þetta einhvernveginn ekki alveg þesslegt.
Þegar lokur "sleppa", skemmast þær þá ekki alveg? eða hvað. Dugar kannski að fá sér nýjar lokur, eða jafnvel einhverjar öðruvísi?
Var núna að lesa á millikassann og þetta er NP205 kassi. Veit einhver hvort það sé eitthvað sem geti klikkað í honum sem lýsir sér eins og það sem ég segi.
Svo er annað. Er mögulegt að þetta sé dragliðurinn. Hann er svolítð slitinn (vel finnanlegt slag) og nánst alveg dreginn í sundur alltaf. (líklega 5 cm og stutt skapt.Hvað varðar 44 hásinguna þá veit ég ekki hvað sá sem smíðaði bílinn var að hugsa, kannski bara að spara. En nei, þetta er 350 bíll svo hann er bara sá stærsti sinnar tegundar
Bara svo við höfum þetta á hreinu að ef það smellur bara svona stundum (skiptunum fer fjölgandi held ég) þá er þetta sennilega ekkert í drifkögglinum (sérstaklega þar sem ég prófaði að læsa mismunadrifinu) öxlar heilir og ekkert að afturdrifsrásinni. Þannig að þetta getur bara verið millikassi (þó, ekkert svaka líklegt) eða lokur?
Ívar
22.01.2006 at 21:40 #539704Ég fór í dag upp á skjaldbreið, eða þ.a.s hálfa leið. Ég var á econoline á 44" notaði loftlæsingarnar ekki neitt og var á ónýtum dekkjum.
Það sem er vont við bílinn er að hann er tiltölulega þungur (og í mínu tilfelli að hann er með dana 44 að framan)
Kostirnir eru þá helst þeir að hann drífur alveg ótrúlega mikið. Það er svo svakalega hátt undir magann á honum að hann sest aldrei.
Skiptingin er þannig að hún tekur lítið á í byrjun svo það er auðvelt að hjakka ef það þarft. (en það þarf aldrei á svona stórum bíl)
Allavegana stóð hann sig það vel að ég ætla að eiga hann í smá stund í viðbót og gera frekari tilraunir.
Hvað varðar þyngd á þessum bílum þá finnst mér hún ekkert ógurleg. Bíllinn viktar um 3,1-3,2 tonn sem er bara hreynt ekki mikið fyrir bíl að þessari stærð og með hlúnka 7.3L diesel vél.
Í sambandi við dana 44 hásinguna þá er það eitthvað sem þarf að skoðast. Ástæða þess að við snérum við var það að það fór að smella af og til einhverstaðar í framdrifinu. Núna fyrst ég er að tala um þetta væri ágætt að fá hugmyndir.
Öxlar eru í lagi, ég prófaði að læsa mismunadrifinu svo ég útilokaði það að svo stöddu svo það eina sem mér dettur í hug núna er hreinlega millikassinn eða frammskaftið (sem er lélegt með lélegan draglið)
Hvað smellina varðar hljómaði þetta eins og smellir í tannhjólum, eða eins og eitthvað væri brotið en samt gengur hann án allra vandræða, jafnt í háa og láa. Ekkert í afturhjóladrifinu. Svo er erfitt að skipta um drif. (grunar sem sé helst millikassann.)kv. Ívar
21.01.2006 at 21:17 #539778Sælir. Við erum tveir sem ætlum aðeins að hossast í snjó á morgunn. Væri alveg gaman að fljóta með ef það henntar ykkur.
663-4383
21.01.2006 at 11:10 #539756Núna verð ég að viðurkenna að ég er ekki 100%, en er þetta ekki lokað kerfi?
Nú ef þetta er lokað kerfi með einhverjum kælimiðli inní og smurningu þá er varla hægt að nýta þetta í bæði.
Í econolinernum mínum er AC dælan bara nýtt í dekk og læsingar.
21.01.2006 at 10:54 #539678ég er búinn að eiga svona bíl í ca. 2 mánuði núna en aldrei haft tíma til að gera hann kláran á fjöll. Því verki var hinsvegar að ljúka svo að ég fer núna á eftir eitthvað út í snjóinn.
Ef að þetta er eitthvað að virka þá ætla ég að brosa hringinn og eiga hann, ef að ég sit fastur í hverjum skaflinum á fætur öðrum þá sel ég hann.
ps. hann er á 44", loftl. f/a og viktar aðeins 3.1 tonn með 7,3L vélinni.Ívar
663-4383
16.01.2006 at 18:59 #539208Las í blaðinu um daginn að það væri búið að taka 12 hingað til.
Í sömu grein stóð að menn yrðu sektaðir um 10x það magn sem væri í tönkunum.Ívar
13.01.2006 at 11:02 #538834á enginn gorm eða jafnvel bara lokuna alla?
Hvar getur naður fengið svona gorm
13.01.2006 at 08:36 #538770Er það ekki aðalega út af því að ekkert annað er í boði í toyotuna. Ef hún væri seld með 4.2 l diesel væri það örugglega vinsælla.
13.01.2006 at 08:34 #197046Sælir. Ég lennti í þeirri óheppni þegar ég var að skipta um öxul að ég bakkaði yfir gorminn í lokunni.
Núna var ég að skoða og ný loka kostar 5000kr og hefði helst viljað sleppa við að kaupa nýja. Er einhver sem lumar á svona gormi sem vill selja mér fyrir lítið eða gefa mér.
Þetta er semsagt Dana 44 frammhásing undan ford F250 (eitthvað gamall) 8 bolta hásing.
Ef einhver á svona eða veit hvar ég get fengið svoleiðis væri það rosalega vel þegið.
Kv. Ívar
663-4383
06.01.2006 at 14:35 #538102Kíki sennilega á sunnudag ef ég nenni að skipta um öxul á eftir.
Annars skilst mér að veðrið sé ekki spennandi svo ég sé bara til
05.01.2006 at 13:42 #537930Eitthvað rámar mig í það að til þess að auka nýtingu á diselvélum (sennilega líka á bensín) þá er hægt að gera eitthvað/allt eftirfarandi.
Hækka eldsneytisþrýsting svo bunan ýrist betur
Minnka og fjölga götunum á ýranum svo út komi fínni, dreifðari úði
Koma meiri hreyfingu á loftið svo það sjái betur um að dreyfa elsneytinu. (sem er það sem þetta hiclone ætti að gera)
Ég veit síðan ekki betur til að menn séu einmitt alltaf að eltast við þessi atriði. Commonrail diesel (rosalega mikill þrýstingur), Kominn ýrar/spíssar sem eru með fleyri og fínni götum og svo einmitt eitthvað svona hiclone dæmi. (sem ég hef þá yfirleitt séð í stærri vélum reyndar)
Þannig að útfrá þessu þá ætti hiclone að auka blöndunina á disel við loft sem ætti að skila sér í betri nýtni, hvort sem hún verður tekinn út í auknu afli eða meiri sparnaði.
15.12.2005 at 12:02 #536036Ég er reyndar sammála því að þetta ætti ekki að notast sem auglýsingarvefur.
En eik, þessi fullyrðing með að þetta virki ekki get ég ekki skilið. Ég hefði gaman að því að sjá rökin fyrir því af hverju þetta virkar ekki, því að allt í vélfræðunum bendir til þess að þetta einmitt þræl virki.
(enda sést líka hvernig patrolinn hans ella virkar mikið betur en aðrir sambærilegir patrolar)Ívar
14.12.2005 at 22:04 #535848Hverskonar lið er þetta hérna. Verður maður að passa hvað maður lætur út úr sér hérnar. Ef maður segir að LC vél sé góð verða þá allir LC eigendur að passa sig.
Hvernig er þetta, það verður að gera eitthvað í þessum málum. amk banna þennan aðila hér af spjallinu.Ívar
14.12.2005 at 17:51 #535830Hefurðu athugað með dieselvélarnar frá GM.
Þá er ég að hugsa um 6.2 og 6.5 diesel.
Þessar vélar með túrbínu eru alveg þokkalegar. Þá er 6.5 mun betri kostur en svolítið ofmetinn í verði þannig að ég myndi kaupa 6.2.Ívar
12.12.2005 at 17:46 #535676Sælir. Ég var einmitt að fara að pósta inn svipuðum þræði.
Ég er alltaf að lenda í þessu þannig að ef ég legg í smá halla þá kemur loft inná kerfði. Ferlega leiðinlegt að lenda í þessu og maður er eins og alger hálviti að lofttæma bílinn í hvert skipti sem maður leggur í halla. Þetta er alveg sama sagan hjá mér. Ef hallinn er nógu mikill getur þetta alveg gerst jafnvel þótt það séu 3/4 á tanknum.
Mér datt fyrst í hug einstefnulokkinn en svo líka að hann væri að sjúga einhverstaðar falskt, en það er kannski bara rugl í mér. ???
(p.s. ég er á econoline með 7.3)Ívar
-
AuthorReplies