Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
29.03.2006 at 05:33 #197630
Sælir
Þá er kominn tími til að skipta um vél en ég hefði viljað halda gírkassanum, millikassanum og öllu því tilheyrandi.
Það sem er í er 4.0 V6 ford og 5 gíra kassi aftaná.
Það sem á að fara í er V8 Chevy og helst sami 5 gíra kassi.
Nú, spurningin er, passar þetta saman eða þarf ég einhverja milliplötu? Ef já, hvar get ég fengið svona milliplötu.Með fyrirfram þökk, Ívar
02.03.2006 at 16:09 #545322Það var og, dýranaust orðið dýrara en umboðin, og það svo um munar.
Þetta er allt á niðurleið hjá þeim.
Ívar
22.02.2006 at 23:46 #543682Gott plan Ævar. Hlakka til og stöndum nú við stóru orðin.
Kv. ívar
20.02.2006 at 12:55 #543654Var að mæla á skiptingunni, og það er eins og mig grunaði. Töluvert of mikið á henni.
Auk þess keyrði ég smá hring til að prufa hana og mér finnst hún slúðra meira en hún gerði fyrir ferðina. Getur verið að converterinn sé að fara eða jafnvel farinn hjá mér???
Hvað með einstaka hluti í skiptingunni.Síðan en ekki síst væri gott að fá stutta lýsingu á því hvernig sé best að skipta um olíu þannig að ég fá hana alveg hreyna.
Ívar
20.02.2006 at 12:32 #543652Nei, ég gat ekki kannað olíumagnið þar sem kvarðinn brotnaði við allar þessar mælingar en olíumagnið hafði verið eðlilegt frá rvk til borganes svo ég geri ráð fyrir því að það hafi verið það áfram. Ekkert lekur út af kerfinu, hvorki mátti sjá ummerki um það í snjónum né á planinu hjá mér núna í gær eða dag.
Hitamælirinn er staðsettur frá kæli, við inntak á skiptinguna og fór að ég held aldrei yfir 160°F.
Ég skal mæla á honum aftur eftir 10-15 min og sjá hvort það sé ekki allt eðlilegt.
Getur verið að olían hafi verið orðin svona léleg (samt 8L af c.a. 16 voru nýir)
ívar
20.02.2006 at 12:28 #543660Ég er með.
Ég er ekki nema 75-80kg en bíllinn bætir þetta upp. 3,5tonnÍvar
20.02.2006 at 12:03 #197362Sælir.
Ég var uppi á langjökli á laugardag þegar ég lennti í veseni með sjálfskiptinguna mína. Þetta er C6 skipting í econoline.
Bilunin lýsti sér þannig að ég gat keyrt alveg eðlilega og ekkert vesen, hitastig alveg eðlilegt, jafnvel of lágt ef eitthvað þangað til að ég þurfti að stoppa. Þá yfirleitt setti ég í bakk og þá byrjaði hann að slúðra. Svo eftir að hann byrjar að slúðra er alveg sama hvaða gír þú setur í hann slúðrar bara áfram þangað til ég bæti á kerfið c.a. 1/2 l á kerfið. Þá virkar allt fínt.
Eftir að þetta kom upp nokkrum sinnum keyrði ég niður með pedalan límdan í gólfið svo ég þyrfti ekki að stoppa og þá var aldrei neitt vesen.
Þegar ég kom niður þá var ekkert aðfinnanlegt að bílnum. Virkaði í öllum gírum og ekkert vesen. Keyrði bílinn eftir þetta upp í sumarbústað og svo aftur heim (200km). Svo aftur aðeins í gær og aftur í morgunn og ekkert skeður. Kerfið lekur ekki og ég veit ekki meir.Mér grunaði að eitthvað væri misfarið í converternum eða jafnvel að hún næði ekki upp þrýsting sökum einhvers.
Skiptingin á að vera ný upptekinn en þó eru tveir gallar á henn að mér finnst. Mér hefur alltaf fundist hún þurfa mikinn snúning til að byrja að vinna. (eins og slúður, en samt ekki) og svo finnst mér hún hevlíti fljót að skipta sér niður (þ.e. að vélin fær nánast aldrei að erfiða).
Ef það hefur síðan einhver áhrif að þá deginum fyrir jöklaferð fór hjá mér hosa á sjálfskiptikælinum og lak útaf henni dágóður slatti. Hinsvegar bætti ég það upp með 8L af olíu og mældi oft og síðast í hyrnunni og olíumagn alveg eðlilegt.
Hugmyndir???
ívar
17.02.2006 at 12:14 #543024Sælir, hlunkar. Ég er að fara um helgina. Sennilega verð ég svo til einn og verð því að treysta á að aðrir verða á sama stað og ég. NEMA, ef standa á við stóru orðin og fara eitthvað saman. Látið mig vita ef þið hafið áhuga á einhverri ferð um helgina. Ég er klár í hvað sem er, bíllinn alveg í góðu standi og tilbúinn með tæpa 500 L af olíu ef þurfa þykir.
Ívar
663-4383
16.02.2006 at 14:50 #542790Hvernig er það, getur einhver látið mér í té GPS punkt af íshellunum í langjökli. Já eða jafnvel bara allan ferilinn.
Kv. Ívar
663-4383
16.02.2006 at 08:23 #542788Ég ætlaði mér að fara á laugardagsmorgunn upp á jökul. Jafnvel að gista einhverstaðar.
Væri mjög gott ef ég mætti hengja mig á einhvern eða ef einhver stakur vill slá sér með mér í för.Ívar
663-4383
15.02.2006 at 10:50 #542630Þá er tilvalið að kíkja þarna uppeftir. Stefnan hjá mér er þá á laugardag, óska hér með eftir föruneyti.
Ívar
663-4383
14.02.2006 at 15:32 #542622Ég veit ekki hvernig staðan er á þessu, en ég væri meira en lítið til í að fara þangað um helgina. Ég stefni á að fara á langjökul á laugardag. Væri gaman að fara með einhverjum og þá gjarnan í þessa íshella.
10.02.2006 at 10:12 #542198Þetta er samt svo merkilegt. Ég var oft búinn að hlaða bílinn hjá mér yfir nótt og jafnvel líka með tvo bíla til að gefa start á sama tímanum, en breytti engu. Svo hreynsaði ég geyma samböndin, setti nýja rafgeyma og hann fór í gang. En eins og ég segi, þá var aðal vandamálið þessi litli vír á startaranum sjálfum.
Ívar
09.02.2006 at 23:59 #542192Sæll, ég lennti í þessu um daginn. Þá vissi ég uppá mig sökina að ég var með ónýta geyma. Ég keypti nýja og þá virkaði þetta í 1/2 dag. Það sem var síðan raunvörulega vandamálið var lítll vír sem er á startaranum sjálfum. Það fer vír frá geymi í spóluna á startaranum og síðan fer annar frá spólunni í mótorinn sjálfan. Það var sá síðarnefndi sem var að stríða mér og m.v. hvernig það var gengið frá honum gæti ég trúað því.
Annars er það bara þetta venjulega, hætta að nýskast með geymana, athuga skónna, búinn að brenna mig oft á því o.s.fv. o.s.fv
Kv. Ívar
07.02.2006 at 23:53 #541958Já, og svona í leiðinni, þá vill ég líka svona leiguhúsnæði með innkeyrsluhurð. Minnst 3×3
Helst gefins (bara grín)
07.02.2006 at 14:51 #541412Að þeir nenni ekki að þræta.
Það að koma skynsemi fyrir hjá þeim er eins og að spjalla við bremsuklossana sína og biðja þá um að slitna hægar. Hefur bara akkúrat enginn áhrif.
07.02.2006 at 13:52 #541862Allt í lagi að menn eignist hitt og þetta, mig varðar ekkert um það. Hinsvegar hef ég tekið eftir töluverðum verðhækkunum þar sem Bílanaustgengið kemur við. Það finnst mér verulega vonnt. Ég reyni eins og ég get að sleppa við að versla við bílanaust.
07.02.2006 at 13:15 #541772Sælir. Ég hef ekki efnagreint þessa olíu, en hún er ekki með sömu bætiefnum og er á bensínstöð, þannig að hún þolir ábyggilega lítið frost. (hef heyrt -9°C á veturnar og eitthvað minna á sumrin)
Þess fyrir utan er hún töluvert dekkri á litinn og að mér finnst þykkri svo ég held að það sé meira vax en ella.
Ég myndi alveg þora að setja svona á mína 7.3L vél en hinsvegar veit ég ekki um minni og þróaðri vélar s.s. common rail eða aðrar vélar með lítil göt á ýranum (spísssanum)Ívar
05.02.2006 at 15:13 #541578Á ekki að koma frost núna á næstu dögum. Verður þá ekki fært uppá langjökul frá húsafelli?
Allavegana þá vill ég endilega fara þangað næstkomandi laugardag.
03.02.2006 at 10:20 #541340Þetta var mikið þarfaþing.
Segi ekki meir.Gott framtak…
-
AuthorReplies