Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
05.07.2007 at 14:36 #587758
Sælir.
Ég er alveg til í að leggja til einhverja dekkjagarma á felgum til að gera æfingar með tappa og sprengja þau uppá felgur.
Þarf bara smá fyrirvara. Svo þar sem ég er enginn sérfræðingur sjálfur í þessum efnum þarf einhver annar að sjá um kennsluna.Kv. Ívar
663-4383
ivar@teiti.com
05.07.2007 at 00:18 #586652Sælir.
Ég er búinn að vera að lesa mig hratt í gegnum umferðalögin, þ.m.t. þessi nýju og ég sé ekkert um að það sé hægt að gera ökutæki upptækt. Er eitthvað hæft í þessu? Ég er að heyra allskonar sögur en enginn virðist hafa neitt fyrir sér í þessu.
Annað mál.
Ef það á að gera bíla upptæka, hvað gerist ef ég er á lánsbíl?
–
Er enginn munur á 100.000kr bíl og 50.000.000kr tæki?
–
Hver fær peninginn?–
Þetta er bara eitthvað sem ekki gengur upp.
24.05.2007 at 12:40 #591450Ég á húsnæði með öllu því helst sem þarf.
Ég skal leigja það gegn vinnuframlagi.
Vantar að láta vinna í mínum eigin jeppa (breytingum) en hef sáralítinn tíma orðið til þess.
Verkfæri, mig-suða, logsuðutæki, bílalyfta og loftverkfæri, allt á staðnum.
Allt umsemjanlegt.
ivar@teiti.com
663-4383p.s. ef þið eruð óvanir jeppabreytingum eða sprautun þá ætla ég ekki að leigja gegn fé að svo stöddu.
15.04.2007 at 23:16 #588448Þú verður að fara varlega ef þú ætlar að nota hitabyssu. Mitt ráð er frekar að nota mikið af rennandi heitu vatni úr krana. Er ekki nægilega heitt til að skemma nema þá hugsanlega á stórum sléttum flötum.
Svo eru til sérstök efni til að ná líminu af ef eitthvað mikið verður eftir af því. Þarf ekki að vera.
Þau ættirðu að fá á sprautuverkstæðum, standsetningarverkstæðum umboða og svo fyrirtækjum sem merkja bíla.
13.04.2007 at 22:23 #588304Takk fyrir þetta. Þetta kemur mér allavegna af stað eftir helgi
13.04.2007 at 21:41 #588300Getið þið sagt mér hvar túristabílarnir fá sína kannta
13.04.2007 at 18:13 #200122Sælir allir vitringar.
Hverir eru það sem eru með 46-49″ kannta á Econoline, nýrra boddy?
Eru þetta fleyri en ein gerð í gangi? Ef svo er, hver er flottust.
Einnig kæmi til greyna að leigja mót ef einhver væri til í það, Á alveg sangjarnan pening fyrir eiganda mótanna. (þ.e.a.s. ekki fríkeypis eins og svo margir ætlast til)
Svo væri gaman að vita hvaða verð ég ætti að búast við fyrir kannta…
Með von um góð svör, eða amk einhver svör.
Kv. Ívar
24.03.2007 at 11:55 #585802Já ég er sammála því. Þetta eru draumóramenn sem eru að selja eld gamla econoline-a á þessum ofurverði.
Hinsvegar ættirðu að færa þig flokki ofar. Fá bíl á 3mkr og þá ertu kominn í bíl sem er kannski 5-7 ára og mun minna keyrður.
23.03.2007 at 18:04 #585794Fáðu þér bara Econoline.
Tekur amk 6 + mikinn farangur ef út í það er farið.
Fást í öllum stærðum og gerðum, breyttir óbreyttir og ekkert ómögulega dýrir.
+ þeir eru oftar en ekki töluvert léttari en t.d ford pickuparnir, eins ótrúlegt og það nú er.kv. Ívar
20.03.2007 at 22:08 #585374Stendur METRIC á pönnunni á E4OD síðast þegar ég vissi.
Þannig þekkist hún, og já þetta er nokkuð örugglega E4OD.
15.03.2007 at 16:59 #584556Ég var að heyra það að það væri sambærilegur búnaður orginal í nýja Porsche jeppanum?
Ef það er rétt þá ætla ég ekki að efast mikið meir.
Væri gaman ef einhver kannaði þetta.
12.03.2007 at 00:21 #199899Er ekki einhver agarlegur snillingurinn sem getur sagt mér hvort það þurfi að taka olíuverkið úr 7.3L ford diesel til að skrúfa það örlítið upp eða er hægt að komast í það á meðan það er ennþá í.
Ef svo er, er einhver sem hefur tækin í það aðrir en sérhæfði diesel verkstæðin s.s. framtak og vélaland?.Kv. Ívar
663-4383
ivar@teiti.com
03.01.2007 at 20:22 #573384Ég hef ekki enþá alveg fullmótað mér skoðu á hvort´ég sjálfur vil, en það er sjálfsagt mismunandi eftir tilfellum.
Hinsvegar skoðaði ég það að setja bæði og komst þá að því að maður fær bara gallana frá báðu. Svo ég mæli ekki með því.
15.12.2006 at 22:43 #57169264 42 569
20 25 876
Þetta ættu að vera þeir. Náttúrulega án ábyrgðar eins og alltaf skal taka fram.
15.12.2006 at 22:40 #571690Ég ætti að geta fundið þá einhverstaðar, skal leita, en ætlið þið að fara á morgunn?
Ég er að fara á langjökul einbíla á morgunn, stefni að því að leggja af stað kl 9 frá rvk. Hefði gaman af því að slást í för með einhverjum.
14.12.2006 at 17:09 #571492Ég var með 44" trexus á 16,5" háum felgum undir econoline sem var 3,3-3,6tonn.
Reyndist bara mjög vel þessar fáu ferðir sem ég fór. Ekkert affelgunarvandamál hjá mér og ég fór þó niður í 1,5 pund nokkrum sinnum.
09.12.2006 at 22:22 #570558Sælir.
Ég er með L200 96 2,5TDI
Eftir því sem ég best veit þá er þetta nákvæmlega sama vélin sem við erum með, amk nota ég parta úr 97 bíl.
Hvað blástur varðar þá er ég búinn að vera að hækka mig og er kominn í 15psi. Þá er ég alveg á mörkum öryggisventils sem er orginal í bílnum hjá mér.Núna er bara að fá sér afgas hitamæli til að ég þori að stífla öryggisventilinn og hækka þrýstinginn meira og skrúfa kannski svolítið upp olíuverkið með því. Annars bara sjá til.
Væri gaman að fá að sjá hvernig bíllinn þinn er uppsettur og hvernig hann er að virka samanborið við minn. Til þess að átta sig betur á því hvort ég sé að gera rétta hluti eða ekki.
Kv.Ívar
03.12.2006 at 17:08 #569842Patrol, 3,0l.
Er þetta ekki common rail bíll?
Hvað eru þið þá að tala um sem olíuverk?
Háþrýstidæluna sjálfa?
Ekki óalgengt að dæla sem dælir uppí 1500-2000bör skemmist. Það þarf nú ekki mikið til, þetta er svo nákvæm smíði.
25.11.2006 at 18:34 #569360Ég ætla að vera þarna einbíla á morgunn
Endilega látið mig vita hvenær þið stefnið í að vera þarna ef ég má slást í för.
S. 663-4383
Ívar
38" L200
23.11.2006 at 21:24 #569174Ég er alltaf til í einhverjar ferðir.
Ef einhver einstæklingur vantar ferðafélaga til að vera ekki á einum jeppa skal ég fylgja með, með ánægju.
Og þá er oftar en ekki laust sæti fyrir t.d. þig Gunnar.
Ég hinsvegar er lítið spenntur fyrir því að fara einbíla.Kv. Ívar
663-4383
-
AuthorReplies