Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.01.2008 at 16:41 #606754
Jæja strákar í gemlingum.
Er það þannig að þegar þið fáið lánaða hluti í neyð að maður fær þá hreint ekki aftur.Núna lánaði ég rafgeyma sem ég átti til að redda ykkur þegar þið voruð í vandræðum. Núna hefur mig oftar en einusinni vanta þessa ágætu geyma.
Ég er búinn að gera ítrekaðar tilraunir til að fá þá aftur og koma skilaboðum áleiðis til bæði Gumma og magna í gemlingum, einnig var þessi þráður ætlaður til að ýta á ykkur.
Nú finnst mér að þið ættuð að sjá ykkur sóma í þvi að skila mér þessum geymum eigi síðar en um helgina.
Getið skilið þá fyrir utan hjá mér á Huldubraut 27 ef þið þurfið eða náið ekki í mig.Þetta er ekki til þess ýta undir samhjálp jeppamanna ef að maður á að sitja eftir með sárt ennið fyrir að aðsoða
Kv. Ívar Örn
663-4383p.s. ef einhver þekkir til þessar manna sem gætu haft undir höndum þessa geyma væri ég þeim þakklátur að ýta á eftir þessu máli.
25.12.2007 at 17:49 #607676Er einhver snjór þarna innfrá.
Er þetta ekki bara rétt þekjandi föl sem liggur yfir öllu?
Að vísu lofar snjókomman hér í höfðuborginni góðu, en þetta er samt ekki nóg.Vill eiginlega fara í meiri snjó heldur en að keyra kaldadalinn á nýlögðum vegi með smá föl yfir.
Í sömu spurningu, fór allur snjórinn norðan jökla núna í rigningonum? er eitthvað norðaustur af hofsjökli o.s.fv.
Kv. Ívar
23.12.2007 at 12:02 #607590Ég keyri bæði nýjan patrol 2006 árgerð á 33 hérna innabæjar og er hann að fara með svona 17 á hundraði.
Að vísu ssk.2.8 bíllinn á 41 tommunni er líka mikið eiðslufrekari en ég átti von á, hann stendur mér að öllu jöfnu í 20L.
Að vísu keyri ég mest á fjöllum, og eiðslan á honum er MJÖG breytileg. Ef ég keyri greitt á þjóðvegi, jafnvel í vindi, þá er hann í c.a. 25. Síðan keyri ég rólegar og þá með vindi og þá var hann að detta í c.a. 13.Keyrði í fljúgandi hálku á hvolsvöll um daginn í góðu veðri, þá var ég ekki að fara mikið yfir 80-90. Þá eiddi hann 14 L.
þessi ferð á hvolsvöll var farinnn á einum 44" með 3L og svo mínum 2,8 á 41" og var eiðslan svo að segja jöfn.Annars segja menn að 2,8 patrol eiði ekki svona mikið. Þannig að ég hlýt að keyra með löppina helst til mikið niðri.
Kv. ívar
p.s fór í þórsmörk í gær og til baka, Með smá rúnti inn í mörk. Við það fóru 2/3 af tank eða c.a. 50-60L
23.12.2007 at 11:45 #607586Ég eignaðist patrol fyrr í haust og fyrir þann tíma hefði mér ekki dottið í hug að kaupa svona bíl.
Þetta var í mínum huga, þungt ógeðslegt þungt drasl. Þetta er bara fjölskyldubíll á stórum hjólum (sem er ekki eftirsóknarvert í mínu tilfelli)HINSVEGAR…
núna er ég búinn að keyra þennan bíl hátt í 10.000km á fjöllum, helgi eftir helgi og það kemur mér skemmtilega að óvart að ég þarf aldrei að gera við neitt eftir ferðar. Ég bara legg bílnum á planinu, og bíð eftri næstu helgi.
–
Vélin í honum er þolanleg, ekkert rosalega skemmtileg, en spurning hvort maður sé ekki alveg tilbúinn í að fórna vélaraflinu fyrir rekstraröryggið.
–
Bíllinn minn er 94 módel, með 2,8l (með afgas og boost mæli til að dótið endis)
Hann er á 41" iroc sem er bara ágætt fyrir hann. (hefur ekki stoppað mig enþá)
Mun væntanlega prófa 44 á næstunni þar sem þau komast undir.–
Einnig annað sem ég vill koma á framfæri, það er að OME gormar gerðu kraftaverk.
Fannst hann vera alltaf að slá saman hjá mér þegar maður var að þruma á ósléttum jöklum og fleyra.
Núna er ég með OME gorme 125mm lift og 50kg extra = ALLT ANNAÐ LÍF.Gleðileg jeppajól, ívar
22.12.2007 at 00:20 #607414Bensín.
Ég myndi ekki drýgja bensín með diesel. Þú átt það alltaf á hættu að það nái ekki að brenna við brunan, lekur það þá niður með stimpilhringjum og niður í olíupönnu. Þá verður smurolían hellst til þunn og smyr illa.
Diesel.
Þetta með steinolíuna er mjög áhugavert. Ég ætla mér virkilega að gera tilraunir með þetta. En hafa menn samt ekkert verið að fara í hina áttina.
Þeas þykkari eldsneyti. Flotaolíu, marine-diesel o.þ.h.
Sjálfsagt einhverjir vankanntar með parafina, en mætti alveg skoðast.
Jafnvel flotaolía / steinolía í hlutfalli 70/30.Hvað segja spekingar um þetta?
14.12.2007 at 21:38 #201385Í tilefni af nýliðaferð gemlinga inn í setur núna nýlega fór ég með 2stk rafgeyma í patrol sem var rafmagnsvesen á.
Veit ekki alveg hvar þeir eru niðurkomnir, en vantaði þá sárlega áðan.Væri þeim sem fékk þessa ágætu geyma lánaða, þakklátur fyrir að skila þeim sem fyrst.
Sími, 663-4383
Ívar
ivar@teiti.com
11.12.2007 at 14:33 #605984Eins merkilegt og það nú er, hefur heyrst að útivist standi á bakvið þetta.
Þeir hafi sótt um styrk til að laga veginn með þessu móti og hlotið 27mkr styrk í þetta "göfuga" verkefni í landspjöllum.
Væri gaman að fá þetta "staðfest".
08.12.2007 at 17:15 #605900Gunnar ingi..
Í sambandi við nákvæmlega mín dekk þá eru þau micro skorinn í miðjunni og búið að aka þeim amk 5000km, sennilega eitthvað meira.
Þetta eru fanta fín dekk, ekki að segja annað, og þrælgrípa. Mér finnst ég hinsvegar ekki vera að fá neitt umfram 38" á þessu. Ég myndi alveg skoða að fá mér MTZ um þessar mundir, eða gera þetta bara rétt og fara upp í fullar 44". (DC).
Sennilega læt ég samt öll dekkjamál bara vera þar til eftir þennan vetur, ekki nema ég skemmi eitthvað dekkjakyns.
Ívar
07.12.2007 at 09:15 #605878Ef þú treystir vél og drifbúnaði í scoutinum hjá þér sé ég ekkert því til fyrirsöðu að nota Trexus.
Gæti vel verið að það myndi virka mjög vel þar sem bílinn er léttur.Ég keyri einmitt sjálfur um á nýjum 41 iroc núna og líkar bara vel. Grípa vel, eru hringlótt en heyrist svoldið vel í þeim (ekki það að hinir möguleikarnir séu eitthvað hljóðlátir).
Mér finnst þau hinsvegar ekki hafa mikið framyfir 38 þegar kemur að mjúkum snjó það sem flot hefur allt að segja. Þá er bara aðeins lengra í að ég fari að draga kúluna.Þetta fengum við tækifæri til að prófa við samanburð á 3 patrolum, einn á mudder, einn á MTZ og svo ég á 41 iroc.
Ívar
06.12.2007 at 23:12 #605870Ég hef notað bíl á báðum tegundum og það var econoline. Undir þann bíl myndi ég hiklaust taka trexus dekkin. Mér fannst þau í alla staði betri.
Þau eru hinsvegar mikið þyngri að snúa og eru miklu stærri um sig á alla kannta. Minna í raun meira á 46" heldur en 44.
Þannig að, mín 5 cent eru.
Léttur lítill bíll s.s. cherokee og patrol = DC
Stór og voldugur bíll s.s. Ford econoline og ford F350 = Trexus.
19.11.2007 at 12:19 #604010Fyrir mitt leiti finnst mér orðið vanta eitthvað í bílinn þegar ég er ekki með lása.
Var aldrei með lása og fannst það bara allt í lagi. Komst s.s. allt sem ég vildi.
Hinsvegar eftir að ég hef vanist lásunum, vill ég ekki með nokkru móti sleppa þeim.
Gott líka að eiga eitthvað eftir þegar í vandræðin er komið. T.d. þegar maður er orðin fastur á annað borð, að þá dugar mér oft að setja lásana á og halda áfram.
ivar
16.10.2007 at 13:48 #599996Eitt sem ég geri á svona disel bílum.
Veit að mönnum þykir þetta misjanft en ég læt öndunina á sveifaráshúsinu (slönguna úr ventlalokinu) ekki liggja inní soggöng.
Með því veit ég nákvæmlega hvaðan olían í intercoolernum er að koma (bara einn möguleiki) og ég get líka fylgst með hversu mikið af olíu er að koma upp með önduninni. (þá læt ég öndunina fara í einhvern safndall)
16.10.2007 at 08:16 #599984Ef ég á að segja fyrir mitt leyti, þá finnst mér líklegra að þetta hafi verið að koma með túrbínunni.
Myndi amk byrja á því að taka á henni til að sjá hversu mikið slag er í henni.
Annars ef það er eitthvað skemmt hjá þér í kringum headdið þá á ég eitthvað til í svona head notað sem þú mátt bara eiga ef þú sækir.Kv. Ívar
ivar@teiti.com
13.10.2007 at 13:31 #200959Sælir allir saman…
Ég er að reyna að tengja millikassa í econoline hjá mér.Ef það sem ég veit er rétt þá er þetta borg wagner millikassi, minnir mig kallaður 1356.
Hann er rafstýrður og við hann er tengd tölva sem er merkt frá partasölu 86 bronco.Það sem stóru vandræðin eru, er að tengja sjálfan takkann í mælaborðið.
Veit einhver hvaða vírar gera hvað?
Tel að 3 af vírunum úr tölvunni eigi að fara í takkann + jörð, en ég veit ekkert hvað hver þeirra gerir eða hvar ég á að tengja hann aftaná takkan.
Allar upplýsingar um þetta eru mikil hjálp.kv. Ívar
663-4383
ivar@teiti.com
09.10.2007 at 23:58 #599454Ég hef lennt í þessu vandamáli á dana44.
Ég er nú svo einfaldur í mér að ég hamraði bara nafið ágætlega þar til þetta drasl small saman. Virkaði alltaf á endanumkv. Ívar
19.09.2007 at 08:06 #597392mv. að hann keyri c.a. 20.000km á ári og rafmagnið fyrir sambærilega keyrslu kosti 20-40 þúsund (í stað ca.250.000kr) þá ætti þetta að láta nærri lagi.
Held að fáir geri sér raunvörulega greyn fyrir rekstrakostnaði bíla sinna.væir gaman að fá tölur frá einhverjum sem heldur utanum þæri.
p.s. ég vona að þetta sé c.a. rétt reiknað hjá mér
kv. ívar
25.08.2007 at 22:29 #595382Ég ætla mér nú ekki að taka virkan þá í þessari umræðu enda er ég ekki málsaðili.
Hinsvegar finnst mér þetta með að fá hluti bætta svo miskilið að það hálfa væri nóg.Ef amma mín notar bílinn sinn nánast ekki neitt og á t.d. freelander. Hún keyrir milli 2-5 þúsund á ári sem þýðir það að þegar að gallanum kemur í 50.000km er bíllinn í besta falli 10 ára gamall.
Þetta er náttúrulega skömm af umboðinu að hafa selt grey konunni svona gallaðan grip, og 10-15 árum seinna, er nú vissara að láta konuna hafa nýja vél umorða laust.
NEI! – þetta var orðin eldgamall bíll og gæti hafa brætt úr sér útaf oxun í cylendrum þessvegna.Auðvita er ekki eðlilegt að bera saman 4 ára bíl og svo aftur 15 ára bíl. Það er alveg rétt. En einhverstaðar verða menn að draga línuna.
Ef ég veit rétt þá eru flestir bílar bara í 2 ára ábyrgð. Það er síðan viðkomandi umboð sem tekur á sig þetta 3 ár. Þannig að þar draga flest umboð línuna. Hvort sem bíllinn er ekinn 10.000km eða 300.000km. Auðvita reyna þau að koma til móts við óeðlileg tilfelli, samanber mótorhrun í 50.000km, en eru að gera það að vissu leiti með því að taka á sig 25% af kostnaðnum.Það má því alveg líta á þetta dæmi þannig að viðkomandi bíll sem um er rætt sé kominn 100% framm úr ábyrgð framleiðanda byggt á tíma (bíll 4 ára og ábyrgð 2 ár.)
Segi s.s. ekki mikið meira í bili nema góð rök komi fram.
Kv. Ívar
25.08.2007 at 16:09 #595366Það er 1-2 ára varhlutaábyrgð.
Þú eða umboðsverkstæðið hlýtur að eiga eftir eitthvað ósagt.
t.d. er það raunin að þú hafir þurft að borga 2x millikassa? og var olía á honum, ekkert óeðlilegt við viðgerðin?
Væri gaman að vita hvort þetta hafi virkilega farið svona hjá þér á endanum.
25.08.2007 at 16:05 #595364Ég ætla nú aðeins að taka þá í vörn.
Það að þeir skuli taka á sig 150.000kr af 600.000kr viðgerð er bara hrein og klár greiðastarfsemi.
Þeir þurftu ekki að slá neitt af, enda bíllinn ekki lengur í ábyrgð.
25% afsláttur þykir hreint ekki svo slæmt þegar um svona leiðindaratvik er að ræða.
Þú segir að þetta eigi að vera galli og skuli viðurkennast sem slíkur.
En hvenær á ábyrgðin að enda? Einhverstaðar verða mörkin að lyggja. Ef ég á bíl sem ég nota nánast ekki neitt, á hann að vera í ábyrgð í 5 ár. eða 10, kannski 15 sé rétt. Eða hvað?
Ábyrgðin er 3 ár, allt sem þeir gera fyrir þig á sinn kostnað umfram það, ER GÓÐ ÞJÓNUSTA.B&L ásamt P.samúelssyni er áberandi bestu umboðin. Þau standa alveg 2 skrefum faramar í gæðum þjónustu umfram önnur verkstæði.
Hvað varðar að fá bíl lánaðan þá hreynlega trúi ég ekki að það sé þannig að þú getir ekki fengið hann.
Þeir reka sína eigin bílaleigu og ætti að vera auðsótt mál að fá bíl lánaðan. EN að sjálfsögðu kostar það.Svo verðuru líka að sjá hinn handlegginn á þessu.
Hvernig vita starfsmenn B&L að það hafi ekki komið gat á vatskassann og þú skemmt þetta út frá vatsleysi. Látið svo laga kassann og komið brjálagður niðrí b&l og viljað nýja vél???Já ég hef unnið hjá B&L um tíma, en ekki lengur og hef þar að leiðandi enga hagsmuni þar að gæta lengur.
Ég mun samt standa við þau orð mín að þetta ER eitt af bestu umboðum landsins!
Og ég hef líka reynslu af 2 öðrum sem ég treysti mér ekki til að hæla eins mikið.Endapunkturinn er, vertu ánægður með að þeir hafi GEFIÐ þér 150.000kr í vasann!
Kv. Ívar
16.08.2007 at 13:47 #594718Ef ég skil þig rétt þá vantar þig einhvern í að sjóða í pönnu og einhverjar gangtruflanir???
Eða er þetta eitthvað meira?Edit:
Ég skoðai síðuna þína og las þetta aftur yfir. Sýnist á öllu að þú sért að fara að skipta hreinlega um vél.Hefurðu allar aðstæður?
-
AuthorReplies