Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
04.04.2008 at 15:05 #619142
Ekki finnst mér það skipta nokkru máli hvort maður mætir á stórum jeppa eða litlum bíl… ég t.d. mætti bara á litlum opel, og tók vinur minn litla súbbann sinn með… þeir gera alveg jafn mikið gagn… það sem helst hefði vantað voru fleyri….
04.04.2008 at 11:02 #619134… og stelpur
af hverju eruð þið ekki úti á örfyrisey núna?
ég kíktí í morgunn og er að fara þangað núna… sé ykkur þar.
(ekki sitja bara heima og koma eingöngu með uppástungur, þó góðar séu, farið út og takið þátt)Ef allir sem eru hér inni og lesa þetta, fara bara niðreyftir og taka þátt í mótmælum, t.d. bara í 30-60 mín, þá gerir það gagn…. en ef allir hugsa að mínar 45 mín skipti ekki máli því það er svo stutt, þá verður þetta of fáliðaður hópur til að hafa næg áhrif.
ÚT AÐ GERA GAGN!
27.03.2008 at 15:51 #618594Hérna eru nokkur gildi m.v. 1 leiðara og 60° hitaþol.
4mm – 23A
10mm – 41A
25mm – 70A
50mm – 105A
150mm – 210A
300mm – 325 A*athugið að þetta þýðir að vírinn þolir þetta álag samfellt og er m.v. kröfur um borð í skipum.
Ef 80° einangrun er á vírnum
4mm – 35A
10mm – 63A
50mm – 170A
150mm – 335A
300mm – 510A—
Viðnám í leiðara er R = rho*lengd/flatarmálidæmi um viðnám í 8m vír sem er 50mm úr eir.
R = 0.017*8/50 = 0,003ohm sem er hverfandi.
Vona að þetta komi að e-h notum til viðmiðunar.
Ég met það enþá þannig að 50mm vír hennti fínt í spilið hjá þér.Kv. ívar
27.03.2008 at 15:31 #618590Ég er nú ekki með formúluna uppivið, gæti s.s. flett henni upp ef þú villt endilega.
Hinsvegar er það mitt mat á þessu að setja nógu sveran kapal svo það verði sem minnst töp þegar þig vantar mesta kraftinn. Fúlt að láta afl í spilinu fara til spillis í kapli. Því myndi ég setja 50mm^2 kapal.
Skal sjá hvort ég finni formúluna og setja hana inn ef hún lyggur uppivið
29.02.2008 at 09:27 #615584Fini, fini, fini, fini.
Af hverju að reyna að prófa eitthvað sem mögulega virkar…. hugsanlega virkar það svipað og fini, kannski ekki, mögulega aðeins betur, en þó ólíklegt…
kannski endist hún, kannski ekki….Ég segi bara fyrir mitt leiti að það er best að kaupa fini. Hún endist, dælir hratt og örugglega, veist að hverju þú gengur o.s.fv. Kostar um 30k hingað og þangað um bæinn.
(þetta er eins og mcdonalds… sennilega ekki bestu hamborgararnir, en þú veist hvað þú færð, þú getur farið í 10 sjoppur og fengið þér hammara, bara í 1 þeirra var hann betri en á mcdonalds, hinar 9 voru verri).
29.02.2008 at 09:27 #615582Fini, fini, fini, fini.
Af hverju að reyna að prófa eitthvað sem mögulega virkar…. hugsanlega virkar það svipað og fini, kannski ekki, mögulega aðeins betur, en þó ólíklegt…
kannski endist hún, kannski ekki….Ég segi bara fyrir mitt leiti að það er best að kaupa fini. Hún endist, dælir hratt og örugglega, veist að hverju þú gengur o.s.fv. Kostar um 30k hingað og þangað um bæinn.
(þetta er eins og mcdonalds… sennilega ekki bestu hamborgararnir, en þú veist hvað þú færð, þú getur farið í 10 sjoppur og fengið þér hammara, bara í 1 þeirra var hann betri en á mcdonalds, hinar 9 voru verri).
20.02.2008 at 21:13 #614114Ég hélt að kanntarnir á rauða væru 35" kanntar sem væru breikkaðir og lengdir…
þá erum við farnir að tala um kostnað uppá amk 250.000kr… (kanntakaup, vinna við breykkun og sprautun)
það er bara helmingi meira en mér finnst rétt að borga fyrir kannta.
Ef einhver veit um aðrar lausnir (sem samt verða að líta vel út) þá væri það vel þegið.
Sömuleiðis væri gaman að vita hvort það séu til mót af könntum rauða bílsins
20.02.2008 at 07:50 #614110Ég hafði mikinn áhuga á að gera þetta í haust en hætti við þar sem ég fann ekki kannta nema þeir væru sérsmíðaðir…
Ef einhver veit um svona mót væri ég alveg til í að skoða þetta aftur.
Finnst bara ekki eðlilegt að borga meira en 100k fyrir kannta svo ég stoppaði þar… að öðru leiti fannst mér þetta kjörið…
Ég ætlaði bara að skipta um millikassan og láta drifrásina að öðru leiti halda sér.
16.02.2008 at 22:09 #614392Já já já og aftur já.
Econoline er málið.
Ég hef verið með fingurnar í þessu talsvert, átt samtals 4stk þar af 1x 44 (89model) og einn 46 (93model).
alger draumur, besti ferðabíll sem ég hef verið í.
Eiðir reyndar alveg 20 amk, sama hvaða vél á í hlut og ekki er ég sammála með 6,0l vélina, ég myndi helst taka hana, bara nýrri en 2004.Viðhaldið á þeim er meira en gengur og gerist, en bíllinn bætir þér það svo sannarega upp.
Svo ef þú ert ekki með þetta innréttað sem húsbíl með öllu þá er þetta litlu þyngra en patrol í sama flokki….
S.s. fáðu þér 46" econline, nýrri en 2004 með 6.0 diesel.
allir aðrir econoline eru líka fínir ef sá fyrrnefndi er of dýr.
14.02.2008 at 11:11 #614160Sæll óskar, og fleyri
waste gate er það sem stýrir boostinu, þannig að eðlilega þarf hann að virka… hann náttúrulega virkar alltaf í öllum venjulegum bílum.
mínar skoðanir á þessum einfaldari diesel vélum er sú að svo framarlega sem afgashiti er passaður skiptir ekki öllu hvað er boostað mikið. Myndi alveg þora í 20psi án þess að hafa áhyggjur af vélinni.
Það eru hinsvegar líka aðrir þættir….
Hvað með túrbínuna sjálfa… ef hún blæs 20 í staðinn fyrir 10psi, þá er náttúrulega komið 2x álag á hana! (hvað þolir túrbína margfalt álag?)
–
Hvað með kælingu? ef þú eykur afl um 50%, þá þarftu að auka kæligetuna amk um það sama.
–
Svo verður maður náttúrulega að taka tillit til ýmissa aðra einfaldra þátta eins og að innri partar vélarinnar voru hannaðir fyrir eitthvað x álag, en núna keyrirðu á 1,5x.niðurstaða…. keyrðu bara á boosti uppí 1,5 bar, en fylgstu með afgashitanum. Sættu þig svo bara við það að vélin fari á 100-150.000 km fresti.
Vélarupptekt á þessum km fjölda er ekkert óeðlilegri en gírkassaupptektir, kúppling og bremsuklossar. þetta hefur bara allt sinn líftíma.p.s. þetta eru mínar skoðanir og athuganir, en ekki heilagur sannleikur
01.02.2008 at 15:05 #612206Samt var ég að hugsa núna aftur.. sem er ekki gott
en undir hvað ætlarðu að nota þetta…
mér fannst galli við 41" að hún var "hvorugt"Ég hefði farið í 38 ef ég ætlaði að nota hann alla daga en 44 ef það ætti bara að nota hann á fjöllum.
01.02.2008 at 15:02 #612204ég hefði farið í 15" ef ég ætlaði að gera þetta aftur.
og já… þetta var undir patrol 94
31.01.2008 at 13:16 #612198Ég keyrði 10.000km á fjöllum núna í haust á 41" með 17" breiðar felgur.
Hef margt gott um þau dekk að segja, en líka ýmislegt neikvætt.Mér fannst þau ekki fljóta mikið betur en 38", en það er hinsvegar lengra í það að kúlan dragist sem er þá plús.
Þau taka alveg hrikalegan kraft frá bílnum þegar ég er kominn niðurfyrir 4-5 pundin.Munstrið sem var mikroskorið og aðeins skorði í kannta til að auðvelda úrhleipingu, virkaði mjög vel og greip helling, en ekkert sérstakt í hliðarhalla.
Helvítis hávaði í þeim, en það er s.s. oftast á svona stórum dekkjum svo erfitt er að kvarta undan því.
Niðurstaða:
ég myndi ekki slá höndunum á móti svona dekkjum, en hinsvegar myndi ég frekar kaupa 38" MTZ dekkin í dag, eða ný kafnelgd og skorin 44" DC, eftir því hvort myndi henta undir þann bíl sem ég væri á.
26.01.2008 at 21:18 #611514Það að halda stýrismaskínu og bæta hinu við í dag er gert, kallast stýristjakkur….
en grínlaust… þeir sem vilja þetta í bíla ættu bara að prófa að keyra slitinn lyftara að aðra slíka vinnuvél hratt… ekkert vit í þessu…
26.01.2008 at 10:50 #611496Gallinn við tjakkstýri er t.d. sá, að ef reim slitnar þá ertu stýrislaus… ekki gott á götunni…
Þessi búnaður er í raun ekki beintengdur við neitt… nánast mætti líkja þessu við að hafa bremsurnar tengdar við stýrisdæluna.síðan, án þess að vera 100% viss þá er þetta líka í lyfturum o.þh og finnst mér sá búnaður ekki skemmtilegur ef nota á lyftara til að keyra beint eftir götu í lengri tíma.
15.01.2008 at 19:46 #610376Ástþór, ef ég man rétt. Og bíllinn keyrir síðast þegar ég sá til.
09.01.2008 at 15:08 #609614Ég hef ekki prufað þetta í cruser, hinsvegar var ég eitthvað að prufa hina og þessa gorma í patrol. Eftir 3 misheppnaðar tilraunir þá keypti ég OME gorma hja benna og það er ALLT annað líf.
amk helmingi betra en það sem næst komst..
08.01.2008 at 17:31 #609600hvað með framhjáhlaupslokann (waistgate)?
Er hann alveg liðugur og fínn. Ekkert að slöngunum að honum?líka leikur mér forvitni á að vita hvað hann á að vera að blása orginal.
08.01.2008 at 09:38 #609326Það er mín skoðun að boddyhækkun sé ekkert mikið skárri aðgerð en að skrúfa upp klafa.
Enginn einn hefur nákvæmlega rétt fyrir sér, bara mismunandi rök, og mis góð.Eins og bennt hefur verið á geta fylgt vandræði við boddyhækkun þegar boddíið er að brotna í kringum festingar, sérstaklega ef notaðir eru klossar en ekki smíðaðar hækkanir.
Þyngdarpunktur er svo annað.
Það að sleppa boddyhækkun lækkar þyngdarpunkt.
Mér er alveg sama þó að boddyið sé ekkert svakalega þungt, en ef þú sleppir þessum hækkunarþætti alveg þá hlýtur það að vera til batnaðar?
Skera bara meira úr í staðinn. En það getur verið mikil vinna og annar þáttur sem oft er verið að spara við sig.Að sjálfsögðu eru eitt og eitt tilfell þar sem þessi boddyhækkun er ágæt, en ég myndi kjósa að sleppa henni.
(því miður er patrolinn minn búinn boddyhækkun sem ég tel galla, en gerir mér samhliða kleift að setja 44 undir fyrirhafnarlítið)nöldur búið í bili
07.01.2008 at 15:06 #609312Þetta er allt í lagi.
Ég veit sjálfur að þetta er ekki besta breytingin, og eykur slit o.fl, en sjálfur myndi ég alveg íhuga þetta.Spurningin gæti einfaldlega verið svona.
a) fara á fjöll á breytta jeppanum mínum, sem samt hefur hellst til mikið slit á öxulliðum
–
eða
–
b) fara ekki á fjöll af því ég átti ekki ekki 300.000kr fyrir síkkun á klafa eða hásingu…Þess fyrir utan finnst mér body-hækkun ekki vera góð vinnubrögð, nema verið sé að tala um mikla breytingu og þá viðbót við úrskurð og undirvagn.
Ég hef ferðast þónokkuð á klafabílum með allt skrúfað í botn og það reyndist mér bara bærilega. Ekki besti kosturinn, en þó kostur.
Kv. Ívar
-
AuthorReplies