Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
28.02.2012 at 10:20 #750957
Ég verð að taka undir það að undanfarnar breytingar á síðunni hafa gert hana óaðgengilegri og þá sérstaklega auglýsingahlutinn.
Vissulega verður hún flottari með tímanum en ég sjálfur kíki 5x inná jeppaspjallið nú orðið fyrir hvert 1x skipti hér inn.Þar munar stærstu um smáauglýsingar og myndir.
24.02.2012 at 15:41 #748355IROK 39,5"
Hef reynslu af báðum dekkjum og myndi aftur taka IROKinn
21.02.2012 at 07:41 #750465Mín reynsla úr motocrossi er að fleiri er betra…
Einnig bendi ég á að í rall akstri eru menn að moka nöglum í sbr þesas mynd.
[img:2j2732r8]http://openpaddock.net/wp-content/uploads/2011/01/how-wrc-tires-work-18984_3-300×200.jpg[/img:2j2732r8]
17.02.2012 at 08:08 #750161Já, ég tek undir með Benna.
Ég held líka að þessi verðlagning stafi af ferðamönnum á sumrin. Núna er þetta farið að snúast um að hafa tekjur af skálunum en ekki sem þjónusta við félagsmenn.
Ég hætti í öllum félögum nema FA og F4x4 fyrir par árum útaf því mér fannst þetta allt vera farið að snúast um erlenda ferðamenn.Bendi ykkur á að FA var í fyrra með félagsgjöld uppá 1900kr á ári ef öllu var sleppt, s.s. bók og ferðum og fyrir þann pening getur viðkomandi fengið afslátt í skálum. Þarft bara að sofa 2 nætur til að þetta borgi sig.
Ívar
06.02.2012 at 15:56 #748938ég fer með svona 40-150k á mánuði. Fer eftir því hvað ég nota fordinn mikið 😀
06.02.2012 at 11:30 #748928Mér finnst líka vera spurning um hvernig prósentur eru reiknaðar
Hvernig skiptast þessar 250kr niður á ríki og olíufélög.
Ég henti upp í snatri smá reikningi sem segir að 50kr séu vsk og svo eru 55kr olíugjald þannig að útsöluverð olíufélaga er um 144kr/L (er örugglega að gleyma einhverjum kolefnaskatti, aukaskatti, VG skatti o.s.fv) þannig að 7kr af því eru tæp 5% afsláttur.
Ég velti því mjög fyrir mér hver álagningin er og hver afslátturinn getur verið.Mér finnst t.d. wurth mjög óeðlilegt þar sem þeir gefa umboðum 30-90% afslátt af vorum. Hvað segir það um verðlagninguna?
Mun eðlilegra að gefa 5% afslátt til risa-viðskiptavina og hinir borga "venjulegt" verð.Ætla mér ekki að verja olíufélögin og langar sjáfum í meiri afslátt en það þarf að vera sangirni í því hvernig afsláttur er ákvarðaður.
Ívar
14.01.2012 at 17:42 #747041Okey
Ég ætla þá að skafa aðeins af þessu.
takk fyrir aðstoðina
13.01.2012 at 18:39 #222084Sælir.
Þá ætlaði ég mér að setja 46″ undir fordinn (F350, 2005) hjá mér. Ég sé að það þarf eitthvað að þynna caliberana og var að velta fyrir mér hvað má þynna þá mikið?
Sýnist við fyrstu mælingar og þær felgur sem ég er með undir höndum að það þurfi að taka þetta niður um 5-6mm.
Hvernig hafa menn verið að leysa þetta?Kv. Ívar
29.11.2011 at 13:24 #742717Kostar hún ekki ný 137.000kr?
http://www.4h.is/verslunin?page=shop.pr … 5&vmcchk=1Ef þetta er ekki svona heldur græja sem getur soðið ál þá er ég spenntur.
Ívar
14.11.2011 at 21:56 #741695Fjaðrabúðin partur.
Besta þjónustan og besta verðið.
11.11.2011 at 15:10 #221211Sælir allir.
Ég er að setja olíumiðstöð í fordinn hjá mér (F350 2005) og er eitthvað pínu hikandi hvernig ég á að tengja hana.
Ég læt fylgja með mynd eins og ég ímyndaði mér að væri sniðugt en síðan fór ég að hafa áhyggjur af því að þá flæðir náttúrulega alltaf í gegnum miðstöðina og framhjá lokanum = alltaf of heitt í bílnum.Spurningarnar til ykkar snillangana eru tvær.
1. Hvernig er best að tengja svoan miðstöð í þessa bíla
2. magnlokanum er stýrt með lofti, veit einhver hvort það er hægt að láta flæða í gegnum hann þegar slökt er á bílnum, þ.e. er hann default opinn eða lokaður.
Ef svo er þá gengur í raun að hafa loopu bara eftir lokann með einstefnuloka á milli út og inntakst miðstöðvar.Von um viðbrögð.
[attachment=0:3vraditl]tenging.jpg[/attachment:3vraditl]ívar
08.11.2011 at 09:57 #741379Ég hef aðeins notað LOLO í snjó en þá yfirleitt a afllitlum patrol. Ef þú ert að nota bílinn í þungt færi þá er þetta náttúrulega að hjálpa en t.d. m.v. minn ferðamáta hefði ég ekki farið út i þetta.
03.11.2011 at 08:54 #741143Þá veit ég hvað verður gert á sunnudag. Eitthvað þarf maður að kíkja á svona nokkuð
31.10.2011 at 11:03 #739949Er samt ekki eitt sem menn eru að gleyma. Málið með jeppana er ekki alltaf það að drífa ultimate mest heldur líka að gera það á skaplegum tíma og það fari vel um menn og farangur.
Þar finnst mér dráttarvélarnar verða svoldill dragbítur. Hinsvegar minnir þessi beltapæling mig á að þetta var í umræðunni hér fyrir einhverju. Er þetta ekki bara að verða commercially available fyrir okkur hin. Jeppar gætu verið á 35-38" á sumrin og tekið svo svona beltasett eins og er undir dráttarvélinni á veturnarnarÍvar
24.10.2011 at 13:49 #739925Þetta var mjög áhugaverð lesning og gaman að.
Við vorum einmitt að ræða það um helgina þegar ég var fastur í drullu að keðjur hefðu getað hjálpað. Ég á alveg eins von á því að fara og útbúa mér svona keðjur til að prufa í vetur.
Þegar þið vorðu með svona keðjur voru þetta bara venjulegt dót eða voru þetta svona bílakeðjur með útstandandi broddum?
Hefur einhver reynslu af því að keyra með keðjur á úrhleyptu jeppadekki?Ívar
11.10.2011 at 14:34 #739141Sammála, það getur ekki verið hægt að rukka þetta afturvirkt.
Ef ég fer í hagkaup og kaupi kjúkling og síðan setja VG aukatoll á kjúkling, þá fæ ég ekkert viðbótrareikning frá hagkaupum eða ríkinu fyrir kjúklingakaupum síðustu 2 árin…
15.07.2010 at 13:47 #213612Vantar TIG suðu, verður að vera hátíðni (ekki snertikveiking).
Skoða allt.Ívar
ivarl07@ru.is
663-4383
09.11.2008 at 08:21 #632430Langt er síðan ég skoðaði þetta, en það var í húddinu hjá Gísla.
Þá, ef ég man rétt, var eins og þú segir þrýstingur að blása um vacumstýrða olíuverkið.
Það sem þetta þýðir er að "inngjöfin" stýrist af þrýstingi frá túrbínunni, ásamt að sjálfsögðu gjöf frá þér.
Af hverju skiptir það máli? Jú þegar þú t.d. ferð upp brekku og bíllinn fer að reyna á sig eykst oft túrbínuþrýstingurinn og þ.a.l. inngjöfin sem síðan eykur þrýstinginn enn meira o.s.fv.
Þannig að hann er sennilega að gefa hraustlega inn þegar túrbínan byrjar að vinna. Þá slakar þú á gjöf, sem lokar trekkspjaldi (ef ég man rétt) og ferlið gengur afturábak.Til að losna við þetta vandamál þá var prufað að láta stýringuna koma framan við túrbínu þannig að um væri að ræða vacum eins og þegar bíllinn var orginal. Þá lagast þetta inngjafarvandamál, en bíllinn, að mig minnir, missir auka aflið líka.
Best fyndist mér að setja í hann annað olíuverk. Ef ég man rétt er hægt að fá barkastýrð verk í þessa vél sem væri þá best. Aðra lausn kann ég ekki svona svo ég muni, en vandamálið þekki ég. (gagnlaust :))
Skal setja hausinn í bleyti og sjá hvort ég get rifjað þetta betur upp.
Svo getur þú líka haft samband við Gísla og spurt hvort hann sé búinn að finna lausn við þessu.Ívar
27.05.2008 at 18:36 #623478En hvað með stóru bílanna? Ef ég er með B réttindi og á bíl sem er með heildarþyngd uppá 3400kg, má ég þá bara draga kerru sem er 100kg?
Sammála að það vanti betri skýringar á þessu.
Annars fór ég bara bestu leiðina í þessu. Tók bara öll réttindin
Ivar
23.04.2008 at 16:30 #621128Þetta er sorglegur dagur.
Fyrsta skipti sem mótmælendur standa á sínu í meira en 30 mín, og hvað gerist?
Lögreglan mætir með alla lögreglumenn höfðuborgarsvæðisins, setur kylfur, skildi og táragas í hendurnar á þeim og lemur niður mannfjöldann. Hvað næst? Mætir sérsveitin með alvæpni og skýtur á mannfjöldan?Það er talað um að ráðamenn eigi ekki að fara á ólympíuleikanna þar sem verið sé að berja niður mótmæli í tíbet. Væri þeim ekki nær að líta í eigin barm?
Hinsvegar eru nokkur atriði sem þarna mættu betur fara.
1) mótmælendur ættu að láta berja á sér án þess að streitast á móti. Rétta hina kinnina. Þannig koma þeir best út og eiga mesta möguleika á að ná sínu fram.
2)Vörubílstjórar verða að hugsa um PR mennskunna. Þið fáið ekki mannfjöldan með ykkur á meðan þið viljið bara minni hvíld og betri aðstöðu. Mannfjöldinn vill lægri álögur á olíu.
Passa að það komi skýrt fram. (olíuálagið virðist ekki skipta máli í þessum mótmælum orðið)
–
Af hverju gerir ríkisstjórnin ekki neitt? Hún virðist bara sitja heima með krosslagðar hendur og nefið upp í loft? Hvernig væri að koma að einhverju leiti til móts við almúgann og lækka álögur eitthvað, þó ekki væri nema til að sýna viðleytni.Aðgerðir lögreglu í dag voru þeim til háborinnar skammar. Ég vona að þetta muni ALRDREI aftur endurtaka sig. Þetta er eins og hjá meðal-lélegu bananalýðveldi þar sem mótmæli við sitjandi ríkisstjórn eru bönnuð.
Þessar aðgerðir lögreglu stuðla eingöngu að meiri æsingi og harðari mótmælum.Á þessu stigi máls, styð ég vörubílstjóra, en hvet þá á sama tíma til að hugsa hvernig þeir nái best fram sínum markmiðum og fylgja því plani.
Muna að missa aldrei stjórn á skapi sínu, muna hverju var verið að mótmæla í upphafi, muna hverjum mótmælin eiga að beinast gegn (líka olíufélögum).Ekki meira um það í bili.
kv. Ívar
-
AuthorReplies