Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
24.03.2013 at 19:56 #764865
Ég fór þarna fyrir rúmlega viku síðan og þá var slægur af snjó eftir. Á sléttunum fyrir dómadalshálsinn var þónokkur snjór en ekkert mjög erfiður. Keyrði samt í 8psi á 46" alla leið. Má vel vera að með lagni og þolinmæði kæmist þú þessa leið en myndi sjálfur ekki nenna.
Hinsvegar er Sigölduleið mun auðveldari og vel fær 35" bílum en þá leið keyrðum við til baka.17.03.2013 at 13:08 #763379Reynsla mín af þessum bílum er lítið annað en góð þegar í heildina er litið.
Kostir: Sterkur, endingagóður, kemur þér heim, fer vel um 5.
Gallar: "hóflegt" vélarafl, driflokur, framhjólalegur endast ekkert of vel en ætti að sleppa á 14" breiðum felgum og eyðir aðeins meira en LC. 12-18l/h eftir bílum og aksturslagi væri í lagi að segja. Rið í grind.
Myndi mæla með svona og gæti hugsað mér að eignast slíkan grip aftur.14.03.2013 at 18:19 #764423Sérlega skemmtilegt að sjá svona mikið í gegnum depil.
Er ekki hægt að láta hann pósta líka mynd með staðsetningu svo hægt sé að sjá þetta sem svona "video"
Þannig sæi maður færið líka.En já, það hljómar eins og það sé snjólétt á landinu öllu og allstaðar frosið og hart.
01.03.2013 at 10:08 #764033Ég verð að segja að þetta geti varla komið sér illa.
Ekki vil ég að þarna verði banaslys vegna hitaveitunnar. Ég veit að allir vegir hafa einhverja hættu en óþarfi að hafa veg með fljúgandi hálku djúpum hjólförum og allt heitaveituvatn borgarinnar í röri við hliðiná.
Ef vegurinn er lokaður og samt nægur snjór til að leika af hverju ekki að keyra þá bara utan vegar?25.12.2012 at 23:41 #761965ég fékk svona lesara fyrir nokkru. Minnir að hann heiti ELM og var keyptur fyrir Ford.
Get sett hann í samband við flesta bíla og hann tengist og ekkert mál en aldrei getað lesið neinar villur með honum. Sennilega er ég bara ekki með rétta hugbúnaðinn.
Amk gafst ég upp á að nota þetta en gæti alveg verið sniðugt.
Held að þú sért ekkert í neinni hættu að nota kínverskt dót og tengja við, myndi hinsvegar passa hvað aðgerðir þú gerðir með henni.30.11.2012 at 09:09 #761077Ég veit ekki hvað þú ert að smíða en ég fékk svona hugmynd um daginn. Ef þú ert með bíl sem er 1 tonn og 35" dekk myndi ég alvarlega íhuga Iprezu turbo mótor með kassa.
Mjög létt setup, losnar við framhásingu, þyngdarpunktur getur farið alveg niður í rassgat endalaus orka og auðvelt að bæta við o.s.fv. Þess fyrir utan ætti allt að fást í kassa og vélar til að styrkja og auka afl.
ATH hef enga reynslu af þessu setupi þannig að kannsk hentar þetta illa, en mér fanst þetta vert að skoða.Kv. Ívar
14.11.2012 at 20:54 #759347Telma + 1
Ford F350 46"
895-9335
R-449109.11.2012 at 09:44 #759337Krystian + farþegi
Patrol 38"
821 063707.11.2012 at 13:21 #760333Eitt sem er fróðlegt og ég vildi gjarnan að væri í boði (ef það er ekki í boði nú þegar) og það er að fá aðgang að gömlum útgáfum af sprungukortunum.
Þannig væri hægt að skoða hvað það er sem er að breytast frá ári til árs og reyna að átta sig betur á jöklunum.07.11.2012 at 09:04 #760329Svo þessi mikilvægi þráður verði ekki of einmanna þá hef ég notast við þessi kort núna síðastliðinn vetur.
Get ekki sagt að ég fari í blindni eftir þeim en ég vissulega tek mark á því ef ég er að keyra á eða við rauð svæði og forðast eftir fremsta megni.
Keyrði síðasta vetur nýja leið yfir mýrdalsjökul og fannst það veita mér öryggi að hafa sprungukortið. Er ekki viss um að ég hefði farið nákvæmlega þessa leið nema fyrir kortin en rétt er að nefna að ég lenti ekki í neinni sprungu í vetur.
Reynsla mín er því góð en get ekki sagt að mikil reynsla sé komin á þetta.30.07.2012 at 20:59 #756169Mistökin voru að loka á spjall utanfélagsmanna.
Hefði mátt skipta þessu þannig að lítill hluti væri lokaður fyrir innanfélagsfólk en hitt allt opið.
Nýliðar sem ekki vita endilega um staðfestu sína og áhuga verða að geta komið hingað inn, rætt og spjallað.24.07.2012 at 16:37 #756095Sæll aftur Júnni.
Ég get vel skilið þetta með eyðsluna í patrolnum en við erum alltaf að tala um yfir 400hö í húddinu. Ferð ekkert minn en það held ég. Ég er sjálfur með þetta stillt á c.a. 450 og dugar mér alveg fínt.
Eyðslan hjá mér á 46" er niður undir 17 á langkeyrslu við bestu aðstæður en almennt er ég í langkeyrslu á 18-20 við 90-100km/klst. Eyðslan er ekkert mikið að breytast eftir þyngd finnst mér og t.d. fór ég hring inní kerlingafjöll með sement um daginn 800-1000kg af hlassi og klakksleið til baka. Það voru 100L sem fóru í þennan rúnt og var aldrei spöruð gjöfin.
Í snjó er ég að fara með 10-12L á klstVarðandi 49" dekkinn þá jú gæti verið að það kæmi betur út í snjó en m.v. það sem ég hef séð fylgir því mikill viðbótarkostnaður í viðhald og brotum. Tek það fram að ég hef bara reynslu af 46" sjálfur en fylgst með hinum á ferð síðastliðinn vetur og þetta dugar mér fínt.
Kæmir þó alveg 49" undir bílinn ef þú viltEru ekki aðstæður þannig að ég gæti tekið Patrolinn uppí fordinn
Mig vantar peninga í húsbyggingu en vil ekki alveg hætta í jeppaleik.Ívar
24.07.2012 at 13:07 #756089Ég er ford eigandi að 2005 6.0L bíl, á 46".
Hann er btw til sölu á mjög góðu verði og því örlítið hlutdrægur en ég fór í gegnum sömu pælingar og þú á sínum tíma. Niðurstöðurnar sem ég fékk voru þessar.
Fram að 2005 bílnum (eða þegar hann fer á gorma að framan) þá eru öðruvísi spíssar og öðruvísi túrbína sem voru stærstu vandamála factorarnir í þessu á sínum tíma. Þetta er ekki orðið frábært að mér skilst í 2005-2008 en mun skárra. Ég hef t.d. ekki lent í veseni með hvorugt. Ég lenti í því að spíss var með vandamál, keypti nýjan og það lagaðist ekki og komst þá að því að vír var nuddaður í sundur inní vélarloominu. Setti nýtt loom.
Annað sem er í öllum 6.0l bílunum og það er headpakkningin. Hún er fín og til friðs ef þú ert ekkert að eiga við vélina en að því gefnu að þú viljir fá öll hestöflin, sem ég mæli með, þá þarftu að setja sterkari headbolta.
6.4 bíllinn er fyrst og fremst dýrari. Á þeim tíma sem ég var að kaupa bíl munaði amk 2mkr í verði og fanst mér það ekki þess virði. Hún er hljóðlátarai og að mörgu leiti skemmtilegri en eyðir meira. Hef þó heyrt af mönnum gera æfingar og ná henni c.a niður í sömu tölur og 6.0 en betra ef einhver myndi staðfesta þetta.Over all, besti jeppi sem ég hef átt og skemmtilegasti í notkunn, en kostar vissulega 30% meira en patrol í rekstri. (kominn með tölu til að þræta um)
Kv. Ívar
11.06.2012 at 11:09 #755021Á ekki track og þessi leið er auðveldari í hina átti (uppá að rata)
Hinsvegar er tvennt sem ég vil bend á til að auðvelda þetta.
Í upphafi ferðu í gegnum bæjarstæði (keyrir milli vélahús og íbúðarhús og bakvið vélarhúsið) við bóndabæ sem heitir held ég Litla-Heiði.
Þaðan er þetta nokkuð auðvelt fram að Kerlingardalnum. Þar keyrir þú yfir aurana og sést ekkert til vegar í smá stund og hann er væntanlega nokkur hundruð metrum ofar en þar sem þú ferð útá aurana.
Þegar þú ert búin að finna vegspottann eftir þetta ertu í góðum málum aftur.Er nú ekki með tölvuna mína fyrir framan mig en er þetta ekki á garmin kortinu?
Er nokkuð viss um það.Ívar
13.05.2012 at 00:43 #754187ég hugsa reyndar að fjárhæðaviðbótin í slíkum tryggingum gæti verið þónokkur.
Er örugglega af og til slys á fólki á fjöllum og fjöldinn sem þarf að borga þessi slys er orðinn svo lítill
12.05.2012 at 19:31 #754181Sé líka alveg fyrir mér að jeppaakstur geti flokkast sem almenn umferð. T.d. þegar ekið er á merktum slóðum hlýtur það að vera almenn umferð en meira spurningamerki við vetrarakstur.
Hvernig er þá vetrarakstur á hálendinu sem er samt á vegi? Er það almenn umferð?
Breyting:
Almenn umferð: Öll meðferð ökutækja og önnur umferð á vegum sem opnir eru almenningi.Get ekki betur skilið þetta öðruvísi en svo að allur jeppaakstur fyrir utan snjóakstur utan vega á vetur sé almenn umferð.
12.05.2012 at 19:29 #754179Nú býst ég ekki við að stór hópur manna í þessum klúbbi sé löglærður og geti með góðu móti lesið þetta en ef ég skil allt rétt (og ég las fyrst og fremst samantektina neðst) þá er verið að hætta að tryggja mann á fjöllum.
Í frumvarpinu er lagt til að slysatrygging ökumanns og eiganda muni ekki taka til tjóns sem verður við notkun ökutækis utan almennrar umferðar. Líkt og kemur fram hér að ofan þá er frumvarp þetta flutt í annað sinn, síðast var það flutt á 139. þingi og náði þá ekki fram að ganga. Við umfjöllun um frumvarpið í viðskiptanefnd (nú efnahags- og viðskiptanefnd) á 139. þingi var um það rætt að breytingin mundi væntanlega hafa áhrif til lækkunar á iðgjöldum þeirra ökumanna sem einungis aka um í almennri umferð en upplýst var fyrir nefndinni að iðgjöld ökumanna í áhættuakstri eru lægri en útgjöld vegna tjóna í þeim flokki og hefur fyrrnefndi hópurinn því borið hluta þeirra með hækkuðum iðgjöldum. Fram kom fyrir nefndinni að ökumönnum umræddra ökutækja, svo sem torfæruhjóla, torfærubíla og keppnisbifhjóla, stæði áfram til boða að kaupa slysatryggingu ökumanns sem frjálsa tryggingu.
Og þá er spurning hvað er "almenn umferð?"
Þýðir þetta þá ekki líka að þessir bílar og tæki sem eru utan almennrar umferðar fái rauð númer t.d. og borgi þá ekki bifreiðagjald?Ég held að það sé hlutverk klubbsins að útskýra þetta fyrir okkur hvað þetta þýðir og hvernig þetta hefur áhrif á okkur. Hverjar eru líkur á gildistöku þessara laga o.s.fv
Kv. Ívar
27.03.2012 at 19:16 #752411Sælir.
Ég er nú ekki með track en hvenær planið þið að skella ykkur?
Skal heyra í einum sem er nýlega búinn að fara og sjá hvort hann eigi eitthvað til.
Mig langar hinsvegar að fara þangað uppeftir um helgina ef það verður sól og væri styrkur í því að fara ekki einbíla. Verð ekki dragbíturLofa því.
Ívar
21.03.2012 at 22:54 #752125Ég átti Toyo open country M/T í 37" og var mjög ánægður með það. Endast vel, hljóðlát, hringlótt og ágætt grip.
Hefði keypt þau aftur ef þau hefðu verið til þegar ég verslaði dekk.29.02.2012 at 16:04 #751081MIg langar nú að leggja orð í belg.
Þó ég sé ekki hlyntur þessum lögum þyrfti svona hlutur ekki að vera al-slæmur. Hann gengur reyndar of langt með eignarupptöku t.d. ef þú ekur um á 10mkr bíl og ert sviptur honum.
Hinsvegar þurfa að vera hörð viðurlög við utanvegaakstri. Það þarf á sama tíma að passa að reglur séu eðlilegar. (s.s. akstur á snjó, árfarvegum o.s.fv) Ekki er hægt að viðhalda góðu eftirliti og brot uppgvötast yfirleitt löngu eftirá og þá yfirleitt viðkomandi farinn. T.d. þýskir túristar á Uniomog sem aka um allt.
Ef sektir og viðurlög eru há verður þörfin fyrir mikið eftirlit minna.Ég hef ferðast slatta um bandaríkin og eitt sem hefur gefist mjög vel eru himinháar sektir ($1000-$2000) fyrir að henda rusli út um gluggan.
Þetta er hlutur sem er algerlega óþarfur. Það þarf enginn að henda rusli út um gluggann. Því finnst mér fínt að sekta duglega svo fólk sleppi þessu bara.Sama gildir um utanvegaakstur. Ef allt er eðlilegt á þess aldrei að þurfa. (aftur fyrir utan snjó, fjörur, árfarvegi o.s.fv)
-
AuthorReplies