Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
12.12.2005 at 07:56 #535284
Talandi um stærð hásinga. Einhverstaðar heyrði ég að maður mætti hreinlega ekki setja hvaða hásingu undir hvaða bíl sem er. Þær væru gefnar upp fyrir einhverja ákveðna þyngd og mættu ekki fara upp fyrir það.
Mætti gjarnan einhver svara mér þessu.
09.12.2005 at 19:17 #535466Sælir.
Mín reynsla af 6.2 diesel frá GM er ekkert nema góð. Ég var með svona vél í blazer á 44" og hann var að eiða svona 17l í blönduðum akstri. Alveg ótrúlega sparneitin bíll (að mínu mati) og alveg þokkalegt afl. (bíllinn viktaði c.a. 2,8 tonn)
Núna á ég hinsvegar econoline, og aftur á 44" með 7.3 l Ford diesel vél og ég hef nú ekki alveg sömu sögu að segja. Verð að viðurkenna að ég hef hvorki mælt hana nákvæmlega né látið reyna eitthvað á hann að viti en ég get alveg lofað ykkur því að hann er yfir 20l og sennilega eitthvað nær 30L, svona í blönduðum akstri. Þess fyrir utan finnst mér hún ekki eins skemmtileg og GM vélin. Bæði finnst mér hún slappari og svo snýst hún ekkert að ráði.
Fordinn er að vísu örlítið þyngri (3.1 tonn) en ætti samt ekki að muna alveg þessu öllu.Ívar
29.11.2005 at 11:06 #534178Sæll
Ég á handa þér intercooler sem settur var í pajero með 2,5. Hann er settur eftirá og er svon svipað stór og orginal í nýjum patrol.
Hann er í grillinu en ekki ofaná vélinni eins og er oft.663 4383 ef þú hefur áhuga
25.11.2005 at 09:06 #532876Sællir. Bara svona til gamans þá stendur bíllinn minn á 2 nýjum Super swamper (held TSL 38") og 2 gömlum og viti menn annað af 2 gömlu dekkjunum sprakk úti á plani eina nóttina þannig þegar ég kom út um morgunninn stóð hann á flötu og engin leið að pumpa í.
Ég tappaði nú bara í gatið, barði hausnum í húddið og ákvað að hætta nískunni og kaupa hin 2 ný líka.
(sem er reyndar eftir að framkvæma)Ívar
23.11.2005 at 16:25 #533784Sælir.
Ég hef verið að hugsa um nánast sömui ferð um helgina, þá á laugardag og sunnudag.
Er þetta eitthvað sem ég á að reyna slást með í för?
16.11.2005 at 15:49 #528992Já, ég er alveg sammála þér. Gott framtak að skoða olíuverðið svona aftur í tímann.
Ég er líka viss um að ef við skoðum þetta lengar aftur í tímann þá kemur enn meiri munur í ljós
14.11.2005 at 16:58 #532174Ég skal vera fyrstur manna hér til að viðurkenna það að ég hafi keyrt utan vega í bláfjöllum.
Það er þó ekki þannig að það ætti að koma á neinn hátt niður á skíðamönnum.
Annar tveggja staða þar sem ég hef keyrt er upp slóðann sem er meðfram stólalyftunni í suðurgili og svo í áttina að hafnarfirði frá bláfjallaskála, beint yfir hraunið.
Ég hef orðið var við mikið hatur í minn garð þegar ég framkvæmi þessar æfingar mínar svo ég reyni að halda þeim í lámarki.
Mér finnst bara með þessa skíðastétt, eins og svo margar aðrar að þeim finnst sem þeir eigi allan rétt.
Ég á yfirleitt árskort í bláfjöllum og hef mikið gaman að því að vera þar á mín bretti, en ég vill líka geta verið í nágreninu á jeppanum og finnst það tvennt alveg geta farið saman.(minnist þess bara þegar ég var á krossara og fór eitthvað út úr bænum. Hitti oft hestamenn sem voru að vonum brjálagðir og sögðu mér að fara annað. Þar til ég áttaði mig á því að reykjavík er umkringd hestasvæði. Frá Reykjavík og út á land verður maður að fara um hestasvæði, hvað svo sem tautar og raular. Þetta varð þess valdandi að maður gafst upp og hætti að skeyta um reiða hestamenn. – ég vona bara að þetta verði ekki rauninn um skíðamenn – )
12.11.2005 at 14:42 #196621Sælir.
Fékk þá flugu í hausinn að renna rétt inn í þórsmörk núna seinnipartinn í dag, laugardag. Var að velta fyrir mér hvort og þá hvar væri hægt að nálgast aðgang að skálunum. (skiptir ekki máli hverjum þeirra)
Einnig hvort einhver viti hvernig færið er þangað inneftir.Ívar
06.11.2005 at 20:51 #531518Fyrst þessi þráður er inni þá hef ég lengi velt því fyrir mér hvað 7.3l diesel frá ford er að eiða, þá í econoline. Bæði turbo og án turbo.
Ívar
04.11.2005 at 17:38 #531294Já, ég hef leigt kerru hjá bílaleigu í hafnarfirði við góðan árangur.
Minnir að hún heitir europcar (ekki þessi stóra í skeifunni samt) og þeir hafa 2x leigt mér kerru undir bíl á 3000kr sólahringinn.Bæði skiptin flutti ég reyndar fólksbíl en þessi kerra ætti alveg að duga fyrir jeppa
03.11.2005 at 18:27 #530868Láttu fylgjast með NMT símanum. Það þarf að gefa upp hitt og þetta til að geta skipt um símanúmer svo það er alveg þess vert að láta símann vita og sjá hvað þeir geta gert.
31.10.2005 at 13:42 #530452Takk kærlega, en svona ein spurning í við bót, stundum hef ég verið að sjá bíla með loft á annari hásingunni og gorma á hinni. Er það bara handahófskennt eða er einhver góð ástæða fyrir þessu. T.d. þá er maður ekkert að breyta lestun að framan og því gæti verið ágætt að hafa gorma þar en síðan loftpúða að aftan.
Hvernig eru þeir síðan í samanburðið þegar t.d. er ekið er eftir þvottabretti og svo aftur þegar verið er að sprauta uppi á jökli. (ekki það að ég þurfi að hafa áhyggjur af hraðanum á blazernum)
31.10.2005 at 11:03 #196553Sælir. Loksins hef ég samfærst um það að fjaðrir séu ekki góðar. Stóð alltaf í þeirri meiningu sökum þess að þær þyldu allt.
Núna, er ég á allt öðru máli og er búinn að fá svo mikið nóg af þeim að ég ætla að skipta þeim út.
Þá vaknar spurningin hvort maður ætti að setja gorma eða loftpúða. Og það sem ég vildi gjarnan fá að vita eru kostir og gallar við hvort tveggja og hvort menn myndu setja í.Ívar
31.10.2005 at 10:43 #530274Ég er reyndar á V8 en myndi alveg kjósa að hjakka af og til, svona rétt til að spara eldsneytisútgjöldin. Sérstaklega svona seint í mánuðnum.
31.10.2005 at 10:30 #530442Ég var alltaf að skröltast um á ’01 árgerð af trooper og ég get tekið ýmsri gagnríni í garð þessa bíls, en ekki að vélin sé kraftlaus.
Skal reyndar viðurkenna að ég hef litla reynslu af LC90 en samanborði við bíla eins og patrolin, terrano og musso þá var eins og þeir allir væru fastir í handbremsu við hliðiná troopernum.
Reyndi oft á það í mínum fjölmörgu ferðum á skjaldbreið með 38" patrol 2,8l vs. 35" trooper að ég var að vinna á aflinu og gaf pattanum ekkert eftir.Taka ber tillit til þess að trooperinn var með aftermarket tölvu sem breytti töluverðu, en jafnvel fyrir þær breytingar var hann mjög fínn.
Ívar
25.10.2005 at 15:26 #529806Þessi erlendi kaupandi þinn hefur ekkert hugsað út í að breyta bara bíl sjálfur og þá eftir eigin sjónarmiðum og aðstæðum? Þá getur hann valið bíl og árgerð ásamt öllum öðrum smáatriðum.
Ef þessi bíll á bara að vera upp á eitthvað look í útlöndum má spara hellings pening með t.d. að sleppa læsingum og ýmsum aukahlutum. Hinsvegar ef það á að nota hann eitthvað er þá ekki best að breyta honum eftir þeim aðstæðum sem hann er ætlaður í?
25.10.2005 at 15:23 #529906Ég fór þarna síðastliðinn sunnudag og þá var bara ís og aftur ís alveg upp í ca. 1100 m.
Ég ætla ekki að dæma um hvað er mikið og hvað er lítið sprungið á þessum stað en að sjálfsögðu er töluvert af sprungum á leiðinni upp. Ekki mikið sem skapaði hættu á að festast, þó eitthvað.
Engar svo stórar að bíll og ferðafólk væru í mikilli hættu.
Eftir að upp er komið er bara grjót harður snjór allstaðar og hefur hann einhverntímann fokið eitthvað svo það er ekki gott að keyra á einhverjum hraða að ráði.
Tek það fram að ég fór upp án þess að hleypa úr en þegar upp var komið tók ég töluvert úr dekkjunum bara til þess að fá einhverja míkt í bílinn.Ívar
23.10.2005 at 23:33 #196498Sælir. Ég var að rúnta um á langjökil í dag og þá fann ég veski. Var bara að vellta fyrir mér hvort einhver hefði tínt svoleiðis.
Þetta er leður veski (í ónefndum lit) sem er með umtalsverðurm fjármunum (m.v. gengi þess tíma) en engum skilríkjum.
Þarna er um að ræða veski sem inniheldur þúsundkalla, hundraðkalla (í seðlum) og klínk.
Meðal klínksins eru hinir og þessir aurar svo ég giska á að þetta hafi verið þarna í mörg herrans ár.Gaman væri að vita hvenær hætt var að nota aura til að geta dagsett þetta nánar.
Ef eigandi finnst má hann fá veskið og peninginn aftur. (þó svo að ég haldi að hann sé að mest ónothæfur sökum morknunar.
Ívar
19.10.2005 at 04:24 #529612Þessi mynd sem þú setur þarna inn er frá laugardeginum. Ég var svo vitlaus að villast þarna upp á sunnudeginum og þarna er ekkert nema svell.
Í 1050-1100m er aðeins farið að sjá snjó/krapa ofaná ísnum en ekkert sem heitir.
(fór ekkert ofar þar sem ég lennti í sprungum og var 6 tíma að losa mig úr því)
Skal reyna að henda inn einhverjum myndum frá mismunandi hæðum en ég er bara ekki með möguleika á að setja þær inn sökum þess að ég er ekki skráður félagsmaður eða eitthvað.
18.10.2005 at 11:26 #529544Er þetta ekki bara spurning um hvað menn sækjast eftir.
Núna er ég að hugsa um að fá mér econoline og njóta þá þess þæginda að hafa eins mikið pláss og mér dettur í hug.
Econoline fer hinsvegar örugglega hægar yfir en flestir aðrir, er þyngri og dýrari í rekstri en margur annar o.s.fv.
Þannig að ef mér liggur lítið á þá fæ ég mér econoline.
EF ég hinsvegar ætla mér ekki að fara neitt langt og lengi, þoli vel hávaða og læti (og á bensínkort frá orkunni) þá væri góður willys með sæmilegri sleggju mjög snöggur í snúningum.Þannig að valþættirnir eru, þyngd, pláss, afl, rekstarhagkvæmni, aldrur, styrk, verð o.s.fv.
og fyrir einn kost fórnaru öðrumÍvar
(var þetta ekki málefnalegt?)
-
AuthorReplies