Forum Replies Created
-
AuthorReplies
-
05.04.2007 at 22:31 #585558
Var ennþá krapi á leiðinni upp í Jökulheima eða er þetta að herðast eitthvað í frostinu ?
01.04.2007 at 19:55 #586812Við skruppum í dag upp kalda frá Þingvöllum og inn Skjaldbreiðarveg, komumst nú ekki langt þar sökum krapa og vantsflaums…….
Frá Hrauneyjum og áleiðist í Landmannalaugar var ansi blautt líka, mikið af pollum sem var erfitt að meta hversu djúpir þeir væru því engar voru vöðlurnar og við einbíla…snérum við þegar um 18 km voru eftir.
Læt hérna fylgja með mynd af smá veseni á Skjaldbreiðarvegi. [img]http://C:UsersisakPictures2007-04-01%20Krapaferðin%20mikla/Krapaferðin%20mikla%20014[/img]
01.04.2007 at 01:19 #586708Pjakkarnir á Pattanum ætla að sjá hvort þeir komist ekki yfir í húsafell frá Karlaríki….(held að það sé rétt nafn?) Förum af stað frá Mosó í fyrramálið kl 08:00 og ætlum línuveginn inn að karlaríki….ef einhver vill endilega vera á flækingi á svipuðum slóðum og bjóða okkur spottann af og til þá er það í góðu lagi 😉
21.03.2007 at 21:42 #585436Vorum einmitt með síðast á Rauðum 38" Patta….sem er búið að skipta út fyrir einn svona fullorðins á 44 😉
15.03.2007 at 22:29 #584716Er ekki alveg kominn með á hreint hvert samt…..en það spáir alveg ágætlega alla helgina sýnist mér.
15.03.2007 at 10:38 #581300Mig langar í svona í 2001 patta ef það er eitthvað eftir af góssinu….
11.03.2007 at 21:40 #582910Eitthvað hef ég misskilið þetta spjall….við mættum á Vesturlandsveginn og sáum astroinn og græna wagonerinn, vorum svo eitthvað bissý við að mounta tölvuna í bílinn og náðum ekki að tala við liðið og svo renndi það að af stað og við á eftir og héldum að þeir væru að fara á Hellisheiði….en þá var stefnan tekin á Gjábakkaveg og Skjaldbreið, og endaði sú ferð reyndar í þessu fínasta ævintýri á Skjaldbreiðarvegi 😉
Frétti að Teitur (pajero) hefði beðið eftir okkur í breiðholtinu…svo afsakaðu það.
10.03.2007 at 00:40 #582908Glæsilegt.
Strákarnir ætla að slást með í för á Bláum 44" Patrol
07.03.2007 at 00:56 #199864Eru menn (og konur) ekki búnir að skipuleggja einhverja fjöruga ferð á næstu helgi sem strákarnir geta fengið að fljóta með og prófað nýja kvikindið á 44″ ? 😉
Væri nú ekki verra ef það væri pottur á endastöð 😉
Kveðja frá strákunum sem vantar leikfélaga um helgina! 😉
30.08.2006 at 08:31 #558866Verst hvað það þarf stóran bíl til að stela þessum hringavitleysum á leið inn í Mosó.
22.06.2006 at 15:40 #555058Sem patrol eigandi þá væri ég til í að sjá þessa fínu mynd….ég bara finn hana ekki. ?
06.06.2006 at 00:44 #553730Mér sýnist á öllu að stærsta vandamálið sé að langflestir vita ekki hvar má keyra.
Hvað telst t.d. slóði og ekki slóði ?
8 kappar spæna sér leið í gegnum mjúkan jarðveg á blautum degi og eftir það koma ansi greinileg og góð för….
3 dögum seinna kemur jón jónsson sem er nýbúinn að kaupa sér hjól og sér þarna þennann fína slóða og ekur hann auðvitað í góðri trú og er svo sektaður fyrir vikið kannski ?
Það kemur t.d. fram í mbl fréttinni að á sumum stöðum séu sárin í Henglinum allt að hálfs meters djúp, þá er nú búið að keyra duglega þar og ef einhver sem ekki veit betur kemur að þá myndi hann auðvitað halda að þetta væri hinn löglegasti slóði.
Gamlir hestaslóðar sem hafa verið farnir í tugi ára…..má hjóla á þeim ? ef ekki……af hverju í ósköpunum ekki ?´
Þetta er allt spurning um fræðslu og tillitssemi. Þegar menn kaupa sér hjól gæti nú fylgt með smá leiðbeiningar um hvar má hjól og smá fróðleikur um hvað má alls ekki.
En þetta voru bara svona mínir 2 aurar af skynsemi og ekki á ég hjól.
11.05.2006 at 11:39 #552318Gæti þetta verið innbyggður fídus frá fyrri eiganda……?
Gerist þetta t.d. bara þegar þú ert að keyra niður laugaveginn á lullinu og sætar skvízur rölta framhjá ?
Ef svo er þá er þetta nú ekkert til að hafa áhyggjur af 😉
10.05.2006 at 12:22 #552104Vegagerðin er á sömu skoðun og ég og Óskar og því enginn vafi á því að þessi vegur er opinn 😉
Og hvernig væri svo að plana ferð í hellana á laugardaginn ?
09.05.2006 at 23:42 #552098Á vef vegagerðarinnar má sjá að það er ekki lokað úr Húsafelli upp á langjökul, eða ég get ekki séð betur á þessari síðu:
http://www3.vegag.is/faerd/island1.htmlEr ég kannski að sjá eitthvað vitlaust ?
09.05.2006 at 00:11 #552204Setja þær inn ? 😉
09.05.2006 at 00:04 #552138Ég sá einmitt þennann stóra bróðir útaf áðan þegar ég var á leiðinni heim….og í kringum allt masið í þessum þræði þá sá ég hvergi staðfesta skýringu á hvað hefði gerst ?
Einhver giskaði á legur og finnst mér það líklegt miðað við að hann var bara á 3 hjólum úti í kanti…..en það útskýrir þá ekki bremsufar eftir eitt hjól, eða hvað ?
Miðað við förin þá trúi ég að driverinn hafi svitnað ‘örlítið’ við þetta.
07.05.2006 at 13:26 #551772Við félagarnir þökkum kærlega fyrir okkur og skemmtilega ferð.
Bíðum spenntir eftir næstu 😉
Einhverjar misgóðar myndir úr ferðinni má finna [url=http://myndir.isak.is/v/isak/URUR/vatnajokull-6-mail/?g2_page=1:1k42xc29][b:1k42xc29]hér[/b:1k42xc29][/url:1k42xc29]
03.05.2006 at 18:08 #197896Sælir…
Ég er með 3 track úr einni ferð sem er vegna þess að ferðavélinni var lokað á milli og því býr nroute til nýtt track þegar vélin er opnuð aftur….
Er einhver auðveld leið að sameina þessi tracks í eitt með nroute eða mapsource ?
02.05.2006 at 11:13 #551712Ég skelli mér með ef ég verð kominn með vhf í bílinn eða leigi af klúbbnum 😉
-
AuthorReplies